Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.11.1975, Qupperneq 6

Dagblaðið - 20.11.1975, Qupperneq 6
6 Dagblaðið. Fimmtudagur 20. nóvember 1975. Franco til vinstri ásamt bróður sinum Nicolás i herskólabúningi 1907. t augum milljóna manna var Francisco Franco hershöfðingi persónugervingur harðstjórnar nútimans. Margir hötuðu hann fyrir vinfengi hans við Hitler og Mussólini og fyrir að vera arki- tekt hins þrúgandi spænska þjóð- félags. Aðrir fyrirlitu þennan litla, reigingslega mann með a 11- ar orðurnar á brjóstinu og ýmsar glósur fékk Franco aðheyra á ævi sinni. En þrátt fyrir gagnrýnina, þá entist Fancisco Franco. í hartnær 40 ár, lengur en nokkur annar nú- lifandi maður, stjórnaði hann Spáni — að undanskildum 45 dög- um i fyrra þegar hann lá sjúkur. Allan þennan tima stjórnaði hann með harð'ri hendi. Með láti hans nú er lokið sfðasla fasistaeinræði Evrópu — loksins. Á vissan hátt var Franco mjög sérstakur einræðisherra. Hann reyndi ekki að h vetja áhangendur sina með orðskrúði. Hátóna rödd hans og eiiitið smámæli átti til að vekja fliss. Hann var efnis- hyggjumaður fram i fingurgóma, og gerði ekki einu sinni tilraun til að búa til hástemmda heimspeki- lega umgjörð um stefnu sina eins og til dæmis Hitler og Mussolini. Hann kærði sig heldur ekki um fleðulæti og hetjudýrkun. Hlýðni var það sem Francisco Franco krafðist, og með þvi að skapa stöðugt ástand ótta meðal þegna sinna, þá varð honum að ósk sinni. Vissulega átti Franco sina stuðningsmenn. Þeir voru aðal- lega menn sem gátu hagnazt á þeirri þjónkun. Milljónir ó- breyttra Spánverja dýrkuðu hann og virtu fyrir, þótt undarlegt kunni að virðast, þá eiginleika hans sem áttu hvað sizt skylt við spænska sögu og menningu. Til dæmis má nefna, að hinn dæmi- gerði Spánverji er lifsglaður og lifir fyrir liðandi stund. Franco var agaður á borð við prússnesk- an hershöfðingja. Einh.sinni, þegar spænskir nermenn i Marokkó voru óánægðir með mat sinn, kastaði skapbráður her- maður matardalli sinum fullum i andlit Francos. Hershöfðinginn kallaði þegar i stað til sin foringj- ann sem bar ábyrgð á matreiðsl- unni á staðnum og fyrirskipaði stórbætt mataræði þegar i stað. Siðan bætti hann við án þess að nokkur raddbreyting yrði: „Far- ið með hermanninn út og takið hann af lifi.” t upphafi fjórða áratugarins hafði Franco gott orð á sér fyrir hughreysti og ágæti i baráttu Spánverja i Marokkó sem þá heyrði undir Spán og þegar hann var aðeins 33 ára var hann orðinn hershöfðingi — hinn yngsti i Evrópu á þeim tima. Franco hélt heim til Spánar og þótti ekki öf- undsverður af verkefninu sem hann fékk: að bæla niður með hervaldi verkfall námamanna i Astúriu. Þegar vinstrimenn unnu umtalsverðan kosningasigur i þingkosningunum i febrúar 1936 var Franco sendur i „útlegð” til Kanarieyja. Siðar á þvi ári gerði herinn á Spáni uppreisn og Franco flaug þegar i stað til spænsku Marokkó til að taka þátt i og leiða uppreisnina. Þaðan ferjaði hann hermenn sina yfir sundið til tberiuskaga með flug- vélum sem hann hafði fengið keyptar af Þjóðverjum. Francisco Franco 1892-1975 Sízt jók hann á dýrð spœnskrar sögu Spænska borgarastyrjöldin stóð i þrjú ár. Spænsku þjóðinni blæddi illa og lýðræðissinnar og vinstri- menn i Bandarikjunum og Evrópu flykktust til Spánar til að vernda lýðræðið. Af beggja hálfu var barizt af slikri hörku og grimmd að hinn siðmenntaði heimur stóð á öndinni. 1 þvi striði hófust loftárásir fyrir alvöru. Hundruð þýzkra flugvéla i þjón- ustu Francos lögðu gjörsamlega i eyði Baskabæinn Guernica hinn 26. april 1937. Að lokum fór svo að stöðugur straumur peninga, mannafla og hergagna frá Þýzka- landi sneri valdahlutfallinu þjóð- ernissinnum i hag. Þegar leið fram i marz 1939, eftir að milljón Spánverja hafði látið lif sitt i bar- dögum, voru föðurlandsvinirnir knúðir til uppgjafar og Franco settist i valdastól. Vald hans varð strax algjört. Með stuðningi hersins, hinnar valdamiklu rómversk-kaþólsku kirkju og spænskra fasista — Falangistanna — varð Franco fljótur að þurrka út allar menjar um lýðræði. Stjórnmálaflokkar og frjáls verkalýðssamtök voru bönnuð, útkoma dagblaða stöðv: uð eða þau múlbundin og Spán- verjar sem andsnúnir voru Franco voru umsvifalaust settir i fangelsi. Þingið varð leiksoppur Francos og hann skipaði sjálfur alla ráðherra, héraðsstjóra, borgarstjóra og herforingja. „Leiðtogi á Spáni,” sagði einn ibúa Madríd, „er einhver sem hefur verið skipaður það af Franco.” Auk þess að hefta frelsi heima fyrir dró einræðisherrann — el Caudillo — enga dul á stuön- ing sinn og samúð með ttölum og Þjóðverjum i upphafi siðari heimsstyrjaldarinnar — á meðan Einræðisherrann ávarpar þjóð sina grátandi i siðasta sinn 1. október sl„ er hundruð þúsunda Madrid- búa vottuðu honum hollustu sina i kjölfar aftaka skæruiiðanna fimm úr röðum baskneskra þjóðernis- sinna. Fyrsta bióðbragðið fékk Franco i Marokkó 1921. Möndulveldin virtust sigur- stranglegri. 1 sextándu aldar höll sinni utan við Madrid, E1 Pardo, hengdi Franco upp stórar myndir af Mussolini og Hitler — með eig- inhandaráritun þeirra kumpána. 1 lok heimsstyrjaldarinnar var Spánn Francos útlagi meðal þjóða, meira að segja utan við Sameinuðu þjóðirnar. Sjálfur hafði hann ekki miklar áhyggjur af þvf og varþessalltaf fullviss að atburðarásin yrði honum að lok- um i hag. Hann hafði rétt fyrir sér. Eftir þvi sem útþenslustefna Sovétrikjanna varð ákafari svo að Vestur-Evrópu stóð ógn af, hættu Bandarikjamenn og banda- menn þeirra að lita á Franco sem óalandi og óferjandi villidýr. 1953 gerðu stjórnir Francos og Banda- rikjanna með sér samkomulag um bandariska herstöð á Spáni og tveimur árum siðar fékk Spánn inngöngu i S.Þ. fyrir tilstilli Bandarikjanna. Um sama leyti fór Dwight Eisenhower, þáverandi Banda- rikjaforseti, i heimsókn til Francos. Þótti þá ýmsum full- sannað að Bandarikjamenn væru búnir að fyrirgefa einræðisherr- anum það endanlega að hann hefði stutt Möndulveldin i strið- inu. 1 tilefni heimsóknarinnar tók Franco niður myndir sinar af Hitler og Mussolini og setti upp aðra — af Eisenhower. Þegar dró að lokum kalda striðsins og minningarnar um spænsku borgarastyrjöldina tóku ,að fölna á siðasta áratug kom að þvi að Sovétmenn og fylgiriki þeirra gerðu viðskipta og menn- ingarsamninga við stjórn Spánar. Og þótt ótrúlegt megi virðast, þá átti einræðisherrann i Pardo höll vinsamleg orð til i garð fyrrum erkióvina sinna i Kreml. „Maður getur ekki neitað þvi að rússneski kommúnisminn er að gera Rúss- land að einu valdamesta riki i heimi,” sagði hann. ..Það hlýtur eitthvað gott að vera til i þvi.” Heima fyrir var Franco alltaf jafn ósveigjanlegur þótt umheim- urinn breyttist. Þegar seig á seinnihluta valdaferils hans fóru stúdentar, verkamenn og frjáls- lyndir kaþólikkar og minnihluta- hópar á borð við Baska að krefj- ast aukins lýðræðis. Gamli maðurinn þverneitaði og sagði blákalt að svo lengi sem hann stjórnaði á Spáni, þá skyldi rikja þar einræði. Til að sýna fram á algjört vald sitt skipaði hann fyrir tveimur árum rúmlega þúsund háskólaprófessorum að taka þátt i hljóðlátri, kertalýstri athöfn i Konunglega leikhúsinu i Madrid. Einn og einn i einu voru hempu- klæddir lærdómsmennirnir neyddir til að ganga upp á sviðið, krjúpa þar við krossmark og sverja hollustueið við Franco og stefnuskrá Þjóðarfylkingar hans, eina leyfilega stjórnmálaflokks- ins i landinu. Litillega var dregið úr hörku Franco-stjórnarinnar af Opus Dei, hinni leynilegu og áhrifa- miklu bræðrareglu rómversk-ka- þólskra leikmanna. Félagar regl- unnar eru valdir úr yfirstétt mennta- og kaupsýslumanna Spánar. Þeir hafa alla tið verið i meirihluta i rikisstjórnum Francos og hafa þannig haft tæki- færi til að hvetja stjórnina til að draga úr mestu hörkunni, taka

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.