Dagblaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 4
Dagblaöið. Fimmtudagur 11. desember 1975. Mánaðareyðslan Vísitöluf jðlskyldan eyðir 112 þúsundum Sú tala segir ekki hvað „þarf'" til framfœrslu „Vísitölufjölskyldan” eyðir um þessar mundir tæplega 112 þúsundkrónum á mánuði. betta eru útgjöld þessarar „meðal- fjölskyldu” samkvæmt Utreikn- ingum Hagstofunnar á visitölu framfærslukostnaðar. Aherzlu ber að leggja á að þetta segir ekki hvað meðalfjöl- skylda þarf að hafa i tekjur til að komast af, heldur eru þetta áætlanir um hvað meðalfjöl- skyldan eyði. Grundvöllur þess- ara útreikninga er orðinn nokk- uð gamall. Og i hvað eyðir visitölufjöl- skyldan og hve miklu? Hún fer með tæpar 36 þúsundir i mat- og drykkjarvörur, að undanskildu áfengi. Um sex þúsundir fara á mánuði i áfengi og tóbak og um þrettán þúsund i föt og skófatn- að. Rúmar niu þúsundir renna til kaupa á heimilisbúnaði, ARBÆJARBUAR AÐEINS ÞAÐ BEZTA í HÁTÍÐARMATINN SVINAKJOT Nýr hryggur Ný læri Nýr bógur Nýr kambur Kótilettur NAUTAKJÖT Fille — Buff Roastbeef T-bone steik Kryddsmjör DILKAKJÖT Úrbeinuð læri Úrbeinaðir hryggir Schnitzel Reykt læri Reyktur bógur Reyktur kambur Skinka Stroganoff Lundir — Turnbauti Beinlausir fuglar London-lamb Fyllt læri Fylltir hryggir ATH. Kjötið er einnig fyllt eftir óskum yðar. Hangikjöt i úrvali ásamt vinsæla hangikjötinu frá Akureyri. FUGLAR Holdakjúklingar Kjúklingalæri 1/2 kjúklingar Körfukjúklingar Rjúpur Hrásalt með eða án sósu. Afgreiðum einnig sérpantanir eftir óskum yðar. Látið fagmenn vinna fyrir yður. KJÖTBÚÐ ÁRBÆJAR, ROFABÆ 9, SÍMI: 81270 hreinlætisvörum og sliku. bá telur Hagstofan að visi- tölufjölskyldan verji hátt á fjórtánda þúsundið á mánuði til að standa undir eigin bifreið og fargjöldum. Rúmlega tólf þúsund fara i lestrarefni, út- varp, sjónvarp og ekki sizt i skemmtanir og slikt. Hátt á fimmtánda þúsundið gengur til greiðslu á húsnæðiskostnaði, hita og rafmagni og rúm sjö þúsund til annars en þess sem talið er hér að framan. Byggt á útgjöldum 1964—65. Núgildandi grundvöllur, það er að segja mat á þvi hve miklu fjölskyldan ver til hvers og eins, var tekinn 1 notkun i ársbyrjun 1968. Hann er byggður á upplýs- ingum 100 launþegafjölskyldna I Reykjavik um útgjöld þeirra á árunum 1964—65. Meðalstærð þessara fjölskyldna v.ar hjón og tvö börn. Heimilisfeður skiptust þannig eftir starfsstéttum að 26 voru verkamenn, 3 sjómenn, 23 iðnað armenn, 30 opinberir starfs- menn og 18 verzlunar- og skrif- stofumenn sem unnu hjá einka- aðilum. Otgjöldin eiga að sýna sem næst meðalútgjöld hinna 100 fjölskyldna fyrir tiu árum færð fram til verðlags i dag. Hér er um að ræða meðalútgjöld fjöl- skyldna með mjög mismunandi há útgjöld, segir Hagstofan. Hagstofanleggur áherzlu á að gæta verði fyllstu varúðar við allar ályktanir i sambandi við útgjöld visitölufjölskyldunnar, reiknuð i krónum. Hlutverk visitölu framfærslukostnaðar er fyrst og fremst að sýna hlut- fallslegar breytingar á fram- færsluútgjöldum frá einum tima til annars. Ivisitölunni eru núekki beinir skattar, það er að segja útsvör ogtekjuskattur. —HH Notaði danska mixtúru: Hœtti að Góður, þjófheldur peningaskápur óskast Uppl. í sima 27022 reykja á innan við viku Afleiðingar reykingaherferð- arinnar svonefndu, sem beindist að sjálfsögðu gegn reykingum, eru kannski ekki enn merkjan- legar i stórum mæli. bó hefur frétzt af einum og einum sem hefur hætt að reykja og jafnvel heilum bæjarhlutum, eins og á Húsavik, þar sem 59 af 60 manna hópi hættu að reykja eftir námskeiö sem haldið var þar. Sumir hafa veriö að basla við þetta upp á sitt eindæmi og fer litlum sögum af þeim. Hafa þeir notað til þess hinar ýmsu að- feröir, eins og hreint viljaþrek, ýmsum lyfjum hefur verið beitt og siðan eru til þeir sem hafa reynt sælgætisát i staöinn. Við hittum að máli einn sem tekizt hefur að hætta með aðstoð lyfs af dönskum uppruna og svo að sjálfsögðu viljastyrks. Heitir sá Guðbergur Öskar Guðjóns- son, 58 ára verzlunaimaður sem reykthaföi um langtárabil. Var hann farinn að reykja allt að tveim pökkum af sígarettum á dag og dugði það varla til. „Ég var svolitið slappur á taugum orðinn,” sagöi Guð- bergur, „og mig langaði mikið til þess aö hætta. Eyddi orðið um 80þúsund krónum i sigarett- ur á ári og það er anzi mikið þegar maður hugsar út i það. Ég drakk þessa mixtúru blandaða i vatni og ávaxtasafa og dreiföi inntökunum á allan daginn,” sagði Guðbergur enn- „Ég var farinn að reykja tvo pakka á dag og það dugði skammt,” sagði Guöbergur. fremur. „bað stendur að visu I leiðbeiningunum að maður eigi að drekka stærri skammta en þessi aðferð reyndist mér ágæt- lega, ég hætti að reykja á mjög skömmum tima, reyndar skemmri en auglýsingar um mixtúruna segja.” Guðbergur sagði að sig hefði ekki langað i sigarettur sfðan, jafnvel þótt hann fengi sér I glas, en það hefur jafnan verið mestur höfuðverkur þeirra sem baslað hafa við að hætta að reykja af sjálfsdáöum. „Eigin viljastyrkur er auðvit- að höfuðatriðiö og mig hefur ekki langað i sigarettu siðan ég hætti. bað var ég hræddur um að yrði raunin ef ég færi á nám- skeið,” sagði Guðbergur að lok- um. Gaman væri að heyra frá les- endum blaðsins um áhrif þess- arar herferðar og hvort þeim hefur tekizt að miniTka við sig reykingar eða jafnvel hætta og þá meö hvaða hætti. HP. purn ——-V ing 11 Spurning dagsins: Er jólasveinninn til? Brynjar Frosti, þriggja ára: „Nei, — hann er sko ekki til. betta er bara fólk sem fer i búninga. Strákar og svoleiðis.” Snæbjörn pabbason, þriggja ára: „Nei — það er fólkið sem kemur heim með pakkana. Jóla- sveinarnir eiga heima bak við ■ fjöllin. Hins vegar má kaupa þá i búðum.” Björgvin Kárason, þriggja ára: „Já, þeir eiga heima i fjöllun- um og stela mat frá fólkinu á bæjunum. Svo gefa þeir stundum jólagjafir. Ég sá einu sinni jóla- svein á jólatrésskemmtun.” Elli Hákonarson, þriggja ára: - „Já, þeir koma ofan úr fjöllunum og gefa okkur jólagjafir ef við er- um góð og þæg.” Elfsabet A r n a r s d ó tt ir , þriggja ára: „Já, — ég hef oft séð hann. Einu sinni sá ég hann þegar ég var með mömmu. Hann er i rauðum fötum meö skegg.” Finnur Friðgeirsson, þriggja ára : „Já, — hann er heima hjá mér. Gefur mér jólagjafir og svoleiðis. Af hverju ert þú með svona stórt nef? ”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.