Dagblaðið - 20.01.1976, Page 9
Persónudýrkun á Park forseta er mikil. Hér mynda þúsundir skóiastúikna
mynd af forsetanum með mislitum spjöldum á hersýningu i Seul.
Dagblaðið. Þriðjudagur 20. janúar 1976.
Talið er nær vist, að þriðjungur
þeirra verði að gjalda fyrir
skoðanir sinar með lifi sinu.
Ýmsir virðast vera þeirrar
skoðunar að „njósnamálið” sé
tilbúningur frá rótum. Meira að
segja heimildarmenn, sem eru
nátengdir stjórninni i Seul,
viðurkenna að undarleg lykt sé
af öllu saman — þegar þeir eru
minntir á það slæma orð sern
KCIA hefur á sér.
Eftir þvi sem KCIA gefur upp
hefur þessi „njósnaraklika”
staðið á bak vi'ð fjölda mót-
mæla- og andófsaðgerða i land-
inu á undanförnum árum.
Njósnararnir eru sagðir hafa
ginnt stúdenta, presta, blaða-
menn og menntamenn til að
hrópa slagorð um lýðræði, frelsi
til handa pólitiskum föngum,
prentfrelsi og afnám stjórnar-
skrár einræðisherrans Parks.
Þvi er haldið fram að tilgangur
„njósnaklikunnar” sé að skapa
ástand svipað þvi er leiddi til
falls Syngman Rhee-einræðis-
stjórnarinnar i april 1960. Fimm
stúlkur eru sakaðar um að hafa
sýnt hermönnum óeðlileg bliðu-
hót á almannafæri i þeim til-
gangi að afla hernaðarleyndar-
mála. Ein þeirra er meira að
segja sögð hafa reynt að fá flug-
mann á sprengjuflugvél til að
gera sprengjuárás á mikilvæg-
ar stjórnarbyggingar.
Léttvægar sannanir
Sönnunargögnin þykja heldur
léttvæg og sannfæra ekki einu
sinni smábarn. Myndavélar, út-
varpstæki, sigild verk um
marxisma og frumstæð prent-
vél sanna ekkert um njósnir.
Nokkur barnaleg flugrit þar
sem talað er um „heiðarleika
norður-kóreanska verka-
mannaflokksins” og óskiljan-
legir dulmálslyklar geta fullt
eins verið framleiðsla KCIA.
Myndir frá mótmælaaðgerðum
eru einnig lagðar fram sem
sönnunargögn en koma njósn-
um i sjálfu sér ekki við. Enginn
vafi leikur á að hinir ákærðu eru
stjórnarandstæðingar en engar
raunverulegar sannanir hafa
verið lagðar fram um njósna-
starfsemi.
Margar flugur
i einu höggi
Einræðisstjórn Parks getur
haft margar ástæður fyrir þvi
að búa til súpu af þessu tagi. Af
þeim 21, sem eru ákærðir, eru
tólf búsettir i Japan og það þýðir
að Park getur slegið óvenjulega
margar flugur i einu höggi.
Hann heldur einnig kommagrýl
unni á lifi, eykur á andstöðu al-
mennings við sjálfstæðar skoð-
anir, nær betri höggstað á jap-
önsku stjórninni og hræðir fjöl-
marga Kóreana i Japan til að
láta stjórnmálastarfsemi lönd
og leið.
Vafalaust eru það einmitt
Kóreanarnir i Japan sem Park
óttast mest. 1 mörg ár hefur
hann reynt að fá japönsk stjórn-
völd til að hafa sterkara eftirlit
með þeim 300 þúsund stuðnings-
mönnum suður-kóreönsku and-
spyrnuhreyfingarinnar sem eru
i Japan.
Forðast föðurlandið
Arangurinn hefur látið á sér
standa og þvi hefur hann gripið
til hræðsluaðferðarinnar. Ekki
færri en fjörutiu Suður-Kórean-
ar, sem búsettir eru i Japan,
hafa verið handteknir i heim-
sóknum til föðurlandsins. Enn
fleiri hafa verið dæmdir til
dauða þrátt fyrir að engar raun-
hæfar sannanir hafi verið fyrir
hendi.
Embættismenn
iJapan
KCIA rekur umfangsmikla
starfsemi i Japan. Ræðis-
mannsskrifstofur og sendiráð
gegna hlutverki aðalstöðva. t
sambandi við ránið á Kim Dae
Jung kom i ljós aö fjöldi dipló-
mata i Yokohama og Osaka,
sem grunaðir eru um tengsl við
KCIA, flæktust inn i málið og
meira að segja fundust fingra-
för eins sendiráðsritarans á
sjálfum staðnum þar sem Kim
var rænt.
Þessar ofsóknir hafa nú orðið
til þess að Suður-Kóreanar i
Japan forðast að heimsækja
ættland sitt og margir lifa i
stöðugum ótta við járngreipar
KCIA.
„Ógnunin i norðri”
Ungmennin 21 hafa i rauninni
þegar verið dæmd án þess að
nokkur réttarhöld hafi farið
fram. Af öryggisástæðum, eins
og það heitir, er ekki einu sinni
nauðsynlegt að sýna verjendum
sakborninganna sönnunargögn-
in.
„KCIA er nauðsynlegt, þótt
slæmt sé, vegna þeirrar ógnun-
ar sem stafar af kommúnistun-
um i norðri,” segja þeir I upp-
lýsingamálaráðuneytinu i Seul.
kasti, og togi út með horninu að
austan þar sem menn beygja
venjulega fyrir á úttoginu, til
þess að ná ufsanum þar. Þess-
um miðum er togaramönnum
okkar mikil eftirsjón að. Áfram
liggur svo linan vestur yfir
Papagrunn og Lónsdýpið, nógu
ofarlega til þess að ná ufsanum
þar á horninu, siðan vestur yfir
Stokksnesgrunn og Horna-
fjarðarál, vesturá Mýragrunnið
og sneið af ýsuslóðinni þar. Þar
að auki fá þeir svo frjálsar
hendur á djúpslóðunum, allan
Þórshrygginn og allan Rósa-
garðinn, út að miðlinutakmörk-
unum móti Færeyjum, og þeirra
hluta hafa þeir svo að sjálfsögðu
að vild sinni.
Ekki lét hin rómaða islenzka
gestrisni sér til skammar verða
við úthlutun Vesturlands-
miðanna. Þar var þeim sagt að
gjöra svo vel að vera eins og
heima hjá sér. Austan frá 22.
lengdargráðu vesturlengdar,
þ.e. austan frá Geitahlið á milli
Herdisarvikur og Krisuvikur,
með ýmsum tilbrigðum frá 25
sjómilna fjarlægöinni frá
grunnlinu. Vestur yfir Grinda-
vikurdýpi, Skerjadýpið, út með
Skerjahryggnum, út yfir Eld-
eyjarboðasvæðið, báðum meg-
in, yfir allan Sandflákann sem
er vestur af boðanum, þar sem
ýsan er full af sildarhrognum
siðari hluta vertiðar, ekki bætir
það klak vorgotssildarinnar.
Sömuleiðis fá þeir allan Reykja-
neshrygginn langt á haf út, allt
karfasvæðið út af Eldeyjar-
bankakantinum, nógu mikið til
þess að ná að toga yfir hornið,
þarsem þorskurinn er þéttastur
á vertiðinni. Allt svæðið þaðan
norður á Breiðafjarðarflákann
og að sjálfsögðu allt karfasvæð-
ið þar út til hafs, norður að
Vikurál. Á þessari leið taka þeir
svo frávik frá aðallinunni,
lengra upp á flákann. Mörgum
ókunnugum hefur gengið illa að
skilja hvað þessi hlykkur ætti að
þýða. Þýzku samningamennirn-
ir vissu sinu viti, þarna eru
nefnilega steinbitsmið sem þeir
9
■s
Ekki allt
sem sýnist
Sjónvarp:
BIRTA
Leikrit eftir Erling E.
Halldórsson
Leikstjóri: Þorsteinn Gunnars-
son.
Það er nú dálitið örðugt, að ég
held, að átta sig til hlítar á sjón-
varpsleikriti Erlings Halldórs-
sonar, Birtu, af þvi að sjá það
aðeins einu sinni á sunnudags-
kvöldið. En leikritið vakti þó
nógan áhuga við fyrstu sýn til að
maður væri alveg til með að
horfa á það aftur, og það er satt
að segja meir en sagt verður um
ýms önnur islensk sjónvarps-
leikrit.
Það verður nú engum láð sem
fylgst hefur með verkum
Erlings Halldórssonar að und-
anförnu þótt hann biði hins nýja
leikrits með nokkurri tor-
tryggni. Langsótt tákndæmi og
óhlutstæð orðræða leikrita hans
fyrir svið, Hákarlasólar nú i
vetur og Minkanna fyrir nokkr-
um árum i Iðnó, eru einhvern
veginn ekki til þess fallin að
vekja upp mikla forvitni um
meir af svo góðu, minnsta kosti
ekki hjá undirrituðum. En það
má svo sem vera að þetta sé
einhvers konar fordómur minn,
og aðrir njóti þessara verka
betur. Ég held að Hákarlasól
hafi þrátt fyrir allt verið allvel
tekið eftir þvi sem vænta mátti
á litla sviði Þjóðleikhússins I
vetur. Og þótt leikritið orkaði
ekki aðlaðandi, minnsta kosti
ekki á mig, er ekki þvi neita að
fjarska haglega var farið með
leikinn á sviðinu, leikararnir
lögðu honum til allan þann lifs-
mátt sem þeim var unnt.
Þaö má vera að Birta hafi að
sinu leyti notið sambærilegs at-
lætis i sjónvarpinu. Mér virtist á
sunnudagskvöld að leikurinn
væri tæknilega mjög vel af
hendi leystur, jafnvel með bestu
verkum sjónvarpsins af sinu
tagi, og leikarar gerðu hlut-
verkum og atburðarás mjög
svo ýtarleg og nærfærin skil. Ég
þóttist svo sem vita það fyrir að
Margrét ólafsdóttir væri góð
leikkona, en eiginlega tók hún
öllum vonum fram i hlutverki
hinnar vonblekktu þingmanns-
konu: svipfar, látbragð, allt
upplit hennar réð áreiðanlega
ekki minnu um það en efnis-
atriði hlutverksins hversu trú-
verðug þessi kona varð. Gunnar
Eyjólfsson hefur i vetur notið
sin vel I leikritum Erlings
Halldórssonar. Og Jón þing-
maður, aðdáandi Kennedys og
Brandts, galvaskur og drengi-
legur og allur á yfirborðinu, og
svo galtómur undir niðri, það
var mannlýsing sem lá alveg
opin fyrir honum, hlutverk sem
hæfði leikaranum eins og hanski
hendinni.
með einkennilega tjáningalaus-
um, lokuðum svip i hlutverkinu,
hvort sem það var með ráðum
gert. En það er að visu ekki
samband og ástriður þeirra
þingmannsins sem einkum
vekja eftirtekt á atburðum
leiksins, heldur lýsing og afdrif
eiginkonunnar.
En óneitanlega eru ýmsir
lausir endar i þessari frásögn,
efnisatriði sem frekar vekja upp
spumingar en svara þeim. Það
er t.a.m. hreint ekki ljóst hvaða
gildi hin „róttæka” fortið
Geirþrúðar þingmannskonu
hefur fyrir lýsingu hennar né
framvindu atburða i leiknum,
þótt allmikil áhersla væri á
þetta efni lagt framan af leikn-
um og einkar haglega farið meö
myndefni sem að þvi laut,
fréttamyndir frá 30.mars 1949
að ég hygg.
Segja má að meginefni,
mannlýsingar og atburðarás i
Birtu sé allt „raunsæislegt”. En
það er að visu alla tið ljóst að
ekki er allt sem sýnist. Hinu
raunsæislega aðalefni tengist
annars konar efni, öfgafengið
allt að hinu afkára. Svo er um
stuttan þátt af frænku Birtu,
sem Guðrún Stephensen dró upp
af henni fjarska klára mynd, og
það á lika við um heimilishætti
þeirra Birtu, Balda
OLAFUR
JÓNSSON
Birta virðist mér frábrugðið
leikrit hinum fyrri verkum
Erlings Halldórssonar að þvi
leyti til að þar er ekki eða ekki i
fyrsta lagi stilað upp á að
skipa saman meir eða minna
annarlegum táknum I kerfi ein-
hvers konar dæmisögu. Leikrit-
ið segir til þess að gera einfalda
sögu, tiltölulega aðgengilegum
hætti. Það er algeng ástarsaga
— um mann á milli tveggja
kvenna — hinnar tryggu og trú-
föstu eiginkonu, dygga félaga i
barnlausu hjónabandi þeirra, og
ungu og frjóu ástkonu: Ingi-
björg Jóhannsdóttir lék ungu
stúlkuna, Birtu, falleg stúlka en
Leiklist
guðfræðings: Jóns Hjartar-
sonar og Dússa, hins vitfirrta
vinar þeirra og pislarvotts sem
Jón Júliusson lék.
Ég verð að játa það að ég hef
ekki tiltæka neina eindregna
ráðningu á þessu efni og
samhengi hinna sundurleitu
þátta þess eftir að horfa á leik-
inn einu sinni á sunnudags-
kvöld. En min reynsla var sem
sésúaðfólkiðog frásagnarefnin
vakti strax forvitni áhorfandans
og hélt huga hans meðan leikrit-
ið varaði á skjánum, að maður
biður nýrra verka Erlings
Halldórssonar með meiri áhuga
eftir sjónvarpsleikritið en áður.
Jón Hjartarson og Jón Júliusson I hlutverkum sinum.
leggja mikið upp úr vissa tima
ársins. Auvitað fengu þeir það
fyrir hálft orð.
Það sem ótalið er er þó sár-
Kjallarinn
Sigurður Guðjónsson
grætilegast að afhenda þeim til
frálsra afnota. Það er allur
kanturinn frá Vikurálnum
austur yfir Halann, austur yfir
djúpálinn, áfram austur yfir
Þverál og áfram. Allt þetta
svæði eru þorskmið, ásamt
karfa og ufsa. Halinn og öll
þessi siðasttöldu mið hafa verið
lifæö togaraflota okkar allar
götur siðan 1924. Mikilvægi
þeirra fer sifellt vaxandi með
útgerð stórra netabáta en þeim
fjölgar- sifellt. Hópast þeir sam-
an á vetrarvertiðinni i Eyrar-
bakkabug og Eldeyjar-
banka svo að ekki er mögulegt
lengur að kasta þar trolli. Mega
togarar okkar illa við þvi að
missa neitt af djúpmiðunum
sem þeir hafa áður haft og út-
lendingum þarf að fækka þar en
fjölga ekki. Þar að auki veitir
okkur ekki af að nýta okkar
karfa- og ufsamið sjálfir. Þótt
þeim fisktegundum væri mokað
i sjóinn um árabil, meðan nóg
var af þorski, þá er það liðin tið
og nú teljast þessar tegundir til
nytjafiska og magn þeirra ekki
of mikið, svo skammt mun þess
að biða að gæta verði hófs i veiði
þeirra.
Þjóðverjar lofa að veiða ekki
nema fimm þúsund tonn af
þorski, en það má segja það öðr-
um en mér að þeir kasti honum
fyrir borð þegar þar að kemur,
enda kemur það út á eitt, sá
fiskur er dauður hvort sem er
sem inn á skip kemur.
Mikil andstaða er nú gegn
frekari samningum þvi fleiri
þjóðir eiga eftir að ganga á lagið
og heimta sinn skammt. Enda
sjá þær að Þjóðverjar fengu allt
sem þeir fóru fram á, og auðvit-
að telja þeir sér misboðið með
þvi að vera afskiptir.
Fiskifræðingar okkar hafa
varað við ofveiði, og allir lands-
menn vita að álit þeirra er rétt,
og margir útlendingar lika. Þó
eru menn að tala um að ieggja
islenzkum fiskiskipum um leið
og þeir sömu menn vilja semja
útlend skip inn á miðin. Auðvit-
að þýðir sú ráðstöfun landauðn
fyrir mörg byggðarlög Islands.
Það er þvi full ástæða til þess
að hugsa sig tvisvar um áður en
fleiri mistök eru gjörð.