Dagblaðið - 15.03.1976, Qupperneq 6
6
Strengvagn sfítnaði
af íÁlpafjöllum
Þetta er allt, sem eftir var af
strengvagninum, sem féll ofan í gil í
ítölsku ölpunum fyrr í mánuðinum.
Með vagninum voru 43 menn og
komst aðeins einn af, kona, sem
slasaðist mjög alvarlega.
Dagblaðið. Mánudagur 15. marz 1976.
Fjórír sak-
felldirfyrír
zebra-
morðm
Fjórir blakkir múhameðstrúar-
menn í San Francisco voru fundnir
sekir í gær um hlutdeild i hinum
svokölluðu „zebramorðum” fyrir
tveimur árum, en þá voru fjórtán
hvítir menn myrtir mcð köldu blóði.
Fyrir réttinum var skýrt frá því, að
morðin hefðu verið hluti trúar-
athafnar múhameðstrúarmannanna.
Mennirnir voru sakfclldir eftír
réttarhöld, sem stóðu I heilt ár. Til
dæmis um tímalengdina má nefna,
að einn kviðdómenda varð að fá
fæðingarorlof og tafði það réttar-
höldin utn viku.
Morðin gengu undir nafninu
„zebra-morðin” eftir sérstakri
útvarpsbylgju, sem San Francisco-
lögreglan notaði í leit sinni að
morðingjunum.
Helzta vitni ákæruvaldsins var
fyrrum félagi mannanna, sem sagðist
hafa verið með þeim á meðan
morðin voru framin. Hann sagði
einnig að mennirnir hefðu verið hluti
sérsveitar trúarsamtaka þeirra er
gengi undir nafninu „englar
dauðans.” Inntökuskilyrði í þá sveit
væri að myrða ntu hvíta menn.
Refsing fjórmeninganna hefur ckki
verið ákveðin.
I Nato-æfingunum /ttlas Express, sem nú standa yfir eru hvers konar nýtízku
vþgvélar reyndar við norðlægar aðstæður. En þrátt fyrir öll tækniundur 20.
aldarinnar eru hestasleðinn og hesturinn enn ómissandi atriði I norðlægum
hernaði og hér er hestur nýgenginn á land úr innrásarpramma, nánar tiltekið í
Moen í Noregi.
BILUÓN DOLLARA MÚTUR
OG SVIK f ABU DHABI?
Anna María heitir þessi banda-
ríska stúlka, sem er skemmtikraftur.
Hún hefur nýlega höfðað mál á
hendur blöðunum Daily Oklahoma
og Oklahoma City Times og er
ástæðan sú að blöðin neituðu að
birta myndina, sem við sjáum hér, í
auglýsingu um mál hennar, 67-
25-36.
Sigur miðflokkanna verður upphaf
„hryðjuverka og blóðs"
— sagði Alvaro Cunhal, leiðtogi portúgalskra kommúnista, um
kosningarnar í nœsta mánuði
hólmi úr kosningunum, sagði Cunhal,
munu beir reyna að eyðileggja allan
þann árangur, sem orðið hefur af portú-
rrnlclrn K\/l t í CTl 1 n n
Leiðtogi portúgalsk.a kommúnista-
flokksins, dr. Alvaro Cunhal, sagði í
Lissabon í gær að ef miðflokkar og
íhaldsflokkar ynnu meirihluta á þingi í
kosningunum í næsta mánuði, myndi
landið þar með steypast í „niðdimma
nótt hryðjuverka og blóðs”.
Cunhal sagði þetta á fundi með þús-
undum fulltrúa flokks síns, sem eiga að
samþykkja kosningalöggjöf flokksins. Á
fundinum sagði Cunhal að lýðræðislegi
miðflokkurinn (PPD), íhaldsmiðflokk-
urjnn (CDS) og Konungssinnar væru
„útsendarar erlendrar heimsvalda-
stefnu”.
Fari svo, að PPD, CDS og aðrir
„afturhaldsflokkar” fari með sigur af
framt neituðu yFirvöld, að málið
snerist um fjársvik og mútur á um
það bil billjón dollara.
Bahrain-blaðið Gulf Weekly
Mirror skýrði frá því um helgina, að
rúmlega sjötíu manns, þeirra á
meðal bankastjórar, ráðgjafar, verk-
takar og stjórnarembættismenn
væru ýmist í gæzluvarðhaldi eða í
rannsókn vegna meintrar þátttöku í
billjón dollara svindli.
Blaðið sagði enn fremur, að
nokkrir þeirra, sem flæktir væru í
málið, hefðu komið fyrir sérstakan
dómstól í Abu Dhabi í síðustu viku.
Yfirvöld sögðu í gær, að enginn
þcirra, sem hlut ættu að máli, hefði
komið fvrir rétt ennþá. Jafnframt
var því lýst yftr að billjón dollara
lalan væri „ýkjur.”.
Hlut ciga að máli egypzkir,
syrlcnzkir og pakistanskir
ríkislxirgarar.
/ móf út af
brjóstamáfí
Að minnsta kosti Fimmtán manns,
þar af háttsettur embættismaður
stjórnarinnar í Abu Dhabi, hafa
verið handteknir þar í landi í
sambandi við meintar mútur og
fjársvik.
Skýrt var frá þcssu af opinberri
hálfu í Abu Dhabi í gær, en jafn-
Frá höfuðborginni í Abu Dhabi, scm hxrr sama nafn. Grcinilega eru þar
töluverðir peningar til að stela.
%
ÆHa að stöðva selveiðar út
af ströndum Nýfundnalands
Tvenn félagasamtök hafa lýst
ásetningi sínum til að vernda
selastofninn undan ströndum
Nýfundnalands þegar Kanadamenn
hefja árlega selveiði sína þar í dag.
Fjöldi manns kom á staðinn um
og fyrir hclgina í því skyni að ganga
á milli selanna og veiðimannanna,
en hætti við þegar þeim varð Ijós sú
hætta, sem því er samfara. Nokkrir
væntanlegir þátttakendur í
baráttunni gegn selveiðunum
heyrðu svo hrikalegar sögur aí
veiðunum — og möguleikunum á
því að lenda á milli veiðimannanna
og selanna er veiðarnar hæfust — að
ekkert varð úr.
Auk Kanadamanna eru
Noromenn aðsópsmiklir við þessar
veiðar, sem um margra ára skeið
hafa vakið óhug og hrylling meðal
þeirra er vita hvernig veiðarnar fara
fram.