Dagblaðið - 10.11.1975, Blaðsíða 7
Pagblaðið. Mánudagur 10. nóvember 1975.
Erlendar
fréttir
Konuraðtaka
við stjórninni
Fyrstu byggðakosn-
ingarnar, sem fara fram i
Laos undir kommúniskri
stjórn, hafa gjörbreytt valda-
hlutfallinu milli karla og
kvenna i landinu.
Sextán manns, sem fram til
þessa hafa verið óþekktir
byltingarmenn i her Pathet
Lao, voru kjörnir til byltingar-
nefndar alþýðu Vientiane, svo
dæmi séu nefnd. Úr þeim hópi
voru siðan kjörnar þrjár
konur og tveir karlar til að
sitja i framkvæmdanefndinni.
Spónif vill láta SÞ taka
við stjórn Vestur-Sahara
Rikisstjórn Spánar virðist
vera þess albúin að afsala sér
völdum i hendur Sameinuðu
þjóðanna á meðan samninga-
viðræður við stjórnir Marokkó,
Alsir og Máritaniu um framtið
Vestur-Sahara fara fram.
Heimildir innan spænsku
stjórnarinnar herma, að
stjórnin i Madrid sé þess reiðu-
búin að láta yfirstjórn hersveita
sinna i Sahara i hendur SÞ og að
samtökin stjórnuðu landinu i
sex mánuði.
Talið er að Hassan konungur
Marokkó sé nú reiðubúinn að
hefja alvarlegar samningavið-
ræður um ágreiningsatriðin.
Þegar konungur skipaði
þegnum sinum að snúa við og
hætta við gönguna, þar sem hún
hefði náð tilgangi sinum, kvaðst
hann vera stoltur af göngu-
mönnum, sem hefðu skrifað
blað i sögu marokkönsku
þjóðarinnar. „Sú saga verður
lesin af komandi kynslóðum,”
sagði konungur, ,,á sama hátt
og við höfum lesið um göngur
Xenophons og vinar okkar
Maós.”
Sagt er að Spánverjar hafi
gert Hassan konungi tvo kosti,
annaðhvort að skotið yrði á
göngumenn héldu þeir áfram
eða að Sameinuðu þjóðunum
yrði fengin stjórn landsins i
hendur þegar i stað.
A hvorn veginn sem væri hefði
konungur átt yfir höfði sér að
blóð færi að streyma — i bar-
dögum annaðhvort við her-
sveitir Sjiánar eða Alsirs, sem
lýst hafði þvi yfir, að barizt yrði
til að koma i veg fyrir töku
Marokkó á Vestur-Sahara.
Göngumenn lögðu þegar af
stað aftur til Marokkó og er
hljóðið i þeim sagt mun daufara
en við upphaf ferðarinnar.
Þessir spænsku hermenn i Sahara voru reiðubúnir til að skjóta á
gönguniennina frá Marokkó. Dæmi um veðurfar á þessu svæði er að
byrgja þarf byssuhlaupin með segli, svo þau fyllist ekki af sandryki.
URSKURÐUR I MAU KARiNAR
ANNl QUINIAN KIMUR í DAG
Robert Muir, dómari i
Morristown i New Jersey i
Bandarikjunum, mun i dag kveða
upp úrskurð um hvort Karen
Anne Quinlan, sem verið hefur i
dái i sex mánuði, fær að deyja.
Dómarinn mun skýra máls-
aðilum frá ákvörðun sinni kl.
16.30 i dag að islenzkum tima og
verður úrskurður hans gerður
opinber 45 minútum siðar.
Réttarhöldin i máli þessu eiga
sér enga hliðstæðu i bandariskri
réttarfarssögu. Stóðu þau i fimm
daga. Þar lýstu sjö læknar þvi
yfir, að Karen ætti sér ekki
bjargar von, enda hefur hún orðið
fyrir miklum heilaskemmdum.
Nokkrir læknanna lýstu henni
sem „mannlegu grænmeti”.
Hver sem úrskurður dómarans
verður, þá verður honum áfrýjað
til æðri dómstóla. Mál þetta hefur
vakið heimsathygli og miklar heim, bæði meðal leikra og
umræður og deilur um allan lærðra.
tM
assijuiírmiu
i y £ O' -Cj!
r7^' C' j
r
Að sögn er Karen Anne Quinian engu lik orðin, þar sem hún liggur í
hnipri i sjúkrarúmi á St. Clair sjúkahúsinu I Morristown. Hún er nú að-
eins 31 kg að þyngd.
Gervinýra heldur Franco lifandi
Francisco Franco berst
enn við dauðann þremur
dögum eftir að mikil
skurðaðgerð var gerð á
honum, þar sem rúmlega
tveir þriðju hlutar
magans — með blæðandi
sárum — voru f jarlægðir.
Tuttugu og fimm
læknar eru nú stöðugt
yfir hershöfðingjanum. I
tilkynningu, sem gefin
var út í morgun, sagði að
liðan Francos væri hin
sama, uppskurðurinn
hefði tekizt mjög vel, en
hershöfðinginn ætti enn
við að stríða blóðtappa og
æðabólgur í vinstra læri.
Þá munu nýrun vera
orðin óstarfhæf og er nú
notað gervinýra til að
halda gamla manninum
lifandi.
1
Fljúgandi diskur
lagði skógarhöggs-
mann að velli
Sex skógarhöggsmenn í
Heber í Arizona í Banda-
ríkjunum verða látnir
gangast undir lygamælis-
próf til að kanna sann-
leiksgildi sögu þeirra um
að sjöundi maðurinn úr
þeirra hópi hafi horfið
eftir að hafa orðið fyrir
bláum geisla úr fljúgandi
diski.
Mennirnir, sem vinna í
Apache-þjóðgarðinum í
nágrenni Heber, sögðust
hafa verið á heimleið um
sólarlag á miðvikudag-
inn, þegar þeir sáu hlut —
líkan fljúgandi diski —
svífa yfir veginum fyrir
framan þá.
Einn þeirra, Travis
Walton, 22 ára, stökk út
úr bílnum til að kanna
málið nánar.
Að sögn lögreglustjór-
ans á staðnum, Marvins
Gi I lespíes, seg j a
mennirnir að Walton haf i
orðið fyrir bláum Ijós-
geisla frá furðuhlutnum
og að hann hafi fallið til
jarðar.
Sexmenningarnir voru
skelf ingu lostnir og óku á
brott án þess að taka
Walton með sér. Þegar
þeir snéru aftur f immtán
mínútum síðarsástekkert
til Waltons eða fljúgandi
disksins.
Lögreglan hefur leitað
dyrum og dyngjum að
Walton en án árangurs.
Merki um bruna á vegin-
um hafa heldur engin
f undizt.
Gillespie lögreglustjóri
sagði fréttamönnum í
morgun, að hann væri
ekki ,,fullkomlega van-
trúaður" á sögu mann-
anna.
500 ára nýlendustríði Portúgala
í Afríku lýkur í Angola í kvöld
— þrjár frelsisfylkingar fýsa yfir sjálfstœði landsins
Hvað gerist eftir að
portúgalski fáninn hefur verið
dreginn niður i Luanda, höfuð-
borg Angola, i siðasta skipti i
kvöld, virðist enginn vita.
Portúgalski landsstjórinn i
Luanda mun i dag halda blaða-
mannafund, þar sem hann mun
útskýra hvernig — og hvort —
portúgölsk yfirvöld hyggjast af-
sala sér völdum i hendur sex
milljón ibúum landsins.
Angola fær sjálfstæði á mið-
nætti i nótt og lýkur þar með
fimm hundruð ára nýlenduveldi
Portúgala i Afriku.
Stjórnin i Lissabon hefur lýst
þeirri afstöðu sinni, að ekki
komi til mála að afhenda völdin
i hendur einni þriggja frelsis-
hreyfinga, sem nú berjast inn-
byrðis eftir 13 ára strið gegn
yfirráðum Portúgala.
Einingarsamtök Afriku hafa
skorað á fylkingarnar þrjár,
MPLA, FNLA og UNITA, að
mynda samsteypustjórn. Ölik-
legt er talið aö það takist i dag.
MPLA, sem stjórnar höfuðborg-
inni Luanda, hefur ekki verið
boðið að vera við athöfnina, er
portúgalski fáninn verður dreg-
inn niður. Er það gert til að sýna
ekki fram á stuðning við eina
frelsisfylkinguna fremur en
aðra. Höfuðstöðvar FNLA og
UNITA eru inni i miðju landi.
Yfirstjórn MPLA i landinu
hefur lýst þvi yfir, að á miðnætti
muni fáni veröa dreginn að húni
i höfuðborginni og fylkingin
muni taka við völdum i landinu
sem hinn eini löglegi aðili til að
stjórna þvi.
Búizt er við, að bæði FNLA og
UNITA muni halda svipaðar at-
hafnir i höfuðborgum yfirráða-
svæða sinna.
Að minnsta kosti fjórar þjóðir
hafa sent fulltrúa sina til að
vera viðstadda hátiðahöldin i
Luanda. Hafa þær þjóðir ákveð-
ið að viðurkenna rikisstjórn
MPLA. Er þar um að ræða fyrr-
um nýlendur Portúgala i
Afriku: Gineu Bissau, Cape
Verde og Timor auk Nigeriu.
Búizt er við fulltrúum frá
fleiri þjóðum, þ.á m. einhverj-
um fulltrúa frá Skandinaviu.
Einu Afrikurikin, sem ekki
fengu boðskort frá yfirstjórn
MPLA, voru Suður-Afrika,
Ródesia og Zaire, sem styður
FNLA.