Dagblaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 1
l.árg. —Fimmtudagur ll.desember 1975 —79.tbl. Ritstjórn Srðumúla '12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022
HÆTTULEG
PILLA
BÖNNUÐ
Hérlendis eru seldar tvær teg-
undir getnaðarvarnartaflna,
sem innihalda efnið megestrol-
acetate, er valdið getur æxlis-
myndun og bólgum i brjóstum,
að þvi er kannanir vestur-
þýzkra visindamanna hafa leitt
i ljós.
Heilbrigðiseftirlitið i Vestur-
Þýzkalandi bannaði i morgun
sölu á getnaðarvarnartöflum,
sem innihalda þetta efni.
Samkvæmt þeim upplýsing-
um, sem blaðið fékk hjá Lyfja-
eftirliti rikisins um hádegisbil-
ið, eru þær tvær tegundir, sem
innihalda megestrol-acetate og
seldar eru i apótekum hérlend-
is, Neo-Delpregnin og Niagetin.
Delpregnin fékkst hér til
skamms tima, en var tekið af
skrá — þó ekki vegna mege-
strol-acetate innihaldsins.
„Svona óljósar fréttir nægja
ekki til þess að sala á þessum
pillutegundum verði stöövuð
hérlendis,” sagði einn starfs-
manna Lyfjaeftirlits rikisins i
samtali við fréttamann DB i há-
deginu. „Við munum biða eftir
nákvæmum niðurstöðum rann-
sóknanna. Þá tekur sérfræð-
inganefnd heilbrigðisráðuneyt-
isins málið til athugunar og sið-
an fer það til lyfjaskrárnefndar,
sem ákveður, hvort það verður
tekið af skrá eða ekki.”
í Bretlandi hafa tvær tegundir
getnaðarvarnartaflna einnig
verið bannaðar en hvorug
þeirra mun fást hérlendis. óV
— sjó bls. 7
JOLAGET-
RAUNIN,
SÍÐASTI
DAGUR
Áttundi og siðasti hluti jóla-
getraunar Dagblaðsins að þessu
sinni birtist á bls. 3 i blaðinu i
dag. Það er til mikils að vinna.
Það verða veitt þrenn verðlaun,
hljómtæki i fjölskyldubilinn,
Clarion-tæki, sem þekkt eru um
veröld viða fyrir gæði. Ein-
hverjir munu þvi verða þeirrar
ánægju aðnjótandi um jólin aö
fá að hlýða á jólatónlistina i bil-
um sinum flutta i öndvegis tón-
tækjum.
Þeirsem ekki eiga getraunina
i heild, geta fengið blaðið keypt
á afgreiðslu Dagblaðsins i Þver-
holti 2. Skilafrestur er til 21.
desember. Þann 22. desember
drögum við svo. — SJA BLS. 3
JÁ, ÞAÐ ER NÚ ÞAÐ....
— hverju á ég nú að svara í Spurningu dagsins? - bls. 4