Dagblaðið - 20.01.1976, Síða 3

Dagblaðið - 20.01.1976, Síða 3
Pagblaðið. Þriðjudagur 20. janúar 1976. Fyrirspurn til Spurning dómsmálaráðherra: Er Petur brot- dagsins ^i „Herra dómsmálaráðherra: I Dagblaðinu 13. janúar eru þessi ummæli höfð eftir Pétri Sigurðssyni forstjóra Land- helgisgæzlunnar innan gæsa- lappa: „Éghefnú heyrt margar sögur, en ekki þessa, og-ég get lfka glatt alla með þvi að Þór verður i Reykjavikurhöfn þann 20. (janúar) og ég hef litla trúa á þvi að skipið sökkvi hér i höfn- inni”. Það hefur komið skýrt fram i dagblöðunum undanfarið að það varði við lög að skýra frá ferð- legur við lög? um og dvalarstöðum varðskipa. Verður samkvæmt þvi ekki betur séð en hér hafi sjálfur for- stjóri Landhelgisgæzlunnar brotið þau lög sem hann er ráð- inn til þess að framfylgja. Sú var tiðin að islenzkir menn voru ákærðir fyrir að veita . brezkum togurum upplýsingar um ferðir islenzku varðskip- anna um loftskeytastöðvar með dulmálslykli. Hér er ekki notazt við dulmálslykil. Orðin eru hrein og bein islenzka. Hvað hyggst ráðherra gera i þessu máli? Álitur ráðherra að þetta for- dæmi embættismanns sé liklegt til að auka virðingu almennings fyrir lögum og embættisskyldu opinberra starfsmanna? Virðingarfyllst, Leó M. Jónsson Stefán Bjarnason.” Ætlarðu að gera skatt- skýrsluna þina sjálf- ur/sjálf? Hagrœðing ef verð vörunnar vœri með í auglýsingunum „Einhvern tima i vetur, að mig minnir, var kaupmönnum gert að skyldu að verðmerkja þær vörur er þeir stilltu út i verzlunarglugga sina. Nú dettur mér i hug hvort ekki væri tilval- ið að kaupmenn gætu um verð þeirrar vöru sem þeir auglýsa i blöðunum. Það yrði örugglega til hag- ræðingar fyrir fjölda fólks og sparaði jafnvel kaupmönnum sjálfum fyrirhöfn. Verðmerk- ingar i verzlunargluggum eru alveg fyrirtak.Margir hafa tima Heyrðu Guðmundur, er ekki rétt að fara að lita þetta inál „svolitið alvarlegum augum”? til og ánægju af að skoða i verzlunargluggana, oft á þeim tima sem verzlanir eru ekki opnar, eins og á kvöldin.” —Húsmóðir. Þá gœti það verið of séint! Ása Atladóttir spyr: „Hvers vegna i ósköpunum er ekki framkvæmdum við Kröflu- virkjun hættrétt á meðan mestu hrinurnar ganga yfir? Vilja for- ráðamenn kannski bæta nokkr- um milljónum við bygginga- kostnaðinn — áður en allt hryn- ur i rúst? Ég var að tala við vinafólk mitt á Húsavik sem tjáði mér að þeir, sem vinna við Kröflu, séu svo uggandi um lif og limi að þeirhafibila sina i gangi á hlað- inu til þess að verða nógu fljótir að komast i burtu ef eitthvað al- varlegt dynur yfir. Þá gæti það verið orðið of seint, jafnvel þótt bilarnir séu hafðir i gangi. Betra er að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan i hann!” Raddir lesenda r r ÁSGEIR TÓMASSON ^ '' diatei, ÆL- ilB m ^ Gjaldeyrisskammtur ferðamanna: MISSTI AF STUNUNUM „Khöfn, 5.1.1976. Staðreyndir úr stórborginni: Gjaldeyriskreppan fjötur um fót islendingum erlendis. Nú er svo komið, að farareyr- ir landans er orðinn allódrjúgur, enda þykir flestum hagstæðara að fara með leiguflugi til Suður- hafseyja. Ungan íslending, sem dvalið hefur á kristilegu hóteli i Kaup- mannahöfn nýlega, langaði til að komasti samband við eina af þeim ungu stúlkum er stunda elzta atvinnuveg bæjarins. En þegar á hólminn var kom- ið fóru tvær af stúlkunum fram á 200 kr. danskar hvor, en ein bauð upp á það sama fyrir 300 kr., en þá voru innifaldar stun- ur. En þvi miður varð landi vor af stununum þvi gjaldeyris- skammtur ferðamanna er skammgóður nú um stundir. Með kveðjum frá lesanda i Kaupmannahöfn.” Vísur um náttúruhamfarirnar Lárus Salómonsson hringdi og bað okkur að birta þessar vísur sem hann hefur ort: Sköpin hræða: Rifnar grjót og rymur jörð, rauðum sium þeytir. Skriður og springur skorpan hörð, skelfing öllu veitir. Sköpin hræða, skriðnar jörð — skelfing lifið fjötrar. Allt frá Kröflu um Axarfjörð öll jarðskorpan nötrar. Einar Benediktsson, trésmiður: — Já,ég hef ekkihaft efni á þvi að láta gera hana fyrir mig vegna þess að ég hef verið i skóla. Þetta er nú ekki svo ýkja flókið; svo hef ég notfært mér leiðbeiningarnar, sem hafa birzt i dagblöðunum. Albert Stefánsson, skipstjóri: — Já, ég geri hana sjálfur ef ég er heima. Ég hef notfært mér ýmsar leiðbeiningar, t.d. i dagblöðum. Ragnar Björnsson, framreiðslu- maður: — Nei, ég treysti mér ekki til þess. Ég geröi þetta sjálf- ur hér áður fyrr og þá notfærði ég mér ýmsar leiðbeiningar svo sem i dagblöðunum. Núna gerir endurskoðandi skýrsluna fyrir mig. Halla Einarsdóttir, nemi: — Nei. hún er gerð fyrir mig. Annars er þetta fvrsta árið sem ég fæ skatt- skýrslu til að útfylla. ólöf Magnúsdóttir.bankamær: — Nei, ég er með svo ágætan endur- skoðanda. sem gerir þetta fyrir mig. Þeir eru lærðir til að sinna svona löguðu og sjálfsagt að nota þá. Sigurður Guðmundsson, bifreiða- stjóri: — Nei ég hef ekki gert það. Það er endurskoðandi sem gerir þetta allt fyrir mig.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.