Dagblaðið - 31.01.1976, Page 12

Dagblaðið - 31.01.1976, Page 12
PagblaðiO. Laugardagur 31. janúar 1976. 12 r Hœttir ekki oð syngja meðan ■ : . einhver vili hlusta a hann Á þriðja hundrað hljómleikar ó nœstu tveim órum Máltækið „Enginn er spá- maður i sinu föðurlandi” sann- aðist áþreifanlega á söngvaran- um Roger Whittaker sem hefur sannarlega sungið sig inn i hjörtu fólks um gjörvallan heim, einnig i Englandi þar sem hann settjst að. Roger Whittaker, sem fæddist i Nairobi i Kenya, lærði að leika á gitar þegar hann var ungur drengur. Hann tileinkaði sér fljótlega afrisk þjóðlög og önnur vinsæl lög sem hann heyrði. Þegar hann var i hernum skemmti hann félögum sinum með söng og gitarleik og naut vinsælda meðal þeirra. Þetta varð til þess að hann ákvað að feta listabrautina. Á meðan hann var við háskólanám, eftir að herþjónústu lauk, notaði hann hvert tækifæri sem gafst til þess að syngja. Þetta tafði ó- neitanlega fyrir honum i nám- inu en engu að siður lauk hann prófi i lifeðlisfræði og náttúru- fræði. Skömmu siðar, eða árið 1962, ákvað Roger að ganga listabrautina eingöngu. Það gekk þó ekki betur en svo að hann ,,sló ekki i gegn” fyrr en árið 1967 á tónlistarhátið i Knokke i Belgiu. Það var með laginu Ef ég væri rikur sem svo sannarléga færði honum bæði rikidæmi og frægð um gjörvallan heim. Hann hefur siðan þá ferðazt viða og haldið hljómleika. Má nefna staði eins og Finnland og Nýja Sjáland, Danmörku, Sviþjóð, Frakkland, Belgiu og Kanada, og auðvitað hefur hann öðlazt mikla frægð i „heimalandinu”, Englandi. Sjónvarpið islenzka hefur nokkrum sinnum sýnt þætti með Roger Whittaker og á þökk skil- ið fyrir. Gaman væri að fá að heyra i honum aftur. Roger hefur gefið út fjöldann allan af hljómplötum. Hann syngur ekki bara og leikur held- ur semur hann mörg laganna sjálfur. — Seld hafa verið á fjórðu milljón eintaka af nýjustu plötunni hans en á henni eru m.a. lögin ,,I don’t believe in it anymore”, „Mamy blue” og ,,The last farewell”. Rogér var i sinni fimmtu heimsókn til Danmerkur i fyrri viku og söng þar við mikinn fögnuð áheyrenda. Hann ætlar að haida enn eina hljómleika þar 3. febrúar næstkomandi og er löngu uppselt á þá hljóm- leika. Hann sagði i blaðaviðtali að aukin plötusala hans gerði það að verkum að nú yrði hann að halda fleiri hljómleika en nokkru sinni fyrr. Ráðgerðir erú 80hljómleikar árið 1976 og 125 á árinu 1977. „Ekkert getur fengið mig til : ■■■'■ ■. V ■ •• •. ■ ■ Bíða hvað! þetta er óþolandi!! / Þvilíkur > dónaskapur! Þetta gerir mann trylltan! Algerlega s. óðan! ^ Augnablik, eitt orð... Biddu andartak "'»• klikk , Þeirskulu finna fyrirþví, þegar ég kæri. , .eitt að láta þig biða svona! Gerir ekkert til, góða! rlvað þykist þetta hyski vera? Minn tími erdýrmætur!! ,

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.