Dagblaðið - 12.03.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 12.03.1976, Blaðsíða 7
Dagblaðið. Föstudagur 12. marz 1976. Erlendar fréttir REUTER Goldið ísömu mynt: Lagt hald á alla fjármuni Ródesíumanna í Mósambík Ródesíustjórn hefur lagt hald á alla fjármuni Mósambík í landinu, að því er David Smith, fjármálaráðherra Ródesíu, skýrði frá í Salisbury. Sagði ráðherrann, að meðal þess sem hald hefði verið lagt á, væru bankainnistæður mósambíkskra banka og verzlunarfyrirtækja. Er hér um að ræða hefndaraðgerðir fyrir svipaðar aðgerðir Mósambík-stjórnar í síðustu viku, þegar landamærum Mósambík og Ródesíu var lokað og viðskiptaþvinganir settar á. Fjármálaráðherrann sagði einnig, að stjórn hans myndi setja bann við öllum skuldagreiðslum Ródesíu- manna til Mósambík. Þessar greiðsl- ur ættu að koma í ríkiskassann í staðinn, sagði hann, og þar með væri skuldunauturinn laus allra mála. Ekki er vitað hversu mikla peninga stjórnir landanna hafa lagt hald á hvor hjá annarri. Áreiðanlegar heimildir í Salisbury eru bornar fvrir því að Ródesía skuldi nágrannabjóð sinni sem svarar 1 /0 milljónum krona fyrir járn- brautarlagningu og sitthvað fleira. Samningaviðræður Smiths forsætisráðherra og Nkomos, leiðtoga blökkumanna í Ródesíu halda áfram. I gær áttu þeir lengsta funa sinn til þessa en hvað þar gerðist hefur ekkert verið saet um. Wiesentahl: Nasistaveiðarnar orðnar kapphlaup við tímann 1979 fyrnist yfir stríðsglœpi nasista í Þýzkalandi 15-20 ára fangelsi fyrír Gallagher og Coyle Irski skæruliðinn Eddie Gallagher hefur verið dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að ræna hollenzka iðnrekand- anum dr. Tiede Herrema. Sam- starfsmaður Gallaghers, Marian Coyle, var dæmd í fimmtán ára fangelsi. Tvímenningarnir, sem bæði eru félagar í frska lýðveldishernum, héldu dr. Herr?ma í gíslingu í 36 daga sl. haust og vildu fá tvo félaga sína lausa úr fangelsi í skiptum fyrir Hollendinginn. Grikkland: Papadopoulos sýknaður af morðákœru Gyðingurinn Símon .Wiesentahl, sem frægur er fyrir að hafa uppi á þýzkum stríðsglæpamönnum og leiða þá fyrir rétt, sagði í Chicago í gær að tíminn væri að hlaupa frá honum við að koma upp um verustaði meira en 100 þús. stríðsglæpamanna og koma lögum yfir þá. Wiesentahl hefur komið upp um hundruð nasískra stríðsglæpamanna síðan stríðinu lauk og frægt varð þegar hann hafði upp á Adolf Eichmann. Það er ekki að ástæðulausu að tíminn er orðinn naumur fyrir Wiesentahl því árið 1979 munu stríðsglæpir síðari heimsstyrjaldarinnar verða fyrndir fyrir þýzkum dómstólum. Wiesentahl ér á hælum ljölmargra nasista og þannig segist hann vita um 62 búsetta í Bandaríkjunum og séu það allt menn, sem boðið hefðu sig fram til fjöldamorða á Gyðingum. Hins vegar segir hann að bandaríska kerfið sé svo þungt í vöfum í þessu sambandi að það valdi honum erfíðleik- um. Bendir hann þar á að það tók hann níu ár að koma lögum yfír fyrrum gereyðingabúðastjóra, sem bjó á Long Island. Wiesentahl er nú orðinn 67 ára en óþreytandi í þessari baráttu sinni og líklega aldrei kappsyllri þar sem hann er nú í kapphlaupi við tímann, eftir 1979 verður of seint að leiða stríðs- glæpamenn fyrir dómstóla í Þýzka- landi. George Papadopoulos, fyrrum forscti Grikklands, var í gær sýknaður af því að bera siðfcrðilega ábyrgð á drápi skóladrcngs og ungrar konu fyrsta dag byltingar hans árið 1967. Tveir aðstoðarmcnn hans voru cinnig sýknaðir af svipuðum kærum Hins vcgar hlaut fyrrum liðþjálfí úr hcr hans átta ára fangclsisdóm fyrir morðið á drongn- um og fyrrum skriðdrckaforingi fimm og hálfs árs fangclsisdóm fyrir morðið á konunni. RÉÐUST VOPNAÐIR \ INN íMEXIL KANSKT FANGELSI — frelsuðu 17 Bandaríkjamenn Hópur vopnaðra manna réðst inn í fangclsi smábæjar í Mcxico, nálægt landamærum Bandaríkjanna, yfir- bugaði fangavcrðina og leysti úr haldi 17 fanga. Þctta skcði í gær og voru fangarnir flestir Bandaríkjamcnn cr sátu þar inni fyrir smáva*gilcg fíknicfnabroi. Bærinn hcitir Picdras N'cgras og cr um þúsund km norður af Mcxicc C 'itv. Árásarmennirnir voru fímm, grímuklæddir og vopnaðir vélbyssum. Slógu þcir tvo fangaverðina niður með byssuskeftum cn hinir gáfust upp. Bandaríska lögrcglan hcfur náð a.m.k. fímm mannanna er sleppt var út, en þcir höfðu allirsynt yfir Rio Bravo fljót, sem á þcssum slóðum rennur á landa- mærum Bandaríkjanna og Mcxico. Árásarmcnnirnir cru allir ófundnir. Stjórn Angola: Engar aftökusveitir kvenna Stjórnin Angola hefur nú harðlega borið til baka fréttir frá Zambíu þess efnis að aftökusveit angólskra kvenna hefði fyrr i vikunni skotið 17 kúbanska hermenn til bana en þeir hafi allir verið sekir um nauðganir og rán er þeir börðust til sigurs með MPLA. Frétt þessi mun upphaflega komin frá UNITA frelsishreyfmgunni I Angola, sem nú berst skæruhernaði gegn stjórn MPLA og sagði í fréttinni að konurnar hefðu notað vopn hermannanna sjálfra til að stytta þeim aldur. Ætlar þú ó órshátíð um helgina? Líttu þá inn hjá Sólveigu Handsaumaðar, ítalskar leðursólaðar mokkasíur, svartar, brúnar og ryðrauðar Verð kr. 7550.- Skór í sérstökum g œðaflokki Miðbœjarmark'aði — sími 19494

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.