Dagblaðið - 20.11.1975, Qupperneq 20
20
Dagblaðið. Fimmtudagur 20. nóvember 1975.
Tillögur Jóns Sigurðssonar
„HREINGERNING"
Á BÚSKAP RÍKIS
OG SVEITARFÉLAGA
Jón Sigurðsson, forstöðumað-
ur Þjóðhagsstofnunar, vill gera
„hreingerningu” á fjármálum
rikis og sveitarfélaga.
t tillögum, sem hann hefur
sett fram, segir að fasteigna-
skattur eða skattur af þvi tagi
ætti að verða annar aðalskattur
sveitarfélaganna. Hann eigi
ætið að miðast við raunhæft
eignamat sem taki tillit til verð-
breytinga frá ári til árs.
Kanna þurfi hvort mengunar-
skattur, svo sem „skorsteins-
skattur” eöa „úrgangsskattur”,
sem lagður væri á einhvern
mælikvarða á mengun lofts,
vatns og jarðar, gæti ekki komið
að góðu haldi. Aðstöðugjaldið,
sem verið hefur annar helzti
tekjustofn sveitarfélaga, ætti að
leggja niður.
Hins vegar fengju sveitarfé-
lögin hlut i tekjuskatti félaga.
Þá segir i tillögunum að lög-
gjöf um alla tekjuöflun hins
opinbera ætti að fella i einn
lagabálk.
Jón segir að núgildandi á-
kvæði laga og reglugerða um
sameiginleg útgjöld rikis og
sveitarfélaga séu svo flókin að
50 fjárlagaliðir gætu varðað
hvert sveitarfélag á fjárlögum
1975. Um 13 milljarðar króna
séu á fjárlögum 1975 til sameig-
inlegra útgjalda rikis og sveit-
arfélaga eða um 27 prósent af
heildarupphæð fjárlaganna.
Kerfi þetta þurfi að einfalda og
hreinskipta verkefnum milli
rikis og sveitarfélaganna.
Að lokinni slikri „hreingern-
ingu” komi til álita að hafa þátt-
tökuhlutfall rikisins i sameigin-
legum framkvæmdum breyti-
legt i hagstjórnarskyni eftir
nánari ákvörðun rikisvaldsins.
Tillögurnar koma fram i
Handbók sveitarstjórna sem
Samband islenzkra sveitarfé-
laga hefur nú gefið út. —HH
Fjallkonur fylgjast vel með Mariu Kristmanns þegar hún snyrtir módel sitt. Rudolf Valentino sýnir
þeim um leið hvernig karlmaður á að vera til að vera „smart”.
„FJALLKONUR" KYNNAST TÍZKU OG SNYRTINGU
Nýjasta fatatizka frá Melkorku. Eins og sjá má eru fötin frjálsleg
og þægileg.
YFIRLITSSÝNING Á VERKUM
ENGILBERTS FRAMLENGD
Yfirlitssyningin á verkum Jóns
Engilberts hefur verið mjög vel
sótt. Sýningin var opnuð 18.
október s.l. og átti að ljúka sl.
sunnudag.
Vegna mikillar aðsóknar undir
lokin hefur nú verið ákveðið að
sýningartiminn verði framlengd-
ur. Verður sýningin opin i
dagjimmtudag, á laugardaginn
og á sunnudaginn frá kl. 1.30-4
siðdegis. ASt
sýning frá verzluninni Melkorku
og einnig var snyrting sýnd.
Það voru Maria Kristmanns
sem kynnti Juvena snyrtivörur
og Heiðar Jónsson, sem kynnti
Yardley snyrtivörur.
Og nú vita Fjallkonur bæði
hvernig þær eiga að vera klæddar
og snyrtar. Ekki sakaði heldur að
Rudolf Valentino (Heiðar Jóns-
son) gekk þarna um eins og hann
hefði aldrei horfið af sjónarsvið-
inu.enhann varkynnir kvöldsins.
EVI
„Fjallkonur”, kvenfélag efra
Breiðholts, fjölmennti i Fellahelli
á fimmtudagskvöldið var enda að
vonum þvi að á döfinni var tizku-
Fjárlögin:
Milljarður
bœtist
við
Milljarður hefur nú þegar
bætzt við fjárlagafrumvarpið
og meira kemur á eftir.
Jón Árnason alþingismaður,
formaður fjárveitinganefnd-
ar, sagði i viðtali við Dagblað-
ið að ekki minna en einn
milljarður króna hefði bætzt
við i frumvarpið vegna dag-
gjalda á sjúkrahúsum. Margir
sækja nú þungt að nefndinni
að koma að þessari eða hinni
hækkuninni frá þvi sem frum-
varpið greindi þegar það var
lagt fram. Jón Árnason sagði
að það yrði ekki fyrr en upp úr
mánaðamótum sem i ljós
kæmi hvað af sliku kæmi til
viðbótar. Nefndin reyndi að
standa gegn hækkunum.
—HH
Til söíu
Nokkur nagladekk
og sumardekk til sölu, stærð
560x13. Einnig er til sölu spiral-
dunkur og straumbreytir 220 volt-
110. Uppl. i sima 35799 eftir kl. 7.
Mokkakápa nr. 18
til sölu og skrifborð, 150 á lengd,
80 á breidd. Upplýsingar i sima
24560.
Kanarieyjaferð
fyrir 2 til sölu, einnig nýlegt
Philips-drengjahjól. Uppl. i sima
72774.
Mjög góður
miðstöðvarketill, 4 ferm, spiral-
hitadunkur, brennari og fleira til
sölu. Verð kr. 20 þúsund. Simi
42683.
Leikjateppin
með bilabrautum til sölu að
Nökkvavogi 54. Simi 34391. Hring-
ið áður en þér komið. Megið koma
eftir kvöldmat.
Nýlegur 12 tonna
Bátalónsbátur til sölu. Fæst i
skiptum fyrir fasteign eða gegn
fasteignaveði. Uppl. i sima
30220.
Óskast keypt
Óska eftir
að kaupa ógangfæra Deutz B15
árg. ’60-’64 dráttarvél. Uppl. i
sima 7474 Sandgerði.
Miðstöðvarofnar
óskast. Óska eftir að kaupa pott-
miðstöðvarofna fyrir hitaveitu.
Upplýsingar i sima 42058.
Óska eftir
tveggja til þriggja fermetra mið-
stöðvarkatli. Uppl. i sima 50940.
Vil kaupa
Kombi Star trésmiðavélar, hefil
og sög. Uppl. i sima 36236.
Nokkrir sexleggja
pottofnar óskast keyptir. Uppl. i
sima 11138.
Geirskuröarhnifur
óskast til kaups. Uppl. i sima
36477 10—12 f.h. og eftir kl. 7 á
kvöidin.
1
Verzlun
Hnýtið teppin sjálf.
I Rýabúðinni er borgarinnar
mesta úrval af smyrnateppum.
Veggteppi i gjafaumbúðum,
þýzk, hollenzk og ensk. Pattons-
teppi i miklu úrvali og mörgum
stærðum, m.a. hin vinsælu
„bænateppi” i tveim stærðum.
Niðurklippt garn, teppabotnar i
metratali og ámálaðir. Pattons
smyrnagarn. Póstsendum. Rýa-
búðin Laufásvegi 1, Simi 18200.
Kópavogsbúar!
Smáir og stórir dúkar nýkomnir,
einnig kringlóttir með kögri,
stærð 1,60. Full búð af gjafavör-
um. Hraunbúð Hrauntungu 34,
Kópavogi.
Þriþættur lopi
Okkar vinsæli þriþætti lopi er á-
vallt fyrirliggjandi i öllum sauða-
litunum. Opið frá 9-6 alla virka
daga og til hádegis á laugardög-
um. Magnafsláttur. Póstsendum
um land allt. Pöntunarsimi 30581.
Teppamiðstöðin Súðarvogi 4,
Reykjavik.
Til eiginmamia og unnusta
Við vorum að fá gobelinpúða i
gjafapakkningum á kr. 1.395.-
Hnýtt veggteppi 40x120, kr. 6.870.-
Tilvaldar jólagjafir handa eigin-
konunni og unnustunni. Verzlið
þar sem úrvalið er mest og verðið
bezt. Hannyrðaverzlunin Grims-
bær við Bústaðaveg.
Koddar, ullarteppi,
svanadúnssængur, sængurver og
sett, straufri, damask og léreft,
flónel i barnanáttföt, flauel
rifflað, nærföt fyrir dömur og
herra, handklæði i úrvali,
terylenedúkar úr blúndu. Póst-
sendum. Verzlunin Höfn, Vestur-
götu 12, simi 15859.
Kaupum og seljum
litið notuð rafmagnsorgel og sjón-
varpstæki. Uppl. i sima 30220.
Kaupum af lager
alls konar fatnað og skófatnað.
Staðgreiðsla. Uppl. i sima 30220.
Kápur, jakkar,
gallar heilir og tviskiptir, buxur,
jakkapeysur, kjólar og blússur.
Úrval af barnafatnaði. Gallabúð-
in, Kirkjuhvoli, simi 26103.
Sendum i póstkröfu.
Rýmingarsala
á öllum jólaútsaumsvörum verzl-
unarinnar. Við höfum fengið fall-
egt úrval af gjafavörum. Vorum^
að fá fjölbreytt úrval af nagla-
myndunum vinsælu. Við viljum
vekja athygli á að þeir sem vilja
verzla i ró og næði komi á morgn-
ana. Heklugarnið okkar 5. teg.
er ódýrasta heklugarnið á Is-
landi. Prýðið heimilið með okkar
sérstæðu hannyrðalistaverkum.
Einkunnarorð okkar eru „ekki
eins og allir hinir”. Póstsendum.
Simi 85979. — Hannyrðaverzlunin
Lilja Glæsibæ.
Barnafataverzlunin Dunhaga 23.
Nýkomnar sokkabuxur, mynda-'
peysurnar vinsælu, sængurgjafir
og fl. Gjörið svo vel og litið inn.
Barnafataverzlunin, Dunhaga 23.
Það eru ekki orðin tóm
að flestra dómur verði
að frúrnar prisi pottablóm
frá Páli Mich i Hveragerði.
Blómaskáii Michelsens.
Verzlunaráhöld
Vil kaupa
búðarpeningakassa með skúffu.
Upplýsingar i sima 30726.
Vetrarvörur
Skautar — skiðaskór.
Tökum notaða skauta og skiðaskó
i umboðssölu miili kl. 2 og 6 dag-
lega. Seljum á sama tima notaða
skauta og skiðaskó. Skerpum
einnig skauta. tJtilif, Glæsibæ.
Fatnaður
Iierrabuxur,
drengjabuxur og bútar. Peysur,
skyrtur og fleira. Búta-og buxna-
markaðurinn Skúlagötu 26.
Húsgögn
Vel með farið
sófasett, 4ra sæta sófi, sófaborð
og tveir stólar til sölu. Uppl. i
sima 41536.
Til sölu
Pira-hillur, hjónarúm og hljóm-
plötuhirzla. Uppl. i sima 53299 eft-
ir kl. 19.
Nett hjónarúm
með dýnum, verð aðeins frá kr.
28.800,—. Svefnbekkir, 2ja manna
svefnsófar fáanlegir með stólum
eða kollum i stil. Kynnið yður
verð og gæði. Afgreiðslutimi frá
kl. 1 til 7, rnánudaga til föstudaga.
Sendum i póstkröfu um land allt.
Húsgagnapjónustan Langholts-
vegi 126, simi 34848.
Kaupum og seljum
vel með farin húsgögn og aðra
góða muni. Seljum nýtt. Eldhús-
kolla, sófaborð og nokkrar litið
gallaðar kommóður. Sækjum. —
Staðgreiðum. Fornverzlunin
Grettisgötu 31, simi 13562.
Vel með farin húsgögn,
skápar, sófasett, bekkir og hjóna-
rúm og margt fleira. Húsmuna-
skálinn, Klapparstig 29, simi
10099.
Saga Hafnarfjarðar.
Óska eftir að kaupa gott eintak af
Sögu Hafnarfjarðar. Uppl. i sima
35320 milli ki. 3 og 5.
Byssur
Ilaglabyssa til sölu
Spænsk einhleypa með stuðpúða-
ól og skotfærabelti, verð 12 þús-
und krónur. Upplýsingar i sima
52028 eftir kl. 7.