Dagblaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 3
Dagblaðið. Fimmtudagur 11. desember 1975.
3
l f. , s^ SAGÐ| CKK| AF
MÉR VEGNA NEINNAR
W
1f Ja ÉSEi [£l M Ö — Heldur vegna vantraustsins,
l%Hí 81 W ELWWI% sem ó mig var lýst"
„Fréttin iTimanum um kaffi-
vélina i MR og afsögn mina er
kannski á dálitlum misskilningi
byggð,” sagði Skafti Harðarson
inspector scholae er við rædd-
um við hann um málið. „Ég
sagði að sjálfsögðu ekki af mér
vegna kaffivélarinnar heldur
vegna þess að með þvi að fjar-
lægja hana voru vissir menn að
lýsa vantrausti sinu á mig.”
Nokkrum aðilum, svokölluðu
Dreifbýlisfélagi, var ákaflega
illa við þessa kaffivél. Þeir báru
upp þá tillögu á fundi, að hún
yröi fjarlægð. Tillagan var
samþykkt og samkvæmt lögum
nemendafélagsins bar Skafta
þvi að láta rifa hana niður.
Framkvæmd þess dróst eitt-
hvað og tók þvi Dreifbýlisfélag-
ið ráðin af forsetanum, Skafta,
og unnu féiagar verkið sjálfir.
Skafti tók þetta verk sem van-
traust, ekki sizt vegna þess að
tveir af embættismönnum skól-
ans, — ritstjóri skólablaðsins og
formaður listafélagsins — stóðu
að þessu. Nemendur hófu hins
vegar undirskriftasöfnun um að
Skafti tæki aftur við embætti
sinu og er hann sá hversu al-
mennur vilji nemenda var fyrir
þvi að hann sæti áfram tók hann
aftur við embætti forseta.
Dreifbýlisfélag þetta viröist
vera samsafn af helztu brand-
araköllum menntaskólans. Til
dæmis fékk félagið samþykkta
þá tillögu fyrir nokkrum árum
að styrkur yrði veittur til að
gera heimildakvikmynd um
handmjólkun kúa. Tillagan var
samþykkt en myndin hefur hins
vegar enn ekki verið sýnd.
—AT—
MEYVANT SIGURÐSSON á Eiði viö „óðaliö” sitt vestur á Seltjarnarnesi (DB-mynd Bjarnleifur)
„Þetta rekur hvað annað"
— segir Meyvant Sigurðsson, sem rakið hefur minningar
frá Reykjavík síðan um aldamót í nýrri bók
,,Ég bið menn velvirðingar ef
þeim finnst ég hafa gleymt eða
fellt úr eitthvað sem á þessum
siðum hefði átt að standa,”
segir á einum stað i bókinni:
Bóndinn og bilstjórinn Meyvant
á Eiði. Þessi mannlifs- og at-
burðasaga langrar ævi er svo
hlaðin töfrum lifandi frásagnar
að þetta litillæti er ekki
nauðsynlegt.
„Það er margt sem ekki má
segja,” sagði Meyvant Sigurðs-
son, þegar hann var spurður
hvort hann ætlaði þá að bæta við
þessa bók siðar. Hann bætti við:
„Það verður aldrei sagt.”
Þegar maður undrast þetta
skipulega stálminni á aragrúa
nafna og timasetninga segir
Meyvant af hjartans litillæti:
„Þetta rekur hvað annað.”
Blitt og fagurt aldamóta-
kvöld stóð Meyvant, 5 ára
gamall snáði, við trégirðinguna
við Austurvöll þegar bæjarbúar
fögnuðu komu nýrrar aldar.
Þessi áttræði drengur hefur nú
af óvenjulegum lifsþrótti tekið
þátt i sögu þessarar aldar til
þessa dags. Vegferðin hefur
legið vitt um landið en fyrst og
fremst um götutroðninga
Reykjavikur, tún og engi bæjar-
stæðisins og allt inn á
malbikaðar og steyptar
hraðbrautir höfuðborgarinnar.
Það þarf talsverðan ásetning
til að leggja þessa bók frá sér,
þótt maður hafi lesið hana
spjaldanna milli. Heldur en ekki
langar mann til að lesa nana
afturstrax. Þess erreyndar full
þörf vegna þess mikla fjölda
samferðamanna sem vikið er
að i mismunandi nánum og
geðþekkum kynnum á meira en
þriggja aldarfjórðunga lifs-
hlaupi Meyvants. Það þarf ein-
staklega góða frásögn til þess að
láta ekki ljúfa og skemmtilega
lesningu gjalda neins, heldur
vaxa og batna af öllum þessum
fróöleiks- og minnisatriðum.
Jón Birgir Pétursson skráði
þessar minningar og er vel
sæmdur af þvi hvernig hann
hefur haldið á þvi verkefni.
Minningar Meyvants á Eiði er
bók Reykvikinga öðru fremur.
-BS-
nýtt í hverri Viku
Heimsókn í Mjóafjörð — Á slökkviliðsvakt - Tízka o'.fl.
Jólagetraun Dagblaðsins:
W
„FINNIÐ RETTA
TEXTANN!!"
Nú er komið að sið-
ustu myndinni i jóla-
getrauninni. Nú eigið
þið enn einu sinni að
merkja við rétta text-
ann af þeim þremur,
sem myndinni fylgja.
Ef þið hafið getið ykkur
rétt til um allar hinar
eigið þið möguleika á
að vinna ein verðlaun-
anna. Farið nú i gegn-
um myndirnar einu
sinni enn ef ske kynni
að þið vilduð breyta
einhverju.
A. „Frá mér til þin....” „Gerðu-það-sjálf kaninupels”.
B „Við fáum örugglega gott verð fyrir allan þennan jólapapp-
ir!”
C. Komdu með skrúfjárn, — svo skal ég ganga frá jólasteik-
inni.”
Nafn: .....................................................
Ileimilisfang: ............................................
Simanúmer: ........................................!.......
Lausnirnar ATTA, ásamt þessum seðli, berist tii Dagblaðsins
Siðumúla 12 fyrir 21. desember nk. merktar „Jólagetraun”.