Dagblaðið - 10.12.1975, Page 9

Dagblaðið - 10.12.1975, Page 9
Dagblaðið. Miðvikudagur 10. desember 1975. 9 \ uppreisnum en aldrei áður hafa svo margar þeirra tekið beinan þátt i skotárásum, sprengjutilræðum og ikveikjum. Sumar kvennanna i framvarða- sveitum yfirstandandi sprengju- herferðar til að losa Norður-lrland undan brezkri stjórn hafa þegar unnið sér sess I röðum pislarvotta irskra lýðveldissinna. Má m.a. nefiia Lauru Crawford sem nýlega lét lifið i sprengingu i Belfast, að- eins 25 ára gömul. Samkvæmt lögregluskýrslum bar dauða Crawford og unnusta hennar, Paul Fox, sem einnig var félagi i Irska lýðveldishernum (IRA), að er sprenging varð i bil þeirra er þau fluttu sprengjuna á milli staða. Tilfinningatengsl kynjanna. I nokkrum tilfellum hafa tilfinn- ingaleg tengsl IRA-félaga af gagn- stæðu kyni verið raunveruleg ástæða fyrir virkri þátttöku kvenna i skæruhernaðinum i Bretlandi. Oftar er það þó stjórnmálaleg fullvissa kvennanna. Á írlandi, þar sem stjórnmálaskoðanir ganga i ættir og eru frekar afleiðing menn- ingarlegrar og trúarlegrar hefðar en sjálfstæðrar skoðanamyndunar, jer herská lýðveldisstefna meira og íminna fjölskyldumál. Margir skæruliða nútimans eru tengdir nánum fjölskyldutengslum. Fjöldinn allur er hreykinn af þvi að geta rakið ættir sinar aftur til þátt- takenda i Wolfe Tone- og og öldinnf^"™^ á Síðustu öld ii þar á undan i>em dæmi má nefna þær Marlene og Marian Coyle, syst- kinadætur sem koma frá fjölskyldu er um aldaraðir hefur barizt fyrir sjálfstæði Norður-írlands. Að minnsta kosti einn karlmaður i fjölskyldu þeirra hefur látið lifið viö sprengjugerð i eldhúsinu heima hjá sér. Ræningi Herrema Marian Coyle, sem nú er 19 ára, er þekktust fyrir að vera annar ræningja hollenzka iðnrekandans dr. Tieda Herrema sem hún og Eddie Gallagher héldu i 36 daga áður en þau gáfust upp 7. nóvem- ber. Þau Coyle og Gallagher, sem nú biða dóms, kröfðust þess að þrir félagar þeirra — unnusti Marian, Kevin Mallon, meintur félagi i yfir- stjórn IRA, félagi hans James Hy- land og sambýliskona og barns- móðir Gallaghers, dr. Rose Dugdale — yrðu látnir lausir úr faneglsi. Rose Dugdale, sem nokkur brezku blaðanna hafa kallað „banvæna Jækninn”, afplánar nú niu ára fangelsisdóm fyrir þátttöku i starfsemi IRA, m.a. sprengjutil- ræði við lögreglustöð úr stolinni þyrlu. Sonur hennar og Gallaghers, Ruairis, fæddist i Limerick-fang- elsinu fyrir ári. Fjölskyldubönd. Marlene, frænka Marian Coyle, er 21 árs. Brezka lögreglan hefur leitað hennar i sambandi við að minnsta kosti 50 sprengjuárásir. Hún er unnusta IRA-mannsins Kieran Mc-Morrow, liðhlaupa úr brezka hernum og náins vinar eins liðþjálfa IRA, Patrick McDaniels, sem sprengdi sjálfan sig i loft upp i Coventry I fyrra. Fjarskyldur ættingi Coyle-fjöl- skyldunnar er Margaret McKearney sem er 21 árs. Hún er fyrrum klausturskólastúlka. sem brezka lögreglan hefur nú hug á að ræða við um morð á lögregluþjón- um i Southampton, Liverpool og Manchester, auk sprengjutilræða i London. Scotland Yard segir Margaret McKearney vera „trúlega hættu- legustu konuna i hópi skæruliða I Bretlandi”. Það er kröftug fullyrð- ing á timum þegar fjöldinn allur af konum fyllist stolti yfir þvi að vera taldar hættulegri en karlmennirn- ir. Banvæn kveðja Price systurnar i Belfast, Marian og Dolours, 20 og 23 ára, vöktu heimsathygli i fyrra þegar þær fóru i hungurverkfall i alls 203 daga i brezku fangelsi. Báðar afplána lifstiðarfangelsi fyrir þátt- töku þeirra i sprengjuárásinni á Old Baily-dómhúsið i London 1973. Dolours Price beitti töfrum sin- um til að fá mikilvægar upplýs- ingar hjá brezkum hermönnum. Hún var einnig plötusnúður við út- varpsstöð IRA, „Radio Free Bel- fast”. Þaðan sendi hún eitt sinn kveðju til ungs, brezks liðþjálfa, sem ,,er með lokkana siöa niður á kragann.” Hann varð fyrir skoti leyniskyttu skömmu siðar og beið bana. Smygltilraun i fangelsið Ein af eldri konunum i hópi IRA-skæruliðanna, Rita 0 Hare, fjögurra barna móðir, afplánar fangelsisdóm I Limerick ásamt dr. Dugdale fyrir að reyna að smygla sprengiefni inn i fangelsið I Portlaoise I kynfærum sinum. Rose Dugdale, sem áður fyrr starfaði sem hagfræðingur hjá Sameinuðu þjóðunum, er dóttir ensks milljónamærings. Þegar hún kom fyrir rétt heilsaði hún dómur- um sinum með uppréttum, kreppt- um hnefa og hrópaði: „Fyrir hvern Ira, sem Englendingar hengja, eru tuttugu aðrir reiðubúnir að ganga i þeirra stað.” Carole Richardson er aðeins 18 ára. Hún var nýlega dæmd i lifs- tiðarfangelsi fyrir sprengingu i krá i Guildford i Surrey. Þar biðu fimm manns bana. Carole kom inn á krána ásamt unnusta sinum og á meðan þau þóttust vera ástfangið par, upptekin hvort af öðru, voru þau i rauninni að koma sprengjunni fyrir. Judith Ward, 25 ára, sem var dæmd i lifstiðarfangelsi fyrir að koma fyrir sprengju i áætiunarbil og valda þannig dauða 12 manns á þjóðvegi I Englandi, er ennig ensk — þannig að bylting kvennanna nær út fyrir raðir Ira sem hlotið hafa herskáar stjórnmálaskoðanir sinar i vöggugjöf. Margaret McKearney, hættu- legasta kona Bretlands. Marian Coyle: komin af IRA-fóIki í marga ættliði. ÞAÐ LITLA SEM GERÐIST ÓLAFUR JÓNSSON Bók menntir Eftirþankar Jóhönnu er slungin og dálitið eins og kald- rifjuð skáldsaga. Sagan er sögð I fyrstu persónu um kvöldið og nóttina eftir jarðarför manns sem ráðið hefur sig af dögum, lögð i munn eftirlátinni vinkonu hans, sem varð til þess að hjálpa honum yfir landamærin. öðruvisi komst Hörður ekki sina leið. En Jóhanna segir ekki söguna til að réttlæta eða afsaka sinn þátt I afdrifum hans, eða svo lætur hún. Hún er aðeins að reyna að átta sig á öllu sem i rauninni gerðist, öllu þvi sem að baki bjó kunningsskap og samskiptum þeirra Harðar, ástarsögu þeirra, ef vill, og hvers vegna hún fór sem fór: „Þvi að öll sagan er miklu meira en það litla sem gerðist. Og öll sagan er flókin. Minnsta- kosti lagt frá þvi að vera eins einföld og sumir halda.” Að sögunni af skiptum og skilnaði þeirra Harðar og Jó- hönnu dregur langan slóða, þau atvik verða ekki skilin né skýrð nema I ljósinu af fyrri sögu þeirra beggja, tviskilinnar konu og fimm barna móður sem vinnur i banka, og uppflosnaðs kennara og fráskilins föður, vandræðamanns sem ekki hef- ur tilneins dugað iborgaralegu samfélagi. Allt þetta efni rekur Jóhanna fyrir sér þarna um nóttina eftir þvi sem það rifjast upp fyrir henni vegna sögunnar af þeim Herði: þótt frásögn hennar sé einföld að sjá spannar hún langan tima og tekur til fjölda fólks og marg- breyttrar atburðarásar. Einmitt þessi frásagnarhátt- ur, hin munnlega upprifjun þar sem timasviðin leika sifellt saman, ein frásögn vekst upp af annarri og hver gripur inn i aðra, sifellt bætast ný atriði og atvik i munstur frásögunnar, er meginþáttur i raunsæisaðferð skáldsögunnar. Hans vegna verður það i fyrsta lagi svo ljóst sem verða má að saga þeirra Jóhönnu og Harðar fer ekki fram I neinni einangrun: hún gerist i og rök hennar ráðast af samskiptum ogsamfélagi fólks. Sálarfræði hennar er um leið, eða á að vera, einhvers konar samfélagsfræði I öðru lagi verður frásagnar- aðferðin með sinum hætti til að efla veruleikablæ sögunnar. Eins og áður i Gunnari og Kjartani er Vésteini Lúðviks- syni einkar lagið i Eftirþönkum Jóhönnu að lýsa með raunhæfum hætti litlu reykvisku samfélagi þar sem allir þekkja alla og hver veit nokkuð um annan, þar sem margvísleg fjöl- skyldu-tengsl og kunnings- skapar mynda flókið net, lýsa fólki og láta atvik ske i sam- hengi trúverðugrar hversdags- lýsingar, margskonar smá- muna daglegs lifs og starfs og heimilishátta. En hverju er þá lesandi að sögulokum nær um þau Hörð og Jóhönnu? Um Jóhönnu mætti kannski með einu orði segja að hún sé „leiksoppur” — umhverfis sins og uppruna og allra kring- umstæðna. Ævi hennar virðist alfarið ráðast af uppreisn sem hún gerir i æskunni gegn móður sinni, borgaralegu manngildis- mati og kröfugerð til lifsins, og kemst þó aldrei undan áhrifa- valdi hennar. Vorkunnsemin, sama vorkunn sem hún fann til með föður sinum i bernsku, leiðir hana frá manni til manns, frá Gumma til Stjána og frá Stjána til Harðar. Hún er til með að láta þá traðka á sér eftir vild og þörfum — eins og lika sýnir sig þegar stofnast kynni með þeim Herði En hún bregst þeim öllum með einhverjum hætti, getur eða vill ekki eiga börn og heimili með Gumma, ekki verða Stjána sú kona, sem hann þarf til að hætta loksins að drekka.... Herði veitir hún félagsskap til að deyja en ekki til að lifa. Á hinn bóginn getur hún ekki verið ein: þá finnst henni llfið einhvern veginn hlaupið frá sér, ekkert eftir. Þá er orðið mál á nýjum manni. I þeim kringumstæðum ber Stjána að henni fyrst og siðan Hörð, og þar skilur sagan við hana á ný. En Hörður þá? Hörður er skrýtiléga saman settur. Enalténd á hann það sammerkt með Jóhönnu að hann stenst ekki eða bregst visvitandi þeim kröfum er um- hverfi og samfélag hans gerir til hans, sonar, bróður og eigin manns, og fellir sifellt á sig sök fyrir þetta allt. Einnig hann verður leiksoppur umhverfis og kringumstæðna. Vorkunnsemin laðar hann að móður sinni eins og Jóhönnu að pabba sínum, en hvorugt þeirra á sér uppreisnar von I samhengi sögunnar. Hörður bregst þeim kröfum sem faðir hans og bróðir gera til hans og Hrafnhildur eftir þá, kröfugerð tengdamóður hans og Hannesar mágs til hans riður hjúskap þeirra Laufeyjar að fullu. Jóhönnu getur hann notað til að hugga sig og'ijúkra sér og halda i höndina a sér meðan hann er að deyja.... Ekki til annars. En gat hún nokkuð annað fyrir hann gert, Kæri Ólafur. I ritdómi um ljóðabók Gunnars Björlings, Létta lauf- blað og vængur fugls, sem birt- ist i Dagblaöinu 2. desember, kemst þú svo að orði að „ljóðin beri I einfaldleik sinum mun- aðarkeim sem hinn ytri umbún- aður þeirra mætti vel hafa með þeim.” Ég er þér sammála, og ekkert • hefði glatt mig meira,eins og þú getur imyndað þér, en ljóðabók eftir Björling hefði verið i alla staði fagurlega úr garði gerð. En svo gat ekki orðið og úr þvi að þetta mál hefur borið á góma tel ég rétt og skylt að skýra frá ástæðunni opinberlega svo að hver og einn fái i bókmennta- eða hann fyrir hana, sem ekki var lengur nema leifar af manni, slitinn upp til agna, eða uppétinn, og búinn að vera? Eftirþankar Jóhönnu er margslungin saga, efnislega eins og i frásagnarformi. Og einkennilega kaldrifjuð um leið. Hún lýsir innan að, hlutlægnis- lega og að þvi skapi hlut- tekningarlaust þrælslungnu kerfi þaðan sem ekki er auðið útgöngu, heimi sem er eintóm hárðneskjan, þar sem hver notar annan án blygðunar, að láni, eða á leigu, eöa til kaups, en enginn gefur eða getur gefið neinum neitt — nema þá lang- þráðan dauðann að lokum. Góðvild og sakleysi gera að- eins harðneskjuna að rudda- skap og ofbeldi — eins og Jóhanna fékk að reyna i sildar- sögunni notið þess orðstirs sem hann hefur til unnið. Ég gaf tveimur bókaútgáfum, sem báðar kenna sig til menn- ingar — Máli og menningu og Bókaútgáfu Menningarsjóðs — kost á að gefa bókina út og taldi þeim væri að þvi töluverð sæmd. En það var eins og að bjóða hundi heila köku. Ég virði þvi Sigurjóni i Leiftri til mikils heiðurs að hann tókst með gleði á hendur að gefa ljóðin út, bjó þau eins vel að heiman og hon- um er unnt i offsetvélum sinum og hló að þeirri áhættu sem hinir töldu sér ofviða. Hitt er svo annað mál að mestu skiptir hvað milli spjald- anna stendur i hverri bók. Oe bragga á Siglufirði, Hörður i sementsskemmu á Grims- staðaholti: „Það er ekki ætlast til þess að maður sé manneskja i þessum djöfuls heimi.” I hjúskap og fjölskyldu gildir harðneskjan ein, föður Harðar yfir móður hans, móður Jóhönnu yfir föður hennar. Imynd hins samfélagslega valds siða og hugsunarháttar i sögunni eru hinar uggvænlegu mæður Jóhönnu og Laufeyjar.... Er þá engin von? Bágt er að sjá, að minnsta kosti, að hún verði bundin við ungu stúlkurnar i sögunni, Gullu sem þá fyrst finnur frelsi þegar hún hefur sofið hjá pabba sinum, eða svo gott sem, til þess að sigrast á móður sinni. Er hún ekki lika komin inn i kerfið? En sinum kaldrifjaöa, marg- slungna hætti er Eftirþankar Jóhönnu saga sögð með mikilli iþrótt, sem laðar lesandann inn i þann heim harðneskju og of- beldis, úrkula lifshátta sem hún lýsir svo náið. Hann er áheyr- andi Jóhönnu um nóttina eftir útförina og honum látið eftir að meta af frásögn hennar sök eða sýknu, réttlætingu eða sak- fellingu fólksins I sögunni og þess heims sem það byggir. Utan hennar veitast svör við þeim spurningum sem sagan spyr: að þvi leyti er aðferð hennar „opin og öndverö” eins og nú tiðkast. þótt mér sé að fáu meiri unaður en gæla við fagrar bækur knýr sú spurning æ fastar á, hvort al- brýnasta nauðsyn islenzkra bókmennta og bókelskrar alþýðu .nú um stundir sé ekki einmitt að útgáfukostnaður lækki til mikilla muna — og væri þá tilvinnandi að umbúnaður allur yrði iburðarminni, ein- faldari, ódýrari. Hvað varð um SÚR-mennina og hugsjón þeirra? Með vinsemd Einar Bragi. P.s. Efnisyfirlit fannst mér ekki við eiga vegna þess að ljóðin eru nafnlaus og mega með vissum hætti skoðast sem ein kviða. Einar Bragi , rithöfundur: Lítill seðill til Ólafs Jónssonar

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.