Dagblaðið - 15.03.1976, Síða 15
Dagblaðið. Mánudagur 15. marz 1976.
í
15
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
I
HARALDUR TAPAÐIIITUNUM
EFTIR SEX SIGURÁR í RÖD!
— Sigurður Haraldsson sigraði Horald Kornelíusson í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í badminton 17-15, 15-11
Þetta er í fyrsta skipti síðan ég vann
Reykjavíkurmeistaratitilinn í
badminton 1970 að ég tapa honum,
sagði Haraldur Kornelíusson, sá ágæti
badmintonleikari eftir ósigur sinn gegn
Sigurði Haraldssyni í úrslitaleik
Reykjavíkurmótsins í badminton í gær.
Sigurður vann báðar loturnar, þá fyrri
17-15 og hina síðari 15-11.
Ég náði góðu forskoti í fyrri lotunni,
leiddi 10-4, slakaði á og það má ekki
gegn jafngóðum manni og Sigurður er,
sem þegar gekk á lagið. Eftir það náði
ég mér ekki á strik, sagði Haraldur
ennfremur og því tap óhjákvæmilegt.
Haraldur bætti sér tapið í
einliðaleiknum með því að sigra í
tvíliðaleik — Haraldur og Steinar
Petersen sigruðu Sigfús Ægi Árnason
og Ottó Guðjónsson í úrslitúm 15-9,
15-1.
í tvenndarkeppninni sigraði
Haraldur ásamt Hönnu Láru
Pálsdóttur. Þau sigruðu Steinar
Petersen og Lovísu Sigurðardóttur 15-
13, 15-10.
í einliðaleik kvenna sigraði Lovísa
Sigurðardóttir TBR Hönnu Láru
Pálsdóttur einnig TBR í úrslitum 11-0,
11-3.
í tvíliðaleiknum unnu þær stöllur
Lovísa og Hanna Lára Ellen Franklin
og Sveinbjörgu Pálsdóttur, KR 15-7,
15-13.
En ef við snúum okkur frá
meistaraflokki að A-flokki þá vann
Sigurður Kolbeinsson TBR það afrek
að sigra í einliðaleik, tvíliðaleik og
Sigur og
jafntefli í
landsleikjum
kvenna!
íslenzka kvennalandsliðið í hand-
knattleik lék tvo leiki við hinar banda-
rísku stallsystur sínar um helgina —
sigur hafðist í öðrum þeirra og jafntefli í
hinum.
Langþráður sigur hafðist loks í
síðasta leik liðanna á laugardag uppi á
Skaga 15-9. Eftir tvö jafntefli í röð voru
aðstandendur liðsins orðnir uggandi um
að sigur gæti fengizt, í fyrsta leiknum
hafði íslenzka liðið unnið upp gott
forskot Bandaríkjamanna og í öðrum
leiknum hafði gott forskot glatazt.
í leiknum uppi á Skaga stóð allt í
járnum í fyrri hálfleik og staðan í hléi
var 5-5. En loks í síðari hálfleik fóru
stúlkurnar að þjappa sér meira saman,
leika eins og ein heild. Árangurinn lét
ekki á sér standa — liðið seig örugglega
framúr og er upp var staðið var öruggur
sigur, 15-9. Erla Sverrisd. og Harpa
Guðmundsdóttir komu bezt út úr leikn-
um, Erla skoraði 5 mörk og Harpa 4.
Eins var Guðrún Sigurþórsdóttir drjúg
— skoraði 3 mörk.
Þrátt fyrir að liðið sé á réttri leið er
enn langt í land og vonandi að úr
rætist.
Leikurinn suður í Firði á föstudaginn
var afskaplega illa leikinn af hálfu ís-
lenzka liðsins. Var nánast sem 7 ein-
staklingar :— óháðir hver öðrum væru
inná — vörnin sem gatasigti, skipulags-
leysi í sókninni. Ógnun var sáralítil og
til þess var tekið að bandaríska liðið
hafði bæði beztu einstaklingana á vell-
inum, ógnun var mun meiri í hornun-
um og (*ins mun meiri barátta í vörn-
inni. Staðan í hálfleik var 5-5 og í síðari
hálfleik komst íslen/.ka liðið í 15-11 en
glopraði hinu góða forskoti niðurog rétt
fvrir leikslok jafnaði bandaríska liðið
17-17. h.halls.
einnig tvenndarkeppninni. Sigurður
sem er aðeins 16 ára, sigraði Friðrik
Amgrímsson KR í úrslitum 15-10, 19-
15, og 15-10. í tvíliðaleiknum sigraði
Sigurður ásamt Brodda Kristjánssyni,
TBR þá Friðrik Amgrímsson og Ingólf
Jónsson KR 15-12, 15-18, 15-10.
Eini titilinn sem ekki hafnaði hjá
TBR á þessu Reykjavíkurmóti var í
I- flokki hjá konunum, en þar sigraði
Bjarnheiður fvarsdóttir, Val, stöllu
sína, einnig úr Val, Ásu Gunnarsdóttur
II- 6, 11-2.
í tvíliðaleik hjá konunum unnu þær
Sigríður M. Jónsdóttir og Ellen
Mogesen, TBR, þær Bjarnheiði og Ásu
úr Val, 15-12 0-15, 15-11. Og í
tvenndarleiknum í 1. flokki unnu þau
Sigurður Kolbeinsson og Sigríður M.
Jónsdóttir þau Walter Lentz og
Hlaðgerði Laxdal, bæði KR, 15-6 og
15-2.
Loks var á Reykjavíkurmótinu keppt
í Old Boys flokki og þar sigraði Kjartan
Magnússon og Matthías Guðmundsson,
TBR. Þeir sigruðu Ragnar Haraldsson
og Magnús Elíasson TBR í úrslitum
15-9, 15-10. Kjartan hefur komið mikið
við sögu í vetur því í deildakeppninni
hefur hann komið inn fyrir son sinn í
veikindum og er þar ósigraður.
h. halls.
Áskíðum
í hlíóum Alpafjalla
Eins og síöastliöinn vetur bjóöum viö nú viku og
tveggja vikna skíðaferðir til Kitzbuhel og St. Anton
í Austurríki á verói frá 41.700 og 50.600 krónum.
í Kitzbuhel og St. Anton eru jafnt brekkur fyrir
byrjendur, sem þá bestu. Þar er verió á skíöum í
sól og góöu veöri allan daginn, og þegar heim er
komið, bíöur gufubaö og hvíld, góöur kvöldmatur og
rólegt kvöld viö arineld, - eða upplyfting á
skemmtistaó ef fólk vill heldur.
Morguninn eftir, snemma, er stigið á skíöin og
haldiö beint upp í brekkur - svona gengur þetta
dag eftir dag eftir dag, meöan á dvölinni stendur.
Sem sagt, dýröleg dvöl í alþjóðlegu andrúmslofti
meö fullkomnu "apré ski”.
Þeir sem velja tveggja vikna feröir, geta dvalið
viku á hvorum staö ef þeir kjósa heldur.
Skíöafólk leitið upplýsinga hjá söluskrifstofum
okkar, ferðaskrifstofunum og umboösmönnum.
LOFTLEIDIR
ISLAJVDS
Félög með skipulagóar skíóaferóir til Evrópu