Dagblaðið - 16.12.1975, Page 11
Dagblaðið. Þriðjudagur 16. desember 1975.
Kókain er helzta tizkuefnið,
sem neytt er viða um heim. i
Bandarikjunum er snobbað
mikið fyrir „kóki” og gengur
fólk þar um með silfur-
skeiðar um hálsinn, en al-
gengast er að taka kókain i
nefið úr örlitlum skeiðum,
eða þá aö það er sogið —
gjarnan i gegnum upp-
rúliaðan 100 dollara seöil.
Klæði voru borin á vopnin i
október, þegar Lopez forseti kom
til Washington og viðurkenndi, að
vandinn væri alþjóðlegur og að
full þörf væri fyrir samvinnu
Bandarikjanna og Kolumbiu til
að uppræta hann.
Bandarikjastjórn hefur varið
milljónum dollara i beinum fjár-
stuðningi og tækjabúnaði til kól-
umbiskrar löggæzlu til að berjast
gegn eiturlyfjasölunni.
Hrikalegar
fjárhæðir
Bandarikjastjórn hefur einnig
þjálfað kólumbiska lögreglu-
menn, tollverði og hermenn i að-
ferðum i baráttunni gegn eitur-
lyfjabraskinu.
Campo höfuðsmaður hefur
sjálfur hlotið þjálfun í Bandarikj-
unum. Hann segir bandariska
lögreglumenn vera starfandi i
Kólumbiu, en aðeins sem ráðgjaf-
a —■ og hann leggur á það rika á-
herzlu, að þeir taki engar sjálf-
stæðar ákvarðanir.
Að sögn Campos gerði lögregl-
an á fyrstu ellefu mánuðum þessa
árs upptæk 600 kiló af kókaini og
1400 kiló af marijuana. í þessum
tölum er meðtalið það efni, sem
varhálfunnið. Kókainið var metið
á 20 milljón dollara eða 3,4 millj-
arða isl. kr., og marijuanið á
2.740 milljón dollara, eða nærri
4,7 milljarða islenzkra króna.
Að auki tókst lögreglu að finna
átta kókainverksmiðjur og tugi
bila og smáflugvéla auk eins
skips, sem notað var til flutninga
á eitur- og fikniefnum.
90% sleppa i gegn
A þessu ellefu mánaða timabili
voru 1166 manns handteknir fyrir
eiturlyfjabrask, þar á meðal 91
Bandarikjamaður og um 100 aðrir
útlendingar, bæði Evrópumenn
og S-Amerikumenn.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum sleppa allt að 90% af
öllu kókaininu samt i gegn til
Bandarikjanna og Evrópu.
Að sögn Campos er næststærsti
kókainmarkaðurinn Italia, en þar
á eftir fylgja Kanada, Frakkland
og Bretland.
,,Við verðum að fá meiri pen-
inga til starfsemi okkar,” segir
Campo. „Enn sem komið er höf-
um við aðeins náð örfáum af
„stóru strákunum” i þessum við-
skiptum.”
ÓMAR
VALDIMARSSON
Söngurinn og frœgðin
11
Indriði G. Þorsteinsson:
AFRAM VEGINN
Sagan um Stefán tslandi
Bókaforlag Odds Björnssonar
1975 . 264 bls.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að islensk upphefð kemur
að utan. En ætli nokkrir islenskir
frægðarmenn hafi notið jafn
fyrirvaralausrar lýðhylli og að-
dáunar hér heima eins og söng-
menn sem fram eftir öldinni voru
að gera garðinn frægan utan-
lands? Þegar þeir komu heim, ef
þeir komu, þá komu þeir eins og
gestir, sungu konsert, heyrðust i
útvarpi, kannski á stöku hljóm-
plötu, og svo voru þeir farnir.
Frægðarlifi sinu lifðu þeir eftir
sem áður i fréttum og frásögnum
af þeim, utan snertingar.
1 þessum hóp var vist Stefán ís-
landi fremstur og frægastur: þeg-
ar svo ber við enn i dag að rödd
hansheyristiútvarpinuer trúlegt
að það hræri enn við streng i
margs manns brjósti. Og nú er
komin út ævisaga Stefáns, vönduð
bók að allri ytri gerð og mikil að
vöxtum, færð i letur af Indriða G.
Þorsteinssyni eftir frásögn
Stefáns sjálfs og ýmsum öðrum
heimildum, eins og Indriði gerir
grein fyrir i eftirmála sögunnar.
Það er bók sem margir opna með
eftirvæntingu á þessum jólum.
En hvers á maður þá að vænta
séraf bókeins og ævisögu Stefáns
Guðmundssonar tslandi? t fyrsta
lagi vitanlega hreinnar og beinn-
ar ævisögu söngvarans sjálfs,
sem gleggstrar mannlýsingar
hans. 1 öðru lagi frásagnar af list
hansog listferli með sigrum og ó-
sigrum, vonum og vonbrigðum
sem við hana hafa bundist. Og i
þriðja lagi má maður vænta þess
að slik saga leggi um leið nokkurn
skerf til menningarsögunnar,
allténd með frásögnum af öðru is-
lensku listafólki erlendis og kynn-
um við það.
Það sem i fljótu bragði virðist
einkennilegast við ævi og feril
Stefáns Islandi eins og frá henni
er sagt hér, fyrir utan sjálfa
náðargáfu söngraddarinnar, það
er uppruni hans. Þótt Stefán sé
ekki gamall maður, fæddur 1907,
hefur hann vaxið upp við þjóðfé-
lagshætti svo ólika þvi sem nú
„tiðkast, að hann gæti þess vegna
hafa verið uppi á annarri öld.
Munurinn er vitanlega sá að hefði
Stefán fæðst á annarri öld væri
væntanlega af honum engin saga.
Hann kemst á burt úr sveitinni
og til mennta i list sinni i trausti
nýrra þjóðfélagslegra ástæðna,
þeirrar borgarmenningar og
borgaralega auðvalds, útgerðar-
auðsins, sem þá er upp kominn i
þjóðfélaginu. Hjalti Jónsson, Eld-
eyjar-Hjalti, uppgötvar piltinn
norðurá Sauðárkrók, en Richard
Thors, sem þá er talinn auðugasti
maður á landinu, kostar hann til
náms á Italiu. Og vinir og velunn-
arar og styrktarmenn Stefáns
stefna honum frá öndverðu til
frama og frægðar utanlands og á
alþjóðavisu: það er einfaldlega
ekkert verksvið hér heima, þá
enn siður en nú, fyrir menntaðan
söngvara.
Þannig spannar saga Stefáns i
rauninni islenska hag- og lista-
sögu á þessari öld. Og þær vonir
sem við söngvarann og list hans
hafa verið bundnar eru vitanlega
lika partur menningarsögu: list
og listfrægð hans utanlands átti
að halda uppi nafni tslands á
meðal þjóða heims, sanna það að
einnig hér byggju menn með
mönnum.
Indriði G. Þorsteinsson leggur
allmikla rækt við æskusögu
Stefáns Guðmundssonar og hefur
viðað til hennar ýmislegum heim-
ildum um skagfirska mannfræði
og staðfræði, segir hana með dá-
litilli skáldlegri viðhöfn náttúru-
og mannlýsinga. Þetta fer ekki
illa, þó það verði langt, en einnig
að öðru leyti er sagan fjarska
langorð.
Eftir að komið er úr sveitinni
rekur sagan sig áfram eftir ævi-
atriðum söngvarans i meginat-
riðum þeirra: námsár á ttaliu,
heimkomur til söngskemmtana
og ferðir með Karlakór Reykja-
vikur, starfsár við Konunglega
leikhúsið i Kaupmannahöfn. Það
er ekki að sjá að söngvarinn hafi i
neinum verulegum mæli opnað
hug sinn fyrir söguritara sinum,
sagan staðnæmist við greinar-
gerð um hin ytri atvik ævidag-
anna af allmikilli hirðusemi, en
án þess að miðla mikilli mannlýs-
ingu um leið. En vissulega kemur
Stefán Islandi vel og drengilega
fyrir i frásögnum sinum i bókinni
það Sem þær ná. Eins og áður
styðst Indriði eimig hér við aðrar
heimildir, einkum blaðagreinar
og umsagnir um Stefán sem ýtar-
lega eru raktar, og segir þá sög-
una i 3ju persónu. En vist eru
vonbrigði að þvi hve litlu sagan
hefur að miðla i þessu langa,
langa máli islenskri lista- og
menningarsögu, umfram hrein og
bein æviatriði söngvarans, hvort
heldur væri sögu islenskra söngv-
ara og annarra listamanna iDan-
mörku, eða þá söngmenntar hér
heima. Heimildargildi hennar i
menningarsögu er trúlega eink-
um óbeint.
Það er að skilja að heimsstyrj-
öldin hafi orðið til að Stefán ís
landi staðnæmdist i Danmörkuog
komst ekki til frekari frægðar og
frama erlendis, söngvari á al-
þjóðavisu, eins og vonir kunna að
hafa staðið til um hann i önd-
verðu. 1 Danmörku átti hann
hinsvegar langan feril framund
an eftir striðið. Sjálfur harmar
hann þetta ekki, og þá varla aðrir
i hans stað. Nú er sagan eftir af
list hans. Og þótt það kunní að
þykja öfugmæli verður sú von
náttúrleg ályktun lesanda af sögu
hans, að ef og þegar upp kemur á
meðal vor annar maður með nátt-
úrugáfu Stefáns Guðmundssonar.
þá verði ekki úr honum annar
Stefán tslandi. Að slikur maður
fengi að njóta hæfileika og listar
sinnar hér heima og við hin með
honum.
Bók
menntir
upp, eins og margir hér halda,
heldur þar til þeir hafa talið hag-
kvæmt vegna sinnar eigin land-
helgi að gera nákvæmlega það
sama og tslendingar hafa verið
að reyna að gera. Þvi hafa Islend-
ingar i raun og veru ekki unnið
neitt þorskastrið. Þvert á móti
höfum við ávallt beygt okkur fyr-
ir valdsréttinum. En á þessu
verður að verða breyting nú. Is-
land verður að taka upp miklu
harðari afstöðu og mótleiki ef
taka á mark á tslandi á alþjóða-
vettvangi.
Fundurinn i Briissel i sl. viku
hafði ekki minnstu áhrif, skv.
umsögn fréttamanns BBC, Henry
Stoneh, á staðnum skv. frétta-
skýringarþætti frá honum kl.
13.10, BBC world service, sl. laug-
ardag. „Málið tók nokkurn tima
en áhrifin eins og kaffirabb, mál-
efni sem kom utanrikisráðherra
Islands og Bretlands einum við”
Enda staðfestir þetta fréttina
sem áður var komin af fundi
þessum en þar segir að danski
fulltrúinn hafi ekki einu sinni haft
fyrir þvi að minnast á landhelgis-
málið einu orði en aftur á móti
hafi honum orðið tiðrætt um Ang-
ola.
Nú er búið að stiga eitt skref i
rétta átt, kæra innrás Breta fyrir
öryggisráðinu. En ef málið er
þess 'eðlis að þessi ráðstöfun sé
rétt þá hljóta tvær aðrar að fylgja
Pétur Guðjónsson
ef þetta á ekki að verða „grin-
óperetta”! Kæra til Nato um að
það sjái til þess að innrásaraðil-
inn og skip hans dragi sig til baka
af islenzkum hafsvæðum, upp-
fylling kröfunnar sé forsenda fyr-
ir veru Islands i Nato. Jafnframt
verður að benda rikisstjórn
Bandarikjanna á að hér sé komið
að uppfyllingu þáttar Bandarikj-
anna i sambandi við varnar-
samninginn á milli Bandarikj-
anna og Islands og þeim beri und-
ir eins að senda skip og önnur
tæki til að koma i veg fyrir að
slikir innrásaratburðir endurtaki
sig og koma þessum brotlega rik-
isstjórnarflota Bretlands burtu af
islenzkum hafsvæðum.
Einnig þarf að stigmagna deil-
una með auknum útbúnaði Is-
lendinga. Skilyrðislaust svar ts-
lands átti að vera undir eins að
taka 3 skuttogara i Gæzluna og
tilkynna að strandgæzluskipin
fengju aukinn vopnabúnað sem
stoppa mundu skilyrðislaust i það
minnsta einn dráttarbát. Fá þarf
undir eins nokkra sjálfboðaliða á
skipin frá hinum Norðurlöndun-
um svo Bretar og heimurinn viti
að hér er um fjölþjóðaáhafnir að
ræða og þá er heimspressan undir
eins komin i spilið, ekki hvað sizt
pressa áhafnarlandanna. Senda
þarf strax fréttamann um borð i
öll landhelgisgæzluskipin og hafi
hann frjálsar hendur um tafar-
lausar fréttasendingar svo ekki
endurtaki sig ennþá einu sinni
meginreglan i öllum okkar
þorskastriðum: „að lygin hefur
verið fljótari á leiðinni frá London
norður á Langanes en sannleikur-
inn af miðunum til Reykjavikur.”
Eru öll þau mál eins og i 18. aldar
kancellii.
Eftir framkomu Breta hér nú er
ekki til nein lausn á landhelgis-
deilu við þá önnur en sú að þeir
dragi skip sin endanlega til baka
af tslandsmiðum og snúi sér að
bvi að stunda sin eigin mið sem
gáfu af sér 1.5 milljónir tonna af
fiski á siðastliðnu ári, en þar af
tóku Bretar sjálfir aðeins þriðja
hvern fisk eða 500.000 tonn. Þvi
eiga Bretar hér mikið verk að
vinna. Einnig ber brezku rikis-
stjórninni að hætta að fórna sifellt
hagsmunum brezku heimafiski-
mannanna fyrir riku stóru tog-
arafélögin i Hull og Grimsby sem
leggja miklu minna á land i Bret-
landi af fiski árlega heldur en
heimafiskimennirnir sem eru
margir og smáir og þvi fram hjá
þeim gengið, jafnvel af krata-
stjórn eins og rikisstjórn Wilsons
þykist vera.
Þvi skal ekki trúað að minnzt
hafi aftur verið á 65.000 tonn til
handa Bretum eins og kom fram i
fréttum en borið til baka af for-
sætisráðherra og fleiri. En nú
endurtekur Callaghan þessa tölu
á laugardaginn i sjónvarpsviðtal-
inu. Alla vega liggur ljóst fyrir
að endurnýja þarf tilkynninguna
um að tilboðið standi ekki lengur.
Það hefur blátt áfram engin rikis-
stjórn umboð frá þjóðinnitil þess
að afsala henni stórum hluta af
meginundirstöðu lifsviðurværis
hennar eins og nú liggur ljóst fyr-
ir eftir skýrslu Hafrannsókna-
stofnunarinnar. En menn verða
að átta sig á þvi að umboðin til
samninga við útlendinga i þing-
flokkunum voru gefin áður en
skýrsla ilafrannsóknastofnunar-
innar lá fyrir. Og þvi hlýtur þaö
að vera jafn afturkallað og til-
boðið til Breta um 65.000 tonnin.
Fiskifélag Islands og Lands-
samband islenzkra útvegsmanna
hafa bæði lagt til að stórminnka
sóknina og stórauka friðunina er
hefur i för með sér meira fjár-
hagstjón en þjóðarbúið hefur áður
þurft á sig að taka. Búið er að
ráðstafa til Þjóðverja stórum
hluta af þeim fiskistofnum. sem
hægt hefði verið að beina þeim
sóknareiningum á sem fyrirsjá-
anlega verður að taka af þorsk-
veiðum. En þjóðin neitar að færa
slikar fórnir ef þær verða færðar
til þess að okkar erkifjendur og
valdniðingar, Bretar. geti hér
haldið áfram að rányrkja fiski-
mið okkar i „friði".
tslendingar mega aldrei aftur
beygja sig fyrir brezkri vald-
niðslu. Ef til sliks á að koma
verða þeir undir öllum kringum-
stæðum fyrst að fá Idi Amin til
ráðuneytis. Annars er annar á
Möltu. sumum hér nokkuð geð-
þekkari. Mintoff heitir sá. Hans
ferill á sjðastliðnum 5 árum er
klassisk kennslubók „hvernig
smáþjóð á að tefla gegn stórþjóð
og hafa sigur:"
PéturGuðjónsson
form. Félags áhuganianna
um iandhelgismái