Dagblaðið - 22.03.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 22.03.1976, Blaðsíða 3
Dagblaðið. Mánudagur 22. marz 1976. GUÐLEYSINGJARNIR A RITSTJÓRN ÞJÓDVIUANS Ekki stóð á útúrsnúningum frá guðleysingjum Þjóðviljans, svarið var birt í slúðurdálkinum „Klippt og skorið”. Þar reynir annar ritstjóri blaðsins að snúa út úr sannleikanum. Orðrétt stendur í greininni: „Nú hefur komið í ljós að ameríski trúður- inn Billy Graham, sem helgað hefur sig kristinni trú, á líka sína aðdáend- ur hér á landi sem þola illa að á það sé minnzt hve bænheitur þessi trúður var á tímum Víetnamstríðsins, en hann var sem kunnugt er ákafasti talsmaður þess að Bandaríkin sprengdu Víetnam aftur á steinöld.” Greinilegt er að þetta bréf hefur komið kommaguðleysingjunum á óvart og verða þeir nú að viðurkenna að þeir séu trúleysingjar. í niðurlagi segir: „Og síðan er á það minnst að í Moskvu starfi 15 þúsund manns við miðstöð vísindalegs guðleysis.” Þvílík ógn og skelfing! Ritstjórinn getur ekki annað en gert grín! Hann skilur ekki markmið kristinnar trúar. Nú ættu allir kommaguðleysingjar að taka sig til og snúa sér að kristinni trú. 1. Er höfuðtakmark ykkar að útrýma kristinni trú? 2. Hvers vegna var ekkert minnzt á fórnarviku kirkjunnar í einu blað- anna? Matthías Gunnarsson. HÉÐINN PÉTURSSON líffræðinemi: Mér lízt ekkert á þetta. Þetta er allt svo óljóst, það veit enginn hvernig kjörin verða og ég held að það þekkist hvergi, að fólki sé boðið upp á slíkt. NY TEGUND BATAI STAÐ „ASHVILLE"? n Þessi hraðskreiði bátur heitir Pegasus. Það eru Boeing- verksmiðjurnar sem hafa smíðað þessa gerð fyrir bandaríska sjóherinn. Á myndinni sést báturinn á yfir 40 mílna hraða án þess að rífa upp neinn sjó að ráði. Stærð bátsins er 231 tonn, lengd 40 m, breidd 8,6 m og áhöfn 21 maður. Bandaríski sjóherinn fær þennan bát fyrst nú í maí 1976. Þar sem uppi hafa verið raddir um að viss tiltekin gerð af hraðskreiðum bát hentaði ekki er e.t.v. ekki úr vegi að benda á að til eru fleiri gerðir sem koma til greina fyrir Landhelgisgzæluna til afnota. fvar Magnússon Laugarásvegi 67 Reykjavík. BÆNDURNIR 0G MAFÍAN JÓNÍNA EINARSDÓTTIR efna- fræðinemi.: Mér lízt afskaplega illa á þetta fyrirkomulag og þá sérstaklega endurgreiðslukerfið fyrir þá sem hafa lægst laun að námi loknu. BJÖRN HARÐARSON, nemi í verk- fræði og raunvísindadeild: Ég er sérlega óánægður með þetta. Við verðum að ganga að kjörum sem við vitum ekki hver verða. BENEDIKT BRAGASON íslenzku- nemi: Þetta er fremur hrapallegt. Ég held að það séu varla dæmi til þess að fólki séu boðin vísitölubundin lán. ISBRJOTAR AISLANDSMIÐ LESANDI skrifar: „Nú er vorið að koma með hækkandi sól og hlýju og fækkandi varðskipum, ef fer svo sem á horfir. Mig langar til að benda á, að með hækkandi sól verða líka finnsku ísbrjótarnir sem eru í Eystrasalti, verkefnalausir. Væri nú ekki ráð að senda Finnum línu og fara fram á að fá tvo ísbrjóta lánaða eða leigða. Ég veit að Finnar eru yfirleitt drengir góðir og hafa jafnan reynzt íslendingum vel á erfiðum tímum, enda vanir átroðningi erlendra ríkja. Ég er viss um að við þyrftum ekki að bíða eftir svari. Mér lízt satt að segja ekki of vel á hraðbátahark okkar í Bandaríkjunum. Þeir vilja sennilega ekkert fyrir okkur gera. ísbrjótar eru geysilega öflug skip og styrkleiki og vélarorka .eru þvílík, að ekkert stendur fyrir þeim. Ég gæti trúað að ganghraði þeirra væri svipaður og'nja stærri varðskipum okkar, en hins vegar held eg að brezkar freigátur reyndu ekki ásiglingar néma einu sinni. Þeir eru allflestir með þyrludekk og bógskrúfa er á þeim mörgum. Þessi skip gætu klippt og siglt að vild innan um togamna, freigátur og önnur verndarskip.” Hvers konar þjóðfélag vill þessi Guðmundur eiginlega? Vill hann þannig þjóðfélag að auðhringar fari með öll völd í skjóli svika og öflugs herafla? Þannig þjóðfélag að bændur séu þrælar auðvaldsins, hafi bæði litla jörð og borgi af henni háan skatt?Eins að landið einkennist af þeim hörmungum er þrifust á Kúbu fyrir byltingu Fidel Castros árið 1959. En hvað hafði byltingin á Kúbu í för með sér fyrir bændastétt- ina þar? Allt. Ekki bara einungis fyrir bændur heldur fyrir allan al- menning nema auðhringana og for- sprakka þeirra. Ef bændasamtökin má kalla mafíu, eins og háttvirtur borgari komst að orði, þá má nú flest kalla mafíu. Kannski sjómannafélögin séu mafíusamtök eða vörubílstjórafélagið sé mafía scm gæti krunkað á ríkis- kassann að vild, með góðum árangri. Auðvitað getur bóndi, sem hefur komið sér vel fyrir með góðan bústofn og góða jörð, svo ég tali nú ekki um góðan vélakost, lifað góðu lífi. En ætli hann hafi ekki lagt mikið að sér um dagana? Það skal þó skiljast að það þarf að halda vel á málunum til að hafa góðar tekjur sem bóndi, líkt og aðrar stéttir hér á landi. Einnig heldur Guðmundur Magnússon því fram að bændur séu skaðsöm stétt sem vaði uppi og séu heildinni til beinlínis stórskaða. Séu til slíkar stéttir yfirleitt þá held ég að það séu allra sízt bændur, sjómenn og almennir verkamenn. „Peningasamtök” eins og lögfræð- ingar, heildsalar og þingmenn, sem eru á fullum launum allt árið og eiga auk þess nokkur fyrirtæki úti í bæ, sem gefa góðan arð í aðra hönd, eru stéttir sem mætti losna við að skað- Iausu. Guðmundur heldur því einnig fram að mjólk sé hcilsuspillandi og valdi slapplcika. Þessi maður ætti að líta í kringum sig í svcitunum á sumrin." Boeing-hraðbátarnir sem smíðaðir eru fyrir Bandaríkjamenn. Blaðastyrkuríim í Gœzhjna! Guðmundur J. Kristjánsson hringdi til blaðsins og bað um að eftirfarandi fyrirspurn væri komið á framfæri: „Hvernig væri að Alþingi veitti Landhelgisgæzlunni þann styrk senr dagblöðunum er ætlaður á fyárlögum, a.m.k. þetta árið?”. Þessi mynd er af fínnskum ísbrjót. Lesandi vill fá einn slíkan á miðin. LESANDI FRÁ HÖFN í HORNA- FIRÐI skrifar: „í Dagblaðinu 10. marz 1976, í þættinum „Raddir lesenda”,rakst ég á grein eftir Guðmund Magnússon. Þessi maður virðist ekki gera sér mikla grein fyrir þýðingu bænda- stéttarinnar hér á landi. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON skrifar: „Ég hcld cg fari ekki mcð ncilt fleipur þcgar ég scgi að margir hafi undrazt þögn þína, Jónas ritstjórí Krístjánsson. um landbúnaðarmál. Það hcfur varla sczt stafur fiá þér I hinu nýja blaði um þetta land- búnaðarkerfi sem er að sliga þjóðina. Flest, sem þú skrifaðir, Jónas, var sannleikanum samkvzmt og miklu mátti raunar bscta við. Nú slðast þcgar verkfall stóð yfir voru bzndur byrjaðir að vola yfir niðurhellingu á mjólk. Eins og allir viti ekki að (slendingar drekka allt of mikla mjólk, þraelvond fyrir utan að hún vcldur bæði zðatcppu og öðrum slappleikasjúkdómum. Svona er hzgt að nota klseki og áróður til þess að fá fólk til að drekka mjólk, hollustukjaftseði og mjólkurskort. Þcssi mjólk er cin mcginorsök dýrtlðarinnar á fslandi, þarflaus og einungis offramlciðsla á mjólk. Maflusamtök bscnda, sem flestu ráða f þessu landi, þurfa ekki að standa I verkföllum. Þar er bara ráðið á nokkrum fundum hvað þeir vilji fyrír framleiðslu slna. Ef það nsest ekki fra neytendum þá er bara krúnkað I rikiskassann svo allir lifl vel. Maður þarf ekki að fara v Iða um svcitir landsins til að sjá hvernig launum manns cr varið I hringavit- leysu styrkja og uppbóta á fle sviðum. Rsektunar- áburöar- fóöur- bygginga- olíustyrkir, hvaða nöf þetta nú allt nefnist. Og það vöru sem allt of mikilófneyzla er á I landinu. Alla þcssa styrki og útflutnings- bsetur hafa bsendur geta knúið fram út á sterk samtök og vegna mátt- lcysis þingmaana, sem sífellt eru 1. atkvseðalcit og engu llkara en þar sé einskis látið ófreistað. Nei, Jónas, þú mátt ekki láta staðar numið J baráttu þinni fyrir réttlátara samfélagi þar sem einstakir hópar geta eldci vaðið uppi, heildinni beinllnis til stórskaða.” __________ Spurning dagsins Hvert er álit þitt á nýju1 fyrirkomulagi námslán- anna? VILHELM NORÐFJÖRÐ sálfræði- nemi: Mér lízt fremur illa á það. Fólk neyðist til að taka þessi lán, það hefur engin önnur ráð. Stór galli við frum- varpið er að þar skuli enn standa að stefnt skuli að fullri fjárþörf náms- manna. GUÐRtlN BACHMAN bókmennta- sögunemi: Mér lízt illa á þetta, við tökum lánið með óvissum kjörum. Það veit enginn hvernig greiðslur verða.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.