Dagblaðið - 11.12.1975, Side 9
Dagblaðið. Fimmtudagur 11. desember 1975.
9
SKERA TRYGGINGARNAR?
nefnda eða ráða á bak við tjöldin.
Og hvað yrði um langlegu sjúk-
linga ef daggjöldin færu upp i
nokkur þúsund krónur, þótt það
væri lægra en raunverulegur
kostnaður? Hverjir eru langlegu-
sjúklingar? Er ekki gamla fólk-
ið fjölmennast i þeim hópi?
Hvernig færi fyrir þvi? Vilja
tslendingar það ástand að 2—3
uppskurðir og nokkurra vikna
lega manns eða konu geri efna-
litla fjölskyldu gjaldþrota, eöa
allt að þvi?
Það mætti lengi telja dæmin til
aðvörunar fyrir þá sem ætla að
skera almannatryggingar á
Islandi niður um tvo milljarða
með handauppréttingu i þingönn-
um rétt fyrir jól.
Ég geri mér ljóst að svo viðtækt
tryggingakerfi sem við höfum
hleður töluvert utan á sig skrif-
finnsku og öðru sliku, og eitthvað
hlýtur að veröa um misnotkun.
Sumt fólk nýtur trygginga þótt
það hafi vel ráð á að vera án
þeirra.
Það er eðlilegt að athuga allt
slikt og reyna aö sniöa gallana af
kerfinu. En það verða ekki spar-
aðir tveir milljarðar á þeim
liðum.
Einhverjir munu án efa segja
að það sé erfitt aö halda niðri
rikisútgjöldum ef ekki megi
snerta við stórlið eins og al-
mannatryggingum. En er ekki
margt annað sem hægt er að
skerða? Svo er það yfirlýstur vilji
núverandi rikisstjórnar að fella
niður 12% vörugjaldið frá i fyrra
sem gefur talsvert á annan
milljarð. Ég var á móti þeirri
álögu þá enda þótt gjaldið væri
lagt á „miður nauðsynlegar” vör-
ur. En skárra væri að samþykkja
slikt gjald áfram en höggva of
nærri þvi fólki sem þarf almanna-
trygginganna með.
örðugleikar Islendinga i efna-
hagsmálum um þessar mundir
rista þvi miður djúpt og verður
engu einu um kennt. Það er
gamall spádómur að svo fá-
mennri þjóð i svo snauðu landi
muni aldrei takast aö verða efna-
hagslega sjálfstæð. Þetta höfum
viö hingað til afsannað en aðstæð-
ur hafa verið óvenjulegar, þjóðin
fljót að venja sig á rikuleg lifskjör
og margt hefur gengið okkur i
hag. Við megum þvi ekki gleyma
þeim hættum sem sækja að okkur
á þessu sviði.
Það hefur verið Islendingum til
sóma að jafnskjótt og þeir urðu
bjargálna skyldu þeir koma upp
Kjallarinn
Benedikt Gröndal
ýmsum beztu þáttum velferðar-
rikis með þvi að hugsa um
aldna og öryrkja, sjúka og fatl-
aða. Þessi stefna krefst mikils af
þjóðinni og sérstaklega er nútima
heilsugæzla óhemju dýr.
Við verðum að gæta þess, þegar
á móti blæs að þjóðin verður að
færa fórnir eins og nú, að freistast
ekki til að leggja byrðarnar á þá
sem ekki geta borið þær eða inn-
leiða aftur fátækt og ótta hjá þeim
sem hér hafa veriö nefndir.
Þótt tryggingakerfiö vaxi
mörgum i augum er venjulegur
ellilifeyrir einstaklings nú aðeins
kr. 16.139 en með tekjutryggingu
kr. 29.233. Það er ótrúlega margt
fólk sem hefur litið eða ekkert
annað sér til framfæris.
Benedikt Gröndal alþingismaður.
maður á sterió verður að setja
allt á fullt, annars er ekkert varið
i þetta. Það vildi Gunnu blessaðri
til að það voru fleiri herbergi i
ibúðinni en stofan, þótt allt væri
þetta meira og minna opið eins og
stællinn útheimti i dag. Jón var
ákveðinn i að setja heilmikið af
milliveggjum og hurðum i ibúð-
ina á næstunni. Nei, annars, hann
þurfti þess vist ekki. Börnin hans,
fyrirgefið, þetta voru ekki nein
börn lengur, orðin 16 ára, ætluðu
að láta það verða sitt fyrsta verk
næsta sumar að leigja sér ibúð til
þess að geta verið „frjáls”. Þau
voru meira að segja þegar með
eitthvað f sigti. Ætluðu að taka sig
saman ein fjögur eða fimm. Þaö
yröi ódýrara.
En hvers vegna ekki fyrr en
næsta sumar? Það var vist bezt
að klára þennan he... bölvaða
hundleiðinlega skóla fyrst.
Krakkarnir ætluðu raunar að
koma aftur en Jón var bara ekk-
ert á þvi. Það hafði meira að
segja hlaupið i skapiö á honum og
hann barið i borðið og sagt þeim
að þau skyldu þá bara fara al-
farin.
Kynferðismálin voru svo sem
rædd frjálslega á hans heimili..
Sonur hans hafði spurt hvort hann
mætti ekki koma með stelpu heim
af balli og sofa hjá henni. Jón
skók aftur hnefann og sagði þvert
nei. Hann vildi ekkert slikt á sinu
heimili. Jú, hann var gamaldags
hann Jón. Vildi ekki leyfa strákn-
um 16 ára að sofa hjá stelpu.
„Og hvað finnst ykkur, börnin
min, um kynlifið? A bara að sofa
hjá eftir dags kynningu? ’’ Svörin:
„Auðvitað var það sjálfsagtl’ En
svo var aðeins dregið i land.
„Kannski ætti maöur að þekkja
stelpu (strák) i viku, já jafnvel i
he'ilan mánuð.” Jóni varð það á
að spyrja af hverju lægi svona á
að lifa kynlifi. „Hvernig i
ósköpunum á maður að kynnast
stelpu (strák) ef maður sefur ekki
hjá? Heldurðu kannski, góði, að
maður ætli bara að prufa eina?
Það væri nú alveg.... Maður vissi
ekki einu sinni hvort það væri sú
rétta sem maður svo giftist.”
Jón varð dálitiö klumsa við
þessi svör. 1 fyrra höfðu
krakkarnir að mestu verið heima.
bara eitt og eitt ball, og þau
höfðu farið með þeim Gunnu i
ferðalög um helgar. Núna: ekki
til að tala um svoleiðis smá-
barnavitlevsu.
Jón bar ummæli Ómars undir
unglingana sina, hvort þau hefðu
aldrei upplifað að fullorðinn
maður hefði talað við þau af viti.
Klikan var talin upp, Maggi,
Palli, Halli, Dóra, Siggi... Talan
komst upp i tiu. Fjórir til fimm
töluðu mjög litið við foreldrana,
alla vega ekki af viti og Jón fékk
að vita aö hann væri i þeim flokki
sem ekki væri viðmælandi.
Hvað með drykkjuskapinn? Að
þessu varð að komast með lagni.
En hann fékk hrein og bein svör.
Það var rekinn upp tröllahlátur
að þeirri fávizku Jóns að það væri
hægt að fara að skemmta sér án
þess að tæma eina hálfa áður.
Það gerðu „allir” og það var
áherzla á hverju atkvæöi.
Jóni varð um og ó eftir alla
þessa hreinskilni. Hann talaði við
nokkra foreldra þessara vina
krakkanna sinna sem „allt”
máttu. Vera úti fram á nætur
Ekkert sagt þótt þeir svæfu hjá
eða þvi um likt. Munur heldur en
hjá Jóni. Hann varð að viður-
kenna, að hann var alltaf vak-
andi þegar krakkarnir komu
heim úr Tónabæ. Litandi á
klukkuna með öðru auga.
Alltaf hafði nú verið komið
heim á réttum tima, þrátt fyrir
digurbarkatal um hálfa bokku og
aö sofa hjá (utan einu sinni eða
svo og þá baröi Jón rétt enn einu
sinni i borðið og heimtaöi aö þaö
væri staðið við aö koma heim á
þeim tima sem um var
samiö,annars yrði ekkert um úti-
veru næstu kvöld). Afsakið, þetta
var nú útúrdúr, við vorum að tala
um foreldrana sem Jón haföi tal
af. Viti menn, margirhöföu sömu
sögu að segja og hann. Allt var
meira og minna i hershöndum á
heimilunum. Foreldrarnir i öng-
um sinum af áhyggjum með bláa
bauga langt niöur á kinnar. Það
sem meira var, krakkarnir
máttu alls ekki gera „allt.”
En það voru ekki allir á sama
báti. Einn faðir sagði að hann
væri hættur að skipta sér af
þessu. Hann væri búinn aö segja
stráknum allt um flugurnar og
Kjallarinn
Erna V.
Ingólfsdóttir
blómin (brennivin og kynlif) og
svo yrðihann bara sjálfur aö taka
afleiöingum gerða sinna.
Annar sagði að þetta þýddi ekk-
ert. Krakkarnir færu sinu fram.
Þeir væru orðnir sextán. Hann
svæfi alveg fyrir þessu.
Þriðjisagði: „Ég treysti minum
börnum. Þetta eru beztu
krakkar. Við ræðum um hlutina i
hreinskilni og bróöerni;’ Hvenær
þeir koma heim úr Tónabæ? „Ég
held að þeir komi heim á skikkan-
legum tima. Ég sef ágætlega, þótt
þeir séu úti að skemmta sér.”
Jóni leið svolitið betur eftir
rabbið við foreldra hinna, nema
þann seinasta sérstaklega. Hann
öfundaði hann af jafnvæginu.
Þvilik dýrð það yrði þegar hann
sjálfur og hún Gunna hans gætu
farið að sofa áhyggjulaust. Hann
sá smáglætu framundan. Hann
minnti að hann hefði einhvers
staðar lesið það eða heyrt að
táningaaldurinn tæki enda, hjá
sumum strax 17 ára. Jón hafði þvi
veika von þvi að honum skildist
að þá yrðu foreldrar að minnsta
kosti viðmælandi, sem var þó i
áttina.
Það var lika annað: Til þess að
vekja athygli á skaðsemi
ofnotkunar áfengis væri kannski
hægt að sýna i sjónvarpinu
svipaða mynd og nú er verið að
sýna um reykingar og alla
sjúklingana á Vifilsstööum. Það
höföu nefnilega margir hætt aö
reykja i skólanum eftir að hafa
séö myndina. Það var ekki svo
litiö, þvi að auðvitað reyktu
„allir”.
Erna V. Ingólfsdóttir
blaðamaður.
þjóðhátíðarársins 1974
snoknir fyrir gjöfina, a.m.k. þótti
nokkuð skorta á umhirðuna.
Þjóðarbókhlaða skyldi risa i til-
efni hátíðarinnar en varð i úti-
deyfu. En likanið er komið og
minnir á gamla guðsorðabók með
stórum spennslum. Fer vel á þvi.
Svipað fór um stjórnarskrána
sem ágæt nefnd hefur verið að
reyna að semja nokkur undan-
gegnin ár. Það er þó ekki sök
nefndarinnar heldur þjóðarinnar,
eða svo segir formaður nefndar-
innar. Er sú gamla þvi enn i fullu
gildi, t.d. 75. gr. þar sem segir
svo:
„Sérhver vopnfær maður er
skyldur að taka sjálfur þátt i vörn
landsins eftir þvi sem nákvæmar
kann að verða fyrir mælt með
lögum.”
Hvað skal þá eftir innrás „vina-
þjóðar” i NATO?
■ En vikjum aftur að hátiðarár-
inu, tveggja kosninga ári. Eins og
alltaf fyrr og siðar fyrir kosning-
arvar framtíð þjóðarinnar i veði.
Förumannaflokkar þustu um
land til að beina atkvæðum á
rétta braut með ávörpum, eftir-
hermum, einsöngvum, popp-
söngvum, brunakvæðum, gaman-
visum og dingaling. „Fagrar
voru raddirnar...” Og atkvæðin
leidd upp á ofurhátt fjall fagurra
fyrirheita: Sjáið: gull og grænir
skógar, græn bylting.
Allt fór þetta vel fram, sem
jafnan fyrr, en ekki var samt sop-
ið kálið. Landsfeður urðu ósam-
mála um það, af hverju þeir urðu
ósammála, eins og Páll sagði.
Loks varð undrið mikla: Ólafur
bjó til stjórn handa Geir. Þá var
einn vandi óleystur, sumsé einn
ráðherra i viðbót eftir skipta-
reglu, en brátt var fundinn sá átt-
undi og þá vantaði ekkert nema
stólinn.
Á þingi 1917 voru samþykkt lög
um þrjá ráðherra i stað eins.
Þetta þótti mikið bruðl. Sigurður
Þórðarson segir i Nýja sáttmála
1925: „Til þess að koma þessu
ráðherraefni fyrir i Stjórnarráðs-
húsinu varð að færa út kviarnar
og breyta húsinu.” Nú þurfti
hvorki að breyta né bæta, áttundi
stóllinn beið sins herra i geymslu,
ekki annað en dusta af honum
rykið.
Hið nýja þing kom saman, stóð i
viku og var athafnasamt, bjó til
nýja skatta um milljarð á dag.
Fór svo hver til sins heima enda
liðiö á slátt.
Þá er leið að lokum þjóðhátið-
arárs kallaði viðskiparáðherrann
á sina menn og sagði þeim að
gjaldeyrir væri uppurinn eða þvi
sem næst.
Þetta þóttu mikil tiðindi og ill,
en þó bót i máli sá boðskapur
þessa endurfædda ráðherra að
þrátt fyrir allt og allt mundu eng-
ar hömlur á innflutningi, enda
kom á daginn að við fluttum inn
um 50 tonn af lakkris, 70 tonn af
brjóstsykri fyrir 10 milljónir, 67
tonn af tyggigúmi fyrir 17 mill-
jónir og nóg af bretakexi.
Verðstöðvun var i gildi (á papp-
irnum) og hækkaði vöruverð
gifurlega. Fjárlög hækkuðu um
60% frá fyrra ári. Eitt stjórnar-
blaðanna fór út af linunni og
spurði: Hvar eru nú öll fögru lof-
orðin um sparnað og að draga úr
rikisútgjöldum? Allargötur siðan
hefur verið starfað aö þvi að
prjóna við fjárlögin eða rekja of-
anaf þeim. Þetta kalla glöggir
menn að hafa fjárlögin opin i
báða enda.
En viða má finna tekjustofna ef
vel er leitað. Söluskattur er að
nálgast 22 milljarða og er hæsti
tekjuliður á fjárlögum 1976, en
mörg er matarholan, t.d. tóbaks-
og vinskattur 5,9 milljarðar.
„Rikið hafði 6,7 milljarða i tekjur
af bileigendum”, segir stjórnar-
blaðið Visir 16. okt. sl.
Á hinu margfalda hátiðarári
fyrirfannst vart það fyrirtæki
sem ekki barðist i bökkum, sem
sjá má af þvi að 432 fyrirtæki i
Reykjavik, og þar á meðal sum
hin stærstu á landinu, eru skatt-
laus. En ein grein viðskiptalifsins
Haraldur Guðnason
dafnaði þó vel. blessaðir bank-
arnir. Talnaglöggir menn reikn-
uðu að ekki væru nema 193 metr-
ar milli banka frá Aðalstræti inn
á Suðurlandsbraut að meðaltali.
Nefndastörf voru hin fjörugustu
á árinu sem fyrr. 466 nefndir á
vegum rikisins og kostuðu 162.5
milljónir. Það vakti athygli að
menn i umsvifamestu embættum
landsins gátu bætt á sig for-
mennsku i nokkrum stórum
nefndum. Er talið eitt af tvennu.
að mennirnir séu ekki einhamir
eða beittir vinnuþrælkun.
Þess skal að lokum minnst að
útgerð gekk ekki vel árið '74, enda
segja fróðir menn að fiskunum i
sjónum fari ört fækkandi. Þó
bauð stjórn og þjónalið hennar
nokkrum þjóðum að koma og
sækja fisk á okkar mið, jafnvel
inn fyrir 50 milna mörkin. En
þessa daga, þegar menn tala um
að leggja islenskum fiskiskipum,
blómstrar útgerðin á sólina. ti-
unda útgerðarfélagið i þá veru
nýstofnað og von á fleiri. Þessar
sólarútgerðir kalla sig ferðaskrif-
stofur. sem er orðið rangnefni.
Þetta eru einskonar ferjufélög.
Þegar dregur fyrir „sólina á Maj-
orka” eru auglýstar af miklum
móð hinar vinsælu Lundúnaferð-
ir. Kannski fáum við bráðum að
heyra og lesa um hinar vinsælu
jólainnkaupaferðir á þær slóðir?
Lokið er pistli i minningu merk-
isárs.
Haraldur Guðnason,
bókavörður,
Vestmannaeyjum