Dagblaðið - 16.12.1975, Page 9

Dagblaðið - 16.12.1975, Page 9
Dagblaöið. Þriöjudagur 16. desember 1975. 9 Nemendur Menntaskólans á ísafirði kveða upp salómonsdóm: BÓKIN ADDA TRÚLOFAST ER MANNSKEMMANDI Nokkrir nemendur i sam- timabókmenntum við Mennta- skólann á Isafirði hafa komizt að þeirri niðurstöðu að barna- og unglingabókin Adda trúlofast eftir Jennu og Hreiðar Stefáns- son teljist óæskileg lesning börnum. Þeir hafa sent höfund- unum áskorun þess efnis að bókinni verði kippt hið bráðasta af bókamarkaðnum. I fjögurra siðna greinargerð, sem fylgir áskoruninni til Jennu og Hreiðars, gera nemendurnir grein fyrir niðurstöðum sinum. Þeir draga sérstaklega út um- hverfi sögunnar, persónusköp- un, orðfæri og stil og siðast upp- eldisgildi bókarinnar. Skoðanir sinar rökstyðja nemendurnir með tilvitnunum i ritgerðir sin- ar. Þar er i stuttu máli komizt að þvi að bókin sé gjörsamlega kolómöguleg. Umhverfi sög- unnar sé þokukennt, slétt og failegt og þar þrifist engir svartir sauðir. Persónusköpun- in er talin meingölluö og liflaus. Samband aöalpersónanna er slétt og hrukkulaust og þær birt- ast eins og sálarlaus hylki eða útstillingarbrúður, hafin yfir umhverfið. Einn nemandi tekur meira að segja svo djúpt i árinni að hann óskar þess að hann hefði aðeins einnaf kostum aðal- persónanna og þá yrði hann ánægður. Um orðfæri og stil segir að bókin byggist upp á einföldustu formúlu skáldsögu, það er inn- gangi, miðkafla og endi. Þá er kvartað yfir þvi að aldrei sé minnzt á ást i bókinni enda þótt þarna sé um ástarsögu að ræða. 1 kaflanum um uppeldisgildi bókarinnar segir eftirfarandi: „Bókin Adda trúlofast er i stuttu máli glansmynd af lifinu og lik- lega skrifuð i þeim tilgangi að búa til allsherjarformúlu fyrir ungar stúlkur til að lifa eftir. Þessa bók má kalla kennslu- bók i fyrirmyndar hjónabands- aðdraganda. Hér er verið að sýna og kenna ungum stúlkum hvernig þær eiga að haga sér i vali maka og hvernig þær eigi að undirbúa sig sem bezt undir komandi hjónaband.” Enn fremur finnst nemendun- um það mikill ábyrgðarhluti að gefa út barna- og unglingabæk- ur og ætti að ritskoða þær ræki- lega áður en þær eru gefnar út. 1 greinargerðinni er klykktút með eftirfarandi: „Skemmd mat- væli eru fjarlægð af markaðin- um. Er þvi ekki rökrétt að þessi bók fari sömu leið, þvi að hún er mannskemmandi?” —AT. Einn karlmaður ó móti 41 blómarós! Einn ungur maður lauk fyrir nokkru námi hjúkrunarfræðings frá Hjúkrunarskóla íslands, en aö auki 41 blómarós. Myndin er af þessu unga fólki, sem verður vel metinn starfskraftur á sjúkra- húsum landsins. A myndinni eru: 1. röð frá vinstri: Erla Ragna Agústsdóttir, Arndis Jónsdóttir, Rannveig Gunnarsdóttir, Sess- elja Karitas Karlsdóttir, Matthildur Róbertsdóttir, Magna Friður Birnir, Sigurður H. Jóns- son, Birna Kr. Svavarsdóttir, Birna Steingrlmsdóttir, Sigriður Búadóttir, Elisabet ólafsdóttir, Sigriður K. Jóhannsdóttir, Marta Sigurgeirsdóttir, Droplaug Stefánsdóttir. 2. röð frá vinstri: Freyja Stefáns- dóttir Thoroddsen, Guðrún Jóns- dóttir, Elin Margrét Hallgrims- dóttir, Svava Pálsdóttir, Guðlaug Pálsdóttir, Ólafia Sigurðardóttir, Arndis Ragna Þorgrímsdóttir, Sigriður Guðmundsdóttir, Björk Guömundsdóttir, skólastjóri fr. Þorbjörg Jónsdóttir, Ingibjörg Halldóra Eliasdóttir, Anna Ólafs- dóttir, Björg östrup Hauksdóttir, Jóhanna Sigtryggsdóttir, Auður Ragnarsdóttir, Erla Dagmar Lárusdóttir, Svava Halldórsdótt- ir. 3. röð frá vinstri: Sigrún Ólafs- dóttir, Hulda Guðlaug Sigurðar- dóttir, Maria Aldis Kristinsdóttir, Arnfriður Glsladóttir, Sigurveig Alfreðsdóttir, Lilja Jónsdóttir, Guðný Maria Hauksdóttir, Stein- unn Guðbjörg Kristinsdóttir, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Kristin Axelsdóttir, ólöf Oddgeirsdóttir, Margrét Jónasdóttir, Fjóla Grimsdóttir, Sólveig Valtýsdótt- ir, Kristin Bára Jörundsdóttir, Guðbjörg ófeigsdóttir. RANNSÓKNIN BEINIST AÐ LÁNVEITINGUNUM EN EKKI FJÁRHAGSSTÖÐU LÁNTAKANDANS Rannsókn sú, sem nú er hafin 1 Sakadómi Reykjavikur, beinist ekki að fjárhagsstöðu flugfélags- ins Air Viking almennt. Að kröfu rikissaksóknara, Þóröar Björns- sonar, beinist rannsóknin að þvi annars vegar hvort bankastjórar Alþýðubankans hafi gerzt sekir um lánveitingar á þann hátt að saknæmt geti talizt. Hins vegar beinist rannsóknin að þvi hvort forráðamenn fyrirtækjanna Air Viking og Sunnu hafi hagað lán- Geir R. Andersen Það skal tekið fram, að grein Geirs R. Andersen I Dagblaðinu sl. laugardag, „Rétta leiðin er til okkar”, á ekkert skylt við starf hans hjá fyrirtækinu, sem hann vinnur viö. Starfsheiti og vinnustaður höfundar var sett undir greinina á vegum Dagblaðsins. tökum og stofnun skulda á ólög- legan hátt. Sverrir Einarsson sakadómari hefur verið skipaður rannsóknar- dómari i þessu máli. Að þvi leyti sem ofan greinir hefur rikissaksóknari orðið við beiðni bankaráðs Alþýðubank- ans, sem samþykkt var á fundi þess hinn 7. des. sl. Samkvæmt frétt frá bankaráðinu samþykkti fundurinn aö óska eftir opinberri rannsókn á viðskiptum eins stærsta viðskiptaaðila bankans. Er þar átt viö Air Viking og við- skipti tengd þvi fyrirtæki. Einnig var óskað dómsrann- sóknar á fjárhagsstöðu þessa við- skiptaaðila, en ekki þykja efni standa til dómsrannsóknar á þessu atriði, þar sem að öðru jöfnu er ekki refsivert að skulda. Varð rikissaksóknari þvi ekki við ósk um að krefjast rannsóknar á þessu atriði. SKIPSTJÓRAR - ÚTGERÐARMENN Getum boðið, vegna hagkvæmra samninga, TAIYO TD-A 258 miðunarstöð , á aðeins kr. 144.200. /V^X ■ Mjög næmt tækif sem gefur fljótar og glöggar staðarákvarðanir ■ Ekkert sér sense-loftnet ■ Fyrir 12f 24 og 32 volta jafnspennu ■ Auðveld í uppsetningu og notkun Allar nánari upplýsingar fúslega veittar FRIÐRIK A. JÓNSSON Bræðraborgarstíg 1 -Símar 14135 og 14340

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.