Dagblaðið - 16.12.1975, Page 6
6
Dagblaöiö. Þriöjudagur 16. desember 1975.
Handhœg undankomuleið
Af og til kemur upp eidur f olfuborpöilum á hafi úti. Þá gildir aö
koma sér f burtu eins fljótt og auöiö er. Bandariskt fyrirtæki hefur
sent á markaöinn þessa „rennibraut”, sem sjálfkrafa blæs upp á 20
sekúndum. Þrjátfu menn geta rennt sér niöur á einni minútu. Mynd-
in var tekin viö æfingar i Mexikó-flóa.
Lausn á vandamálum Norður-írlands:
Samsteypustjórn
með meirihluta
mótmœlenda
— segir nefnd Evrópuráðsins í Strasbourg
1 alþjóölegri skýrslu, sem tekiö
hefur fjögur ár aö semja, ségir aö
eina skynsamlega lausnin á
vandamálum Noröur-lrlands sé
sterk samsteypustjórn, þar sem
mótmælendur hafi meirihluta yf-
ir kaþólikka.
Skýrslan er aöeins 33 siöur. Hún
var unnin af undirnefnd Evrópu-
ráösins og veröur lögö fyrir
Evrópuþingiö, sem 18 þjóöir eiga
aöild aö, i febrúar.
I skýrslunni eru einnig birtar
ellefu ályktanir, þar sem for-
dæmd er hryöjuverkastarfsemi,
hvatt er til fullrar samvinnu
brezkra og irskra stjórnvalda og
vandamál Noröur-trlands kallaö
„evrópskt” vandamál.
Talsmaöur nefndarinnar, hol-
lenzki sósialistinn Piet Dankert,
sagöi i skýrslunni: „Þaö er aöeins
meö sterkri samsteypustjórn,
sem nýtur fulls stuönings fbú-
anna, aö hægt veröur aö takast á
viö — og siöan leysa — þau gifur-
legu efnahagslegu og félagslegu
vandamái, sem blasa viö i Norð-
ur-lrlandi.
Þaö er sorglegt aö horfa upp á
mannlega krafta og efni sóaö á
sama tima og þörfin fyrir þá er
svo mikil.”
Hann hvatti stjórnir Bretlands
.og Irlands til samstarfs um lausn
vandans og aö taka jafna og
haröa afstööu gegn hryöjuverka-
starfsemi. t skýrslunni segir aö
útilokaö viröist aö kalla brezku
hersveitirnar heim frá N-lrlandi
á meöan ekki er hægt aö halda
þar uppi lögum og reglu sam-
kvæmt venjulegum aöferöum.
Andúö brezku þjóöarinnar á írum
er einnig alvarlegur þáttur i
þessu vandamáli, segir í skýrsl-
unni. „Evrópa getur ekki setiö
hljóö og horft á ibúa eins svæö-
is álfunnar hafa enn ekki fundið
leiö til aö lifa f sátt og samlyndi,”
sagöi Dankert.
írar vilia 50 mílur
Hagsmunahópar i Irskum fisk-
iönaöi hafa krafizt þess aö fisk-
veiöilögsaga trlands veröi færö út
i 50 sjómilur, aö sögn brezka
blaðsins Times. Krafan var sett
fram i skýrslu til stjórnarinnar i
Dublin.
Samstarfsnefnd irska sjó-
mannasambandsins, sambands
irska fiskiðnaöarins og fisksala-
félagsins var sett á laggirnar fyrr
á þessu ári eftir deilu, sem leiddi
til þess aö sjómenn lokuöu nokkr-
um irskum höfnum.
1 skýrslunni segir, að veröi
landhelgismörkin færö úr 12 mil-
um i 50 muni irski fiskveiðiflotinn
einn ekki geta veitt allan þann
fisk, sem hægt veröi að veiöa. Er
lagt til, að stjórnvöld selji fisk-
veiðileyfi, sem geti gefiö drjúgan
skilding I aöra hönd fyrir irskt
efnahagslif.
Samstarfsnefndin leggur einnig
til, að landhelgisgæzla verð efld
og sömuleiðis aukin stjórnun
veiðanna.
Týndur í eyði-
mörk í nœrrí
heila viku
Vestur-þýzkúr stjórn-
visindamaöur, dr. Klaus Frei-
herr von der Ropp. fannst um
helgina nær dauða en lífi i
Na m ib-ey öini örk in ni i.
SV-Afriku, þar sem hann
týndist á skoðunarferö fyrir
viku.
Dr. von der Ropp var fluttur
á sjúkrahús en er ekki i lifs-
haRtu. Hann var örmagna af
þreytu og þorsta.
Það var þyrla flughers S-Af-
riku sem fann Þjóðverjann,
þar sem hann lá i eyðimörk-
inni, um þaö bil 30 km frá At-
lantshafsstriindinni, iklæddur
stuttbuxum og stigvélum.
Varir hans voru sundur-
sprungnar og tungan bólgin af
vatnsleysinu. liann reyndi að
tala við bjargvætti sina en
kom ekki upp skiljanlegu
hljóði
Þjóðverjinn var ásamt fjór-
um öðrum mönnum og leið-
sögumanni á skoðunarferð i
eyðimörkinni þegar bill þeirra
bilaði. Van der Ropp fór
ásamt leiösögumanninum
eftir hjálp, en þegar hann
ætlaði að finna bilinn aftur
týndist hann. Samferðamenn
hans og leiðsiigumaðurinn
fundust tveimur dögum siðar.
Roger Vadim
kvœntur
í fjórða sinn
• Franski kvikmyndaleik-
stjórinn Roger Vadim er
kvæntur I fjórða sinn. Um
helgina gekk hann að eiga
Catherinu Schneider, tæplega
þritugan erfingja einnar
stærstu stálverksmiöja heims.
Valdim er sjálfur 48 ára.
Hann og Chatherina hafa ver-
ið í nánu sambandi undanfarin
ár og eiga dóttur saman. Áður
hefur Vadim verið kvæntur
leikkonunum Brigitte Bardot,
Annette Stroyberg og Jane
Fonda. Um margra ára skeið
var Vadim með frönsku leik-
konunni Chatherine Deneuve
og á með henni son.
Vadim varð fyrst frægur
þegar hann stjórnaði Brigitte
Bardot i kvikmyndinni „Et
Dieu Crea la Femme” — og
Guð skapaði konuna — 1956.
KÍNVERJA
VÍSAÐ ÚR LANDI
Sovézka fréttastofan Tass
skýrði frá þvi i gærkvöld, að
stjórn Mongóliu hcfði visað kin-
verskum borgara úr landi fyrir að
fremja það sem kallað var „glæp
gagnvart alþýöulýöveldi
Mongóliu”.
Fréttastofan skýrði ekki nánar
viö hvað var átt, en orðalagið
þykir benda til þess, aö um ein-
hvers konar njósnir hafi verið að
ræða. Mongólskir embættismenn
I Moskvu vildu ekkert segja um
málið.
t frétt Tass var vitnað i frétta-
sendingu mojagólsku rikisfrétta-
stofunnar Montsame. Sagði þar
að maðurinn heíði verið starfs-
maður ,,hins svokallaða kin-
verska borgararáðs” i höfuð
borginni Ulan Bator.
Á laugardaginn sagði i fréttum
i Sovétrikjunum, að Kina heföi i
haldi þrjá sovézka borgara, sem
hefðu villzt inn á kinvorskt land-
svæði Talið er. að brottvikning
Kinvcrjans frá Mongóliu nu sé
hefndarráðstöfun.
Mongólia. sem er i klemmu
milli risaveldanna Kina og Sovct
rikjanna, hefur ætið stutt stjórn-
ina i Moskvu i deilunum við kin-
' crsku stjórnina.
Byssurnar sitja barinn
Enn er barizt I Beirút i Libanon og hafa feröamcnn, sem áöur fyrr
voru ein helzta tekjulind borgarinnar, nú flúið hana. Skæruliöar
sitja nú meö byssur sinar á barnum á St. George’s hótelinu.
Leitað að
trölli í
Venezuela
Fimm menn hafa haldið frá
Caracas til vatnssósa frum-
skóga sv-hluta Venezuela til
að klifa þar 4500 feta hátt fjall,
sem sagt er vera heimkynni
mannætutrölls nokkurs.
1 eiðangurinn er kostaður af
Frumbyggjanefnd Venczuela.
t hópnum er brezki blaða-
maðurinn David Nott, sem
segir að samkvæmt gamalli
þjóðsögu Indiána sé hellir i
fjallinu og þar búi tröllið sem
leiti niöurtil mannabyggða að
næturlagi og ráðistó fóik til að
hafa i soðið.
Nína og
Friðrik
lögskilin
Söngvarahjónin Nina og
Friðrik fengu lögskilnað i
London i gær eftir 15 ára
hjónaband. Það var Nina sem
sótti um skilnað og Friðrik
samþykkti, enda hafa þau
ekki búið saman undanfarin
tvö ár. Þau giftust i Genf 1960
ogsungu sig til heimsfrægðar.
Niu árum siðar hættu þau að
syngja saman. Siðan hefur
Nlna orðið fræg söngkona á
eigin spýtur og einnig hefur
hún leikiö I kvikmyndum.
Nina fékk umráðaréttinn yf-
ir þremur börnum þeirra en
Friörik fær að umgangast þau
^hæfilega” mikið. Þau eru
enn vinir, að sögn Ninu.