Dagblaðið - 10.12.1975, Side 11
Dagblaðið. Miðvikudagur 10. desember 1975.
I
15
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Heimsmeistarinn
strax sigurvegari
— Gustavo Thoeni sigraði örugglega í stórsvigi í Val d'lsere
Gustavo Thoeni, italski snill-
ingurinn, sem fjórum sinnum hef-
ur sigrað i keppninni um heims-
bikarinn, byrjaði vörn sfna á
heimsmeistaratitlinum með
miklum glæsibrag i stórsviginu i
Val D’Isere. Hann sýnti hreint
ótrúlega hæfni i fyrri umferðinni
og hafði 2.20 sekúndna forskot á
Ingemar Stenmark, Sviann unga,
Tap meistara
Júgósiavíu ó HM
Austur-þýzku stúlkurnar sigr-
uðu heimsmeistara Júgóslava i
heimsmeistarakeppninni f hand-
bolta kvenna i úrslitakeppninni i
Kiev i gær. Hörkuleikur og loka-
tölur 14-13 fyrir Austur-Þýzka-
land.
í öðrum leikjum i úrslitakeppn-
inni urðu úrslit þau að Sovétrikin
sigruðu Tékkóslóvakiu með 16-8
eftir 12-2 i hálfleik — og Ung-
verjaland sigraði Rúmeniu 11-10
eftir 9-6 i hálfleik.
1 keppninni um 7.-9. sætið sigr-
aði Noregur Danmörku 12-10 eftir
8-4 i hálfleik og lokastaðan þar
varð þessi.
7. Pólland
8. Noregur
9. Danmörk
2 30-20 4
2 23-24 2
2 19-28 0
1 keppninni um 10.-12. sætið
vann Japan Túnis með 26-10 eftir
14-3 i hálfleik. Lokastaðan þar
varð
10. Japan
11. USA
12. Túnis
2 43-20 4
2 24-30 2
2 23-40 0
Arsenal vann Fejenoord
Arsenal sigraði hollenzka liðið
Fejenoord á leikvelli sinum I
Lundúnum, Highbury, I gær-
kvöldi 2-1. Leikurinn var ágóða-
leikur fyrir Peter Storey, einn
kunnasta leikmann Arsenal um
langt árabil — og enskan lands-
liðsmann.
Þeir Alan Ball, vitaspyrna, og
Liam Brady skoruðu fyrir
Arsenal i leiknum — en . Nicko
Jansen fyrir Fejenoord. Áhorf-
endur voru 18.813 og George Best
lék með Arsenal-liðinu.
Middlesbro vann sinn fyrsta
sigur i bikarkeppni I gær I 77 ára
sögu félagsins. Það var i
ensk-skozka-bikarnum. Jafntefli
varð hjá Fulham og Middlesbro i
siðari leik liðanna í úrslitum f gær
i Lundúnum 0-0, en Middlesbro
sigraði 1-0 á heimavelli sinum.
Fulham sótti nær stanzlaust allar
90 min. leiksins — en hin fræga
vörn Middlesbro gaf ekki eftir.
Fulham fékk aðeins eitt opið færi
— Viv Busby spyrnti yfir markið
af 4 metra færi.
sem var þá i öðru sæti og 2,40 sek.
forskot á Piero Gros, landa sinn
og áður heimsmeistara.
Thoeni keyrði brautina á
l:41.56min. — Stenmark á 1:43.76
min. og Gros á 1:43.98 — en siðan
komu Thomas Hauser, Austur-
riki, Ernst Good, Sviss, og Franco
Bieler, ttaliu.
t siðari umferðinni fór Thoeni
af öryggi i gegn — hætti ekki á
neitt, þar sem sigur hans var svo
gott sem öruggur. Timi hans þá
var 1:41.80 min. en Stenmark
keyrði glæsilega og náði lang-
beztum brautartima — 1:39.90
min. svo við miklu má búast af
þessum glæsilega skiðamanni i
vetur. Gros náði 1:40.79 min. eða
sekúndu betri tima en Thoeni i
umferðinni og tryggði sér örugg-
lega þriðja sætið. Hans Hinter-
seer, Austurriki, og helzta' von
Austurrikismanna i vetur, náði
sér aldrei á strik og varð aðeins i
niunda sæti. Fyrri umferðina fór
hann á 1:44.85 min. og þá siðari á
1:42.05 min. Brunmeistarinn
Franz Klammer, Austurriki, varð
i 11. sæti. — fjórum sekúndum eft-
ir Thoeni samanlagt. Sviar voru
ákaflega ánægðir með keppnina
— Stenmark annar og Torsten
Jakobsson i 15. sæti. Norðmaður-
inn Odd Sörli varð i 20. sæti — en
keppendur voru rúmlega 100.
Úrslit urðu þessi:
1. G. Thoeni, ttaliu, 3:23.36
2. I. Stenmark, Sviþjóð, 3:23.66
3. P. Gros, ítaliu, 3:24.77
4. T. Hauser, Austurriki, 3:25.14
5. E. Good, Sviss, 3:26.35
6. P. Mahre, USA, 3:26.47
7. F. Bieler, Italiu, 3:26.61
8. Junginger, V-Þýzkai. 3:26.76
Ólafur H.
Jónsson
Handboltapunktar
frá V-Þýzkalandi
Dankersen 4. desember.
Eftir langa og erfiða ferð frá
Reykjavik, sem tók tvo daga
vegna þoku i London, komum
við hingað til Minden á þriðju-
deginum — frekar þreyttir og
slæptir. t gær — miðvikud. 3.
desember — var farið með rútu i
fjóra klukkutima og leikið við
Gummersbach. Sagt verður frá
þeim leik hér á eftir — leik
Göppingen i suðurdeildinni og
frá landslcik Vestur-Þýzka-
lands og Belgiu. Við byrjum þá
á landsleiknum.
Belgia — V-Þýzkaland.
Vestur-þýzka landsliðið er i
riðli með Belgiu og Austur-
Þýzkalandi i forkeppni fyrir
Olympiuleikana i Montreal.
Fyrsti leikurinn i riðlinum var
milli A-Þjóðverja og Belga. Sá‘
leikur fór fram i Berlin. Þar
unnu A-Þjóðverjar 27-11.
Vestur-þýzka landsliðið spil-
aði svo við Belga i Belgiu á
sunnudaginn 30. nóvember.
Vestur-þýzku leikmennirnir
virtust vera taugaóstyrkir i
byrjun og gerðu margar vitleys-
ur. Eftir 14. min. var staðan 4-2
fyrir Þjóðverja. Þjálfarinn
Stersel sá þá, að þannig gat
þetta ekki gengið lengur og
skipti nýjum mönnum inn á —
einnig markvörð. Sá, sem kom
inn á, Hoffmann hjá Grosswall-
stadt, varði allt, sem i markið
kom og i hálfleik var staðan orð-
in 11-2.1 siðari hálfleiknum virt-
istþetta ætla að verða svipað og
staðan orðin 13-2 eftir 3 minútur.
Belgum hafði sem sagt ekki tek-
iztað skora i 30 minútur. En eft-
ir það slakaði vestur-þýzka liðið
allverulega á og mestan hluta
siðari hálfleiksins skiptust liðin
á að skora. Má segja, að þetta
sé að vissu leyti veikur punktur
hjá vestur-þýzka landsliðinu að
gera ekki betur en að halda
jöfnu 8-8 meirihluta siðari hálf-
leiks.
Þrátt fyrir það eru þeir kok-
hraustir um möguleika sina
gegn Austur-Þjóðverjum 20.
desember. Leikmenn hafa látið
hafa það eftir sér að v-þýzka
landsliðið vinni i Munchen með
3ja marka mun. Þeir, sem skor-
uðu gegn Belgum, voru Busch 4,
Spengler 1, Becker 4, Kleibrink
2, H. Brand 2, Hahn 4 (allt viti),
Kluhspiess 3 og Deckarm 1.
Vlado Stenzel lét hafa það eft-
ir sér, að leikmenn hefðu ætlað
sér of mikið i upphafi. Þeir hafi
ætlað að skora tvö mörk i hverju
upphlaupi. Fyrirliðinn Spengler
segir. — Við erum ekki lengur
gráar mýs, sem þurfa að fela
sig.
Suðurdeild
Dietzenbach—Göppingen 21-13
Nýliðarnir fengu Göppingen i
heimsókn og i upphafi virtist
leikurinn ætla að verða jafn og
skemmtilegur á að horfa. A töfl-
unni sást 2-2, 3-3 og 4-4. Af þess-
um fjórum fyrstu mörkum hafði
Gunnar Einarsson skorað þrjú
mörk. Dietzenbach setti þá
mann til höfuðs Gunnari —
þannig þó, að hann hálftók
Gunnar úr umferð. Við þetta féll
Göppingen algjörlega saman. t
hálfleik stóð 9-5 fyrir Dietzen-
bach.
I siðari hálfleiknum var um
algjöra einstefnu að ræða hjá
Dietzenbach. Var Kristic (Júgó-
slavi) þeirra bezti maður með
sjö mörk. Gunnar skoraði fimm
mörk og var eitt þeirra úr vita-
kasti. Gunnar var slæmur i
þumalfingri vinstri handar, en
hann varð að spila, þar sem
hann er nánast sá eini, sem eitt-
hvað kveður að i Göppingen-lið-
inu. Eitthv. virðist mikið að hjá
Göppingen, þvi liðið hefur tapað
tveimur siðustu leikjum. Stað-
Gustavo Thoeni i brautinni í Val d’Isere. Hann byrjaði vörn titils sins
glæsilega i heimsbikarnum — i fyrrahaust var hann lengi að ná sér á
strik.
Tekur Lísa-María
sœti Önnu-Maríu
Helzta von Svisslendinga —
Lisa Marie Morerod, sem er 19
ára — á Olympiuleikunum i Inns-
bruck i vetur, sigraði með mikl-
um yfirburðum i fyrstu keppni
kvenna I heimsbikarnum I Val
d’Isere. Það var i stórsvigi og
Lisa varð 1.22 sek. á undan þeirri
næstu i mark.
Keppnin hjá konum i vetur i
heimsbikarnum verður mjög
,,opin”, þar sem skiðadrottningin
Anna Maria Moser Pröll er hætt
keppni — eftir fimm sigurár i röð.
Margar frábærar skiðakonur
keppa nú að þvi að ná titli
Önnu-Mariu.
,,Ég vissi að mér gekk vel — en
þetta var framar minum björt-
ustu vonum”, sagði Lisa Maria
eftir sigurinn i stórsviginu. Hún
keyrði hina 1550 metra löngu
braut með miklum glæsibrag —
og frægar skiðakonur máttu láta
sér nægja að ná miklu lakari
tima.
Orslit urðu þessi.
1. L. Morerod, Sviss 1:16,15
2. R. Mittermaier, V-Þýzk. 1:17.37
3. M. Kaserer, Austurr. 1:17,50
4. L. Cochran, USA, 1:17,55
5. F. Serat, Frakklandi 1:17,62
6. E. Mittermaier, V-Þýzk 1:17,69
Axel r
Axelsson
reyndin er vist sú, að Göppingen
hefur ekki lengur yfir sterkum
leikmönnum að ráða, nema
Gunnari Einarssyni, og hann
má sin iitils einn.
Norðurdeild
Gummersbach — Dankersen 21-
12.
Dankersen sótti Gummers-
bach heim og var leikið i Biel-
stein að viðstöddum 1500 áhorf-
endum. Fyrir leikinn voru menn
bjartsýnir á að um jafnan og
harðan leik yrði að ræða, þar
sem Dankersen er það lið. sem
væntanlega kemur til með að
keppa um anpað sætið i riðiin-
um. En i þessum leik var ekki
vafi á þvi hvor var sterkari aðil-
inn.
Eftir nokkrar minútur var
staðan 5-0 fyrir Gummersbach.
t millitiðinni hafði Dankersen
átt vitakast, sem var varið —
Busch tók vitið — og tvö önnur
dauðafæri. Þrátt fyrir þetta var
Gummersbach alltaf sterkara
liðið með Kater markmann sem
bezta mann. í hálfleik var stað-
an 11-5 fyrir Gummersbach og
það var mikið gegn svo sterku
liði. sem Gummersbach er.
Dankersen hefur aldrei i allt
haust spilað jafn lélegan leik. 1
fyrri háifleik var vörnin likust
gatasigti og skoruðu Feldhof og
Brand að vild. Enn fyrir Hansa
Schmidt var enginn möguleiki,
þar sem hann var tekinn mjög
jframarlega. I Dankersen-liðinu
áttu allir leikmenn slakan leik
og kenna menn þar um. að
landsiiðsmenn liðsins, Busch og
! Becker, hafi ekki getað æft i
einn mánuð samanlagt i allt
haust. Það er að sjálfsögðu
mjög bagalegt, þar sem þeir
leika 40-60 minútur i hverjum
leik sem aðalpóstar. Nú i
desember verðum við fjórir i
burtu fra liðinu þannig, að ekki
er von á góðu.
Annar af undirrituðum, Ólaf-
ur H. Jónsson meiddist i siðari
hálfleik — honum var hrint i
hraðaupphlaupi og lenti Ólafur
með höfuðið á markstönginni.
Varð að sauma fimm spor i
augabrúnina — en það er ekki
alvarlegt. En Ólafur lék ekki
gegn Salzburg á laugardaginn 6.
desember i Evrópukeppninni —
en verður með islenzka lands-
liðinu i Danmörku.
Þeir, sem skoruðu i leiknum.
voru. — Gummersbach Deck-
arm 4. Feldhof 4, Brand 3.
Schmidt 3 (2 viti). Schlagheck 2
og Westebbe 3. — Dankersen
Busch 6, Ólafur 2. Axel 1. Walke
1. Becker 1 og Kramer 1.
Gummersbach er efst með 14
stig úr sjö leikjum — hefur ekki
tapað stigi. Dankersen er i öðru
sæti með 9 stig. Wellinghofen
hefur átta stig og Phönix Essen
og Kiel sjö stig. Hansi Schmidt
var markahæstur með 39 mörk
— 12 skoruð úr vitum.
Kær kveðja
Ólafur II. Jónson
Axel Axelsson.
s