Dagblaðið - 10.12.1975, Síða 8
8
Dagblaðið. Miðvikudagur 10. desember 1975.
WBIADID
fijálst, úháð dagblað,
Ctgefandi: Dagblaðið ht.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Hitstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
iþróttir: Hallur Simonarson
líönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson,
Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hallur Hallsson, Helgi
Pétursson, ölafur Jónsson, Ómar Valdimarsson.
Handrit: Asgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga
Guömannsdóttir, Maria ólafsdóttir.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
Auglýsingastjóri: Ásgeir Hannes Eiriksson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson
Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
l lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Ritstjórn Síðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af-
greiðsla Þverholti 2, simi 27022.
Hún iðrast ekki
Nýjustu töflur Þjóðhagsstofnunar
um þjóðarbúskapinn á þessu ári sýna
mjög skýrt, hvaða innlendur aðili á
mesta sökina á verðbólgu ársins.
Sumpart er verðbólgan af erlendum
toga spunnin, en sá hluti er tiltölulega
litill. Að verulegu leyti er vandinn
heimatilbúinn eins og oftast endranær.
Ekki eru það atvinnuvegirnir, sem hafa valdið
verðbólgunni með óhóflegri fjárfestingu. Enginn
þáttur þjóðarbúskaparins hefur dregizt meira sam-
an á árinu en einmitt fjárfesting atvinnuveganna.
Þjóðhagsstofnunin áætlar, að þessi samdráttur
muni nema 16% á árinu i heild.
Ekki eru það launþegarnir, sem hafa valdið verð-
bólgunni með óhóflegum kauphækkunum. Bezti
mælikvarðinn á lifskjör almennings er einkaneyzl-
an og hún hefur dregizt saman töluvert meira en
þjóðartekjurnar hafa gert. Þjóðhagsstofnunin áætl-
ar, að samdráttur einkaneyzlunnar muni nema 11%
á árinu i heild.
Ekki eru það húsbyggjendur, sem hafa valdið
verðbólgunni með óhóflegri athafnasemi á árinu.
Byggingar ibúðarhúsa hafa dregizt saman. Að visu
er sá samdráttur ekki alveg eins mikill og 8% rýrn-
un þjóðartekna á árinu. Þjóðhagsstofnunin áætlar,
að samdráttúr bygginga ibúðarhúsa muni nema 5%
á árinu i heild.
Það eru engir aðrir en rikið og rikisstjórnin, sem
hafa staðið i fylkingarbrjósti verðbólgunnar, með
góðum stuðningi þingmanna allra flokka. Á þessum
tima minnkandi þjóðartekna hefur rikið haldið
áfram að auka umsvif sin. Þjóðhagsstofnunin áætl-
ar, að rikisreksturinn, er á hagfræðingamáli heitir
samneyzla, muni aukast um 2% á árinu i heild, og
að opinberar framkvæmdir muni aukast um hvorki
meira né minna en 19% á sama tima.
Nú mætti ætla i ljósi reynslunnar, að rikisstjórnin
mundi sjá að sér og reyna að hætta að slá út næstu
rikisstjórn á undan i kæruleysi i meðferð fjármuna.
Fjárlagafrumvarpið hefur lengi verið i meðförum
alþingis. Þjóðhagsstofnunin hefur spáð fyrir áhrif-
um frumvarpsins á skiptingu þjóðartekna á næsta
ári. t þeim tölum kemur fram, að rikisstjórnin
hyggst láta aðra um að vera i fylkingarbrjósti við-
náms við verðbólgu.
Þjóðhagsstofnunin spáir þvi, að samneyzlan muni
haldast óbreytt á næsta ári og að opinberar fram-
kvæmdir muni aðeins dragast saman um 5%.
Einkaneyzlan á að haldast óbreytt, enda er ekki
meira leggjandi á launþega en þegar hefur verið
gert. Það eru atvinnuvegirnir, sem eiga að draga
saman seglin á næsta ári samkvæmt tölum stofnun-
arinnar, sem spá 14% samdrætti i fjárfestingu
þeirra.
Sanngjarnara og eðlilegra hefði verið að draga úr
þeim þáttum þjóðarbúskaparins, sem ekki tóku þátt
i samdrætti þessa árs, það er samneyzlunni og opin-
berum framkvæmdum. Það er hart fyrir atvinnu-
vegina að sæta 14% samdrætti fjárfestingar til við-
bótar 16% samdrætti á þessu ári. Og það er hart
fyrir launþega að komast ekki upp úr tekjulægðinni,
sem hefur myndazt á þessu ári.
En þessum aðilum þarf að fórna, svo að dýrð rik-
isins megi standa.
Hinar herskóu
konur írska
lýðveldishersins
Sprengjutilræðiskonur Irlanas —
með sitt hrokkið hár, i stuttpilsum
og i nær engu frábrugðnar öðrum
ungum konum nú á timum — eru að
gjörbreyta þeirri mynd sem heim-
urinn hefur gert sér af bliðum
blómarósum eyjunnar grænu.
Konur hafa um aldaraðir gegnt
þýðingarmiklu hlutverki i irskum
„Gleðileg jól"
fró Hljómum
„Gleðileg jól” L.P. stereo, útg.
Hljömar 016, flytjendur:
Hljómar og fleiri.
Þær eru ekki margar plöturn-
ar sem hafa komið út með jóla-
söngvum á Islandi frá upphafi
plötugerðar. Þeirra frægust er
eflaust platan með Þuriði Páls-
dóttur þar sem hún syngur með
undirleik föður sins, Páls heitins
ísólfssonar. Siðan sú plata kom
út hefur litið komið út af jóla-
plötum nema þær sem hafa ver-
ið stilaðar upp á börnin og oft
litið verið lagt i hvað varðar
upptöku og útfærslu enda hafa
þær verið svo gott sem öruggur
söluvarningur.
Siðastliðinn föstudag bættist
ein jólaplata i þann litla stafla
sem fyrir var. Það er hljóm-
plötuútgáfan Hljómar, i Kefla-
vik, sem gefur þá plötu út. Nú
vita flestir að Gunnar Þórðar-
son og Rúnar Júliusson, fyrr-
verandi spilarar i hljómsveit-
inni Hljómum, eru eigendur
hljómplötuútgáfunnar Hljóma.
Er fyrirtæki þeirra orðið eitt af
þeim stærstu i þeim að segja
má, aragrúa útgáfufyrirtækja,
sem hafa sprottið upp á undan-
förnum árum.
Fyrir unga sem gamla.
Hugsanlegt er að poppararnir
Gunnar og Rúnar eigi erfitt með
að selja þessa plötu. Ungling-
arnir, sem kaupa flestar þær
plötur sem þeir félagar gefa Ut,
halda ef til vill að þessi jólaplata
sé full af leiðinlegum jólalögum
og þeir fullorðnu halda á hinn
bóginn að platan sé ekkert nema
jólalög sem búið sé að mis-
þyrma með einhverju
rokk-glamri.
Svo er hins vegar ekki,
„Gleðileg jól” erörugglega fær
um að vera jafnt ungum sem
öldnum til ánægju. Það er
hvergi kastað til höndunum,
hvorki I útsetningu né flutningi.
Auðvelt hefði verið að hrúga
einhverjum fjörugum jóla-
söngvum af misjöfnum gæðum
á eina plötu þvi markaðurinn er
opinn, a.m.k. hvað unglingana
varðar, bara ef nógu mikið er
rokkað. En Hljómar falla ekki i
þá gröf. Á plötunni er blandað
saman fjörugum lögum með
skemmtilegum textum, og hug-
ljúfum jólaballöðum. Að visu er
platan ekki til þess að hlusta á
yfir drekkhlöðnu jólaborðinu á
aðfangadagskvöldi, þá er gamla
platanmeð ÞuriðiPáls betri eða
nýja platan með þeim Guðrún
A. Simonar og Guðmundi Jóns-
synisem er að koma út. En I all-
an jólaundirbúning er „Gleðileg
jól” tilvalin. Hún kemur fólki
samstundis I jólaskap þvi lögin
eru þannig að flestir taka ósjálf-
rátt undir.
Góð blanda.
Á plötunni eru tólf lög, öll
erlend nema síðasta lag plöt-
unnar sem er eftir Gunnar
Þórðarson. Fyrsta lagið er
„Snæfinnur snjókarl” sem
Björgvin Halldórsson syngur,
létt og skemmtileg, vel raddað
og Utsett. Textinn, sem er eftir
Hinrik Bjarnason, er mjög
skemmtilegur. „Hin helga nótt”
sem barnakórar hafa hingað til
sungið sem „Friður, friður
frelsarans”, er sungið af Mariu
Baldursdóttur. Syngur hún hér
JON KRISTINN
CORTES
einhver hugsun að liggja á bak
við flutnings- og túlkunar-
mátann. Þótt lagið sé i fremur
hægu tempói eru hendingarnar
ekki það langar að anda þurfi
eins ört og Engilbert gerir. Til
dæmis syngur hann „...lifandi/
brunnur hins/andlega/seims...”
eða „...konungur/lifs vors og/
ljóss...” og ,,... samastað/synin-
um/hjá”. Slikt ætti alls ekki að
heyrast hjá jafnvönum
söngvara og Engilbert Jensen
er. Ef hann er orðinn svona and-
stuttur hefði átt að taka lagið i
hraðara tempói.
Svo er eins og hann sé að stæla
Bing Crosby, Frank Sinatra og
Dean Martin, alla i einu, söng-
urinn er það væminn.
önnur hliðin byrjar á „Jóla-
Tónlist
ólikt betur en hún gerði á sóló-
plötunni sinni, hún hefur ákaf-
lega þægilega rödd en ekki mik-
ið tónsvið. Maria syngur litið
eða ekkert opinberlega núna og
gætir þess i röddinni, hún er
komin Ur þjálfun. Textinn er
eftir Jóhönnu Erlingsson.
„Hátið i bæ”, við texta eftir
Ólaf Gauk, er sungin af Rúnari
Júliussyni. Hljómar syngja
„Undrastjarna” við texta eftir
Rúnar. Er það með fallegri lög-
um plötunnar, útsetning og
röddun mjög góð. Þvi er leiðin-
legt að söngurinn skuli ekki
vera nákvæmari, sérstaklega i
endinum fyrir hinn vel raddaða,
undirspilslausa coda. Það er
afleitt að láta lagið frá sér á
þann hátt. Fyrst lögin voru tdc-
in upp i svo góðum stúdióum
sem sagt er á bakhlið plötuum-
slagsins hefði átt að vera
auðvelt að laga þennan eina
endahljóm. „Klukknahljóm” i
útsetningu Þóris Baldurssonar
er I sjálfu sér skemmtilegt, það
er eina instrumental-lag plöt-
unnar, en hefði mátt missa sig.
Finnst mér það ekki falla vel inn
i plötuna sem heild. Einnig fell-
ur Utsetning þegar skipt er frá
soul-taktinum yfir i ósköp
venjulegan fjórskiptan.
Er Berti orðinn
andstuttur?
■ Þá er það aðallag plötunnar,
eða það lag sem gerir hverja
plötu að jólaplötu. Það er auð-
vitað „Heims um ból”, þetta
hugljúfa lag sem allur hinn
kristni heimur þekkir og syngur
um jólin. Otsetning Gunnars
Þórðarsonar er mjög góð, hann
ofhleður alls ekki lagið eins og
oft má heyra á þeim erlendu
jólaplötum sem hingað hafa
borizt. Allt undirspilið svo og
röddun er vel útfærten samt eru
stór lýti á flutningnum. Þó lagið
sé einfalt er litill vandi að stór-
skemma það i flutningi.
Það er einmitt það sem Engil-
bert Jensen gerir. Hann klippir
fallegar hendingar lagsins
þannig I sundur með öndun að
stórfurðulegt er að enginn skuli
hafa fundið að þvi og leiðbeint
söngvaranum i þeim efnum.
Það er ekki nóg að koma bara
textanum frá sér, það verður
sveinninn minn” við texta
Ómars Ragnarssonar og syngja
Hljómarog Maria. Lagið er eins
og „Snæfinnur snjókarl”, létt og
skemmtilegt, en þar kemur það
sem oft vildi vera gallinn á söng
gömlu Hljómánna, söngurinn er
dálitið flatur i byrjun. Þá koma
„Hvit jól”, sungið af Björgvin
við texta Stefáns Jónssonar,
prýðilega flutt og væmnislaust,
og „Gefðu mér gott I skóinn” við
texta Ómars Ragnarssonar,
sungið af Mariu. „Friður á
jörð” við texta Þorsteins
Eggertssonar er sungið af
RUnari. Þar er röddin dálitið
óstyrk og lætur lagið litið yfir
sér. Siðustu tvö lögin á plötunni
eru „Hvers barn er það”, betur
þekkt sem „Greensleeves”, og
„Jólasnjór” eftir Gunnar
Þórðarson. Textinn við „Hvers
barn er það” er eftir Rúnar og
er hann fallegur. tltsetning er
góð og lagið vel flutt og sungið
af Hljómum. „Jólasnjór” er
skemmtilegt og hugljúft lag þar
sem léttir og leikandi hljómar
hörpunnar setja mikinn svip á
útsetninguna. Er eins og lagið
sé hugleiðing um jólasnjó, svo
mikil er fallandi hreyfingin i
laglinufrasanum. Textinn,
aðeins ein lina, „niður fellur
jólasnjór”, og skemmtilega not-
uð slaghljóðfæri, bjöllur og
klukkuspil og eins konar vind-
maskina, ásamt hljóðfæraleik
og söng, allt þetta rekur ágætis
endahnút á vel gerða jólaplötu
sem er eiguleg i alla staði.
Auðheyrt er að vandað hefur
verið til verka, þrátt fyrir þá
óþörfu galla sem bent hefur ver-
ið á. Eitt enn mætti bæta: engir
textar fylgja plötunni. Væri
auðvelt að bæta úr þvi og stinga
blaði með textunum i umslagið
um leið og plötunni er pakkað.
Crtsetningar allar eru mjög
góðar en þær gerðu Gunnar
Þórðarsonog Þórir Baldursson.
6lög hvor. Þeir hafa hitt á réttu
,,jóla”-hljóðfærin og beita þeim
skemmtilega. Upptakan er
mjög góð, svo og pressunin, en
hún hefur oft eyðilagt annars
góðar plötur. Er öruggt að
„Gleðileg jól” á eftir að vera
þeim sem eignast hana til jafn-
mikillar ánægju og flytjendur
segja að upptaka hennar veitti
þeim.