Dagblaðið - 20.01.1976, Blaðsíða 13
Pagblaðið. Þriðjudagur 20, janúar 1976.
13
6. Laun undanþegin skv.
6. gr. og B-lið 10. gr.
skattalaganna.
Hér skal færa sömu upphæð
launa og talin hefur verið til tekna
i tekjulið 6, III, falli launin undir
ákvæði 6. gr. skattalaganna um
undanþágu frá tekjuskatti eða
undir ákvæði B-liðar 10. gr.
skattalaganna.
7. 50% af greiddu með-
lagi, sbr. á bls. 1.
Hér skal færa helming þess
greidda meðlags með börnum,
yngri en 17 ára, sem upplýsingar
eru gefnar um á bls. 1, þó að há-
marki sem svarar hálfum barna-
lifeyri úr- almannatryggingum á
árinu 1975 eða mest 46.176 kr.
fyrir hvert barn.
V. Frádráttur.
1. Kostnaður við ibúðar-
húsnæði, sbr. tekjulið 3.
a. Fasteignagjöld: Hér skal færa
fasteignaskatt, brunabótaið-
gjald, vatnsskatto.fi. gjöld sem
einu nafni eru nefnd fasteigna-
gjöld. Enn fremur skal telja
hér með 90% af iðgjöldum svo-
nefndrar húseigendatrygging-
ar, svo og iðgjöld einstakra
vatnstjóns-, gler-, fok-, sót-
falls-, innbrots-, brottflutnings-
og húsaleigutapstrygginga.
Hérskal þó eingöngu færa þann
hluta heildarupphæðar þessara
gjalda af fasteign sem svarar
til þess hluta fasteignarinnar
sem tekjur eru reiknaðar af
skv. tölulið 3, III.
b. Fyrning: Hér skal færa sem
fyrningu eftirtalda hundraðs-
hluta af fasteignamati þess
ibúðarhúsnæðis, að meðtöldum
bilskúr, sení tekjur eru reikn-
aðar af skv. tölulið 3, III:
Af ibúðarhúsnæði úr stein-
steypu 1%
Af ibúðarhúsnæði hiöðnu úr
steinum 1,3%
Af ibúðarhúsnæði úr timbri
2,0%
(Ath: Fyrning reiknast ekki af
fasteignamati lóða.)
c. Viðhald: Hér skal færa við-
haldskostnað þess ibúðarhús-
næðis, að meðtöldum bilskúr,
sem tekjur eru reiknaðar af
skv. tölulið 3, III. Tilgreina skal
hvaða viðhald hefur verið
framkvæmt á árinu. 1 liðinn
„Vinna skv. launamiðum” skal
færa greidd laun, svo og
greiðslur til verktaka og verk-
stæða fyrir efni og vinnu skv.
launamiðum. I liðinn „Efni”
færist aðkeypt efni til viðhalds
annað en það sem innifalið er i
greiðslum skv. launamiðum.
Vinna húseiganda við viðhald
fasteignar færist ekki á viðhalds-
kostnað nema hún sé þá jafn-
framt færð til tekna.
2. Vaxtagjöld
Hér skal færa i kr. dálk mis-
munartölu vaxtagjalda i C-lið,
bls. 3, i samræmi við leiðbeining-
ar um útfyllingu hans.
3. a. og b. Greitt iðgjald
af lifeyristryggingu.
Færa skal framlög framtelj-
anda sjálfs i a-lið en i b-lið fram-
lög eiginkonu hans til viður-
kenndra lifeyrissjóða eða greidd
iðgjöld af lifeyristryggingu til
viðurkenndra vátryggingarfé-
laga eöa stofnana. Framlög laun-
þega i lifeyrissjóði eru öll lögboð-
in og þvi án hámarkstakmark-
ana. Nafn lifeyrissjóðsins, vá-
tryggingarfélagsins eða stofnun-
arinnar færist i lesmálsdálk.
Frádráttur vegna framlaga
þeirra, sem hafa með höndum
sjálfstæða starfsemi eða atvinnu-
rekstur er háður hámarkstak-
mörkunum bæði skv. D-lið 13. gr.
skattalaganna og undanþágu-
heimild fjármálaráðuneytisins
frá þvi hámarki sem fram kemur
i fyrrnefndri lagagrein. Reglur
hinna ýmsu lifeyrissjóða eða
tryggingaraðila um hámarksfrá-
drátt þeirra, sem hafa með hönd-
um sjálfstæða atvinnu eða at-
vinnurekstur, eru mismunandi og
er þvi rétt fyrir þá framteljendur,
sem eru þátttakendur i þessum
sjóðum eða hafa annars konar lif-
eyristryggingu, að leita upplýs-
inga hjá viðkomandi stofnun ef
þeim er ekki ljóst hvaða upphæð
skuli færa til frádráttar. begar
aðili að lifeyrissjóði greiðir bæði
iðgjald sem launþegi og sjálf-
stæður atvinnurekandi er hann
háður ákvörðun fjármálaráð-
herra um hámarksfrádrátt ið-
gjalda skv. D-lið 13. gr. skattalag-
anna sem sjálfstæður atvinnurek-
andi en lögboðið framlag hans
sem launþegi er allt frádráttar-
bært.
4. Iðgjald af lifsábyrgð.
Hér skal færa greitt iðgjald af
liftryggingu. Hámarksfrádráttur
er 43.500 kr. (Rétt er þó að rita í
lesmálsdálk raunverulega
greidda fjárhæð ef hún er hærri
en hámarksfrádráttur.)
5. Stéttarfélagsgjald.
Hér skal færa iðgjöld sem laun-
þegi greiðir sjálfur beint til stétt-
arfélags sins, sjúkrasjóðs eða
styrktarsjóðs, þó ekki umfram
5% af launatekjum.
6. Greitt fæði á sjó ....
dagar.
Hér skal rita sama dagafjölda
og Aflatryggingarsjóður greiddi
hlutdeild i fæðiskostnaði fram-
teljanda. Siðan skal margfalda
þann dagaf jölda með tölunni 64 og
færa útkomu i kr. dálk.
Greiðslur Aflatryggingarsjóðs
til útvegsmanna upp i fæðiskostn-
að skipverja á bátaflotanum skal
framteljandi hvorki telja til tekna
né frádráttar.
Hafi Aflatryggingarsjóður dcki
greitt framlag til fæðiskostnaðar
framteljanda á þilfarsbát undir
12rúmlestum, opnum bát eða bát
á hrefnu- eða hrognkelsaveiðum
skalmargfalda fjölda róðrardaga
með tölunni 340 og færa útkomu i
kr. dálk.
7. Sjómannafrádr. mið-
aður við slysatryggingu
hjá útgerðinni .... vikur.
Sjómaður, lögskráður á is-
lenskt skip, skal rita hér þann
vikufjölda, sem hann var háður
greiðslu slysatryggingariðgjalda
hjá útgerðinni enda ráðinn sem
sjómaður. Ef vikurnar voru 18
eða fleiri skal margfalda viku-
fjöldann með tölunni 4792 og færa
útkomu i kr. dálk. Hafi vikurnar
verið færri en 18 skal margfalda
vikufjöldann með tölunni 654 og
færa útkomu i kr. dálk.
(Skýring: 654 kr. á viku, hvort
sem vikurnar voru fleiri eða
færri, dragast frá vegna hlifðar-
fatakostnaðar en þeir, sem voru
lögskráðir á islensk skip ekki
skemur en 4 mánuði á árinu, fá
auk þess sérstakan frádrátt 4.138
kr. á viku eða samtals 4.792 kr.
fyrir hverja viku sem þeir voru
lögskráðir.)
Hlutaráðnir menn skulu og
njóta sama frádráttar þótt þeir
séu eigi lögskráðir enda geri út-
gerðarmaður fulla grein fyrir
hvernig hlutaskiptum er farið og
yfir hvaða timabil launþegi hefur
tekið kaup eftir hlutaskiptum.
8. 10% af beinum tekj-
um sjómanns eða hluta-
ráðins landmanns af
fiskveiðum.
Hér skal færa 10% af beinum
tekjum sjómanns af fiskveiðum á
islenskum fiskiskipum, þ.m.t.
hvalveiðiskipum. Sama gildir um
beinar tekjur hlutaráðins land-
manns af fiskveiðum. Sjómaður,
sem jafnframt er útgerðarmaður
fiskiákipsins, skal njóta þessa
10% frádráttar af hreinum tekj-
um fiskiskipsins af fiskveiðum
eða hlut, hvort sem lægra er.
Þessi frádráttur reiknast ekki
af öðrum tekjum sem sjómaður
eða hlutaráðinn landmaður kann
að hafa frá útgerðinni.
9. 50% af launum eig-
inkonu.
Hér færast 50% þeirra launa
eiginkonu sem talin eru i tölulið
12, III, enda hafi hún aflað þeirra
sem launþegi hjá vinnuveitanda
sem á engan hátt er tengdur
henni, eiginmanni hennar eða ó-
fjárráða börnum rekstrarlega
eða eignarlega. Sama gildir um
laun sem eiginkonan hefur aflað
sem launþegi hjá hlutafélagi þótt
hún, eiginmaður hennar eða ó-
fjárráða börn eigi eignar- eða
stjórnaraðild að hlutafélaginu,
enda megi ætla að starf hennar
hjá hlutafélaginu sé ekki vegna
þessara aðilda.
10. Frádráttur vegna
starfa eiginkonu við
atv.r. hjóna o.fl.
Hér færast 50% eftirtalinna
tekna eiginkonu, þó að hámarki
167.500 kr.
(1) Tekna af atvinnurekstri sem
hún vinnur við og er i eigu
hennar eða af sjálfstæðri
starfsemi sem hún rekur.
(2) Tekna vegna starfs við at-
vinnurekstur eða sjálfstæða
starfsemi eiginmanns hennar.
(3) Launa vegna starfs við at-
vinnurekstur eða sjálfstæða
starfsemi ófjárráða barns
(barna) hjónanna.
(4) Hluta hennar af tekjum af
sameiginlegum atvinnu-
rekstri eða sjálfstæðri starf-
semi hjóna, metins miðað við
beint vinnuframlag hennar
við öflun teknanna.
(5) Launa frá sameignarfélagi
sem hjónin eða óf járráða börn
þeirra eru aðilar að eða hluta-
félagi, enda megi ætla að starf
hennar hjá hlutafélaginu sé
vegna eignar- eða stjórnar-
aðildar hennar, eiginmanns
hennar eða ófjárráða barna.
11. Sjúkra- eða slysa-
dagpeningar.
Hér'skal færa sjúkra- og slysa-
dagpeninga frá almannatrygg-
ingum, sjúkrasamlögum og
sjúkrasjóðum stéttarfélaga sem
jafnframt ber að telja til tekna i
tölulið 9, III.
12. Annar frádráttur.
Hér skal færa frá frádráttarliði
sem áðureru ótaldir og heimilt er
að draga frá tekjum. Þar til má
nefna:
(1) Afföll af seldum verðbréfum
(sbr. A-lið 12. gr. laga).
(2) Ferðakostnað þeirra fram-
teljenda sem fara langferðir
vegna atvinnu sinnar.
(3) Fargjaldakostnað með áætl-
unarbifreið milli heimilis og
vinnustaðar hjá þeim sem
daglega þurfa að fara 50 km
leið fram og til baka til að
sækja vinnu sina. Samsvar-
andi upphæð má draga frá ef
notað er annað flutningatæki.
A sama hátt mega þeir, sem
húsnæðisaðstöðu hafa á
vinnustað frá vinnuveitanda,
draga frá tekjum sinum far-
gjald i samræmi við tilhögun
vinnu á hverjum stað, þó eigi
hærra en svarar til einnar
ferðar fram og til baka fyrir
hverja viku.
(4) Gjafir til menningarmála,
visindalegra rannsóknar-
stofnana, viðurkenndrar likn-
arstarfsemi og kirkjufélaga
(sbr. D-lið 12. gr. laga). Skil-
yrði fyrir frádrætti er að
framtali fylgi kvittun frá
stofnun, sjóði eða félagi sem
rikisskattstjóri hefur veitt
viðurkenningu skv. 36. gr.
reglugerðar nr. 245/1963.
(5) Kostnað við öflun bóka, tima-
rita og áhalda til visindalegra
og sérfræðilegra starfa, enda
sé þessi kostnaðarliður studd-
ur fullnægjandi gögnum (sbr.
E-lið 12. gr. laga).
(6) Frádrátt frá tekjum hjóna
sem géngið hafa i lögmætt
hjónaband á árinu, 159.900 kr.
(7) Frádrátt v/björgunarlauna
(sbr. B-lið 13. gr. laga).
(8) Námsfrádrátt meðan á námi
stendur skv. mati rikisskatt-
stjóra. Tilgreina skal nafn
skóla og bekk. Nemandi, sem
náð hefur 20 ára aldri, skal út-
fylla þar til gert eyðublað um
námskostnað óski hann eftir
að njóta réttar til frádráttar
námskostnaðar að námi
loknu, sbr. næsta tölulið.
(9) Námskostnað sem stofnað
var til eftir 20 ára aldur og
veitist til frádráttar aö námi
loknu, enda hafi framteljandi
gert fullnægjandi grein fyrir
fjáröflun og kostnaði á fram-
tali og á þar til geröum eyðu-
blöðum eða sent ósk um að
mega vera undanþeginn
greinargerðum á sérstökum
eyðublöðum en fá i þess stað
metinn heildarkostnað og skv.
meðalnámstimalengd við við-
komandi námsgrein (sbr.
E-lið 13. gr. laga og B-lið 35.
gr. reglugerðar, dags. 2. jan.
1976).
(10) Afskrift heimæðargjalds
v/hitaveitu, heimtaugar-
gjalds v/rafmagns og stofn-
gjalds v/vatnsveitu i eldri
byggingar 10% á ári næstu 10
árin eftirað hitaveita, raflögn
eða vatnslögn var innlögð
(tengd).
Ofangreind stofngjöld
vegna innlagna (tenginga) i
nýbyggingar teljast með
byggingakostnaði og má ekki
afskrifa sérstaklega.
Um útfyllingu stafliða
A-liður, bls. 3.
a. Eignfærsla.
1 þessum staflið framtals ber
þeim sem ekki eru bókhalds-
skyldir að sundurliða eins og þar
segir til um allar framtalsskyldar
og skattskyldar innstæður i bönk-
um, sparisjóðum og löglegum
innlánsdeildum félaga, sbr. á-
kvæði 21. gr. skattalaganna, svo
og verðbréf sem hlita framtals-
skyldu og skattskyldu á sama
hátt skv. sérstökum lögum. Þess-
ar tegundir eigna eru fram-
talsákyldar og skattskyldar til
jafns við skuldir frafnteljanda og
ber að tilgreina upphæð hverrar
eignar i dálknum „Upphæð kr.
með vöxtum”. Til skulda i þessu
sambandi teljast þó ekki eftir-
stöðvar fasteignaveðlána að há-
marki 1,700.000 kr. ef þau voru
tekin til 10 ára eða lengri tima og
sannanlega notuð til að afla fast-
eigna eða endurbæta þær. Hafi
framteljandi einungis talið fram-
talsskylda og skattskylda eign i
þessum staflið ber að færa sam-
tölu slikra eigna i linuna „Skatt-
skyldar innstæður, verðbréf og
vextir.... alls kr.” og færa upp-
hæðina siðan i kr. dálk töluliðar 7,
I, (Inneignir) i framtali. Hafi
framteljandi hins vegar talið
fram allar umræddar eignir sinar
i þessum staflið ber að færa sa m-
tölu þeirra i þar greindar reit en
draga þar frá upphæð skatt-
frjálsra eigna (þ.e. þær eignir
sem eru umfram aðrar skuldir
skv. C-lið en áður umrædd fast-
eignaveðlán) og færa mismun
(þ.e. upphæð jafna öðrum skuld-
um en áður umræddum fast-
eignaveðlánum) i þar til gerðan
reit fyrir skattskyldar eignir og
færa upphæðina einnig i kr. dálk,
tölulið7, I, (Inneignir) i framtali.
1 A-lið á bls. 3 skal auk nefndra
innstæðna og verðbréfa færa
skyldusparnaðarupph. skv. VII.
kafla laga nr. 11/1975. Einnig má
færa þar skyldusparnaðarinn-
stæður skv. III. kafla laga nr.
30/1970. Ef nefndar skyldusparn-
aðareignir eru taldar i A-lið þá
skulu þær frádregnar i þar til ætl-
aðri linu ásamt öðrum skatt-
frjálsum eignum áður en fært er i
tölulið 7, I á 1. bls. framtals.
Skyldusparnaðarupphæðin skv.
lögum nr. 11/1975 er framtals-
skyld en ekki skattskyld, en
skyldusparnaðarinnstæðurnar
skv. lögum nr. 30/1970 eru hvorki
framtalsskyldar né skattskyldar
þótt heimilt sé að telja þær fram.
Skuldir umfram hámark fast-
eignaveðlánaskerða ekki skatt-
frelsi skyldusparnaðareigna.
b. Vaxtafærsla
Þeim sem ekki eru bókhalds-
skyldir ber að sundurliða reikn-
aðar, greiddar og gjaldfallnar
vaxtatekjur af framtalsskyldum
og skattskyldum eignum skv.
a-lið og tilgreina vaxtatekjurnar í
dálknum „Vaxtatekjur kr.”. (Um
áfallnar vaxtatekjur, sjá sam-
eiginlegar leiðbeiningar um út-
fyllingu A-, B- og C-liöa.) Enn
fremur skal tilgreina skattskylda
vexti af útteknum innstæðum og
innleystum verðbréfum á árinu.
Hafi framteljandi einungis talið
skattskylda eign og skattskyldar
vaxtatekjur þar af i þessum
starfslið ber að færa samtölu
vaxta i kr. dálklinunnar „Skatt-
skyldar innstæður, verðbréf og
vextir....alls kr.”. Um innfærslu
vaxta I tölulið 4, II, visast til leið-
beininga um úftyllingu B-liðar
framtals. Hafi framteljandi hins
vegar talið fram állar framan-
greindar eignir sinar ber einnig
að færa i dálkinn „Vaxtatekjur
kr.” alla reiknaða, greidda og
gjaldfallna vexti af þessum eign-
um en draga siðan frá skatt-
frjálsa vexti miðað við hlutfall
skattfrjálsra eigna og færa niður-
stöðu i kr. dálk skattskyldra
vaxta. Um innfærslu vaxta i tölu-
lið 4, III, visast til leiðbeininga
um útfyllingu B-liðar.
c. Bókhaldsskyldir aðilar.
Bókhaldsskyldum aðilum ber
að færa allar áður umræddar
eignir og vexti af þeim i bækur
sinar og ársreikninga, sbr. 3.
mgr. 21. gr. skattalaganna, en um
framtalsskyldu og skattskyldu
þessara eigna og vaxtatekna af
þeim visast til sfðustu málsgrein-
ar 1. töluliðar I. kafla og 4. og 5.
málsgreinar 1. töluliðar III. kafla
leiðbeininganna.
B-liður, bls. 3.
1 þessum staflið framtals ber að
sundurliða eins og þar segir til
um allar verðbréfaeignir sem
ekki bar að telja fram skv. A-lið
(vixlar teljast verðbréfaeign)
þótt geymdar séu i bönkum eða
séuþar tilinnheimtu. Enn fremur
allar útistandandi skuldir, stofn-
sjóðsinnstæður, inneignir i
verslunarreikningum o.fl. að
meðtöldum ógreiddum vöxtum og
færa i dálkinn „Upphæð kr.”.
Samtölu þessara eigna skal siðan
færa i tölulið 9, I, (Verðbréf
o.s.frv.) i framtali.
1 dálknum „Vaxtatekjur kr.” ber
að tilgreina allar reiknaðar,
greiddar og gjaldfallnar vaxta-
tekjur af þessum eignum og sams
konar eignum sem innleystar
hafa verið á árinu (Um áfallnar
vaxtatekjur, sjá sameiginlegar
leiðbeiningar um útfyllingu A-, B-
og C-liða.) Samtölu þessara
vaxtatekna, ásamt samtölu
skattskyldra vaxtatekna skv.
A-lið en að frádregnum vaxta-
tekjum af stofnsjóðsinnstæðum.
ber að færa i þar til gerðan reit i
B-lið og færa siðan upphæðina i
tölulið 4, III, (Vaxtatekjur) i
framtali.
C-liður, bls. 3.
t þessum staflið framtals ber að
sundurliða eins og þar segir til
um allar skuldir i árslok og færa
upphæðþeirra i dálkinn „Upphæð
kr.” og merkja með X ef við á.
Enn fremur ber að færa hér
skuldir umfram eignir skv. efna-
hagsreikningi, sbr. siðustu mgr.
1. töluliðar I. kafla leiðbeining-
anna. Samtölu skulda skal siðan
færa i tölulið II á fyrstu siðu
framtals.
t dálknum „Vaxtagjöld kr.”
ber að tilgreina öll greidd og
gjaldfallin vaxtagjöld af til-
greindum skuldum, svo og af
skuldum sem greiddar hafa verið
upp á árinu og færa niðurstöðu
dálksins i' linuna „Skuldir alls og
vaxtagjöld allskr.”enfrá þessari
niðurstöðu ber að draga heildar-
upphæð þeirra vaxtagjalda sem
hér hafa verið tilgreind en eru
jafnframt færð á rekstraryfirlit
skv. tekjuliðum 1 og 2, III, i fram-
tali. Mismun þessara upphæða
ber að færa i linuna „Vaxtagjöld.
mismunur kr.” og sömu upphæð
skal siðan færa i tölulið 2, V,
(Vaxtagjöld) i framtali. (Um
áfallin vaxtagjöld, sjá sameigin-
legar leiðbeiningar um útfyllingu
A-, B- og C-liða.)
A-, B- ogC-liðir, bls. 3. —
Sameiginlegar leiðbein-
ingar.
Um áfallna vexti.
t stað þess að telja véxti til
tekna og frádráttar eins og þeir
eru reiknaðir, greiddir og gjald-