Dagblaðið - 20.11.1975, Page 4
(i
Dagblaðið. Fimmtudagur 20. nóvember 1975.
Utvarp
Sjónvarp
HEFUR VERIÐ SYND FYRIR FULLU HÚSI í LONDON f 23 ÁR
I
rtargaret Rutherford i hlut-
,erki sinu sem sögupersónan
Vliss Marple.
Albert Finney i hlutverki
Poirots liins fræga leynilög-
regiumanns i kvikmyndinni
„Austurlandahraðlestinni”.
Hún er talin einhver bezta kvik-
mynd sem gerð hefur veriö eftir
verkum Agöthu Christie.
lesendahóp hér á landi. Hún
heitir réttu nafni Agatha Mary
Clarissa Miller. Hún fæddist i
Torquay i Devon árið 1891,
stundaði tdnlistarnám i Paris á
unga aldri og var hjúkrunar-
kona i fyrri heimsstyrjöldinni.
Hún er gift sir Max Malowan
fornleifafræðingi og hefur ferð-
azt viða um lönd með honum.
Þannig hefur hún fengið efni i
margaraf skáldsögum sinum.
Þær persónur sem Agatha
Útvarp kl. 22,40 í kvöld:
NÚTÍMA KRISTILEG TÓNLIST í „KROSSGÖTUM"
Kl. 22.40 i kvöld eru á dagskrá
útvarpsins ..Krossgötur” sem
er tónlistarþáttur i umsjá Jó-
hönnu Birgisdóttur og Björns
Birgissonar.
Okkur lék forvitni á að fá að
vita eitthvað um efni og fyrir-
komulag þáttarins og einíiver
deili á umsjónarmönnum hans.
— Við leggjum áherzlu á að
flytja kristilega tónlist, sagði
Björn Birgisson. — Þátturinn er
einu sinni í viku og er búinn að
vera núna i einn mánuð.
— Við flytjum ýmsar hug-
leiðingar i sambandi við efni
textanna sem fluttir eru. Flest
Jóhanna Birgisdóttir og Björn Birgisson sem sjá um „Krossgötur” I
útvarpinu.
ef ekki öll lögin eru sungin, sum
af kórum, önnur af einstakl-
ingum. Þetta er kristileg tónlist
m.a. eftir Ralph Carmichael
sem er með þekktari nútima-
skáldum i Bandarikjunum á
sviði kristilegrar tónlistar. Við
tókum alls 10 þætti upp i vor.
Þau Jóhanna og Björn eru
hálfsystkini, börn Birgis Thor-
berg málarameistara. Jóhanna
er 18 ára gömul. Hún var 2 ár i
Menntaskólanum i Reykjavik.
Björn bróðir hennar er alinn
upp hjá ömmu sinni, Valdisi
Sigurðardóttur i Borgarnesi.
Eru þau nú flutt h'ingað til
bæjarins. Björn er 23 ára
gamall. Hann lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum i
Reykjavik árið 1973 og er nú á
þriðja ári i viðskiptafræði i
Háskóla Islands. Hyggst hann
fara til Bandarikjanna til fram-
haldsnáms þegar hann lýkur
prófi hér eftir eitt ár, Hann
hefur aðallega unnið við
verzlunar- og skrifstofustörf i
sumarleyfum. Um þessar
mundir vinnur hann við
prófarkalestur á kvöldin hjá
Alþýðublaðinu. A.Bj
„Músagildran"
í kvöld kl. 20,05
Haraldur Ólafsson lektor.
Útvarp kl. 19,35:
UM SKIPTINGU IND-
LANDS ÁRIÐ 1947
Haraldur Ólafsson skýrir frá
Kl. 20:05 i kvöld er á dagskrá
útvarpsins leikritið „Músa-
gildran” eftir Agöthu Christie i
þýðingu Halldórs Stefánssonar.
Leikstjóri er Klemens Jónsson.
„Músagildran” er vafalaust
eitt allra vinsælasta leikrit sem
Agatha Christie hefur skrifað.
Það hefur verið sýnt i leikhúsi
einu i London i samfleytt 23 ár,
siðan árið 1952.
Leikurinn gerist á herragarði
sem breytt hefur verið i gisti-
hús. Þar er loft lævi blandið og
margt kemur á óvart eins og
nærri má geta. — „Músagildr-
an” var sýnd hjá Leikfélagi
Kópavogs árið 1959.
Leikstjóri „Músagildrunnar” er Klemens Jónsson og situr hann hér fyrir enda borðsins við upptöku leikrits-
ins. Hægra megin viö boröið sitja Anna Kristin Arngrimsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Róbert Arnfinns-
:son og Ævar Kvaran. Hinum megin við borðiö eru Sigurður Skúlason, Helga Bachmann, GIsli Alfreösson *
og Guðrún Stephensen — i iósm. DB-Bjarnleifur.
hefur skapað i sögum sinum eru
löngu heimsfrægar eins og bel-
giski leynilögreglumaðurinn
Poirot og Miss Marple svo eitt-
hvað sé nefnt. Fjölmargar bió-
myndir hafa verið gerðar eftir
sögum Agöthu, er skemmst að
minnast „Austurlandahraðlest-
arinnar” sem sýnd var hér i
vor. —A.Bj.
Haraldur ólafsson lektor sér
um þáttinn „Lesið i vikunni” kl.
19:35 i útvarpinu i kvöld. —■
Haraldur er hlustendum að
góðu kunnur en hann var meö
þáttinn „Viðsjá” ásamt Jóni
heitnum Magnússyni fyrir
nokkrum árum. — Einnig var
hann dagskrárstjóri útvarpsins
um skeið.
Haraldur sagöi að þátturinn
„Lesið i vikunni” væri ekki
ósvipaður og „Viðsjá” hefði
verið. Hann segir frá efni bókar
sem hann hefur lesið og i' kvöld
segir hann frá bók eftir tvo
þekkta franska blaðamenn,
Lapierre og Collins, um skipt-
ingu Indlands i tvö riki, Indland
og Pakistan 1947.
Þessir blaðamenn hafa m.a.
skrifað bækur um siðari heims-
styrjöldina, Israelsriki o.fl. o.fl.
Það er gifurleg vinna sem ligg-
ur á bak við svona bók, sagði
Haraldur. Hún er skrifuð i
reyfarastil og mjög skemmtileg
aflestrar.
Haraldur Ólafsson er 45 ára
gamall, lektor i mannfræði við
Háskóla islands. Er þetta fjórði
veturinn hans þar. Hann lauk
licenciat-prófi frá Stokkhólms-
háskóla i mannfræði með Eski-
móa sem sérgrein. —
Haraldur er höfundur hins
fræga „Inúks”, og fór með leik-
flokknum til Frakklands i vor.
Haraldur er kvæntur Hólm-
friði Gunnarsdóttur og eiga þau
tvö börn.
A.Bj.
Fyrstu sakamálasögur
Agöthu Christie komu út i kring-
um 1920 en hún er mjög afkasta-
mikill rithöfundur og hefur
skrifað yfir 70 sögur og auk þess
allmörg leikrit.
Útvarpið hefur áður flutt leik-
rit eftir Agöthu Christie: „Vitni
saksóknarans”, 1956, „Morðið i
Mesópótamiu” 1957, „Tiu litlir
negrastrákar” 1959 (framhalds-
leikrit) og „Viðsjál er ástin”
1963.
Agatha Christie á mjög stóran
Það gerist alltaf eitthvað
í þessari Viku:
Menntamálaráðherra í tízkuklœðum — Heimsókn í útvarpið