Dagblaðið - 10.12.1975, Qupperneq 10
10
d
Dagblaðið. Miðvikudagur 10. desember 1975.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Allir skoruðu mörk fyrir
ísland nema markverðirnir
islenzka landsliðið I handknatt-
ieiknum vann stórsigur á úrvals-
liði Sjálands i Ringsted I gær-
kvöld — þrettán marka sigur, 27-
14, sem er einn mesti ef ekki
mesti sigur, sem islenzkt hand-
knattleiksiið hefur unnið á dönsku
úrvalsliði. Það bezta i leiknum
var, að allir leikmenn islands —
nema markverðirnir — skoruðu i
leiknum og Ólafur Benediktsson
átti stórleik i marki. Fékk aðeins
á sig sjö mörk I þær fimmtiu
minútur, sem hann lék.
Við fengum leyfi til að leika
með 13 leikmönnum — vildum sjá
alla þá, sem voru að koma frá
Vestur-Þýzkalandi, sagði Axel
Sigurðsson, þegar Dagblaðið
ræddi við hann i gærkvöld i Glo-
strup. Gunnar Einarsson var
hvildur i leiknum — en allir aðrir
léku.
Tveir leikmenn frá Sjálandi,
sem leika i danska landsliðinu
gegn okkur i Arósum á
fimmtudag, þeir Jörgen Frand-
sen og Jörgen Munkager, léku
ekki i Sjálandsúrvalinu, þar sem
Danir vildu ekki gefa okkur tæki-
færi að sjá þá i, leik fyrir lands-
leikinn. En i úrvalinu danska
voru margir kunnir leikmanna
Dana eins og Arne Andersen,
semleikið hefur 135 landsleiki,
Gunnar Nielsen, Ole Lindquist og
ungiingalandsliðsmaðurinn Mar-
íslenzka landsliðið sigraði úrvalslið Sjálands 27-14
í gœrkvöld — einn mesti sigur gegn Dönum í handbolta.
Óli Ben. fékk á sig sjö mörk í 50 mínútur. Axel markhœstur
ten Engelstaft, sagði Axel enn-
fremur.
Þetta var skemmtilegur leikur
og yfirburðir islenzka landsliðs-
ins ótviræðir. Flestir leikmenn Is-
lands komu vel út — ólafur H.
Jónsson átti stórsnjallan leik,
leikmaður i heimsklassa, og ólaf-
ur Benediktsson varði glæsilega.
En auðvitað kom fram ýmislegt,
sem betur má fara. — Hornin
voru talsvert opin,og annað sem
sniða má af. t heild vorum við
ánægðir með leikinn, sagði Axel.
Þetta var prúður leikur — aðeins
fjögur viti dæmd og fékk danska
liðið þrjú vitanna. Dómarar voru
Otto Henning og Ole Christensen
og dæmdu prýðilega. Áhorfendur
voru 800 eða eins og rúmaðist i
iþróttahúsinu i Ringsted.
Það var greinilegt, að þeir hrif-
ust af leik islenzka liðsins — eink-
um var samvinnu þeirra Ólafs H.
og Axels Axelssonar klappað lof i
lófa. Hún var stórgóð og oft flétt-
aðist Björgvin Björgvinsson inn i.
Islenzka liðið náði strax undir-
tökunum — skoraði tvö fyrstu
mörk leiksins. Siðan Danir eitt —
en næstu fjögur mörk voru is-
lenzk. Staðan 6-1. Þá skoruðú
Danir 6-2 og siðan mátti sjá á
markatöflunni 7-2, 7-3, 7-4 og þá
komu aftur fjögur islenzk mörk i
röð, 12-4. Staðan I hálfleik var 12-
5.
Yfirburðirnir jukust i byrjun
siðari hálfleiks og Island skoraði
þrjú fyrstu mörkin 15-5. Þá gat ég
ekki fylgzt meira með leiknum,
sagði Axel Sigurðsson, þvf Páll
Björgvinsson meiddist. Við
Spánverjar
unnu aftur
Spánska liðið Granolle sigraði
sænska liðið Vestra Frolunda
aftur i Evrópukeppni bikarhafa i
handbolta. Síðari leikurinn var
einnig I Barcelona á Spáni og
Granolle vann 23-19 — fyrri
leikinn á sunnudag 20-15.
íþróttir
vorum hræddir — Páll hlaut
þungt högg á nefið og við héldum i
fyrstu að hann væri nefbrotinn.
Hann hefur áður þribrotnað á nef-
inu — en sem betur fer reyndist
þetta ekki eins slæmt og á horfð-
ist. Páll var ekki brotinn —en með
blóðnasir og blæddi mikið. En
þetta lagaðist allt — og við von-
um, að Páll verði fær i flestan sjó
i þeim leikjum, sem eftir eru,
sagði Axel.
Ólafur Benediktsson var 50
minútur í markinu og varði mjög
vel. Fékk aðeins á sig sjö mörk —
en Guðjón Erlendsson lék um
tima i siðari hálfleiknum — tiu
minútur — og á meðan skoruðu
Danir sjö mörk. Markamunurinn
jókst svo smám saman I 13 mörk
— lokatölur 27-14. Þess má geta,
að Ole Lindquist var eini maður-
inn i danska liðinu, sem gat skor-
að hjá nafna sinum Óla Ben. i
fyrri hálfleik. — Skoraði þá öll
fimm mörk Sjálandsúrvalsins.
Axel var markhæstur islenzku
leikmannanna i leiknum — skor-
aði sjö mörk. Ólafur H. og Jón
Karlsson skoruðu fjögur mörk
Jón skoraði sex fyrir Lugi
Lugi frá Lundi — liðið, sem Jón
Hjaltalin Magnússon leikur með i
1. deildinni sænsku — skauzt upp i
annað sætið I deildinni sl. föstu-
dag, þegar Lugi vann Vestra Fro-
lunda frá Gautaborg 20-18 á úti-
velli.
Jón Hjaltalin var hetja
Lugi-liðsins i leiknum — skoraði
sex mörk og var markhæstur
leikmanna liðsins. Einnig átti
Eero Rinne góðan leik h já Lugi —
en beztur var þó landsliðsmark-
vörðurinn Hans Jonsson, sem átti
frábæran leik i marki.
Mörk Lugi skoruðu Jón Hjalta-
lin 6, Göran Gustavsson 4, Eero
Rinne 3, Cleas Ribendahl 3,
Ingvar Persson 2, Kent Karlsson
og Christian Zetterström eitt
hvor.
Leikurinn við Vestra Frolunda
var háður fyrr, þar sem Gauta-
borgarliðið keppti á Spáni um
helgina i Evrópukeppni bikar-
meistara. Tapaði þar báðum
leikjunum.
Úrslit úr leikjum helgarinnar i
l.deildinni höfðu ekki borizt, þeg-
ar blaðið fór i prentun — en fyrir
þá var Heim efst með 10 stig úr
sex leikjum, Lugi var með átta
stig úr 7 leikjum og betri marka-
tölu en Guif, sem var með átta
stig úr sex leikjum.
A meöan — heima... |.
r Hér stendur að Sparta hafi sýnt mikla'
hæfni, leikni og iþróttaanda. Er það
ekkistórkostlegt!
A Lundúnaflugvelli
Takk.en gleymdut
Hugsaðuþér,
) við verðum komnir J
heim á morgun
r Svona nú — eða
Þjálfi heimtar að við^
tökum æfingu i
vélinni.
hvor, Björgvin og Friðrik Frið-
riksson þrjú mörk hvor, og þeir
Sigurbergur Sigsteinsson, Viggó
Sigurðsson, Stefán Gunnarsson,
Páll, Ingimar Haraldsson og Árni
Indriðason eitt mark hver.
Landsleikur íslands og Dan-
merkur verður i Arósum á
fimmtudagskvöld og hefst kl. 8.30
að dönskum tima. Daginn eftir
verður einnig leikið við danska
landsliðið i Ulstrup en þá hefst
mót með þátttöku fjögurra liða.
Þvi lýkur sunnudaginn 14. desem-
ber.
” ólafurH. Jónsson átti frábæran
leik I gærkvöld — leikmaður I
heimsklassa,sagði Axel Sigurðs-
son.
Gouldtil
ÚHdnna!
Bobby Gould, sá kunni kappi i
ensku knattspyrnunni, er kominn
til Óifanna og lék sinn fyrsta leik
með þeim á laugardag. McGarry
framkvæmdastjóri greiddi West
Ham 30 þúsund sterlingspund
fyrir Gould. Fáir leikmenn hafa
leikið með fleiri liðum en Gould.
Hann hefur verið hjá Coventry,
Wolves áður, Arsenal, WBA og
West Ham.
Þá hefur WBA keypt irska
landsliðsmanninn Mick Martin
frá Manch. Utd. fyrir 35 þúsund
pund. Martin hefur leikið með
WBA sem lánsmaður sfðustu vik-
Enski landsliðsmaðurinn
Francis Lee hjá Derby var i
gær settur i fjögurra leikja
keppnisbann af aganefnd
enska knattspyrnusam-
bandsins — og að auki sekt-
aður um 250 sterlingspund
fyrir að koma óorði á knatt-
spyrnuna.
Lee lenti i átökum við Nor-
man Hunter hjá Leeds i
fyrra mánuði i leik Derby og
Leeds á Baseball Ground.
Báðir voru reknir af velli —
Mál Hunter var einnig tekið
fyrir i gær, en hann slapp
með áminningu. Hunter var
að koma úr fjögurra leikja
keppnisbanni — var vara-
maður gegn Arsenal sl. laug-
ardag. Lee og Hunter fóru
strax i eins leiks keppnis-
bann hvor eftir slagsmál sin
á Baseball Ground — og það
var dýrt fyrir Derby, þvi Lee
missti síðari leikinn við Real
Madrid i Evrópubikarnum.
Dave McKay, fram-
kvæmdastjóri Derby, hefur
áreiðanlega reiknað með
þungum dóm hjá Lee og þess
vegna keypt Leighton James
frá Burnley. Hann fer nú
sjálfkrafa inn i Derby-liðið —
og þess má lika geta, að
Francis Lee hefur sagzt ætla
að hætta knattspyrnu að
þessu keppnistimabili loknu.