Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.01.1976, Qupperneq 6

Dagblaðið - 20.01.1976, Qupperneq 6
6 Pagblaðiö. ÞriOjudagur 20. janúar 1976. Spænsk yfirvöld hafa brugðizt mjög harkalega við öllum tiiraunum landsmanna tii að krefjast mann- réttinda á opinberum fundum. Þessi mynd var tekin I Madrid á miövikudaginn i fyrri viku, þegar lög- regla vopnuö kylfum kom I veg fyrir fund bankastarfsmanna á Gran Via at Alcala. Spám: Boða til fjöldafundar við skrífstofu Aríasar Hin ólöglega stjórnarand- staða á Spáni undirbjó i morgun aö halda mikla friðsamlega mótmælagöngu, til að krefjast frelsis stjórnmálalegra fanga og innleiðingar stjórnmála- frelsisins i landinu. Heimildarmenn, sem þekkja vel til i herbúöum bæöi sóslalista og kommúnista — tveggja stærstu stjórnarand- stöðuhópanna — sögðu i morgun að hóparnir heföu sameiginlega hvatt til fjöldagöngu og fundar utan við skrifstofur Carlos Ariasar Navarros, forsætis- ráðherra, siðar i dag. I yfirlýsingu lögreglunnar um málið sagði að fundurinn væri ákveðin tilraun til að trufla almenningsfriðinn og varaði við þvi, að allar nauðsynlegar ráðstafanir yrðu gerðar til að koma i veg fyrir fundinn. Juan Carlos konungur hefur tekið mjög harkalega á öllum andspyrnuaðgerðum og lifs- marki stjórnarandstöðunnar. LITAREFNIÐ RED DYE ER NÚ BANNAÐ Rantt-iitarefni, sem mikið er notað i snyrtivörur, hefur verið tekið út af skrá yfir leyfilegar söluvörur vegna þess að álitið er að það geti valdið krabbameini. Litarefnið, sem bandariska rikisstjórnin hefur nú bannað alla notkun á, nefnist RED DYE númer tvö hefur verið notað til þess að lita kornvörur og lyf. Matvæla og lyf jaeftirlitið hef- ur látið fara frá sér tilkynningu þess efnis, aö „engar sannanir liggi fyrir um algjört öryggi lit- arefnisins og þvi hefur notkun þess verið bönnuð”. Matvælaeftirlitið sagði að vis- indalegar kannanir, þar sem rottum hefur verið gefið litar- efnið inn i' stórum skömmtum hefðu leitt i ljós mjög illkynjuð æxli. Bannið öðlast þegar gildi, en nær þó ekki til þeirrar vöru, sem búið er að framleiöa og er i sölu- búöum. Deilurnar um litarefnið hafa staðið i 16 ár, þar sem framleiðendurnir hafa neitað af viöurkenna réttmæti rannsókn- anna og einnig bent á, að þetta væri- ódýrasta litarefnið á markaðnum i dag og gæti bann- iö þvi haft töluverðar fjárhags- legar afleiðingar fyrir almenn- ing. Kátir UNITA-menn Þessi mynd er frá þorpinu Gago Coutinho i Angola. Það er Samuel Chiwale, ofursti, einn helzti herforingi Þjóðarhreyfingarinnar fyrir fullu sjálfstæði Angola (UNITA), sem fagnar ásamt mönnum sfnum fyrir nokkrum dögum. Nú hallar undan fæti fyrir þeim. FIMMBURAFÆÐING - HEILSAST VEL Fimmburar, sem fæddust i Rotterdam i Hollandi um helgina, eru viö góða heilsu og móðirin sömuleiöis, aö sögn talsmanns sjúkrahússins. Hann sagði að framfarir þeirra væru hægar. Börnin fimm — þrlr drengir og tvær stúlkur — veröa i súr- efniskössum næstu fjórar vik- urnar, eöa þar um bil. Þetta eru fyrstu börn for- eldranna, sem hafa verið gift i tiu ár. Fimmburar hafa ekki áður fæözt f Hollandi. Brazilía: Harðlínuhershöfðingi rekinn vegna dauða pófítísks fanga Forseti Brasiliu, Erno Geisel, hefur svipt einn hávaðasamasta harölinuhershöfðingja landsins stööu sinni eftir að upp komst um dauða eins pólitisks fanga i her- fangelsi. Tilkynningin um brottvikningu Ernardo Mello hershöfðingja, sem var annar æðsti yfirmaður hersins i Sao Paulo, var birt opin- berlega, aðeins nokkrum minút- um eftir að frétzthafði um dauða járniðnaöarmanns, sem fundizt hafði látinn i klefa sinum i her- fangelsi þar i borg. Fréttaskýrendur lita á atburði þessa sem tilraun til þess að koma nýju skipulagi á starfsemi hersins, sem hefur verið ákaft gagnrýndur af stjórnmálalegum föngum og lögfræðingum þeirra fyrir pyntingar og aðra slæma meðferð á föngum. Eftir að uppvist varð um dauða blaðamannsins Vladimir Herzog i herfangelsi fyrir nokkru, sem herinn sagði að verið hefði sjálfs- morð, lét Geisel forseti hafa eftir sér i blöðum, að slikir atburðir mættu ekki endurtaka sig. Tilkynning kom svo i gær um að járniðnaðarmaðurinn Manuel Filho hefði fundizt látinn i klefa sinum á laugardaginn var og sagði ennfremur i tilkynningunni, sem harmaði atburð þennan, að rannsókn myndi fara fram eins fljótt og auðið yrði. Monteiro hershöfðingi, sem tekur við af Mallo, er sagður vera náinn samstarfsmaður Geisel forseta og gera menn sér vonir um, að tök herforingjastjórnar- innar i Brasiliu kunni nú að linast. Andreadis, tengdafaðir Christinu Onassis: k yfir sér málsókn, sem hann kallar „persónuofsóknir'' Griski bankastjórinn og iðnjöf- urinn Stratis Andreadis neitaði i gær ásökunum um að þrir banka hans hefðu brotið reglur um gjaldeyrisviðskipti og banka- starfsemi yfirleitt. 1 tólf siöna skýrslu, sem hann sendi gjaldeyrisnefnd griska seðlabankans — og sem var einn- ig dreift til erlendra blaðamanna i Aþenu — segir Andreadis að sakirnar, sem hann er borinn, séu mótaðar af persónulegum ágrein- ingi hans við fólk, sem sé i lykil- stöðum i efnahagslifi landsins. Saksóknari griska rikisins ákvað sl. miðvikudag að hefja málsókn á hendur fólki, sem talið er ábyrgt fyrir brot á bankalög- gjöfinni. Um er að ræða þrjá banka — Verzlunarbankann, Ionian-alþýðubankann og Fjár- festingabankann. Griska stjórnin hefur skipað eftirlitsmenn til að hafa stjórn bankanna með höndum. Var það gert f desember, þegar venju- bundin skoðun Grikklandsbanka vakti vissar grunsemdir um að bankarnir hefðu brotið löggjöfina á árunum 1972—73, að þvi er sagöi i stjórnartilkynningu á þeim tima. Andreadis heldur þvi fram, að þetta samafólk —sem hannnafn- greinir ekki — hafi haldið lykil- stöðum sinum undanfarin tuttugu ár, og hafi oft áður fyrirskipað svipaðarrannsóknirá viðskiptum sinum. Andreadis, sem dvelur erlend- is, segir að hin venjubundna skoð- un Grikklandsbanka hafi ekki dregið fram nægar sannanir til að réttlæta málsókn. Hann segist ætla að snúa til Grikklands siðar i þessum mánuði til aö svara spurningum um málið. Alexander Andreadis, einn þriggja sona bankastjórans, er kvæntur ChríktinuOnassis, dóttur skipakóngsins. Fœreysk frfmerki Fyrstu færeysku frimerkin voru sýnd i Þórshöfn i gær. Sala þeirra hefst fyrsta april, þegar færeyska póst- stjórnin fær fullt sjálfstæði frá þeirri dönsku. /

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.