Dagblaðið - 12.03.1976, Blaðsíða 12
12
1
Dagblaðið. Föstudagur 12. marz 1976.
Iþróttir
þróttir
róttir
Stórleik stór-
liða Glasgow-
borgar frestað
Leik Rangers og Celtic, sem t'ara átti fram á
laugardaginn, hefur verið frestað vegna inflú-
ensu, sem hrjáir leikmenn beggja liða. Celtic
varð einnig að fresta síðasta leik sínum, þá
gegn Ayr United, sem átti að fara fram
síðastliðinn laugardag.
Celtic hefur hlotið stigi meira í hinni hörðu
baráttu sinni við Rangers um sigur í 1.
deildinni skozku.
Grótta vann
ó Skaganum
Grótta sigraði Akurnesinga í gær uppi á
Skaga í bikarkeppni handknattleiks-
sambandsins. Úrslit 24-18 eftir 12-10 í
hálfleik fyrir 1. deildarliðið.
Stórt hjó Real
Madrid í körfu
Real Madrid sigraði frönsku meistarana
Asvel Villerrbanne í fyrri leik liðanna í
Evrópukeppni meistaraliða í körfuknattleik
með 113-77. Leikurinn fór; fram i Madrid.
Eftir að staðan hafði verið 50-40 í hálfleik tók
Real Madrid öll völd í síðari hálfleik og
bókstaflega hakkaði franska liðið í sig. Þvi
verður að telja Real Madrid margfalda
Evrópumeistara liklega i úrslit í Evrópu-
keppninni i ár.
Spánska liðið vann
Oppsal í Osló
Oppsal fékk heldur en ekki bakslag í seglin
þegar liðið tapaði fyrir spænska liðinu Balon-
rnario Granolletrs í Osló 13-15. Þetta var
fyrri leikur liðanna í undanúrsitum Evrópu-
keppni bikarhafa — síðari leikurinn fer fram
á Spáni.
Við þetta tap hefur draumur Gjerde og
félaga um sigur í Evrópukeppninni í ár
minnkað verulega. Oppsal sló FH út í keppn-
inni fyrr í vetur. Það sem gerir ósigur Oppsal
enn ótrúlegri er að liðið hafði aldrei tapað leik
í Evrópukeppni á heimavelli og meðal ann-
arra liða hafði liðið sigrað Gummersbach með
7 mörkum á heimavelli.
Yolur gegn Ármanni
í bikarkeppni KKÍ
Nú hefur verið dregið í 8-liða úrslit
bikarkeppni Körfuknattleikssambands íslands
og drógust þessi lið saman:
Snæfell — UMFN
Valur — Ármann
KR b — Fram
ÍS — KR a.
Fróðlegt verður að sjá hvernig Þóri
Magnússyni og félögum vegnar gegn bikar-
meisturum Ármanns en Valsliðið hefur tekið
miklum framförum við endurkomu Þóris í
liðið. h.halls.
Þingeyingor
sigursœlir!
— í Bikarglímunni á Húsavík
Bikarglíma íslands fór fram á
Húsavík 7. marz. sl.
Glímuráð Héraðssambands Suður-
Þingeyinga sá um mótið, sem for í alla
staði vel fram og voru áhorfendur
margir.
5.-6. Árni Bjarnason, KR 0.5
5.-6. Helgi Bjarnason, KR 0*5
Finnar sigursœlir
á Holmenkollen!
Keppt var í tveim aldursflokkum,
flokki fullorðinna 20 ára og eldri og
sameiginlegum flokki drengja og
unglinga.
Úrslit urðu þessi:
Flokkur fullorðinna.
1. Ingi Yngvason, HSÞ
2. Guðmundur Ólafsson, Árm
3. Þorsteinn Sigurjónss., Víkv.
4. Pétur Yngvason, HSÞ
5. Kristján Yngvason, HSÞ
6. Eiríkur Þorsteinsson, Víkv.
7. Halldór Konráðsson, Víkv.
8. Elías Árnason, KR
Fl. drengja og unglinga.
1. Eyþór Pétursson
2. Hjörleifur Sigurðsson, HSÞ
3. Jón Magnússon, KR
Finnar voru sigursælir á fyrsta degi
Holmenkollen skíðamótsins sem fram
fer í Noregi. Þeir áttu tvo fyrstu menn í
15 km skíðagöngu karla og í
kvennaflokknum sigraði Olympíu-
meistarinn Helena Tkalo í 5 km
göngunm — og eins áttu Finnar tvær
næstu í 5 km skíðagöngunni.
En lítum á úrslitin í 15 km göngunni.
min.
1. Arto Koivisto, Finnl. 43.57.1
2. Juha Mieto, Finnl. 44.20.3
3. Masha Myrmo, Noregi 44.57.0
Þrjár fyrstu í 5 km göngunni urðu:
mín.
1. Helena Takalo, Finnl. 16.06.1
2. Hilka Kuntola, Finnl. 16.19-.9
3. Taina Impioe, Finnl. 16.43.9
vinn.
7
6
5
4
3
2
1
0
vinn.
4,5 + 1
4,5
3
Ingi Yngvason sigraði í flokki fullorðinna — vann sigur í öllum glímum sínum.
Þarna heldur hann á bikarnum. Guðmundur Ólafsson Ármanni og Þorsteinn
Sigurjónsson Víkverja standa við hlið hans.
Heimsmeistarinn vestur-þýzki Klaus Steinbach bendir stoltur á timatöfluna
þegar hánn varð fyrstur til að brjóta 50 sekúndna-múrinn í 100 m skriðsundi. Það
var í Bremen 8. marz. og Steinbach synti á 49.78 sek. í 25 metra laug. Annar varð
landi hans Peter Nocke á 50.46 sek. í gær setti Steinbach nýtt Evrópumet í 200 m
skriðsundi — synti á 1:52.95 mín. í 50 m. laug, en skortir 2 sek. á heimsmet Bruce
Furniss, USA, þar.
Ármann staðfesti
em toppsœlí sitt
í körfubohanum!
— þegar liðið sigraði ÍR í bikarkeppni
KKI 97-90
Ármenningar sönnuðu enn einu sinni
í gærkvöld, að þeir eiga bezta liðinu á
að skipa á íslandi í dag, þegar liðið
sigraði ÍR í bikarkeppni KKÍ vestur í
Hagaskóla í gærkvöld 97-90. Ármann
mætir því Val í næstu umferð. Sigur
Ármanns í gærkvöld var sanngjarn —
Það var aðeins í byrjun að IR
hafði yfirtökin en Ármann seig
framúr og staðan í hálfleik var 57-47
Ármanni í vil.
Bilið hélt áfram að breikka í síðari
hálfleik — eftir 5 mínútur var staðan
71-57 og eftir 8 mínútna leik skildu 20
stig að — 81-61. Flest gekk liðinu í
haginn, frábærar sendingar Jóns Sig-
urðssonar gerðu ætíð usla, og Jimmy
Rogers var iðinn við að skora. ÍR-
ingum urðu á hreinustu byrjendamis-
tök og klúðruðu iðulega boltanum
klaufalega.
En ÍR-ingar náðu þó að snúa leiknum
sér í vil — drifnir áfram af stórgóðum
leik jóns Jörundssonar. ÍR saxaði smám
saman á forskot Ármanns án þess þó
verulega að ógna sigri liðsins, er lagði
alla áherzlu á að halda boltanum sem
lengst. Þannig var staðan eftir 15 mín-
útna leik 93-79 og þegar 2 mín. voru
eftir var staðan 95-87. Bæði liðin misstu
klaufalega af einföldum tækifærum —
ÍR til að mynda hitti ekki í 8 vítum
síðustu 4 mínúturnar, átta stig í súginn
og aðeins sjö stig skildu þegar upp var
staðið 97-90.
Sem fyrr voru þeir Jón Sigurðsson og
Jimmy Rogers mest áberandi í liði
Ármanns en liðið spilaði sem heild og
barátta leikmanna til fyrirmyndar.
Jimmy Rogers skoraði 37 stig og Jón
Sigurðsson 20.
Hjá ÍR stóð Jón Jörundsson upp úr
en vítahittni brást liðinu auk þess sem
samstaða leikmanna var ekki nógu
mikil. Jón Jörundsson skoraði 34 stig —
Birgir Jakobsson 12. h.halls.
'Haltu áfram einn. y[— og skilja þig\ © King Fe.tui.i Syndicltc. Inc„ 1974. V/aM En frumskógurinn, regniö, Inéiánar eru .11 j.mniinL .answ
[( SKÍÐASKÓLI INGEMARS STENMARK t)]
Það virðist ckki skipta miklu máli fljótt a litio nvernig handleggirnir eru
hafðir, en það hefur mikið að segja ef jafnvægið á að vera gott. Rétt er að
Ví
hafa handleggina eins og sést á stóru myndinni. Fv.ær minni mynannar
sýna hvernig ekki á að hafa handleggina.