Dagblaðið - 10.12.1975, Side 4

Dagblaðið - 10.12.1975, Side 4
Dagblaðiö. Miövikudagur 10. desember 1975. ,,Á næstunni ætla ég að nokkru að helga starfs- krafta mína því að gefa þjóðinni tækifæri til að skyggnast inn fyrir tjaldið og heiti á rétt- vísina og saksóknara mér til liðsinnis á þvi efni," sagði Guðni Þórðarson forstjóri á fundi sem hann hélt með frétta- mönnum i gær. Vegna þeirra aðgerða, sem beinzt hafa gegn Air Viking og Ferðaskrif- stofunni Sunnu, gerði Guðni grein fyrir sfnum sjónarmiðum. Kvað hann ákvörðun sam- gönguráðuneytisins um að svipta Sunnu leyfi til reksturs ferðaskrifstofu löglausa. Einnig sagðist hann telja uppsögn Alþýðubankans á viðskiptum við sig og fyrirtæki sín vera til komna fyrir þvinganir Seðlabankans. Var Guðni mjög þungorður i garð Seðlabankans, sem hann taldi að ræki erindi Flugleiða i þeim tilgangi að skapa þeim einokunaraðstöðu i islenzku utanlandsflugi. „Ég mun snúa mér til saksóknara rikisins og krefjast opinberrar rannsóknar, sem leiöa mun i ljós, að það eru bankastjórar Seðlabankans, sem eru höfundar og stjórnend- ur þessara ofsókna. Munu þeir verða dregnir til ábyrgðar gagnvart réttvisinni fyrir öllu þvi mannorðs- og fjártjóni sem þessar gerræðislegu aðgerðir þeirra óumflýjanlega valda.” Til stuðnings staðhæfingum sinum um samband áður- greindra aðgerða, sýndi Guðni fréttamönnum skeyti, sem hon- um hafði borizt um hádegi i gær, frá svissnesku ferðaskrifstofu- fyrirtæki, sem Air Viking hefur gert samninga við um flug á næsta ári. Skeytið 'er svohljóðandi: Islenzka flugfélagið Loftleiöir segir, að Air Viking og Feröa- skrifstofan Sunna liggi undir yfirvofandi gjaldþroti og að þetta hafi verið mjög til umræðu hjá islenzkum ferðamálaaðilum undanfarnar vikur. Hvað segir þú? Við væntum hreinskilins svars frá þér. Með þökkum og beztu kveðjum. Undirskrift: E. Dietrich aðalframkvæmda- stjóri, Imholz Travel Ziirich. Guðni sagði að saga þessa máls ætti sér nokkurn aödrag- anda sem rekja mætti allt cil ársins 1970 þegar ferðaskrií stofan Sunna hóf flugrekstur. Þá gat hann þess, þegar þáver- andi samgönguráðherra svipti fyrirtækið heimild til flug- rekstrar. Heföi sú ráðstöfun valdið miklu fjárhagstjóni, ekki undir 100 milljónum króna, sem enn hefði ekki verið bætt. Þá gat hann þess aö reynt hefði verið að koma i veg fyrir kaup á tveim Boeing-þotum snemma árs 1974. Það hefði ekki tekizt, en siðan hefðu bankastjórar Seðlabankans synjað um eðlilegar fyrir- greiðslur til þess flugreksturs. Hefði nú verið gerð alvara úr ógnunum um hindranir við þann rekstur. Guðni vék aö fjögurra milljarða rikisábyrgð, sem Flugleiðum var veitt. Heföi sú aðstoð skapað þvi fyrirtæki að- stöðu til undirboös I sólarlanda- ferðum, sem heföi kostað sin fyrirtæki nálægt 100 milljóna króna tekjumissi i sam- keppninni um þann markað. Varðandi viðskipti sin og sinna fyrirtækja við Alþýðubankann sagði Guðni, að hann hefði flutt farþega fyrir ferðaskrifstofu launþegasam- takanna. Heföi þvi veriö eöli- legt að hann hefði viðskipti við banka þeirra, Alþýðubankann. Þau viðskipti hefðu i alla staði verið lögleg og með gagnkvæmu samkomulagi. Hefði hann næg- ar tryggingar fyrir þeim með fasteignum I Reykjavik, sem að brunabótamati væru nálægt 100 milljóna króna virði. Hann kvaðst skulda Oliu- félagingu tveggja mánaða út- tekt i eldsneyti. Slikt væri engan veginn óvenjulegt eða óeðlilegt. Þá sagði hann að viðskipti sin við Samvinnubankann lægju i ábyrgð þess banka fyrir erl. flugvélakaupaláni að fjárhæð um 90 milljónir króna. Hins veg- ar heföi umsókn sinni um erlent lán, sem sér hefði staö- ið til boða til greiðslu á eftir- stöövum vegna flugvélakaupa og flokkunarviðhalds, ekki verið svarað. Heföi þetta lán verið áætlað um 1 milljón dollarar. „Ég trúi þvi ekki að banka- stjórar Alþýðubankans hafi verið látnir hætta vegna viðskiptanna við mig,” sagöi Guðni. Hann kvað þá ráðstöfun aðeins einn lið i þvingunaraö- gerðum Seðlabankans til þess að knésetja sig. „Hvorki ég né fyrirtæki min eru neins staðar i vanskilum. Það er ekkert saknæmt að skulda. Ef ekki mætti skulda meira en þessa einu og hálfu milljón, sem krafizt er af feröaskrifstofum til tryggingar, þá þyrfti þegar i staö að loka öll- um ferðaskrifstofum i landinu,” sagði Guðni. „Ég trúi þvi fastlega að hér hafi verið gengiö það langt út fyrir allt velsæmi i glórulausum ofsóknum og valdniðslu að ekki verði hjá þvi komizt að þessir herrar hafi nú reitt sina eigin öxi sjálfum sér til falls i nafni réttlætis og laga. úr þvi mun verða skorið á næstu vikum og mánuðum,” sagði Guðni Þórðarson að lokum. ArkcWnnr á Afr Viking og Sunnu: , 'r EIGA SER EKKI HLIÐSTÆÐU ÍSLENZKU VIÐSKIPTALÍFI - “Sirvikino .-.V., .V — ÖRYRKJABANDALAGIÐ ÞVÆR HENDUR SÍNAR — fót- og munnmólarar því óviðkomandi þvi að fólk kaupi kort fót- og munnmálara. Aöildarfélög öryrkjabandalagsins eru: Blindrafélagið, Blindravina- félag íslands, Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra, Geðverndaríélag íslano Heyrnarhjálp, Samband Is- lenzkra berklasjúklinga, Sjálfs- björg, landssamband fatlaðra, Styrktarfélag lamaðra og fat aðra og Styrktarfélag vangef- inna. — AT. Jólakortasala Fót- og munn- málara hefur valdið mörgum spurningum fólks um hverja það væri eiginlega að styrkja ef það keypti þessi kort. Lesenda- dálkum blaðanna hafa borizt spurningar um þessa málara hvaöanæva af landinu en litið hefur getað orðið um svör. Vegna þessarar jólakortasölu hefur öryrkjabandalag Islands sent út fréttatilkynningu þar sem tekiö er skýrt fram að bandalaginu og öðrum aðildar- félögum þess sé enginn styrkur I Bretar endurbœta búnað sinn Dulmól og leifturljós — Togoramenn rugla saman varð- og verndarskipum Bretar munu taka upp dulmál I sendingum milli skipa sinna svo aö varðskipsmenn geti ekki hlerað, segir i brezka stórblað- inu Times. Þá munu freigáturn- ar og dráttarbátarnir nota leifturljós, svo að brezkir togaramenn villist ekki £ þeim og varðskipunum. 1 blaöinu seg- ir að varðskipsmenn á Arvakri hafi blekkt skipshöfn togarans Port Vale, þegar togvir hans var klipptur, með þvi að setja upp sams konar ljós og togarar hafa. Hafi þvi menn á Port Vale haldið að þarna væri togari ferð. Brezki flotinn ætlar að beita dulmáli á Islandsmiðum I framtiðinni. Times segir að þá verði auðveldara fyrir togarana að kalla á herskip og dráttar- báta sér til hjálpar þegar varð- skip sæki að þeim. Nýr loft- skeytabúnaður verði settur um borð i dráttarbátana Polaris, Aquarius og Sirius, svo og freigáturnar. Dráttarbátarnir hafi haft léleg loftskeytatæki, enda hafi starf þeirra áöur einungis verið að vera til að- stoðar við gæzlu oliupalla Breta I Norðursjó. Dráttarbátarnir geti ekki með gömlu tækjunum haft nógu gott samband við togarana. Varðskipsmenn trufli sl- ugt samband togaramanna við „verndarskipin”, segir Times. Þeirri aöferð hafi verið beitt við halastýfingu eins Grimsbytog- ara, svo að dæmi sé nefnt. Þá hafi togaramenn sifelldar áhyggjur af þvi að þeir þekki ekki i sundur varðskipin og 1 in verndarskip þegar varðskii . nálgast. _ HH „Ég er enginn ofstopa maður í tónlist" — segir Nóbelsskóldið Arni Johnsen syngur lög eftir sjálfan sig og aðra við 13 ljóð Halldórs Laxness á nýútkom- inni hljómplötu sem gefin er út af Milljónafélaginu Eindrangi. Platan heitir ,,Ég skal vaka”. „Ég raulaði ekki — en hins vegar raulaði sá ágæti maður, Arni. Enda er platan ekki gerð fyrir mig. Það syngur hver meö sinu nefi, svanurinn og krummi,” sagði Halldór Lax- ness I viðtali við DB. „Ég er enginn ofstopamaður i tónlist og fer þvi ekki að flokka menn nið- ur. Get samt skrifað undir þessa tilraun. Árni var hér fyrir nokkrum dögum og renndi plöt- unni yfir á grammifóninum. Ég er ánægður með árangurinn.” Halldór Laxness les sjálfur tvö ljóð i upphafi og lok plötunn- ar. Auk þess leika um 15 hljóð- færaleikarar og fjórir söngvar- ar syngja með Árna. Jón Þór Hannesson tók plöt- una upp i Hljóðrita I Hafnarfirði og hefur leyst verkefnið vel af hendi, eins og raunar má segja um plötuna I heild. Nánar verð- ur fjallaö um hana siðar hér i blaðinu. — HP. Þessi skemmtilega mynd af Halldóri Laxnessog Arna Johnsen prýðir umslagið um nýju plötuna, „Ég skal vaka”.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.