Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.12.1975, Qupperneq 8

Dagblaðið - 16.12.1975, Qupperneq 8
8 Dagblaðið. Þriðjudagur 16. desember 1975. BÚSLÓÐIN VARÐ AÐ BRUNARÚST — skipafélagið á að borga farmflytjandanum skaðann, segir Hœstiréttur og hnekkir þar með dómi undirréttar Þannig var umhorfs á brunastaðnum daginn eftir brunann mikla i Borgarskála 31. ágúst 1967. Bótaskylda Eimskipafélags íslands hf. vegna tjóns i brunan- um i Borgarskála i ágúst 1967 var viðurkennd með Hæsta- réttardómi, sem kveðinn var upp hinn 11. desember siðastlið- inn. Málavextir eru i aðalatriðum þeir, að Gylfi Guðmundsson fluttist búferlum hingað til lands frá Sviþjóð, þar sem hann hafði unnið nokkur ár, ásamt fjölskyldu sinni. Fékk hann alla búslóð sina flutta frá Gautaborg með m/s Dettifossi, sem kom hingað til Reykjavikur 30. ágúst 1967. Var Gylfi kominn til landsins með fjölskyldu sina nokkru áður og beið i auðri ibúð eftir þvi að fá hingað búslóð sina. Sama dag og m/s Dettifoss kom til Reykjavikur leitaði Gylfi eftir þvi i skrifstofu Eim- skipa félagsins og i skrifstofu Tollstjórans i Reykjavik að fá að taka búslóð sina beint frá skipi og bauð jafnframt tryggingu fyrir væntanlegum gjöldum. Þessu var synjað. GYLFl GUÐMUNDSSON, veit- ingamaður i Skrinunni, — hann fékk búslóð sina og fjölskyldu sinnar i næsta duftkenndu formi (DB-mynd Björgvin) Næsta dag fékk hann reikning fyrir flutningskostnaði og sam- rit af farmskirteini sent i pósti frá farmflytjanda. Þegar Gylfi leitaði eftir þvi, að fá vörurnar afhentar, var honum tjáð, að vörusendingin, sem var öll bú- slóð hans, húsgögn, heimilistæki og allt annað, sem heimilishaldi tilheyrir, auk fatnaðar og persónulegra muna hefði heði- lagzt þá um nóttina i eldsvoða, sem varð i Borgarskála aðfara- nótt 31. ágúst. Þetta var svo staðfest með ódagsettu bréfi frá farmflytjanda i september 1967, þar sem Gylfa varboðiðbruna- vottorð frá Eimskipafélaginu i stað varningsins, þó aðeins gegn greiðslu á áföllnum kostnaði. Bar Gylfi fyrir dómi, að hann þegar hann gekk um geymslu- staðinn i Borgarskála morgun- inn eftir brunann, hafi ékki séð neitt af búslóð sinni, en i rústun- um hafi hann fundið gullfesti, sem var eign dóttur hans, tvo koparkertastjaka, eina silfur- skeið og eitthvert smádót. Eimskipafélag Islands taldi sig ekki bera neina skaðabóta- skyldu vegna þessa tjóns gagn- vart Gylfa. Höfðaði hann þvi skaðabótamál gegn skipa- félaginu. Var skipafélagið al- gerlega sýknað i héraðsdómi. Var nú þeim dómi áfrýjað til Hæstaréttar og dæmdi hann skipafélagið bótaskylt á tjóni Gylfa, sem og til greiðslu máls- kostnaðar fyrir báðum dóms- stigum, samkvæmt kröfu lög- manns stefnanda Hæstiréttur telur að til grund- vallar i málinu beri að leggja þá staðreynd, að ákvæði farm- skirteinis leysi ekki farmflytj- anda undan ábyrgð, þar sem áfrýjandi hafi ekki fengið það i hendur fyrr en eftir brunann. Beri þvi skipafélagið ábyrgð samkvæmt meginreglum is- lenzkra laga. I dómi Hæstaréttar segir m.a.: Samkv, 99. gr. siglinga- laga nr. 66/1963 ber farmflytj- anda að bæta tjón á farmi sem er i umsjá hans á skipi eða á landi, nema ætla megi, að hvorki hann né neinn maður sem hann ber ábyrgð á, eigi sök á tjóninu. Opinber rannsókn fór fram vegna brunans i vöru- geymsluhúsi stefnda. Liggja þau gögn fyrir i málinu. Þau leiða i ljós að ekki sé loku fyrir það skotið að starfsmenn stefndu eigi sök á brunanum. t málflutningi var bent á, að upptök eldsins kynni að mega rekja til skorts á nauðsynlegri aðgát starfsmanna, meðal annars i sambandi við notkun oliuknúins lyftara. Skipafélagið kveðst á hverju hausti hafa birt i dagblöðum til- kynningu þess efnis, að félagið brunatryggi ekki vörur við- skiptamanna i vörugeymslum, og liggi vörurnar þvi þar á ábyrgð vörueigenda. „Þessar almennu auglýsingar stefnda geta ekki leyst hann undan ábyrgð á tjóni áfrýjanda”, segir i dómi Hæstaréttar. Dómsmálaráðuneytið veitti heimild til gjafsóknar bæði i undirrétti og Hæstarétti. Dómsorð Hæstaréttar segir svo: Viðurkenndur er réttur áfrýjanda, Gylfa Guðmunds- sonar, til bóta úr hendi stefnda. hf. Eimskipafélags tslands, vegna tjóns, er áfrýjandi varð fyrir i bruna i vörugeymsluhúsi stefnda 30.-31. ágúst 1967. Stefndi greiði málskostnað i héraði og fyrir Hæstarétti, sam- tals kr. 200.000,00, er renni i rikissjóð. Allur gjafsóknarkostnaður i héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr rikissjóði, þar með talin laun skipaðs talsmanns áfrýjanda, Ólafs Þorgrimsson- ar, hæstaréttalögmanns, samtals kr. 125.000.00 Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Samkomulag var milli lög- manna aðilja málsins að flytja mál þetta aðeins um bótaskyldu skipafélagsins, meðal annars vegna breytts mats á tjóninu meðan á málflutningi stæði, en ráð fyrir þvi gert að reyna samninga um bætur, ef bóta- skyldan yrði viðurkennd, ella taka það fyrir sérstaklega Þess má að lokum geta, að annað mál um bótaskyldu i sama bruna hefur verið dæmt i bæði undirrétti og Hæstarétti, vegna tjóns Efnagerðar Reykjavikur. t þvi máli var bótaskylda ekki viðurkennd. Kristján Karlsson, Steinunn Marteinsdóttir og skáldiðTómas Guðmundsson (DB-mynd Ragnar). Stjörnur vorsins í viðhafnarútgáfu: TÓMAS KUNNI ALDREI VIÐ AÐ PRAKTÍSERA! „Þetta var mest rukkanir, leiðinlegt starf. Það er aldrei gaman að ganga að fólki, sem hefur litið fé handa á milli,” sagði Tómas Guðmundsson, al- mennt viðurkenndur sem borgarskáld Reykvikinga. Blaðamaður var að spyrja hann um þau ár, þegar Tómas setti á stofn 'skrifstofu og „fór að praktisera”. Þetta var á kreppuárunum, og fljótlega lagði hann lögfræðiskrifstofuna niður eins og frægt er af kvæði hans. Liklega saknar þess enginn i dag að Tómas skyldi hætta lög- fræðistörfum sinum og helga sig i staðinn ljóðlistinni af meira kappi en hann hefði ella getað. A þrettánda dag jóla verður Tómas Guðmundsson 75 ára, og i tilefni afmælisins hefur Al- NJÁLSSAGA Á Brennu-Njálssaga er komin út i franskri þýðingu. Þýðinguna hafa gert Elinborg Stefánsdóttir og Gérard Chinotti. Þau rita einnig formála. Sagan er i vasabrotsútgáfu, 445 blað- Nafnaruglingur Nokkur nafnaruglingur varð i greininni um brúðkaup i Bessa- staðakirkju á siðasta laugardag. Brúðurin var sögð heita Guðmunda Heiðdal, en á að vera menna bókafélagið gefið út við- hafnarútgáfu af Stjörnum vors- ins, en i þeirri bók er að finna margar ljóðperlur skáldsins. Þegar Stjörnur vorsins kom út i fyrsta sinn 1940 var hún gef- in út i geysistóru upplagi, 4000 eintökum, en var ekki nógu vel gefin út, sagði Tómas okkur kom á markað rétt fyrir jól og seldist ekki upp fyrr en árið eftir. Upplagið sýnir þó hversu vinsæll Tómas Guðmundsson var þá þegar orðinn sem ljóðskáld. Viðhafnarútgáfan frá AB er glæsileg útgáfa, myndskreytt af Steinunni Marteinsdóttur, en út- gáfuna annaðist Kristján Karls- son og ritar hann formála fyrir ljóðunum. Bókin er gefin út i 1495 tölusettum og árituðum eintökum. —jbp FRÖNSKU siður með formála og skrá yfir atriðisorð. 1 stað stafsins ð er not- að d og th i stað þ. Staðanöfn eru þýdd itarlega, en mannanöfn eru i islenzkri mynd. —HH Heydal. Þá heitir móðir brúðar- innar Kristjana Guðmundsdóttir, en ekki Kristbjörg. Einnig eru Kristjana og séra Guðmundur Óskar Ólason systrabörn. Dagblaðið biðst afsökunar á þess- um nafnaruglingi.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.