Dagblaðið - 20.11.1975, Síða 24
Dollurum, mörkum,
sœnskum og ísl. krón-
um stolið ó Akureyri
Innbrot í Útvegsbankann og þá aldrel þessu vant peningar á glámbekk
Sjötíu til áttatfu þúsund
króna verðmæti í dollur-
um, mörkum og sænskum
krónum, auk átta þúsund
íslenzkra króna var stolið
í Útvegsbankanum á
Enn er ekki farið að gera við
TF-GNA, sem skemmdist i
Skálafelli fyrir nokkrum vikum.
I flugskýli Gæzlunnar á Reykja-
vikurflugvelli er aftur á móti
verið að gera við tvær minni
þyrlur, sem verið hafa með
varðskipunum. Þessa mynd af
Berghreini Þorsteinssyni tók
BP i morgun. Viðgerð við TF-
HUG er að mestu lokið, en að
sögn starfsmanna Gæzlunnar
vantar aðeins örlitið fé til að
hægtsé að ljúka viðgerð og taka
þyrluna i notkun. —ÓV
Akureyri í fyrrinótt.
Innbrot var framið i bankann
við Hafnarstræti með þvi að
rúða bakatil á húsinu var brotin
með steini. Lá steinninn og
rúðubrotin á afgreiðslugólfinu
er fólk kom til vinnu i gærmorg-
Seint i gærkvöldi klipptu
varðskipsmenn á Tý á báða tog-
vira Hull-togarans Benella.
Dýra trollið hans er þvi liklega
glatað honum, en liklega gripa
þeir til varatrolls, sem þeir hafa
flestir um borð.
Týr hitti Benellu 30 milur
un. Engar skemmdir voru unn-
ar að Öðru leyti. Ekkert hvarf
nema peningarnir.
Að sögn lögreglunnar á Akur-
eyri er það haft eftir starfs-
manni bankans, að mjög fátitt
sé eða jafnvel einsdæmi að pen-
norður af Langanesi, gaf skip-
stjóra kost á að láta af þeirri
iðju að stela úr fiskikistum ís-
lendinga, en klippti siðan aftan
úr togaranum með þvi að sigla
yfir kjölfar hans með klippurn-
ar góðu.
Bretinn hefur stækkað veiði-
ingar séu skildir eftir á glám-
bekk i bankanum. En það hafði
þó gerzt i þetta sinn. Einmitt þá
hittist svo á, að einhver áieit það
ómaksins vert að lita inn hjá Ut-
vegsbankanum, með ólögiegum
hætti, og kynna sér málin. ASt.
svæði sitt nokkuð, það er nú á
svæðinu frá Hvalbak norður að
Langanesi. Þar halda aðstoðar-
skip Bretanna sig og reyna að
koma i veg fyrir að hægt sé -að
klippa. Það tókst þó Guðmundi
Kjærnested og áhöfn hans i gær-
kvöldi. —JBP—
frjalst, áháð dagblað
Fimmtudagur 20. nóvember 1975.
Fjórir
órekstror a
Akureyri
Fórir árekstrar urðu á Akur-
eyri i gær i fljúgandi hálku. Engin
slys urðu á fólki þessum óhöpp-
um, en nokkurt eignatjón.
„Get
enn
orðið
heims-
meist-
•##
ari
— sagði Kristín
Halldórsdóttir, sem
missti af
Evrópumeistara-
titlinum
í Monopoly
„Mér gekk ekki nógu vel.
Var óheppin i siðustu umferð,
'en hver veit? Ég get enn orðið
heimsmeistari,” sagði Kristin
Halldórsdóttir, sem keppti i 1.
riðli á Evrópumeistaramóti i
„Monopoly” (Matador) á hót-
el Loftleiðum i gær og var ekk-
ert að, syrgja það þótt hún
kæmist ekki i úrslit. Þeir sem
fengu flest stigin keppa i
fyrramálið til úrslita, en þeir
eru frá Hollandi, Frakklandi,
Belgiu og Sviss.
Katrinu Sigurðardóttur i 2.
riðli gekk hins vegar ljómandi
vel og varð no. 2 méð 10 stig sá
efsti fékk 11 stig. Hún keppir
til úrslita i sinum riðli i kvöld.
Keppendur halda siðan utan
og taka þátt i heimsmeistara-
keppni i „Monopoly” i
Washington um helgina. EVI
Gert klárt fwgir „stríðið"
Kjœrnested á ferð með klippurnar:
BENELLA MISSTI DYRMÆTT TROLL
sendir liggur
Austfiörðum
Sterkur FM
ónotaður á
Enn sama vandamálið með sjónvarpssendinn á Gagnheiði
„Sami valsinn er hafinn á ný
með sjónvarpssendinn á Gagn-
heiöi,” dagði fréttaritari Dag-
blaösins Bjarni Artúrsson á
Egilsstöðum.
„Það er segin saga að um leið
og veörið versnar verða útsend-
ingar sjónvarpsins óskýrar og
falla stundum alveg niður. —
Annars hefur gengið bærilega
með sjónvarpið i sumar og
haust. Aðra sögu er að segja um
útvarpið. Það er ekki nokkur
leið að hlusta á útvarp, sérstak-
lega ekki tónlist.
Það var fyrir hreina tilviljun i
vor að einhver var að fikta við
útvarpstækið sitt og kom inn á
FM-sendingu. Er farið var að
athuga máliðkom i ljós að tveir
FM sendar eru fyrir Austur-
land, af mismunandi styrkleika.
Einhverra hluta vegna er sá
veikari notaður.
Við Austfirðingar skiljum
ekki hvers við eigum að gjalda.
Okkur finnst einnig undarlegt
að farið sé með þessar FM-út-
sendingar eins og mannsmorð,
— það eru sárafáir sem vita um
að hægt sé að ná útvarpinu hér á
FM.”
— Heyrist betur i FM-send-
ingunni?
— Það er ekki hægt að likja
þvi saman, sagði Bjarni. Þó yrði
það enn betra ef sterkari sendir-
inn væri notaður. Og fyrst hann
er fyrir hendi hér fyrir austan
sjáum við ekkert þvi til fyrir-
stöðu að nota hann.
A.Bj.
Barizt við eld
í hlöðu
í 10 tíma
Eldur kom upp i súgþurrkunar-
stokki og barst þaðan i eina af
heyhlöðunum að Stóra-
Lambhaga i Skilmannahreppi i
gærdag. Slökkvilið Akraness var
kvatt til á þriðja timanum i gær
og vann að slökkvistörfum til
klukkan eitt i nótt.
Mikið af heyi þurfti að rifa upp
til að komast að eldinum. Eldur-
inn komst aldrei upp úr heyinu
og urðu þvi ekki skemmdir á
hlöðunni, en töluverðar á heyinu.
Svo vel vill til á þessu býli að
hlöður eru margar og veldur elds-
voðinn því ekki veru-
legum vandræðum. Ekki vissi
slökkviliðsstjórinn á Akranesi,
Stefán Teitsson, hvort heyið var
vátryggt. —ASt.