Dagblaðið - 15.03.1976, Side 3
3
Dagblaðið. Mánudagur 15. marz 1976.
Eru Bandaríkjamenn hér
ó landi til þess eins
að gœta eigin hagsmuna?
BJÖRN BJÖRNSSON skrifar: *
,,Þann 7. júlí 1941 tóku Banda-
ríkjamenn við vörnum íslands að
beiðni íslenzku ríkisstjórnarinnar.
Hvorki íslendingar né Bandaríkja-
menn voru þá í yfirlýstu stríði við
Þjóðverja en þar sem Bandaríkja-
menn studdu Breta efnahagslega má
telja að þcir hafi þá þegar litið á
Þjóðverja sem óvini sína. Stuttu síðar
skutu Bandaríkjamenn niður þýzka
herflugvél í íslenzkri lofthelgi, án
þess að íslenzk yfirvöld hefðu verið
beðin um né veitt samþykki sitt fyrir
framkvæmd þess vcrknaðar.
Á grundvelli ofangreindra stað-
revnda mætti ætla að þar sem
bandaríska varnarliðið á íslandi
hefur látið afskiptalausar þær árásir
sem Bretar hafa framið innan óum-
deilanlega íslenzks vfirráðasvæðis, þá
sé varnarsamningurinn orðaður
þannig, að varnir af þeirra hálfu eigi
sér stað aðeins ef árásin er framin af
óvini Bandaríkjanna.
Það hlýtur að vera krafa allra
íslendinga að þessi kafli varnarsamn-
ingsins verði kynntur landsmönnum
Herliðið í Keflavík er ekkert varnarlið, segir lcsandi.
þar sem á er letrarð „Iceland De-
fence Force”, svo og allar áletranir
þar sem minnzt er á Nató, vegna
þess að „Iceland Defence Force” er
að mínu áliti ekki varnarlið íslands
og herstöðvar Bandaríkjamanna á
fslandi eru alls ekki á vegum Nató.
Að herða sóknina gegn Bretum,
með því að fá fleiri skip, jafnvel
erlend herskip, er að mínum dómi
harla gagnslítið og mundi það aðeins
stofna lífi varðskipsmanna í enn
meiri hættu en nú er.
Nú þegar ætti að hrinda í fram-
kvæmd 30—40 daga áætlun um
aðgerðir, sem fara smámsaman
harðnandi, þar sem næstsíðasta að-
gerðin yrði að stöðva raforku- og
olíuflutninga til allra herstöðva á ís-.
landi og sú síðasta að ísland segði sig
úr Nató og varnarsamningnum yrði
sagt upp þegar í stað.
Að lokum vil ég þó halda því fram
að vera varnarliðsins hér sé okkur að
því leyti í hag, að samstaða vest-
rænna ríkja stuðlar að því að dempa
yfirgang alheimskommúnismans. En
við skulum þó ekki gleyma því að í
dag stafar okkur langtum meiri
hætta af eyðingu fiskimiða umhverfis
ísland en mokkurn tíma af yfirgangi
VarsjárbandalagsLns.”
ÆTTIAÐ GREIÐA GLER-
Það cr spurning hvort fáni- Nató og
sá bandaríski eiga nokkuð hcima hér
á landi.
— hann ætti ckki að vera neitt
levndarmál.
AUGNAKOSTNAÐINN
EIN SEM NOTAR EKKI GLER-
AUGU skrifar:
„Eg <*r algjörlega sammála Stein-
unni Magnúsdóttur sem skrifar um
að æskilegt væri að 'Fryggingastofn-
unin tæki þátt í að greiða kostnað
vcgna gleraugna barna.
Mér finnst þetta alveg sjálfsagður
hlutur. Og ekki bara það, Trygginga-
stofnunin ætti einnig að taka þátt í
að greiða kostnað vegna gleraugna
fullorðinna.
Kannski mætti segja að greidd
yrði einhver ákveðin upphæð sem
dvgði fvrir ódýrustu umgjörðinni eða
eitthvað í þá áttina. Ef fólk notar
ekki slíka umgjörð gæti það greitt
mismuninn sjálft.
Til er fjöldinn allur af fólki sem
nauðsvnlega þarf að nota gleraugu
að staðaldri.
Ég held að þetta hafi verið tíðkað
cinhvern tíma í fvrndinni. En kann-
ski er ég að rugla, það hafi ekki verið
hér heldur einhvers staðar í ná-
grannalöndunum. Mig ránar í að
hafa heyrt getið um fáránlega púka-
leg sjúkrasamlagsgleraugu.
Mér finnst alveg sjálfsagt að
Tryggingastofnunin eða sjúkrasam-
lagið taki þátt í gleraugnakostnaði
landsmanna. Það gætu verið ein-
hverjir ellilaunþegar sem hreinlega
gætu ekki fengið sér ný gleraugu
vegna mikils kostnaðar.”
Komi í Ijós að varnarsamningur-
inn kvcði á um að .varnir íslands séu
aðeins til staðar vegna árása ákvcð-
inna ríkja, ætti að breyta honum
þannig að engar undantekningar
verði gerðar. Ef Bandaríkjamenn
geta ekki fallizt á það cru þeir þá um
leið búnir að lýsa því yfir að vera
þcirra hér á iandi sé, eins og áður
hefur komið fram, aðeins vegna
þcirra hagsmuna en ekki okkar.
Á grundýelli slíkrar yfirlýsingar
ætti þá að meta hversu háa leigu
Bandaríkjamenn ættu að greiða fyrir
afnot af íslenzku landi. Það er óhæfa
að íslendingar fái ckkert í sinn hlut
fvrir vcitta hagsmuni, sem ekki koma
þcim til góða.
Forsætisráðherra okkar, svo og
fleiri frammámenn í þessu landi,
ber það á borð fyrir landsmenn að
varnarliðið sé hér aðallega til þess að
verja ísland. Það hefi ég aldrei látið
inér detta í hug og var ég þó dyggur
stiiðningsmaður Varins lands.
Nú þegar a-tti að fjarlægja <">11 skilti
í og við allar bandariskar herstoðvar.
Athugasemd
frá Trygginga-
stofnuninni
vegna
gleraugnakaupa
GUÐRÚN HELCJADÓ'ri'IR,
deildarstjóri hjá rrv'ggingastofnun
ríkisíns, hefur beðið blaðið að koma
eftirfarandi á franifæri vegna bréfs
um þátttöku I ryggingastofnunarinn-
ar í kostnaði við gleraugnakaup,
þann 1 1. marz.
Ein tegund gleraugna er greidd að
fullu: Afaki-glentugu (sem það fólk
þarf ma.a. að nota sem tekinn hefur
verið úr augasteinn).
Að 70% eru greidd: strabismus-
glcraugu fyrir rangeyga, sérslaklega
Ixirn , teleseope-gleriiugu (ákveðin
tc’gund sjónglerja) og í stöku tilviki
cinnig nystagiiiusgleraugu.
Dagblaðið!
„EFTIR AÐ SIGRA
MORGUNBLAÐIÐ"
RÚFALÓ hringdi:
Dagblaðið er dável þekkt,
það dreif sig fram úr öllum vonum,
æ það vekur eftirtekt,
ennþá fjölgar kaupendunum.
Frjálst og óháð fréttablað,
flokks það ekki tauma dregur,
allir vilja eignast það,
aukist þess nú framavegur.
Útbreiðslan er einstakt met,
að öllu vel það hefur staðið.
Um það sagt ég aðeins get,
eftir að sigra Morgunblaðið.
Ertu fylgjandi því að
sjónvarpsdögum verði
fækkað?
KRISTINN SIGURJÓNSSON nemi:
,,Nei, alls ekki. Og þó að svo yrði þá hef
ég enga trú á að efni sjónvarpsins
myndi nokkuð batna. Það er líka ágætt
að geta leitað á náðir sjónvarpsins á
löngum vetrarkvöldum, og þá náttúr-
lega eins oft og auðið er.”
GUÐRÚN BJÖRK BJARNADÓTT-
IR nemi: ,,Nei, ég vil hafa útsendingar-
tíma sjónvarpsins alveg eins og hann er,
það er alveg passlegt að hafa eitt sjón-
varpslaust kvöld í viku, þá fer ég
yfirleitt í bíó.”
BIRGIR HRAFNSSON, gerir allt milli
himins og jarðar: „Nei, því væri ég
alveg mótfallinn. Það ætti að lengja
útsendingartíma sjónvarpsins, finnst
mér, hafa allt fræðsluefni eftir hádegi
og eingöngu skemmtiefni á kvöldin.”
INGUNN NIELSDÓTTIR húsmóðir:
„Ég vrði aíveg ánægð með þriggja til
fjögurra daga sjónvarpsviku. Þá kæmu
kannski einhvcrjir góðir framhaldsþætt-
ir. Mér finnst ekkert varið í þessa föstu
þætti, sem sjónvarpið býður upp á um
þessar mundir, það var annað hérna í
gamla daga.”
KRISTJÁN SIGFÚSSON sjómaður:
,,Færri útsendingardaga og lengri út-
sendingartíma þá daga. Þá gætu bless-
uð börnin kannski fengið að njóta sjón-
varpsins betur en nú gerist óg þá ætti
að sjálfsögðu að vera eitthvert efni við
þeirra hæfi síðdegis.”
GUDRÚN ÞORLEIFSlXVlTIR hús-
móðir: „Sjónvarpið mætti vel hverfa á
miðvikudögum þ\ í þá er Kvöldvakan á
dagskrá útvarpsins. Með lærri sjó.n-
varpsdogum yrði líka efnið kannski
vandaðra en til þcssa.