Dagblaðið - 15.03.1976, Qupperneq 9
Dagblaðið. Mánudagur 15. marz 1976.
Gjaklþrot á framkrflínu
leikmvndin veitir enga innsýn í
undraheim andarinnar villtu. Þess
vegna, og vegna raunsæisstefnu
sýnirlgarinnar að öðru leyti, kemur
kannski annars konar kerfi líkinga-
máls þeim mun skýrar fram, öll sið-
feröisumræða leiksins fram sett með
orðfæri sem dregið er úr kaupsýslu-
og lagamáli um eignarhald, kröfurétt
og skuldaskil.
Dýraríkið á loftinu er ekki tómt
„tákn og líking.” Öndin villta, dúf-
urnar og kanínurnar og jólatrén eru
allt raunhæf efnisatriði í atburðarás
leiksins. Á sama máta á hið kaup-
sýslulega orðfæri leiksins um sið-
ferðisefni og hugsjónir sínar rætur í
raunheim hans. Gengisleysi Ekdals-
fólksins í borgaralegu samfélagi
stafar af gjaldþrotamáli gamla
Ekdals og sök sem hann felldi á sig í
skógarkaupum með Werle stórkaup-
manni. Og það er þrotabú hans sem
Gregers vill endurreisa eða veita
uppreisn á siðferðislegu sviði. Um
Hákon Werle er gefið í skyn að
hjúskaparógæfa hans stafi af því að
hann hafi kvænst til fjár en brugðist
heimanmundur með konunni.
Heimilisböl í æsku, ömurleg ævi og
afdrif móður hans hafa gert úr
Gregersi þann mann sem hann er.
En Gregers er reyndar bundinn
hugmyndaheimi föður síns í báða skó
og siðalögum sem þar gilda. Hann
ber eins og rukkari upp hugsjóna-
kröfu sína við gjaldþrota kotkarla
leiksins, gerir tilkall til siðferðislegrar
innistæðu sem þeir eiga aldeilis enga.
Uppreisn hans gegn föður sínum er
fyrirfram dæmd til að mistakast af
því að hún er tilbúin og skilyrt af
þeirri heimsskoðun sem hann þykist
þó rísa gegn, sem metur öll verðmæti
til reiknings, eigna og skulda, og
heldur að rétt siðfræði sé leggjandi
að líku við reikningsrétt bókhald.
Þannig sé má segja að Villiöndin
fjalli um borgarastétt og borgaralegt
samfélag sem komið sé í upplausn
vegna óleysanlegra innri mótsagna
sinna. . Sjálfsblekking þess -er nauð-
vörn fólksins í leiknum gegn „járn-
hörðum lögmálum efnahagslífs” sem
hefur skapað þeir öllum örlög.
Þrettándi maður
til borðs
Frá því að Pétur Einarsson birtist
á sviðinu í fyrsta þætti er það lýðum
ljóst að Gregers Werle er sjúkur
maður, sjúkur á taugunum og sam-
visku sinni. í stað hins meinlætalega
hugsjónamanns, sem ofstæki hans
gerir lífshættulegan, ef ei beinlínis
banvænan öllum sem skipti eiga við
hann, er hér kominn maður sem í
fyrsta lagi á við banvænan sálarháska
að etja og berst i örvæntingu fyrir
sínu eigin líFi. Hin meinvæna hug
sjónakrafa er um leið sjálfsblekking
hans, einasta haldreipið í heimi sem
Werle grósséri og hans nótar hafa
skapað, þar sem Gregers er ævinlega
og óhjákvæmilega dæmdur að vera
„þrettándi maður til borðs” eins og
segir í frægum lokaorðum leiksins.
Eftir þessum skilningi skipar
Gregers Werle sér í sjónarmiðju Villi-
andarinnar. Þyki einhverjum skiln-
ingur og meðferð hlutverksins frá-
brugðið því sem vænta mátti og
vejija segir til um, þá ber um leið að
gá að því hve vel þessi túlkun í
rauninni kemur heim við atburðarás
og önnur frásagnarefni leiksins, sál-
fræðilega raunhæf persónusköpun,
samsömuð raunsæi og rökhyggju
Ibsens sjálfs. Og það er einkum þessi
aðferð að efninu sem gerir sýningu
Leiklist
Pétur Einarsson og Valgerður Dan í
Leikfélagsins í Iðnó svo nýstárlega
sem raun ber vitni, annálsverðan
sigur leikstjóra og leikarans í hlut-
verkinu, Þorsteins Gunnarssonar og
Péturs Einarssonar.
Skotin til
skemmda
Af skilningi sem lagður er í hlut-
verk Gregersar í leiknum ræðst líka
meðferð annarra veigamikilla hlut-
verka, ekki bara Hjálmars Ekdal
heldur líka Hákonar Werle.
Gregers skellir á föður sinn skuld-
inni af afdrifum Ekdals-fólksins: það
hlutverkum sínum í Villiöndinni.
er að vísu hans túlkun á löngu liðn-
um atburðum, lituð af rótgróinni
tortryggni hans og andúð á föður
sínum. En hvernig sem háttað var
viðskiptum þeirra gamla Ekdals
lautiants forðum daga er hitt alveg
ljóst að kaupsýsla hans, auður og
umsvif hafa enga farsæld fært Werle
stórkaupmanni. Þegar hér er komið
er hann í rauninni ekki lengur snema
rúst þess manns sem hann áður var:
Jón Sigurbjörnsson gerði með lát-
lausu móti einmanaleik og umkomu-
leysi hans alveg Ijóst í sýningunni.
Einnig hann er „skotinn til
skemmda” eftir sína fyrri ævi, þótt
með kaupum þeirra Bertu ráðskonu
leggist honum einhvers konar líkn í
ævilokin.
Á móti einlægum en ofstækisfull-
um, afvegaleiddum hugsjónamanni í
hlutverki Gregersar Werle er víst
venja að tefla fram nokkrum skáld-
legum íburði í lýsingu Hjálmars
Ekdal, hins niðurlægða ljósmyndara,
einhvers konar ljóðrænni andagift
sem leitar beint til hjartans eins og
líka segir einhvers staðar í leiknum. í
meðförum Steindórs Hjörleifssonar
var mestöllum lýriskum vindi hleypt
úr hlutverkinu án þess kæmi að sök
eða felldi fölskva á þokka og kímni
þess. Hjálmar Ekdal ber hér skýr
merki aldurs síns og þess dáðlausa
lífs sem hann hefur lifað. En Hjálm-
ar er ekki að öllu leyti sá kjáni sem
hann lætur. Hann gerir sér að því
merki grein fyrir sinni eigin lífslygi
að hann veit vel að uppfinningin
mikla var aldrei nema faHegur
draumur, umkomulaus tilraun til að
bjarga einhverjum leifum sjálfsvirð-
ingar úr gjaldþrotinu forðum. Og
sjálfsblekking hans er öldungis komin
undir tiltrú eiginkonu hans og Heið-
veigar litlu dóttur þeirra. Ef hún
bregst þá er úti um Hjálmar Ekdal,
og það veit hann vel sjálfur.
önnur hlutverk í leiknum mótast
af sömu raunsæisaðferð sem ræður
meginstefnu hans. Margrét Ólafs-
dóttir og Sigríður Hagalín lýsa
hinum jarðbundnu hagsýnu konunl í
leiknum, Gínu Ekland og Bertu
Sörby, sem einar sleppa skaðlausar
að kalla úr harðvítugum heimi sem
villta öldin byggir.
Guðmundur Pálsson
er gamli Ekdal, ósköp fornfáleg-
ur, og Helgi Skúlason Relling læknir,
einkar skýr í máli. Valgerður Dan
leikur Heiðveigu og gerði allt á litið
fullgóð skil hlutverki sem seint
verður víst leyst svo öllum líki. Líf
barnsins geymir í raunheimi þau
verðmæti sem öndin villta tákngerir
að skáidlegum hætti í leiknum, þau
sem í húFi eru þegar skuldaskil verða
og hið siðferðislega gjaldþrot þess
heims sem hér var lýst blasir við.