Dagblaðið - 15.03.1976, Síða 24
Mikill fjöldi gesta kom á skrúfudag Vélskólans s.l. laugardag. Ungir áhugamenn um vélstjóramenntun fjölmenntu þar
og vildu fá að vita allt um námið og skólann. Vélskólinn er eini skólinn í landinu sem árlega hefur kynningardag á
starfsemi sinni. Skrúfudagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1960.
Ljósm.DB-Ragnar Th.
FJÖLMENNIÁ SKRÚFUDAGINN
Geirfinnsmálið:
Gögnin
til Hœsta-
réttar
í dag
„Ég geri mér vonir um að við getum
gengið frá öllum gögnum í Hæstarétt í
dag, þannig að þar verði fljótlega hægt
að úrskurða um framlengingu gæzlu-
varðhaldsins,” sagði Örn Höskutdsson,
sakadómari, í samtali við fréttamann
blaðsins í morgun um rannsókn Geir-
finnsmálsins.
Eins og fram hefur komið áfrýjuðu
mennirnir þrír, sem sitja í gæzluvarð-
haldi vegna meintrar aðildar að hvarfi
Geirfinns Einarssonar, úrskurði Arnar
til Hæstaréttar.
Þá mun vfirsakadómari í dag eða á
morgun taka ákvörðun um hvort' og
hverjum falin verður dómsrannsóknin,
sem ríkissaksóknari krafðist um leið og
gæzluvarðhaldið var framleng*.
Lík Geirfinns og Guðmundar Einars-
sonar hafa ekki fundizt enn. — ÖV.
Hannes
eða Sveinn
í Búnaðar-
bankann?
Nýr bankastjóri í Búnaðarbanka
Islands verður ráðinn, ef frumvarp um
það efni nær fram að ganga á Alþingi.
Efu menn þegar farnir að spá um það
hver þriðji maðurinn verði, þegar, og ef
til kemur. Fljótlega kom upp nafn
Hannesar Pálssonar. útibússtjóra
Búnaðarbankans i Reykjavík, - en
heimildir, sern ekki verður fram hjá
gengið, telja að þriðji maðurinn verði
tengdari landbúnaðinum beint. Er full-
yrt að Sveini Tryggvasyni, fram-
kvæmdastjóra Verðlagsráðs land-
búnaðarins, hafi verið lofað þessari
stöðu.
—BS—
Ekið ó Ijósastaur
ökumaður á utanbæjarbíl ók
all hastarlega á ljósastaur við
Gnoðarvoginn um klukkan hálf-
átta á laugardagskvöldið. Öku-
maðurinn og farþegi hans voru
fluttir í slysadeild. Við rannsókn
reyndist farþeginn vera ómeidd-
ur, en bílstjórinn hafði meiðzt
töluvert á fæti.
Bíllinn var mjög illa farinn
eftir ákeyrsluna og þurfti dráttar-
bíl til að koma honum af
staðnum.
—ÁT—
— Það var árið 1966, þegar nýskipan
var tekinn upp á tilhögun vélstjóra-
námsins, að aðsóknin að skólanum jókst
svona gífurlega, sagði Andrés Guðjóns-
son, skólastjóri Vélskólans, er við spurð-
um hann í morgun um skrúfudaginn,
árlegan kynningardag skólans, sem
haldinn var á laugardaginn.
— Fjöldi gesta hér á laugardaginn
var gífurlegur, sagði Andrés. Hingað
kom upp undir þúsund manns.
Nemendur skólans voru til skrafs og
ráðagerða fyrir gesti og leystu úr
spurningum þeirra. Þá var dreift upp-
lýsingabæklingum um skólann. Þá var
einnig skemmtidagskrá haldin og fyrir
utan venjulegar ræður formanns nem-
endafélagsins og skólastjóra vakti ræða
nýkjörins formanns skólanefndarinnar,.
Valdimars K. Jóhannssonar prófessors,
mikla athygli. Ræddi hann m.a. um
tengsl Vélskólans við aðra skóla og
framtíð hans og húsnæðismál.
Kvenfélagið Keðjan sá um kaffi-
veitingar með miklum höfðingsskap að
venju.
A.Bj.
NÁMSMENN STYÐJA
VERKFALLSKONUR
Sjémenn á Eskifirði í „uppreisn"
„VERKFALLIÐ
ER LÖGLEGT"
— segir formaður Verkaiýðsfélags Norðfirðinga
.„Þetta vcrkfall er algcrlega
löglegt,” sagði Sigfinnur Karlsson,
formaður Verkalýðsfclags Norðfirð-
inga, í morgun. 70 sjómenn á Eski-
firði hafa mótmælt því að fara í
verkfall.
En Sigfinnur segir, að mótmælin
dugi ekki. Þetta sé ekki nýtt verk-
fall, heldur hafi ýerkfalli verið frestað
og nú hafi stjórnir og trúnaðar-
mannaráð allra viðkoniandi fclaga
samþykkt að fclla frcstunina niður.
Stjórnir og trúnaðarmannaráð hafi
umboð tií þess. „við fengum skjal frá
Ö8 inönnum á Eskifirði inn á sainn-
ingafund á föstudaginn og síðan
skcyti frá 12 miinnnm þaðan,” sagði
Sigfinnur.
„Það cru kjörin á skuttogurunum,
scm um cr dcilt í samningunum,”
sagði hann. „Verkfall cr boðað að-
faranótt miðvikudags á Eskifirði og
aðfaranótt fnnmtudags á Scyðisfirði,
Ncskaupstað og Fáskrúðsfirði.”
Sigfinnur sagði, að sjómcnn hcfðu
boðið útvcgsmönnum að taka skut-
togarasamningana út úr bátakjara-
samningunum, cn því hcfði vcrið
hafnað. „Við gcrum okkur vcl ljóst
að ástandið cr mjög alvarlcgt vcgna
atvinmmnar hcr,” sagði hann.
Dcilan cr í höndum sáttascmjara,
scm cr Sigurður Guðmundsson,
sóknarprcst m, Eskifirði.
Sigfinníir sagði cinnig, að siaðan í
samningamálum sjómanna á Akur-
cvri, Siglufirði, Sauðárkróki og í
Kcflavík va*ri svipuð því scm hún cr
á Austfjörðum. HH
Stjórn Sambands íslenzkra
námsmanna erlendis hefur látið frá sér
fara bréf ásamt þúsund króna tékka til
dagblaðanna í Reykjavík og hvatt þau
til að hefja með þessu fjárframlagi
söfnun til styrktar verkfallskonum á
Akranesi. Vekur Síne athygli á því, að'
konurnar hafa verið í verkfalli í hartnær
mánuð eða frá 17. febrúar s.l. og að eftir
svona langt verkfall hlýtur að vera farið
að sverfa fjárhagslega að verkfalls-
konum. Einnig er vakin athygli á að
kröfur þær sem konurnar eru að berjast
fyrir, séu ekki aðeins réttmætar launa-
kröfur, heldur og heyi þær baráttu fyrir
jafnrétti á við karla í fiskvinnslunni.
-BH.
LÖGREGLUÞJÓNUM
HÓTAÐ LÍFLÁTI
Um miðnættið á síðasta miðviku-
dag var lögreglunni tilkynnt um inn-.
brot í rafvélaverkstæðið Volta við
Norðurstíg. Þrír lögregluþjónar fóru
þcgar á staðinn. Fvrir utan fyrirtækið
fundu þcir úlpu og verkfæratösku,
svo að þeir drógu þá ályktun að
innbrotsmaðurinn væri enn inni.
Lögrcgluþjónarnir fóru þegar inn í
fvrirtækið. Þar var kolniðamyrkur og
mcgn gaslykt var þar. Þcgar þjófur-
inn varð var við að lögregluþjonarn-
ir voru komnir inn, tilkynnti hann
þcim að hann hcfði skrúfað frá gas-
kút, og ef þeir hypjuðu sig ekki þegar
út kveikti hann á eldspýtu og dræpi
þá alla. Lögregluþjónarnir höfðu
engin umsvif heldur skutluðu sér
allir á manninn og tókst að yfirbuga
hann.
Eftir handtökuna kom í ljós að
þarna var síbrotamaður á ferðinni,
— dauðadrukkinn þar að auki. Hann
hafði nóttina áður vcrið tckinn fyrir
innbrot í Mjólkursamsöluna, cn sam-
kvæmt vcnju verið slcppt daginn
cftir. — ÁT—
frfálst, úháð dagblpð
Mánudagur 15. marz 1976.
Maður í sjó-
inn ó Akur-
eyrarpolli
Litlum selgbáti hvolfdi út und-
an Akureyri um hálfsjö leytið í
gærkvöld. Það er út af fyrir sig
algengt, að Akureyringar hvolfi
skútum sínum á siglingu, en i
þessu tilfelli losnaði maður frá
bátnum og féll í sjóinn.
Sá sem eftir sat í bátnum gat
ekki ráðið við hann einn og
komið félaga sínum til bjargar,
þar eð eitthvert ólag var á segla-
búnaðinum. Hann hrópaði því á'
hjálp, og innan skamms kom
trilla úr landi og bjargaði mann-
inum. Hann var gegnumkaldur,
en varð ekki meint af volkinu.
Nokkuð er um að Akureyringar
stundi siglingar úti á Akureyrar-
polli. Mest er um þessar seglbáta-
siglingar á sumrin, en um þetta
leyti er einn og einn óþolinmóður
eftir sumrinu sem bregður sér á
sjóinn, oft í misjöfnu veðri.
—AT—
AFBROTA-
UNGLINGARN-
IR Á AKUR-
EYRI SAMIR
VIÐ SIG
— þrjú innbrot
um helgina
Brotizt var inn á tveimur
stöðum á Akureyri um helgina og
tilraun til að komast inn var gerð
á þeim þriðja. Þar hafði hins
vegar verið brotizt inn fyrr í vetur
og hafði eigandanum tekizt að
gera húsið nokkurn veginn þjóf-
helt.
í prentsmiðjunni Skjaldborg var
stolið fimm blöðum úr ávísana-
hefti. í verzluninni Ásbyrgi var
peningakassinn tæmdur, en þar
var ekki nema óverulegt magn af
skiptimynt. Allur varningur var
látinn í friði. Það var í Glerslípun
Halldórs Kristjánssonar, sem
þjófarnir urðu frá að hverfa, þar
sem þjófakeðja var á útidyrun-
um.
Lögreglan á Akureyri minnist
þess ekki, að nokkurunglingur yfir
átján ára aldri hafi verið tekmn
fyrir innbrot í faraldrinum, sem
gengið hefur yfir í vetur. Aðallega
eru þetta unglingar, sem fæddir
eru árið 1960. Aðeins tveir af
þessum afbrotamönnum hafa
verið sendir í sveit, og það var
einungis fyrir tilstilli foreldra
þeirra. Leitað var eftir plássi fyrir
þann þriðja á Upptökuheimilinu
í Kópavogi. Þau svör fengust
aftur á móti, er átti að senda
hann suður, að dvöl á Upptöku-
heimilinu væri vísasti vegurinn til
að gera hann forhertan afbrota-
mann, svo að ekkert varð úr
þeirri suðurferðinni. —ÁT—
Brœlan stoppar
loðnuveiðarnar
Engin loðnuveiði var í nótt og hefur
ekkert vciðzt síðan kl. 8 í gærmorgun.
Cít)ður afii var í fyrrinótt, eða 5650
tonn, sem fengust út af Snæfellsnesi.
Nú er hins vegar bræla á öllum loðnu-
miðúm og ekkert hægt að vera við, en
búast má við miklum handagangi um
leið og lægir. G.S.—