Dagblaðið - 20.01.1976, Síða 10

Dagblaðið - 20.01.1976, Síða 10
nágblaöiö: Þriöjudagur 20. janúar 1976. 10 (I íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Bieler sigraði í Morzine! — skaut Gros og Stenmark aftur fyrir sig. Klammer varð fyrstur í bruni Úrslitin í Þýzkalandi Heimsbikarkeppnin á skiöum hélt áfram um helgina — og að þessu sinni fór karlakeppnin fram i Morzine I Frakklandi. Eins og áður var keppnin geysihörö — þar var barizt um hundraðasta úr sekúndu. I stórsviginu kom nokkuð á ó- vartsigur ttalans Franco Bieler. Hann varð 46hundruðustu úr sek- úndu fljótari en landi hans Piero Gros. Þriðji varð svo Sviinn ungi — Ingemar Stenmark. Honum tókst ekki mjög vel upp i keppn- inni i Morzine — en náði þrátt fyr- ir það þriðja sæti. Ef við li'tum á timana: samanl. 1. FrancoBieler........2.59.32 2. Piero Gros..........2.59.78 3. Ingemar Stenmark ...... 3.00.31 4. Hans Hinterseer.....3.00.83 5. Gustavo Thoeni .....3.01.16 Heimsbikarhafinn — Italinn Gustavo Thoeni — virðist aðeins vera að rétta úr kútnum —■ en þó hefur honum ekki enn tekizt að hrista nógu vel af sér slenið. Eng- inn efast um frábæra tækni Ital- ans —en einhvern veginn vantar neistann. Það þarf vart að taka fram hver sigraði i bruni, hver annar en Franz Klammer frá Austur- riki. Nú nálgast Olympiuleikarnir óðum og menn velta vöngum yfir hver hljóti gullin þar — liklegast- ur i bruninu er Klammer. En þar eru margir um hituna — og Klammer hefur sagt að sá sem hann þurfi að sigra til að hljóta gullið i Innsbruck sé Svisslend- ingurinn Bernhard Russi — sem varð annar um helgina. Naumt varð á milli þeirra — og i Inns- bruck mega engin mistök koma fyrir —þá er draumurinn búinn. I Morzine sýndu bæði Russi og Klammer mikið öryggi. Úrslitin urðu: 1. Franz Klammer, Austurr. 1.54.24 2. Bernhard Russi, Sviss 1.54.33 — naumtvar það. 3. AntonSteiner, Austurriki 1.54.88 4. Klaus Eberhard, Austurr. 1.55.55 Eintracht Brunswick — Bayern Munchen 1-1 Bremen — Bochum 4-1 Fortuna Dusseldorf — Duisburg 1-3 Fredricia ófram Fredricia KFUM komstáfram i Evrópukeppni meistaraliða þeg- ar liðsmenn töpuðu fyrir finnska liðinu Sparta 20-16.' Þessi sigur Finnanna kom mjög á óvart — en hann dugði alls ekki. Danirnir unnu fyrri leikinn 26-11 þannig að þeir komast áfram á betra markahlutfalli — 42-31. Danirnir tóku leikinn ekki al- varlega — og þóttu leika kæru- leysislega enda með óvinnandi forskot. 5. Werener Grissmann, Austurr. 1.55.73 Þeim gekk þvi vel Austurrikis- mönnunum i bruni — af fimm efstu mönnum eiga þeir fjóra efstu i Morzine. Ekki er að efa að þeir verða þvi enn harðari á heimavelli — I Innsbruck Austur- riki. Rétt eins og Austurrikismönn- um gekk vel i bruninu — þá voru Italirnir sigursælir i stórsviginu. En litum þá á samanlagðan stigafjölda i keppninni um heims- bikarinn — þ.e. úr svigi, stórsvigi og bruni: 1. Ingemar Stenmark .... 141 stig 2. Piero Gros ......140 ” 3. FranzKlammer.....131 ” Þrlr góöir saman — Björgvin Schram, fyrrum formaöur KSt, Sveinn Zöega, stjórnarmaöur og varafor- maöur KSÍ I mörg ár — ásamt afmælisbarninu Jóni Maenússvni, fvrruin varaformanni KSÍ, sem lét ný- iega af störfum eftir áratuga fórnfúst starf í þágu iþróttahreyfingarinnar. Jón varö 65 ára um helgina. Heil umferö var leikin í þýzku Bundesligunni um helgina. Sifellt sigur á ógæfuhliöina hjá Kickers Offenbach — töþuöu illa á heima- velli. Hins vegar viröist Bayern Munchen eitthvaö vera aö rétta úr kútnum, liösmenn geröu jafn- tefli á útivelli. Meistararnir Borussia Mönchengladbach halda enn sinu striki og sigruöu. Þeir hafa nú örugga forystu I deildinni. En litum á úrslitin. Bayern Uerdingen — Rot Weiss Essen 1-1. Kicker Offenbach — FC Kaiser- lautern 1-4 Schalke — Hamborg 0-1 Karlsruher —Eintrach Frankfurt 1-0 Köln — Hertha Berlin 1-0 Borussia Mönchengladbach — Hannover 2-0 Keppnin er geysilega hörð og skemmtileg —Sviinn aðeins stigi á undan Gros. Konurnar háðu sina hildi i Berchtesgaden og þar var keppn- in ekki siður hörð. Frönsku stúlkurnar halda á- fram hinum ágæta árangri sem þær hafa náð upp á siðkastið — Danielle Debernard frá Frakk- landi sigraði i stórsviginu— rétt á undan svissnesku stúlkunni Lise-Marie Morerod. Rosi Mitter- maier varð i fimmta sæti og held- ur þvi enn öruggri forystu i keppninni um heimsbikarinn. En litum á úrslitin: 1. Danielle Debem., Frakkl. 1.02.17 2. Lise-Marie Morerod, Sviss 1.02.24 3. Monika Kaserer, Austurriki 1.02.64 4. Patricia Emonet Frakkl. 1.02.78 5. Fabienne Serrat, Frakkl. 1.02.95 6. Rosi Mittermaier, V-Þýzkal. 1.02.96 7. Márie-Teresa Nadig, Sviss 1.03.39 Olympiumeistarinn frá Sapp- oro — Marie Teresa Nadig heldur áfram á braut sinni i efstu sætin. Eftir slæma byrjun er hún loks að Franco Bieler sigurvegarinn I Morzine i Frakklandi. Hann skaut þar kempunum Gros — til vinstri og Stenmark, sem er til hægri, ref fyrir rass og sigraöi I stórsviginu. ná sér og hver veit nema hún komi á óvart í Innsbruck rétt eins og i Sapporo. 1 stórsviginu sigraði Zech- meister frá V-Þýzkalandi — þetta voru tvö fyrstu stig hennar á þessu keppnistimabili — en Zechmeister varð sigurvegari i heimsbikarkeppninni i svigi ’73—’74. Eftir fyrri umferðina var Pat- ricia Emonet frá Frakklandi fyrst — en hún fór of geyst i sak- irnar i siðari umferðinni og datt. Rosi Mittermeier náði aðeins ni- unda sæti — þrátt fyrir það er hún enn i öruggri forystu i keppninni um heimsbikarinn — með 159 stig. — önnur er Lise Marie Morerod með 120 stig og i þriðja sæti Dannielle Derbernard og Brigitte Toschnig jafnar með 112 stig. Monte Carlo af stoð! — um helgina, þegar 150 bílar hófu keppni fró 7 borgum Monte Carlo kappaksturinn er nú hafinn — um 150 bilar hófu kappaksturinn frá 7 stööum vfös vegar um Evrópu. Aöstandendur keppninnar eru talsvert uggandi um sinn hag — það er vegna veöurs — þeir vilja fá snjó i Alpana svo einhver spenna myndist. Vcður var gott á öllum stöðunum 7 — þeim til mik- illar hrellingar... Hin 4800 kilómetra leið, sem bilarnir aka, er álitin einhver hin erfiðasta i heiminum. Monte Carlo keppnin er um leið talin ein erfiðasta rallykeppni i heiminum. Það sem hefur gert kappakstur- inn svo erfiðan er snjórinn i ölp- unum — og þarf mikla leikni til aö komast áfram þar. Þar sem allan snjó vantar eru menn hræddir um að kappaksturinn verði hættulegri fyrir bragðið. Jú, öku- menn munu fara mun hraðar — og það skapar hættu i snarbrött- um hliðum Alpanna. Brottfarar- staðir voru viðs vegar um Evrópu — London, Róm, Kaupmanna- höfn, Frankfurt, Almeria, Varsjá og Paris. Meðal þeirra sem lik- legastir eru taldir til að vinna Monte Carlo eru ttalinn Sandro Muncari og Björn Waldegaard frá Sviþjóð — þeir aka Lancia, en meðal bilategunda má nefna Ford, Fiat og Opel.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.