Dagblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 2
2
Dagblaöið. Fimmtudagur 20. nóvember 1975.
" v
##
Við heyjum mikið varnarstríð
gegn Ægi konungi,"
segja Seltirningar
Hafnurmannvirkin frá timum Kveldúlfs fyrir framan Kjarvalshús-
ið eru farið að láta á sjá fyrir ágangi sjávar og veröur að draga úr
sjónum lengra úti ef takast á að bjarga þeim.
„Aðalvandamálið er úti á Suðurnesinu og vegurinn þangaö er einn
sjóyarnargarðurinn á Nesinu,” sagði Sigurgeir Sigurðsson bæjar-
stjóri i viðtali við DB. Hér sést út með nesinu til norðvesturs þar
sem Sellirningar heyja þrotlausa baráttu gegn brimöldum sjávar.
DB-myndir B.P.
„Þetta er stórt vandamál hjá
okkur,” sagði Sigurgeir
Sigurðsson bæjarstjóri, er við
ræddum við hann um landbrot
sjávar á Seltjarnarnesi.
„Náttúruverndarnefndin okkar
hefur verið ákaflega viðkvæm
fyrir jarðraski sem bygging
sjóvarnargarða hefði i för með
sér, en annars vegar eru meiri
raunsæismenn sem vilja hefta
landbrotið og láta reisa garðana
þvi augljóst er að sjórinn vinnur
á og eyðir smátt og smátt
landi.”
Sagði Sigurgeir ástandið vera
einna verst úti á Suðurnesi og á
vesturströndinni enda lægju þau
svæði fyrir opnu hafi. „Við
höfum reynt að halda i horfinu
og fara um leið bil beggja,”
sagði Sigurgeir ennfremur.
„Mikið hefur verið keyrt af
grjóti i veginn út á Suðurnes
meðfram Bakkatjörninni, en
það er einmitt svæði, sem
náttúruverndarnefndin vill
gæta. Eru það gamlar mógrafir
sem koma i ljós á stórstraums-
fjöru.”
Gat Sigurgeir þess að nýlega
hefði verið boðið út endurskipu-
lag á heildarskipulagi hreppsins
og þá myndu Seltjörnin og
svæðin i kringum hana verða
tekin með i það skipulag með
útivistarsvæði fyrir augum.
HP
Þessi gömlu skotbyrgi frá striðsárunum stóðu alllangt inni I landi en Ægir konungur teygir loppuna nær
þeim með hverju árinu sem líður.
Nœst vil ég koma sem ferðamaður,
Ungfrú island i góöum vinskap með fulltrúum oliusmáeyjanna Curacao og Aruba, en hvorugt þeirra
rikja er stærra en ísland eða fjölmennara (DB-mynd JB).
— Hann er fyrsti ís-
lendingurinn sem ég
hef haft tækifæri til að
hitta frá þvi ég kom
hingað, þið verðið að
hleypa honum inn!
Með þessum góða stuðningi
frá Miss Iceland, Halldóru
Björku Jónsdóttur, fékk islenzki
fréttamaðurinn að hitta hana
skamma stund þar sem hún
dvelur i London ásamt 67 öðrum
fegurðardisum sem taka munu
þátt i Miss World samkeppninni
á fimmtudag.
öryggisgæzlan á Hótel
Britannia var ströng. Við hótel-
innganginn var leitað i öllum
töskum og á hverri hæð. Þar
sem fegurðardisirnar búa voru
verðir sem hleyptu engum óvið-
komandi inn. En eftir miklar i-
huganir blaðafulltrúa var loks
gefið grænt ljós.
— Fáið yður sæti, Miss Ice-
land kemur eftir fimm minútur.
Stúlkurnar eru önnum kafnar
við að búa sig undir kvöldverð-
inn klukkan átta, sagði blaða-
fulltrúinn.
— En klukkan er bara sex,
sagði fréttamaðurinn, sem
sjálfur lifir á pylsum og tómat-
sósu og étur hvort tveggja
standandi. Greinilegt var að hér
var ekki fyrr búið að snæða
kvöldverð en farið var að búa
sig undir morgunverð daginn
eftir.
— Nei, sjáðu til, þetta er sér-
stakur kvöldverður. 1 kvöld
höldum við heilög jól, sagði full-
trúinn.
— Heilög jól??? Hvað áttu við
maður, það er miður nóvember,
sagði fréttamaðurinn mun rugl-
aðri en áður.
— Fæstar stúlkurnar hafa
tækifæri til að dveljast hér i
Englandi um jólin og þess vegna
ákváðum við að sýna þeim nú
hvernig hefðbundið enskt jóla-
hald fer fram, sagði fulltrúinn.
— Hefðbundið enskt jóla-
hald??? Með 68 fegurðardisum?
hugsaði fréttamaðurinn og
ákvað á þeirri stundu að i fram-
tiðinni skyldi hann verja öllum
sinum jólum i Englandi.
I þann mund birtist Halldóra,
ásamt tveim suður-ameriskum
þokkadisum.
— En hvað ég er fegin að geta
talað islenzku aftur. Ég verð
þeirri stundu fegnust er ég kem
heim, sagði Halldóra dauð-
þreytt eftir langan dag.
— Heyrðu annars, ég þekki
þig nú. Þú varst áskrifandi að
einhverju erlendu blaði þegar
ég vann hjá Sigfúsi Eymunds-
syni. Hvaða blað var það nú aft-
ur? spurði Halldóra.
Fréttamaðurinn dró nú eld-
snöggt fram myndavél og bað
Halldóru og þessar tvær frá
Suður-Ameriku að brosa fallega
á einni mynd. Allt frekara tal
um blaðaáskriftir hefði leitt i
ljós að i raun og veru hafði
fréttamaðurinn verið áskrifandi
að tveim erlendum blöðum, en
samt gætt þess að sækja aldrei
nema annað þeirra i einu!
— Við vorum tvær, sem áttum
að fara annars vegar i
Skandinaviukeppnina og hins
vegar i Miss World keppnina i
London. Svo skilst mér að
snögglega hafi verið hætt við
Skandinaviukeppnina og mér
var þá tilkynnt með stuttum
fyrirvara að ég ætti að halda til
London til að keppa við fegurstu
stúlkur i heimi, sagði Halldóra.
Halldóra hafði ekki staðið á
erlendri grund áður er hún var
allt i einu stödd á Heathrow
flugvelli, þar sem jafnvel þaul-
vanir ferðamenn villast auð-
veldlega.
— Ég vissi ekki einu sinni
nafnið á hótelinu, sem ég átti að
búa á. En sem betur fer hitti ég
fljótlega þann sem var kominn
—
3*