Dagblaðið - 20.01.1976, Side 8

Dagblaðið - 20.01.1976, Side 8
8 WBIABIB frfálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hl. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnárfulltrúi: Haukur Helgason iþróttir: Ilallur Sintonarson llönnun: Jóliannes Reykdal Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur llallsson, Helgi Pétursson, Katrin Pálsdóttir, ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson 'Auglýsingastjóri: Ásgeir Hannes Eiriksson ■Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ritstjórn Siðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og af-^ greiðsla Þverholti 2, simi 27022. Biðleikir út og suður Brezkum lækni var misþyrmt i Chile um árið, þegar herforingjar gerðu þar byltingu. Læknirinn lýsti þessu, þegar hann kom heim aftur. Brezka rikisstjórnin brást ekki þann- ig við, að hún segðist lita alvarlegum________ augum á málið, né lét hún dómkvadda menn rann- saka lýsingar læknisins. Hún sagði: Árás á einn brezkan þegn er árás á brezka rikið. Og hún sleit umsvifalaust stjórnmálasambandi við Chile. Ólikt hefst islenzka rikisstjórnin að, þegar óvenju fólskuleg árás er gerð á marga starfsmenn Land- helgisgæzlunnar um borð i varðskipinu Þór uppi i landsteinum. Og það er sama, hversu oft Bretar reyna að sigla niður varðskipin. Rikisstjórnin okkar þvælist stöðugt fyrir kröfum almennings um tafar- laus stjórnmálaslit við Bretland. Aðgerðir rikisstjórnarinnar undanfarnar vikur likjast skipulegu undanhaldi. Hver leiðin á fætur annarri hefur verið fundin til að draga stjórnmála- slit á langinn. Fyrst var beðið eftir sjóprófum. Siðan var beðið eftir niðurstöðum sérstakrar rannsóknar- nefndar. Loks var framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins gefinn frestur til að reyna að sansa brezku rikisstjórnina. Á meðan endurtekur for- sætisráðherra i sibylju, að hann liti alvarlegum augum á ástandið. Þessir biðleikir rikisstjórnarinnar hafa reynt mjög á þolinmæði þjóðarinnar, sem stendur ein- huga að baki kröfunnar um tafarlaus stjórnmála- slit. Biðleikirnir hafa rekið fleyg á milli þjóðar og rikisstjórnar. Þar á ofan hefur forsætisráðherra fordæmt friðsamlegar mótmælaaðgerðir nokkurra Suðurnesjamanna og Hornfirðinga, sem flestir ís- lendingar styðja. Nú kann að vera, að Luns framkvæmdastjóri hafi lofað einhverju, sem gefur rikisstjórninni mögu- leika á heillar viku frestun á stjórnmálaslitum. En það má vera mjög merkilegt loforð. Ef i þvi felst „milliganga” upp á 65-85 þúsund tonna þorskafla, verður frestunin að flestra dómi talin ástæðulaus. Luns virðist nú hafa tekizt að fá brezku stjórnina til að kalla skip sin út fyrir 200 milur. Nú munu ís- lendingar fylgjast gaumgæfilega með aðgerðum varðskipanna á miðunum. Ef þau aðhafast litið gegn brezku togurunum, má lita svo á, að rikis- stjórnin hafi lofað Luns einhverju sliku á móti. Ekki batnar þá hlutur hennar. Það er út i loftið að gefa i skyn, að skipulegt und- anhald rikisstjórnarinnar gagnvart almennings- álitinu sýni sterkar taugar hennar og að hún láti 'ei innlendar múgæsingar hlaupa með sig i gönur. Það er auðvelt að rugla saman rósemi og ráðleysi.Og þvi miður litur út fyrir, að rikisstjórnin sé i nánara sambandi við erlenda viðsemjendur og milligöngu- menn en sina eigin þjóð. Eitt er vist, að brezka rikisstjórnin mundi i hiiðstæðri aðstöðu ekki láta sig dreyma um að leika biðleiki út og suður til að forðast stjórnmálaslit. Hún kynni að segja sig lita alvarlegum augum á ástandið, en hún léti lika verkin tala. Pagblaðið. Þriðjudagur 20. janúar 1976. HEIMURINN HORFIR HLJÓÐUR Á- Pólitískar aftokur og ofsóknir í S-Kóreu Á hverju ári eru tiu—fimmtán stjórnarandstæðingar i S-Kóreu teknir af lifi án þess að umheim- urinn geri við það hina minnstu athugasemd. Á Spáni voru fimm skæruliðar teknir af lifi i nóvember og allur heimurinn lék á reiðiskjálfi af mótmælum. Einræðisherra Suður-Kóreu, Park Chung Hi, kallar andstæð- inga sina einfaldlega njósnara kommúnista. Þar með hættir fólk að skipta sér af málinu. En að undanförnu hefur verið full stutt á milli dauðadómanna til að almenningur hafi lengur trú á að stjórnin segi satt og rétt frá um dauðadómana. Leyniþjónusta landsins, KCIA, er hötuð. Sett á svið 1 april i fyrra voru sjö verka- menn og einn stúdentaleiðtogi teknir af lifi i Seul, höfuðborg S-Kóreu. Allir voru félagar i PRP, byltingarsamtökum al- þýðu. Þeir voru ákærðir fyrir njósnir. Málið varð til að opna augu margra. „Þetta var allt tilbúið, menn- irnir voru myrtir með köldu blóði,” hefur sænska blaðið Dagens Nyheter eftir vestur- lenzkum diplómat i Seul. Nú standa fyrir dyrum nýir dauðadómar og nýjar aftökur. Tiu svokallaðir njósnarar frá eynni Ullung og að minnsta kosti sex manns að auki, verzl- unarmenn, tæknimenn og verkamenn — þar af nokkrir, sem eru búsettir i Japan — biða nú böðulsins i dauðadeildinni i Sodaemun-fangelsinu i Seul. Nær ótakmörkuð völd Andkommúnisminn, sú hug- myndafræði sem Park byggir einræði sitt á, hefur gert leyni- þjónustuna KCIA að riki i rikinu með nærri ótakmörkuð völd. KCIA hefur aflað sér heims- frægðar fyrst og fremst vegna tveggja atburða brottnáms sautján Suður-Kóreumanna frá Vestur-Þýzkalandi til Seul 1968. Þar voru mennirnir dregnir fyrir herrétt. Hinn atburðurinn var ránið á Kim Dae Jung, fyrr- um frambjóðanda til forseta- kjörs, á björtum sumardegi frá hóteli i Tokyo 1973. KCIA hefur einnig staðið að grimmilegum hefndaraðgerðum gegn stjórn- arandstæðingum i Bandarikjun- um, Japan, Evrópu og jafnvel Skandinaviu. Þriðjungurinn dæmdur til dauða Siðasta „njósnamálið”, sem upp kom i byrjun desember, varðar tuttugu og eitt ungmenni við háskólana i Seul og Pusan. &&&&&*>* mte'sam M&éa&m Mx&tntD* V* MÍLft (éá&Z) & áWPiWNWf c&4) Nýjasta „njósnamáliö” i Suður-Kóreu varðar 21 stúdent við háskólana I Seul og Pusan. Myndin var send út af leyniþjónustu einræðisstjórnarinnar, KCIA. ÞÝZKU SAMNINGARNIR Fyrir Suðausturlandi fá þeir allt svæðið norðan frá 65. breiddarbaug vestur að 15. lengdarbaug, 23 sjómilna fjar- lægð frá grunnlinu, nánar tiltek- ið austan af Reykjafjarðar- flaki, allan Reyðarfjarðarálinn, vestur yfir Fótinn, það er stór- ufsamið, en sú fisktegund er dýrmætust fyrir sjólaxiðnað Þjóðverja. I úthallinu af Fætin- um eru svo þorskmið ásamt stórkarfa. Allan kantinn út af Hvalbak, vestur yfir Beru- fjarðarálinn, fá þeir lika, mátu- eða langt upp i álinn til að ná Mig langar til að fara nokkr- um orðum um hina svokölluðu þýzku samninga þvi ástæða væri til þess að hafa þá til varn- aðar, ef forráðamenn okkar verða svo lánlausir að semja við Englendinga lika, eftir uppi- vöðslu þeirra hér á miðunum. Ekki þarf að efa það að þeir heimta ekki verri aðstöðu en Þjóðverjar sem halda öllum þeim miðum er þeir töldu sig hafa sögulegan rétt til, eins og þeir orða það. Það er engu lik- ara en okkar samningamenn hafi verið alls ófróðir um, um hvað þeir voru að semja. Aftur á móti virðast þeir þýzku hafa haft ráðgjafa sem þekktu hverja fermilu á tslandsmiðum. Það vefst ekki fyrir neinum islenzkum togaramanni, sem fjskað hefur á þessum slóðum, hve nákvæmlega Þjóðverjarnir láta sveigja takmarkalinuna til svo að þeir nái sinum uppáhalds togsvæðum og þaö svo nákvæm- lega að maður sér þá i anda hvar þeir halvika sér til á þessum gömlu breddum sinum. Mun ég reyna að finna máli minu stað með nokkrum orðum.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.