Dagblaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 10
10
I
Dagblaðið. Fimmtudagur 11. desember 1975.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
ÍR heldur sínu striki
en KR-ingar úr leik
— Landsleikur við
Dani í kvöld
Viggó Sigurðsson, Viking,
meiddist það illa á fingri, þegar
isienzka landsiiðið sigraði Sjá-
landsúrvaiið i fyrrakvöld, að
hann getur ekki tekið þátt i lands-
leik islands og Danmerkur i
Árósum i kvöld.
Hins vegar hefur Páll Björg-
vinsson, Viking, jafnað sig eftir
höggið, sem hann fékk i leiknum,
og getur leikið I kvöld. islenzka
landsliðið er þvi sjálfskipað i
leiknum — allir ieikmenn þess —
nema Viggó— leika gegn Dönum.
Standard
vann Kiev
Standard Liege gerir það gott
þessa dagana. Eftir mjög góða
frámmistöðu i beigisku deildinni
að undanförnu — 9 leikir án taps
— gerðu leikmenn Liege-liðsins
sér litið fyrir og sigruðu Dynamo
Kiev 2-1 á þriðjudagskvöldið. As-
geir Sigurvinsson átti mjög góðan
leik. — Tvisvar brauzt hann i
gegn og átti góöa bolta fyrir, sem
Ritter og Garot nýttu mjög vel og
skoruðu. Einnig átti Liege liðið
skot I slá og eins var augljósri
vitaspyrnu á Asgeir sieppt.
Blockhin skoraði eina mark Kiev
— landslið Sovétrikjanna.
Eftir aö Leduc tók við Liege lið-
inu hefur það veriö á stöðugri
uppleið og er nú aðeins fjórum
stigum á eftir FC Brugge, sem er
ifyrsta sæti. A laugardaginn sæk-
ir Liege Brugge heim og verður
fróðlegt að sjá hvernig Asgeir og
félögum hans vegnar gegn
Brugge á útivelli.
íþróttir
KR missti endanlega af lestinni
I 2. deild tslandsmótsins i gær-
kvöld þegar þeir töpuðu óvænt
fyrir tBK 25-26. Slök frammistaða
KR I 2. deildinni kemur nokkuð á
óvart eftir ágæta frammistöðu i
Reykjavikurmótinu. — Þá léku
þeir oft skinandi vel og töpuðu
naumt i úrslitaleik gegn Vikingi.
Þvi var búizt við að loksins færi
að rofa til hjá KR i handboltanum
eftir mörg ár i 2. deild. Einhver
uppgjöf virðist hlaupin i liðið eftir .
slæmt tap gegn ÍR á dögunum. Nú
hafa KR-ingar tapað 6 stigum i 2.
deildinni og geta sjálfsagt endan-
lega afskrifað 1. deildina — i bili!
ÍR heldur sinu striki — sigraði
Fylki örugglega 26-12 eftir að
staðan i hálfleik hafði verið 13-3.
Það hljóp kæruleysi i leik IR-inga
STAÐAN
Staðan i 2. deild er nú:
tR ■ 7 7 0 0 190-105 14
KA 5 4 0 1 108-91 8
Leiknir 7 3 13 142-152 7
KR 6 3 0 3 141-126 6
tBK 6 2 0 4 111-132 4
Þór 5 10 4 108-114 2
Fylkir 4 10 3 56-79 2
UBK 4 0 13 56-98 1
i siðari hálfleik — ef til vill ekki
nema von, erfitt að halda uppi
„tempói” gegn sér lakara liöi.
Staða 1R er nú nokkuð örugg —
aðeins KA getur eitthvað ógnað
þeim — en ÍR hefur þegar sigrað
KA og það á Akureyri.
Þriðji leikurinn, sem fram fór i
gærkvöld, var milli Leiknis og
Breiðabliks. Jafntefli varð 19-19
— þannig að Breiðablik hlaut sitt
fyrsta stig i deildinni i ár.
Var valinn rétt fyrir
leik
skoraði þrennu
Johnny Case, ungur miðherji
hjá Liverpool, var valinn i lið
Liverpool rétt áður en UEFA-
leikurinn við pólska liðið Slask
Wroclaw á Anfield hófst i gær-
kvöldi, þar sem irski landsliðs-
maðurinn kunni, Steve Heigh-
way, gat ekki leikið. Case þakk-
aði heldur betur fyrir traustið
og skoraði þrjú mörk fyrir
Liverpool — á fimmtán minútna
kafla.
Liverpool, sem 12 ár i röð
hefur tekið þátt i Evrópukeppni
og sigraði i UEFA-keppninni
1973, vann auöveldan sigur á
Siask 3-0 — þvi 5-1 samtals i
báðum leikjunum. í Wroclaw
vann Liverpool einnig — 2-1
fyrir hálfum mánuði.
Kevin Keegan og John Tos-
hack áttu mjög góðan leik á An-
field i gærkvöldi — en Case sá
um mörkin. Skoraði tvö nokkru
fyrir leikhléið — hið þriðja i
byrjun siðari hálfleiks, Case er
aðeins 21 árs.
Liverpool er þvi komið i átta
liða úrslit UEFA-keppninnar á-
samt Barcelona, Stal Mielec,
Póllandi, Brugge, Levski Spart-
ak, Dynamo Dresden, A-Þýzka-
landi, AC Milanó og Hamburger
SV, sem vonast til að halda bik-
arnum, sem Borussia Mönchen-
gladbach vann á siðasta leik-
timabili, áfram i Þýzkalandi.
Dynamo Dresden lék við Tor-
pedo Moskvu i gær niður við
Svartahaf og hafði þriggja
marka forskot frá fyrri leiknum
i Dresden (3-0). Litlu munaði að
það 'dygði ekki. Torpedo sigr-
aði 3-1 og fyrirliðinn Petrensko
misnotaði vitaspyrnu strax á
fjórðu mín. Hann skoraði siðar i
leiknum — og Degtyraryov tvi-
vegis, en Heidler skoraði fyrir
Dynamo og það nægði austur-
þýzka liðinu til að komast á-
fram.
Pólska liðið Stal Mielec sigr-
aði Inter, Bratislava, Tékkó-
slóvaklu, 2-0 i Póllandi og kom-
ust þvi áfram á jafnri stigatölu
en betri markatölu 2-1.
POLITISK OLYKT I
ÍÞRÓTTAHREYFINGUNNI
p
L
Á sama tima og leikmenn
meistara flokks Fram I knatt
spyrnunni fá vcrðlaun fyrir
drengilega keppni á leikvelli
leikur formaður félagsins —
borgarfulltrúi Framsóknar-
flokksins I Reykjavik — ákaf-
lega ódrengilegan leik á Iþrótta.
siðum Timans og Visis — leik,
sem byggist á þvi að reyna að
gera pólitiskan andstæðing tor
tryggilegan.
Á ársþingi Knattspyrnusam-
bands Islands um siðustu helgi
kom fram, að Ellert B. Schram
hafði fengið 200 þúsund krónur
fyrir störf i þágu KSÍ sl. sumar.
Aðeins einn þingfulltrúi, Alfreð
Þorsteinsson, formaður Fram,
reyndi aögera sérmat úr þessu,
greinilega i pólitiskum tilgangi.
Þegar að formannskjöri kom
fór Ellert, sem var einn i kjöri,
fram á skriflega atkvæða-
greiðslu vegna þessa máls, sem
þóaðeinseinn þingfulltrúa hafði
gert að einhverju atriði. Þing-
heimur sýndi Ellert mikið
traust —hannhlaut 118atkvæði,
en sjö sátu hjá — og héldu þá
flestir, að málið væri úr sög-
unni. En ekki aldeilis. Formað-
ur Fram undi ekki þessum
málalokum.
Starfsemi KSI er orðin geysi-
mikil — hefur aldrei verið meiri
en á siðasta leiktimabili. For-
maöur KSt, Ellert B. Schram,
tók að sér störf, sem voru langt
utan hans verkahrings sem for-
maður. Safnaði meðal annars
auglýsingum, sem gáfu KSt um
tvær milljónir i tekjur, og fékk
greiðslu fyrir þessa auglýsinga-
söfnun. Þó miklu minni i pró-
sentutölu, en almennt gerist hjá
þeim, sem safna auglýsingum.
Það var ekki nóg með, að for-
maður KSt eyddi nær öllum frf-
stundum sinum i þágu KSl —
heldur er undirrituðum per-
sónulega kunnugt um, að Ellert
fór með mest allan vinnutima
sinn allt frá mai i vor fram i
september i þágu KSt. Sleppti
lögfræðistörfum til að geta ein-
beitt sér aö málefnum KSI. 1
sumar lék tsland fleiri lands-
leiki ennokkru sinni fyrr. Fimm
erlend landslið léku hér i
Reykjavik — og auk þess var
hér háð Norðurlanda-
þing. óhjákvæmilega þarf
formaður KSt að hafa jnikla
risnu i sambandi við slikt. Þar
er mikill kostnaður — þó vinnu-
tapi sé sleppt — og Ellert hefur
lagt út miklu meiri fjárhæð i
beinhörðum peningum vegna
starfa i þágu KSt en þær 200
þúsundir, sem hann fékk
greiddar hjá gjaldkera sam-
bandsins.
Ellert B. Schram er ungur
maður og það getur enginn æti-
ast.til þess, að hann verði fyrir
miklum fjárútlátum fyrir það
eittað sinna þeim störfum, sem
hann hefur verið kjörinn til af
fulltrúum knattspyrnufélaga ts-
lands. Hann hefur reynzt dug-
mikill formaður og starf KSl
aldrei verið glæsilegra en ein-
mitt nú. Ómetanlegur maður
fyrir knattspyrnuhreyfinguna.
Ellert tók við af dugmiklum
formanni, Albert Guðmunds-
syni, — og fyrirrennari Alberts
var einnig frábær maður,
Björgvin Schram. Knattspyrnu-
hreyfingin hefur verið ákaflega
heppin með forustumenn sið-
ustu áratugina. Það er gleðilegt
að ungur maður hefur haldið
merki þessara höfðingja hátt á
loft — ris KSt hefur ekki minnk-
að nema siður væri. Samt er
reynt að gera hann tortryggi-
legan fyrir það eitt, að hafa ekki
yfir þeim fjármunum að ráða
sem Björgvin og Albert —
menn, sem höfðu efni á þvi fjár-
hagslega að halda uppi risnu á
vegum KSt. En hart væri það ef
ungur maður gæti ekki tekið að
sér formennsku i þessu öflug-
asta sérsambandi iþróttahreyf-
ingarinnar af þeim sökum —
eða að ungir menn gætu ekki
valizt til áhrifastarfa I iþrótta-
Ellert B. Schram — hinn dug-
mikli forniaður KSt.
hreyfingunni nema að eiga
milljónir í bankabókum. Hætt er
þá við að iþróttahreyfingin yrði
að sjá af mörgum góðum starfs-
kröftum.
Þó þingfulltrúár á ársþingi
KSt sýndu Ellert mikið traust —
undi formaður Fram ekki þeim
málalokum. A þriðjudag geysist
hann fram á ritvöllinn á iþrótta-
siðuTImans. — Eyðir nær hálfri
siðu I að reyna með litlum ár-
angri að gera Ellert tortryggi-
legan. Ekki nóg með það. t gær
ryðst Alfreð Þorsteinsson fram
á Iþróttasiðu Visis til að svara
viðtali við Ellert — og Visir tek-
ur borgarfulltrúa Framsóknar-
flokksins opnum örmum svo
hann geti haldið áfram iðju
sinni gegn dugnaðar- og prýðis-
piltinum Ellert B. Schram.
Dagblaðið Timinn hefur greini-
lega ekki nægt borgarfulltrúan-
um að mati ritstjórnar Vfsis.
Hræsnina vantar .. ekki. Al-
freö segir i VIsi. —'„Þeirn, sem
þetta ritar, er enn i fersku
minni, er Albert Guðmundsson,
þá formaður KSt gekk dúðaður i
frostnepju milli manna á Há-
skólavellinum fyrir fáeinum ár-
um og seldi happdrættismiða.
Vlst er það, að ekki varð hann
rikur á þeirri miðasölu”.
Nú er Albert góður. Undirrit-
uðum er enn i fersku minni að
fyrstu skref Alfreðs Þorsteins-
sonar á hinni pólitisku braut
byggðust á svivirðingum á Al-
bert Guðmundsson. Þvi' meiri
auri sem Albert var ataður á I-
þróttaslðum Timans undir
stjórn Alfreðs Þorsteinssonar
þvf hrifnari urðu einhverjir
hálfvitar I hinum furðulega
flokki Alfreðs — og drifu pilt I
framboð. Þá var (og er) Albert
Guömundsson borgarfulltrúi
Reykvikinga. — Nú er Alfreð
Þorsteinsson borgarfulltrúi
Reykvikinga. Ellert B. Schram
er þingmaður Reykvikinga.
Skyldi einhver vera farinn að
ganga með þingmann i magan-
um? Ætlar sér ekki að láta ilm-
inn af réttunum nægja sem
þingfréttaritari.
Það er pólitisk ólykt i iþrótta-
hreyfingunni — og það ekki i
fyrsta skipti.
Hallur Simonarson.