Dagblaðið - 10.12.1975, Síða 3

Dagblaðið - 10.12.1975, Síða 3
Dagblaðiö. Miðvikudagur 10. desember 1975. 3 Sölu- skattur lœkkar ekki — þótt viðlaga- gjc#!d falli niður Verkamaður datt í lukkupottinn Marinó Sigurðss., verkamað- ur hjá Eimskip, datt heldur betur i lukkupottinn i siðustu viku erhann hlaut 362.000 króna vinning i Getraunum. Marinó var með ellefu rétta. Sjö menn voru með tfu rétta og hlutu þeir 22.200 krónur hver. Að sögn Getrauna virðist starfsemin heldur vera að drag- ast saman. Potturinn fyrir hverja viku er yfirleitt ekki nema um 500.000 krónur. Sala getraunaseðla byggist aðallega upp á sjálfboðavinnu iþróttafé- — starfsemi Getrauna að dragast saman, — íþróttafélögin að linast í sölunni laganna, en nú virðast þau vera að missa áhugann fyrir þessari tekjulind sinni. Af verði hvers getraunaseðils fær iþrótta- hreyfingin 25%. AT— Sveitarfélögin eiga að fá meiri hluta af söluskatti en áð- ur. Er hækkunin metin á 600 milljónir króna á næsta ári. Söluskattur lækkar ekki, þótt viðlagagjald falli niður. Þetta er inntak stjórnar- frumvarps, sem var lagt fram i gær. Þau tvö prósent, sem áður fóru i Viðlagsjóð, fara framvegis beint i rikissjóð. Sveitarfélögin hafa hingað til fengið átta prósent af hreinum söluskatti, sem hefur verið þrettán prósent. Samkvæmt frumvarpinu eiga þau að fá átta prósent af öllum sölu- skattinum nema þvi prósenti, sem fer til að draga úr áhrif- um verðhækkunar á oliu. —HH Viija sjö skuttogara í viðbót Sex aðilar hafa sótt um kaup á alls sjö skuttogurum til við- bótar. Ætlunin hefur verið að kaupa togarana i Noregi. Þetta kom fram i svari Geirs Hallgrimssonar, for- sætisráðherra, við fyrirspurn Ingvars Gislasonar (F). For- sætisráðherra sagði, að meg- instefna rikisstjórnarinnar væri, að rikisábyrgðir verði ekki veittar vegna kaupa á fiskiskipum, sem smiðuð væru erlendis. Hins vegar yrði að endur- skoða þessa reglu, ef sérstök ástæða þætti til. Ekki kom fram, að rikisábyrgðir yrðu veittar i sambandi við fram- angreindar umsóknir. —HH TÍZKAN OG VERÐ- LAGNINGIN — eftir Colin Porter — Auðvitað eru þær dýrar, — heldurðu að það kosti okkur ekkert að láta splunkunýjar gallabuxur lita út eins og gamlar druslur. Eignaskattur hœkkar Fasteignamat verður 2,7 fald- að við álagningu eignaskatts samkvæmt nýju stjórnarfrum- varpi. Rikisstjórnin vill fá meiri tekjur af eignaskatti en áður var. Eignaskattur verður þannig á lagður, að enginn skattur greið- ist af fyrstu tveimur milljónun- um. Af skattgjaldseign frá tveimur milljónum upp i þrjár og hálfa greiðist 6,0 prósent og eitt prósent af eign umfram þrjár og hálfa milljón. Þetta breytir engu um fast- eignaskattana sjálfa. —HH Vasaljós — Handljós — Rafhlöður NÝTT FÉLAG - RÉTTARVERND lánmundur enn hús- nœðis- laus Jónmundur Einarsson, gamli maðurinn, sem bjargaðist naum- lega úr brunanum á Óðinsgötu 4, er enn heimilislaus. Hann missti allt sittibrunanum á dögunum og verður að dveljast á hóteli Rauða krossins meðan hann fær ekki leigt. Jónmundur er nú búinn að ná sér, en hann fékk eldglæður i höf- uðið. — Ef einhver gæti liðsinnt gamla manninum og leigt honum ibúð, — helzt á jarðhæð, — þá má hringja i sima 22724 eða 73834 eft- ir klukkan fimm á daginn. — stofnað í kvöld t dag er mannréttindadagur- inn. í tilefni af þvi hafa nokkrir áhugamenn um mannréttindi boðað til stofnfundar félags um réttarstöðu einstaklinga sem nefnast mun Réttarvernd. Markmiðið með þessari félagsstofnun er að berjast fyrir mannréttindum og hyggst félagið vinna að þvi með þvi að veita einstaklingum siðferði- lega og fjárhagslega aðstoð til að ná rétti sinum og hafa milli- göngu um löglega fyrirgreiðslu. Einnig hyggjast stofnfélagar beita sér fyrir endurbótum á lögum, reglugerðum og starfs- ■háttum réttarkerfisins, vinna að þvi að fá afgreiðslu dómsn:. hraðað og berjast fyrir þvi að koma á fullnægjandi upplýsingaskyldu stjórnvalda. Félög, sem starfa á svipuðum grundvelli og Réttarvernd kemur til með að gera, eru við lýði á hinum Norðurlöndunum. Þar hefur þeim orðið vel ágengt i mörgum málum og til dæmis hafa þau komið þvi á, að svokallaðir umboðsmenn sitja á alþingi sem fulltrúar hins al- menna borgara. Stofnfundurinn verður hald- inn á Hótel Esju i kvöld klukkan 20.30. Á fundinum hafa fram- sögu Thor Vilhjálmsson og séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Fundarstjóri verður Inga Birna Jónsdóttir, en hún er einmitt einn af frumkvöölum að stofnun þessa félags. — AT. i—m , Wmm ■ . ocrí L/UAA Ijk mei staekkunarglerl PÓSTKRÖFU FALKINN Suóiuiondsbrnut 8 Simi fl 46 70 býður Pennann 5^ velkomiriní ^nágrennið og viðskiptavini hans VA .AIJOS OG RAFT/fKI AU3usifOSior*N MF |

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.