Dagblaðið - 15.03.1976, Side 4
'4
Dagblaðið. Mánudagur 15. marz 1976.
Nýjar reglur um
meðferð ó tékkum
— núgildandi reglur hafa ekki dregið úr
misnotkun — bankarnir meðóbyrgir
Að frumkvæði Seðlabanka íslands
og undir forystu hans er nú unnið að
því að stokka algerlega upp, enrf einu
sinni, reglur um meðferð tékka.
Nefnd kunnáttumanna vinnur að
þessu verkefni og er Björn Tryggva-
son seðlabankastjóri formaður
hennar. Er ekki aðeins unnið að gerð
nýrra reglna heldur er og .kannað
hvernig þeim hefur verið beitt og
hver árangur hefur orðið.
Reynslan af krossferðinni gegn út-
gefendum, með sektum og viðurlög-
um, er sú að hún hefur ekki að neinu
marki dregið úr misnotkun t,ékka,
nema síður sé. Með þeirri aðferð hafa
þeir, sem aðhaldið ætluðu að veita,
aðeins ýtt á undan sér vandanum en
ekki leyst hann. Eitt af því, sem
reynt hefur verið að kanna, er það að
hverju marki bankarnir endursendi
yfirleitt innstæðulausa tékka.
Þess má geta að fyrir 1963 beittu
bankarnir ábyrgð á hendur framselj-
endum tékka. Þeirri aðferð var, að
minnsta kosti í framkvæmd, breytt á
þann veg að útgefendur voru fyrst og
fremst sóttir til greiðslu og sekta.
Til greina hefur komið nú að beita
aftur í ríkara mæli framseljenda-
ábyrgðinni. Þá hefur komið til álita
að taka upp heimildarskírteini sem
gefið er út af banka um leið og hann
opnar hlaupareikningsviðskipti og
ávísanaviðskipti einstakra manna.
Framvísun þessa skírteinis tryggir að
öðru jöfnu að tékkar séu gefnir út af
þeim, sem undir þá ritar, þ.e. að
undirskrift sé ekki fölsuð af
heimildarlausum handhafa tékk-
heftis.
Loks er í athugun að taka upp þá
tilhögun, sem reynzt hefur vel á
hinum Norðurlöndunum, samhiiða
heimildarskírteini, að viðskiptabank-
ar beri ábyrgð á tékkum sem
viðskiptamenn þeirra gefa út að til-
teknu marki. í Danmörku taka
Nýjar reglur um tékkameðferð eru nú í smíðum. Meðal þeirra breytinga, sem í
athugun eru, má nefna útgáfu heimildarskírteina til handhafa tékkhefta,
ábyrgð b^nka á tékkaútgáfu viðskiptavina sinna og endurupptaka framseljenda-
ábyrgðar í ríkara mæli en verið hefur frá 1963.
bankar ábyrgð á allt að kr. 500.00
(d.kr.). Greiðir þetta að sjálfsögðu
fyrir notkun tékka í öllum almennum
viðskiptum og er reynslan af þessari
tilhögun sú að misnotkun er alveg
hverfandi. Svipað er að segja um
tékkareglur í Noregi.
Þess er ekki langt að bíða að hinar
nýju reglur verði lagður fram og
kynntar öllum viðkomandi til eftir-
breytni.
—BS
Nýtt félag fyrir
stjörnuskoðendur
— Stjörnu-
skoðunarfélag
Seltjarnarness
heitir það
Áhugamönnum um stjörnuskoðun
og stjarnfræði hefur farið mjög fjölg-
andi hér á landi að undanförnu. Nú
hefur verið stofnað félag fyrir þetta
fólk. Það nefnist Stjörnuskoðunar-
félag Seltjarnarness og var stofnað
síðasta fimmtudag.
Tilgangur félagsins er fyrst og
fremst sá að stjörnuskoðendur geti
komið saman og skipzt á skoðunum
um áhugamál sitt. Einnig taldi Þor-
steinn Sæmundsson stjarnfræðingur,
sem er formaður félagsins, að í fram-
tíðinni kynni fræðslustarf að verða
þáttur í starfseminni.
Helztu ástæðu þess, að áhugi fyrir
stjarnfræði hefur vaxið svo sem raun
ber vitni, taldi Þorsteinn vera þá, að
settur hefur verið upp stærsti
stjörnukíkir landsins í Valhúsaskóla
á Seltjarnarnési. Það framtak kvaðst
Þorsteinn helzt vilja þakka Sigurði
Kr. Árnasyni, sem á mestan þátt í
því að sjónaukinn var keyptur. Hann
lagði einnig verulegt fé úr eigin
vasa til kaupanna. Sigurður á sæti í
stjórn Stjörnuskoðunarfélagsins
ásamt Þorsteini og Sigfúsi Thoraren-
sen.
Stofnendur Stjörnuskoðunarfélags
Seltjarnarness eru 20 talsins. Félagið
er opið og geta allir sótt um inn-
göngu án tillits til búsetu eða aldurs.
Þeir, sem áhuga hefðu á að kynna sér
félagið geta snúið sér til stjórnar-
mannanna sem fúslega veita allar
upplýsingar. _át___
STYRKIR TIL DAG-
BLADANNA STÓRLEGA
SK0RNIR NIÐUR
Ríkið hyggst skera stórlega niður
styrki til dagblaðanna en auka stuðn-
ing til blaða úti á landi, að sögn
Höskuldar Jónssonar ráðuneytis-
stjóra í fjármálaráðuneytinu í gær.
Höskuldur gerði Dagblaðinu grein
fyrir tillögum nefndar sem þingflokk-
arnir skipuðu. í nefndinni var einn
frá hverjum þingflokki. Skera á niður
áskriftir ríkisins að dagblöðum og
Nýjum þjóðmálum, málgagni Sam-
takanna, úr 450 eintökum í 200 . „Þá
losnar fé til ráðstöfunar, meðal
annars til blaða úti á landi,” sagði
Höskuldur.
Fjórar og hálf milljón króna eiga
að ganga frá ríkissjóði til kjördæma-
málgagna og skiptast jafn milli þing-
flokka, þannig að hver þingflokkur
fær 900 þúsund krónur.
6,95 milljónir ganga til þingtlókk-
anna, þannig að fyrir hvern þing-
mann sinn fær hver þingflokkur 116
þúsund krónur.
Þessu fjármagni eiga þingflokk-
arnir að ráðstafa eftir vild, til dag-
blaða eða blaða úti á landi.
Eftir eru þá 13,5 milljónir króna,
sem eiga að fara til áskrifta að dag-
blöðum og Nýjum þjóðmálum.
Alls fara í þessa blaðastyrki 24,95
milljónir, sem er svipuð upphæð og
var í fyrra, en munurinn er sá, að þá
fór langmestur hluti þessa fjár til
beinna áskrifta af blöðunum.
Dagblaðið tekur ekki ríkisstyrk.
—HH
Drengur fyrir bíl ó Akranesi
Sex ára gamall drengur varð fyrir
bíl á Akranesi um hádegisbilið á
laugardag. Slysið átti sér stað á
gatnamótum Suðurgötu og Melteigs.
Drengurinn hljóp út á götuna í
veg fyrir bílinn.Hann lenti á hægra
horni bílsins, barst síðan aftur með
honum og lenti undir afturhjólinu.
Hann var þegar fluttur á sjúkrahúsið
á Akranesi og síðan til Reykjavíkur
til frekara öryggis. Eftir skoðun kom í
ljós, að drengurinn hafði marizt tölu-
vert og hlotið slæmt höfuðhögg, en
sloppið alveg við beinbrot. — ÁT—
Dýrmœlum logsuðutœkjum stofíð
Dýrmætum logsuðutækjum var
stolið af verkstæði á Hyrjarhöfða 6,
aðfaranótt sunnudagsins. Þjófarnir
áttu greiðan aðgang að fengnum, þar
sem húsið er í byggingu, og auðvelt
að komast þar inn.
Logsuðutækin voru það eina, sem
stolið var af verkstæðinu. Þjófarnir
skrúfuðu þau meira að segja af gas-
kútnum og skildu hann eftir.
—ÁT—
„ístak hf. er dótturfyrirtœki E. Phil & Sön hf. ó eyjunni ísland"
„Þegar litið er á heildarstarfsemi
fyrirtækisins er um það bil helm-
ingur þeirra verka, sem það hefur
með höndum, á fslandi, Cirænlandi
og í Færeyjum. Á fslandi er dóttur-
fyrirtækið fstak hf., sem á undan-
förnum árum hefur meðal anhars
byggt vatnsaflsstiiðvar og hafnir og
lagt vegi á eyjunni. Nú er fyrirta*kið
að byggja meirihállar fiskihöfn á
suðurströndinni.”
Framangrcint er úr grein og viðtali
við Sören Langvad í danska blaðinu
Börsen sem fjallar um verktakafyrir-
tækið E. Phil & Sön A/S, Lyngby,
Danmörku. Frá því er skýrt að
hcildarvclta fyrirtækisins hafi á sl. ári
verið um 4.200 milljónir króna eða
um 150 miijjónir danskra króna.
Hafi fyrirtækið komizt hjá tapi á
árinu þrátt fyrir lélega afkomu í
Færeyjum.
Reikningarnir fyrir 1974/1975
sýna kr. 250.000.00 (d.kr.) hagnað,
cn hins vcgar gufar sá hagnaður upp
vcgna taps á útibúinu í Færeyjum.
Otkoman er því sem næst núll.
Framkvæmdastjórinn, Sören
Langvad verkfræðingur, væntir þess
að hið nýbyrjaða starfsár sýni betri
rekstrarafkomu. Meðal þeirra verk-
efna, sem fyrirtækið væntir góðs
hagnaðar af, má nefna verk í Saudi-
Arabíu, Dubai, auk nokkurra Afríku-
landa, sem fyrirtækið starfar í sem
aðili að samsteypunni Danish Con-
struction, Corporation. í því á E.
Phil & Sön 25%.
Höfnin, sem dótturfyrirtæki E.
Phil & Sön hf. á íslandi, ístak, hf., er
sagt vinna við byggingu á, er
Þorlákshöfn. Þess má geta að margir
kannast við Sören Langvad fram-
kvæmdastjóra frá skólaárum hans
hér í Menntaskólanum, og þátttöku
hans í handknattleik með Ármanni á
sínum tíma.
—BS