Dagblaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 15
Dagblaðið. Þriðjudagur 16. desember 1975.
15
ÁGRIP AF SÖGU
MEYVANTS Á EIÐI
Meyvant á Eiði er löngu landskunnur maður
fyrir dugnað og atorku. Hann á sér marga eðlis-
þætti; getur verið allra manna mildastur en einnig
snöggur upp á lagið og hvatskeyttur, eins og
fram kemur í kaflanum HALDIÐ ÞÉR KJAFTI
FRÚ SIGRÍÐUR. Þótt ungur sé í útliti og anda
þá er hann samt svo gamall að hann man alda-
mótakvöldið og hefur lifað tímana tvo. Saga hans
er samofin þróunarsögu bíla á íslandi, enda var
hann einn af þeim fyrstu sem fékk ökuskírteini.
Hann kann frá mörgu að segja, allt frá þeim
dögum er hann var kúskur og keyrði olíu í tré-
tunnum á hestvögnum um bæinn og var kærður
fyrir að aka slíkum vagni of hratt niður Suður-
götuna, skylda var að flauta fyrir horn eftir að
bílöldin hófst og sjálfsagt þótti að bílstjórinn
„afmeyjaði" brennivínsflöskuna.
Meyvant var einn af fyrstu vörubifreiðastjórum
á íslandi og rak um skeið sína eigin vörubílastöð
þar til forystumenn verkalýðsins knésettu þar
einkaframtakið. Á bernskuárum bílanna ruddi
hann nokkrar ökuleiðir, sem ekki höfðu verið
farnaráður. Hann ók Magga Júl. lækni um borgina
milli sjúklinganna þegar Spánskaveikin geisaði og
stóð við gaflinn á Laugarnesspítalanum og horfði
á þann sorglega atburð þegar kútter Ingvar fórst
við Viðey. Meyvant hefur verið mikilvirkur félags-
málamaður og lengi þótt einn af ötulustu „kos'n-
ingasmölum íhaldsins", eins og hann sjálfur
segir. í bók Meyvants eru fjölmargar gamlar Ijós-
myndir úr Reykjavík af mönnum, mannvirkjum og
farartækjum.
• v •
/
rinn
MEYVANT A EIÐI
Jón Birgir Pétursson skráði
Meyvant á Eiði á til marga eðlisþætti. Hann getur verið allra manna mildastur
en einnig snöggur upp á lagið og hvatskeyttur. eins og fram kemur i kaflanum
HALDID ÞÉR KJAFTI
FRÚ SIGRÍÐUR
....OG MEYVANT SKEMMDI KELLINGIN"
Frásögn Meyvants er lipur og skemmtileg, hér á eftir er gripið af handahófi ofan í frásögnina:
„Um tíma rak Milljónafélagið sjálft kúabúskapinn í Viðey.
Ráðsmaðurinn þar var danskur, Petersen að nafni. Eftir að
hann hætti ráðsmennsku, setti hann upp lystivagna- og
hestaleigu að Haga þar sem Coca-Cola er nú til húsa við
Hofsvallagötu. Einhverju sinni fékk ég hesta og vagn hjá
Petersen og fór með tvenn hjón, Pétur Guðmundsson vél-
stjóra og Guðbjart starfsbróður hans, sem var á varðskipun-
um, ásamt konum þeirra, til Þingvalla.
Á heimleiðinni, skammt fyrir neðan Borgarhóla, áðum við
hjá veitingatjaldi, sem danskur maður, Nielsen að nafni, rak.
Nutum við þar veitinga og ókum síðan af stað. Eftir skamman
spöl gerðist það að vagninn datt í sundur undir mér. Ég
hélt þéttingsfast í taumana og varð það mér til bjargar.
Afturhluti vagnsins féll til jarðar og önnur konan, sem sat
í fremra sætinu rakst á luktarstæði og fékk af mikla van-
líðan. Ég spennti hestana frá, tók af þeim aktygin og reið
niður í Miðdal. Fékk ég þar lánaðan hnakk og reið svo
áfram til Reykjavíkur. Þá var liðið að nóttu. Ég vakti Pedersen
°g sagði honum mínar farir ekki sléttar. Sagði hann mér
að fara vestur í Haga, sækja þangað hesta og annan vagn,
sem ég gerði. Sótti ég síðan fólkið og gekk sú ferð vel.
Morguninn eftir kemur Pedersen vestur í Haga og hittir
þar ráðsmann sinn og segir við hann: „Hellvedes klúdor,
— vognen gaar í stykker — og Meyvant skemmdi kellingin".
GÓD BÓK ER GULLIBETRI
Örn og Örlygur, Vesturgötu 42, Sími: 25722