Dagblaðið - 10.11.1975, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 10.11.1975, Blaðsíða 8
I'agblaðið. Mánudagur 10. nóvember 1975. MMjBIAÐID frjálst, nháð dagblað Útgefandi: IJagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason iþróttir: llallur Simonarson llönnun: Jóhannes Revkdal Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hallur Hallsson, Iielgi Pétursson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga Guðmanusdóttir, Maria ólafsdóttir. I.jósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Ásgeir Hannes Eiriksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ritstjórn Siðumúia 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af- greiðsla Þverholti 2, simi'27022. Byrjið að afla trausts Vantraust fólksins á kjörnum full- trúum þess og stofnunum lýðræðisins hefur aukizt á undanförnum árum. Þessi þróun er mjög hættuleg, þvi að lýðræði er, þrátt fyrir spillingu og vangetu, langskásta þjóðskipulag, sem þekkist i sögunni. Vandamálið er ekki hjá efagjörn- um almenningi né þeim, sem flytja fréttir af á- standinu og verða þannig til að auka vantraustið enn. Vandamálið er hjá stjórnmálamönnum og embættismönnum, sem með gerðum sinum eða að- gerðaleysi eiga vantraust skilið. Alþingismenn verða að sýna, að þeir séu ekki að eyða tima sinum i fánýtt þras, meðan Róm brennur. Almenningur er farinn að lita á Alþingi sem eins konar hallargarð, þar sem daglega séu haldnar burtreiðar, — þar sem miðaldariddararnir leiki sér án vitundar um það, sem er að gerast utan hallar- veggjanna. Það fer ákaflega i taugar fólks að fá ekki að vita um sannleikann um ástandið i efnahagsmálunum. Menn vilja ekki láta segja sér, að hallinn á rikisbú- skapnum verði tæplega 1,3 milljarðar á árinu, þeg- ar siðan kemur i ljós tveimur til þremur vikum sið- ar, að hann er að verða 4 milljarðar á árinu. Menn súpa hveljur, þegar allt i einu kemur i ljós, að skuldir rikisins við Seðlabankann hafa aukizt um tvo milljarða i október einum saman og eru orðnar hvorki meira né minna en átta milljarðar. Þessar tölur eru ekki aðeins óheyrilega háar, heldur benda einnig til þess, að fjármál islenzka rikisins séu kom- in i öngþveiti. Ljóst er orðið, að niðurskurður sá, sem ráðgerður var i fyrravetur, hefur farið út um þúfur. Rikis- sjóður er orðinn að sjúklingi, sem þjóðarbúið stend- ur engan veginn undir. Hvergi virðist vera unnt að bremsa i útgjöldum, þótt allir prediki hver um ann- an þveran um hina brýnu nauðsyn þess. Þegar fulltrúar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins voru hér á landi fyrir mánuði, var þeim sagt, örugglega i góðri trú, að hallinn á rikisbúskapnum yrði rúmlega milljarður á þessu ári. Þeir voru að vonum sáróánægðir með það og töldu ísland ekki geta sleg- ið meiri lán erlendis fyrr en úr þessu hefði verið bætt. Hvað segja svo þessir lánardrottnar okkar, þegar skyndilega kemur i ljós, að hallinn á rikisbúskapn- um er að verða fjórir milljarðar á árinu? Er ekki öruggt, að lánstrausti þjóðarinnar hefur verið stefnt i óbætanlegan voða með þvi að láta reka svona á reiðanum? Nauðsynlegt er, að upplýst verði til hlitar, hvernig skuld rikissjóðs við Seðlabankann fær að aukast um tvo milljarða á einum mánuði og hvernig það virðist koma embættismönnum og stjórnmála- mönnum á óvart, að halli rikissjóðs er að verða fjórir milljarðar. Ennfremur er nauðsynlegt, að al- þingismenn fari að átta sig á, að alvara er á ferðum i fjármálum rikis og þjóðar. Nú er kominn timi til að byrja að vinna fyrir nýju trausti þjóðarinnar. Mennirnir, sem Júan Carlos, hinn nýi leiðtogi Spánar, er ekki öfundsverður af hlutverki sinu. Nú þarfnast hann allrar þeirrar hjálpar, sem hann getur fengið. Ef honum á að tak- ast að leiða spænsku þjóðina inn á nýtt skeið að Franco látnum án átaka innanlands, þá þarf hann allan stuðning almennings, hers og stjórnmálamanna. Mennirnir, sem ýmist geta veitt honum þann stuðning eða neitað honum um hann — og koma áreiðanlega til með að hafa sitt að segja á Spáni framtiðarinnar, eru meðal annarra: Lautinant-General Manuel Diez Alegria. Hann er vel menntaður og skarpgáfaður foringi i land- hernum, sem i fyrra var vikið úr embætti yfirmanns herráðsins, að þvi er virðist vegna þess, að Franco taldi hann of frjálslyndan. Diez Alegria hershöfðingi nýtur enn verulegrar virðingar meðal samherja sinna i hópi herfor- ingja. Hann er persónulegur vin- ur Júans Carlosar og nýtur mik- illa vinsælda meðal stjórnmála- manna stjórnarandstöðunnar. Að auki hefur hann ferðazt vitt og breitt um heiminn og á sina vini i heimi hernaðar og stjórnmála beggja vegna járntjaldsins. Hann gæti liklega aflað fylgis heraflans — með undantekningu nokkurra elliærra hershöfðingja — við konunginn og stefnu hans. Ef Carlos Arias Navarro, for- sætisráðherra, biðst lausnar eins og við er búizt, þá má telja vist, að Júan Carlos þætti vænt um að sjá nafn hershöfðingjans á listan- um, sem bráðabirgðastjórninni er skylt að færa honum yfir möguleg forsætisráðherraefni. Lautinant-General Carlos Ini- esta. Hann er harðlinumaður mikill, fyrrum yfirmaður Þjóð- varðliðsins, sem hefur verið i r Saðning er lykilorðið nokkurn veginn af handahófi. Oll byggjast þau upp um kjarna frá- sagnar sem látin er upp i raunhæfum skynmyndum. Það er svo annað mál hvað höfundi verð- ur úr, eða vill láta sér verða úr, frásagnar- og myndefnum sinum. En kvæðið um máltiðina heldur áfram, svona: Ég hið, þvi hér er allt, og allt er i stakasta lagi, og ég lilusta á þig syngja slagara i baöinu. fcg hið Aðalsteinn Ingólfsson: GENGIÐ Á VATNI l.jóð og Ijóðaþýðingar Letur 1975, 108 bls. Máltið heitir eitt af kvæðum Aðalsteins Ingólfssonar i nýrri bók hans, annarri ljóðabók Aðal- steins. Það byrjar svona: llnifur, gaffall, skeið hiða hungraðra lianda og injólkurglas ljómar af saklevsi. Serviettur hjúlra sig feimnar upp aö gamalreyndum diski og nakin fiskflök velta i sjóðandi vatni. Þessi ritháttur finnst mér ein- kenna bók Aðalsteins, eða öllu heldur besta textann i bókinni. Efniviður hans er sjónr’eynsla, festulega dregnar skynmyndir, oft frásagnarlegs eðlis. önnur dæmi þessháttar ljóða hér i bók- inni er 1 British Museum, Kross á heiði, Helga, A Saurbæ, nefnd Út í grimmcm daginn Sigurður Pálsson: L.IÓD VEGA SALT Heimskringla 1975. 90 hls. Hvað sem öðru liður um ljóð Sigurðar Pálssonar er bókin ein- hver skemmtilegasta nýja ljóða- bók, sem ég hef lengi lesið. Af hverju? Það kann að stafa af fjöl- breytni bókarinnar —» yrkis- og söguefna hennar frekar en hugarheims sem hún lýsir. Og þó lýsir bókin hugarheimi, efnum tilfinningalifs og reynslu, sem minnsta kosti er öðruvisi saman settur en maður á við að venjast i algengum nýjum ljóðum. En til ______________ sannindamerkis um að „gaman sé að” bókinni er vitaskuld einfaldast að tilfæra eitthvert ljóðið úr henni. Hér er til dæmis 3ja ljóð úr deild sem nefnist Smámunir: iióttín er til þess að gráta i til þess að brosa i Imerra og hiksta i til þess að slangra og dræv' úti buskann i nóttin er til þess að gráta i til þess að röfla i Itakka i sig pulsur i til þess að Itugsa og speglast i rúöum i nóttin er til þess aö gráta i til þess að flauta blús i velkjast og urra i til þess aö reyna viö og rupl' og rið’ i nóttin er til þess aö gráta i til þess að itvolfa úti skurð i hrjóta allt í kássu i til þess að (æ hvers vegna þú vinur) deyja i Hér er efni og orðfæri gripið beint úr bæjarlifi: rúnturinn er enn til hvernig sem bærinn ann- ars breytist. Og sinni nýmóðins- legu hagmælsku semur ljóðið sig

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.