Dagblaðið - 12.03.1976, Blaðsíða 2
DOUGLAS SUPER DC-6
BOEINQ 727 SAGA-JET
Dagblaðið. Föstudagur 12. marz 197.6.
Flugleiðir — Skref oftur ú bok?
Hjördís hringdi:
„Ég var að koma edendis frá nú
fyrir stuttu. Ég flaug frá Kaup-
mannahöfn með viðkomu í Glasgow
og svo heim til Reykjavíkur. Ég hef
margsinnis flogið með Loftleiðum
áður en þetta var í fyrsta skipti eftir
að félögin sameinuðust. í þessari fcrð
frá Kaupmannahöfn lenti ég í Flug-
félagsvél, ef hægt er að nota það orð
enh þá. Eftir þá aðkomu sem var
þarna í vélinni get ég ekki orða
bundizt. Stuttu eftir flugtak lagði ég
leið mína á salernið. Þar flaut allt í
vatni á gólfinu og ljós kviknaði að-
eins á öðru salerninu, svo það má
segja að aðeins eitt þeirra hafi verið
nothæft. Á það vantaði alla þá hluti
sem eiga þar heima, t.d. pappírs-
þurrkur. Þess vegna hefði alveg eins
verið hægt að loka báðum þessum
salernum, þau voru bæði ónothæf.
Á spjöldum í sætispokum eru regl-
ur um hve marga drykki er leyfilegt
að selja hverjum farþega á leiðinni.
Á spjaldinu segir að tveir drykkir séu
leyfðir. Hvers vegna þurfa þá far-
þegar að líða dauðadrukkna menn
sem slangra á milli sæta öllum til
ama? Hvers vegna er þessum mönn-
um og konum selt vín í vélunum?
Varla geta þeir orðið svona drukknir
af tveim drykkjum. Til hvers eru
flugfreyjur um borð? Eiga þær ekki
að líta eftir öryggi farþega? Hvað
skyldi verða um svona drukkið fólk ef
eitthvað kæmi fyrir? Gætu þessir
drukknu farþegar ekki orðið öðrum
hættulegir? Það verður að krefjast
þess af þessum blessuðum stúlkum
að þær séu færar um að hugsa örlítið.
Það er ekki hægt að bjóða farþegum
upp á slíkt sem þetta.
Ég hef margsinnis ferðazt með
Loftleiðum yfir Atlantshafið og
þjónusta þar hefur alltaf verið til
fyrirmyndar og jafnvel betri en hjá
erlendum félögum. Því góða orði sem
félagið hefur getið sér erlendis
verðum við að kappkosta að halda.
Ef sameining íslenzku fiugfélaganna
á að verða til þess að þjónustan verði
slík þá held ég að þetta hafi verið
skref aftur á bak.”
Veröur sameming ísienzku tlugtelag-
anna til þess að þjónustan versnar?
Grundartangaendemin:
Hvoð verður um lánardrottna
verktakans þar efra?
FRIÐRIK SIGURÐSSON,
Akranesi, skrifar:
„Allmiklar framkvæmdir voru á
vegum Járnblendifélagsins hf. á
Grundartanga í Hvalfirði síðagtliðið
sumar eins og mörgum er í fersku
minni. Það sem einna minnistæðast
er við þetta er að verktakinn, scm
fékk þetta umrædda verk, var lítill í
þessari grein og hafði auk þess ekki
mjög gott orð á sér. Aðallega var það
vegna þess að hann hafði alltaf verið
frekar skuldseigur og það töldu menn
honum frekast til lasts.
Mál þetta hófst á þann veg að í
maímánuði 1975 var óskað eftir til-
boðum í undirbyggingu og lóðarlög-
un fyrir járnblendiverksmiðju í Hval-
firði. Tilboðum var síðan skilað inn
og kom þá í ljós að Jón V. Jónsson
s.f. í Hafnarfirði var með lægsta
tilboðið í verkið og var það uppá
rúmar 120 milljónir kr. Næst bjóð-
andi þar fyrir ofan var ca 20 milljón-
um hærri.
Eftir því sem almenningi skildist
var áætlað að framkvæmdjr ættu að
hefjast sem allra fyrst. Leið nú allur
júnímánuður og ekki var farið að
vinna við verkið. Það gerðist ekki fyrr
en 21. júlí að byrjað var, hægt fyrst
en svo var farið að vinna á vöktum.
Gekk nú allt vel nema að ekki voru
fyrir hendi neinir samningar við við-
komandi verkalýðsfélög á svæðinu.
Þegar samningar höfðu tekizt þurfti
að fara að leiðrétta allflesta launaút-
reikninga. Það var æfið starf sem
lofað var óspart að vel mundi ganga,
ekki komu þeir þó fyrr en verkamenn
höfðu hótað að leggja niður vinnu,
sem þeir svo gerðu. Þá loks komu
þessar leiðréttingar en voru þá ekki
Raddir
lesenda
betri en það að sárafáir menn skildu
þær og held ég að ekki hafi cllir
fengið fulla leiðréttingu á meðan þeir
störfuðu hjá verktakanum.
Síðan fór að bera á vanefndum
verktakans í sambandi við greiðslur
til vörubílstjóra og vinnuvélaeig-
enda. Gekk á ýmsu út septembcr-
mánuð og fram að 17.okt. en þá
lögðu áðurnefndir aðilar niðurvinnu.
í lok okt. ’75 var svo gert samkomu-
lag við þessa aðila. Um samningsgerð
þessa sá lögfræðingur verktakans,
Þorvaldur Lúðvíksson hæstaréttar-
lögmaður, og samkomulagið var
þannig að greiða átti strax 50% af
þessum skuldum og afganginn í 2-3
hlutum fyrir áramót 1975—76
(skuldir þessar námu ca 30 milljón-
um kr.). Fyrri helminginn greiddi
hann þeim báðum, en vinnuvélaeig-
endur hafa aldrei fengið krónu síðan
þrátt fyrir síendurtekin loforð.
Vörubifreiðastjórar munu hafa
fengið afganginn samkvæmt sínum
samningi og af orðum Einars ög-
mundssonar, formanns landssam-
bands vörubifreiðastjóra, sem birtust
í Dagblaðinu í janúarmánuði síðast-
liðnum, má skilja að Járnblendifélag-
ið h.f. hafi séð um greiðslu á þeirra
hlut.
Hversvegna til annars aðilans en
ekki hins? Gaman væri ef einhver
gæti svarað því.
í byrjun október 1975 fór verktak-
inn heldur betur að búa til peninga,
þar sem hann greiddi verkamönnum
laun sín mcð innistæðulausum ávís-
unum. Einnig fengu sumir vinnu-
vélaeigendur og vörubílstjórar
svipað fé og voru lítt hrifnir
af. Það er heldur óskemmtilegt
fyrir fólk að koma með ávísanir
í banka, ætla að skipta þeim en vera
rekið aftur til baka, því þetta
skrautlega plagg mcð virðulegri for-
stjóraskrift undir var einungis fals.
Ekkcrt virtist gcrt í þessu nema hvað
forstjórinn hætti að skrifa undir ávís-
anirnar og annað nafn kom í staðinn,
að sjálfsögðu nafn undirmanns hans
scm að öllum líkindum hlýddi hon-
um í einu og öllu.
Um þessi mál spunnust nokkur
blaðaskrif á sínum tíma cn voru þau
nokkuð mikið byggð á hæpnum upp-
lýsingum frá báðum aðilum og voru
svör vcrktakans oft mjög öfgafull og
villandi.
Þcgar í Ijós kom að verktakinn gat
ckki staðið við grciðslur sínar við
vinnuvélacigcndur, létu þeir lögfræð-
ing sinn rcyna að innheirnta eftir-
sK'iðvar vinnulauna sinna. f byrjun
janúar var verktakanum stefnt vegna
þeirra og mætti þá lögfræðingur
stefnda og mótmælti öllum kröfun-
um og sagði þær allar of háar og
heimtaði lækkun á þeim. En eftir því
sem ég bezt veit eru allir reikning-
arnir samþykktir af verkstjórum
verktakans, einnig var lögfræðingur
hans búinn að samþykkja skuldar-
upphæð þessa með skriflegum samn-
ingi við vinnuvélaeigendur, þar sem
allar reikningsupphæðir voru til-
greindar. Með þessum mótmælum
var hann búinn að fá langan frest,
þar sem mál eru að veltast hjá dóm-
stólum í marga mánuði, ár eða jafn-
vel lengur. En á þessum tíma er
hætta á að hann verði tekinn til
gjaldþrotaskipfa, þar sem skuldir við
vinnuvélaeigendur vegna Grundar-
tanga eru brot af skuldasúpu verk-
takans.
Ég get ekki sagt til um hve skuldir
verktakans eru miklar né hve víða
þær eru, en sem dæmi má nefna að
liann skuldar verzlunar- og þjónustu-
fyrirtækjum hér á Akranesi ca 5
millj. kr. Hann reyndi hins vegar að
standa í skilum með verkamanna-
launin, að öðrum kosti hefðu þeir
ekki unnið^ en svo kom að því að
hann hætti störfum um 20. des. ’75.
Hann greiddi ekki neinum síðustu
vikuna og auk þess áttu nokkrir inni
yfirvinnu, ferðakostnað og leiðrétt-
ingar. Þetta er nokkuð há upphæð
samanlagt. Nú, það sem vörubif-
reiðastjórar unnu eftir að umrætt
samkomulag var gert í okt. fengu
þeir ekki að fullu greitt og eiga
margir þar inni nokkuð háar upp-
hæðir, sama ástandið var einnig hjá
vinnuvélaeigendum. Ekki er liðinn
langur tími síðan orlofsdeild Pósts og
síma staðfesti að ekki væri búið að
gréiða inn neitt orlof vegna vinnu
verkamanna á Grundartanga.
Hvernig stóð á því að þessi verk-
taki var látinn hafa þetta verk? Þar
hefur þurft að koma til góðra manna
hjálp, sem staðfest var nú reyndar í
einu dagblaðanna í okt. sl., en
hvernig getur pólitískur þrýstingur
orðið það sterkur að mcnn, eins og
þcir sem stjórna Járnblendifélaginu
hf., loki augum fyrir því að þcssi
verktaki var einna verst. búinn til að
geta unnið verkið af þeim scm buðu í
það. Tækjakostur hans var mjög lítill
og ófullnægjandi fyrir svona vinnu,
en að sjálfsögðu bætti hann úr því að
nokkru leyti mcð því að kaupa tæki
fyrir 50—60 millj. kr. og átti hann þá
orðið fast að helming af þcim
tækjum sem hann þurfti. Þcgar
blaðaskrifin stóðu sem hæst í okt. sl.
kepptust forráðamenn Járnblendifél-
agsins hf. við að lýsa því yfir að
verktakinn hefði staðið við skuld-
bindingar sínar við þá, en gleymdu
þeir þá ekki einu? Áliti félagsins
meðal þeirra sem eiga kannski eftir
að búa í nágrenni við þá næstu
áratugina. Gleyma menn því strax að
fyrsta framkvæmdin við þessa verk-
smiðju varð til þessað þeir töpuðu
vinnulaunum sínum sem vpru kann-
ski hundruð þúsunda eða milljónir
króna. Hvernig væri nú fyrir Járn-
blendifélagið að hressa svolitið upp á
álit sitt, gera sannanlegar vinnu-
launakröfur að sínum og eiga síðan
^eftirleikinn við verktakann. Maður
skyldi ætla að þeir hefðu frekar fjár-
hagslega getu til þess að bíða eftir
þeim úrslitum sem þar kunna að fást
og verði ekki til nóg fyrir þá hjá
verktakanum fyndist mér réttlátara
að þeir bæru skaðann vegna þeirrar
skyssu að ráða hann til sín á sínum
tíma. Lagaleg ábyrgð er sjálfsagt
engin, en siðferðileg ábyrgð ætti.
þarna að koma til.”
í foraðinu festust bílar og miklum erfiðleikum var háð að ná þeim lausum. Þessi
mynd Ragnars Th. þarfnast ekki útskýringa.
Frá Grundartanga. — Við hina miklu jarðvegsfiutninga þurfti að sprengja
ógrynni burt. — Hér cr verið að undirbúa sprcngingu. DBmynd Ragnar Th.
V