Dagblaðið - 22.03.1976, Blaðsíða 6
6
Dagblaðið. Mánudagur 22. marz 1976.
Þjálfarinn Ken Takefusa 3ja Einnig er lögft rfk áherzla á
dan kennir Ooju-Kyu Karate llkamsrækt meft vöftva- og
spm er bæfti keppnisíþrótt og öndunaræfingum.
frábær sjálfsvarnarlist.
Byrjendanámskeið
í Karate
Innritun verður í dag, mánudag og á
morgun þriðjudag, frá kl. 19. Getum bætt
við einum byrjendaflokki fyrir bæði ktínur og
karla, 15 ára og eldri, einnig einum
unglingaflokki 12—15 ára, ef nægileg þátt-
taka fæst. Athugið að Karate er ekki einung-
is frábær keppnisíþrótt, heldur einnig holl og
góð heilsurækt í sérflokki.
Karatefélag Reykjavíkur
Ármúla 28, R. sími 35025
Til sölu iðnaðarhúsnœ
iðnaðarhverfi
Húsið selst fokhelt eða
undir tréverk. 1. hœð: 300 ferm,
4 innkeyrsludyr, lofthœð 5.60 m.
2. hœð: 300 ferm, lof***1-*
nmyii og skip
Garðastræti 38, sími 26277 og 20178.
PATTY FUNDIN SEK!
— dómur kveðinn upp eftir mánuð
Lögfræðingar Patriciu Hearst, sem
fundin hefur verið sek um vopnað
bankarán, hafa farið fram á það, að
ferð hennar til Los Angeles, þar sem
frekari ákærur bíða hennar, verði
frestað.
Albert Johnson, verjandi Patty,
segir, að framsal hennar sé „óþarfa
óþægindi” og hefur beðið Carter
dómara að bíða með það, þar til
dómur hefur verið kveðinn upp yfir
Patty 19. apríl. n.k.
Vera kann, að ákærurnar á hendur
Patty í Los Angeles um að hafa tekið
þátt í skotbardaga fyrir utan sport-
vöruverzlun, aðeins um mánuði eftir
bankaránið í San Fransisco, eigi eftir
að hafa alvarlegar aflciðingar fyrir
hana, vegna þess að við slíku getur
legið allt aðlífstíðarfangelsi. Skotbar-
daga þennan háði Patty með Harris
hjónunum, sem bíða dóms, og var
búizt við því, að henni yrði sleppt, ef
hún vitnaði gegn þeim við réttar-
höldin, þar eð það voru þau, sem
létu hafa eftir sér að hún hefði tekið
þátt í þessu ráni.
SIGUNGAR UM PANAMA-
SKURD HAFNAR AFTUR
Siglingar um Panama-skurð hófust
aftur með eðlilegum hætti í gær eftir
fimm daga verkfall bandarískra starfs-
manna við skurðinn.
Bandaríska fyrirtækið, sem hefur
rekstur skipaskurðarins með höndum,
gréindi frá því í gær að undanfarinn
hálfan sólarhring hefðu 57 skip farið
um skurðinn, sem er 80 km langur. Enn
biðu þó 150 skip þess að komast í gegn
á milli Atlantshafsins og Kyrrahafsins.
ralið er að það muni taka allt að
fjórum vikumað koma málum í eðlilegt
horf.
Bandarísku starfsmennirnir fóru í
óopinbert verkfall til að mótmæla
reglugerð, sem hefði smám saman
dregið úr forréttindum þeirra sem er-
lendra starfsmanna og gert það að verk-
um, að þeir hefðu búið við sömu laun
og skilyrði og innfæddir starfsmenn.
Margir þeirra 2500 bandarísku starfs-
manna, sem vinna við skurðinn, eru úr
fjölskyldum, sem hafa lifað og starfað
við skipaskurðinn í allt að þrjár kyn-
slóðir.
Þeir hafa látið í ljós mikla andstöðu
við yfirstandandi samningaviðræður
bandarískra yfirvalda og Panama-
stjórnar um framtíðarstöðu skurðarins
og áætlanir bandarískra og panamískra
starfsmanna.
Rekstrarfyrirtæki skurðarins tapaði
14 milljónum Bandaríkjadala á síðasta
ári.
Flutningaskip af öllum tegundum eru farin að raðast upp, eftir tveggja daga
„veikindaverkfall” starfsmanna við Panama skipaskurðinn. Meira en 700 starfs-
menn eru í verkfalli þessu til þess að mótmæla fyrirhuguðum kauplækkunum og
brottrekstri starfsmanna.
Ródesía:
Callaghan skýrir
stefnu brezku
stjórnarinnar í dag
Ítalía:
Fellur stjórn
Aldo Moros?
Varnarmálaráðherra Ítalíu,
Arnaldo Forlani, mun að öllum Hk-
indum gefa kost á sér til formanns-
kjörs í kristilega demókrataflokkn-
um á þingi flokksins, sem nú er
haldið.
Mun þá koma í ljós skoðanamis-
munur sá, er ríkt hefur innan flokks-
ins milli stuðningsmanna
Zaccagnini, núverandi formanns og
íhaldssamari afla innan flokksins,
sem styðja munu Forlani. Og ef
Zaccagnini fellur, má búast við því,
að minnihlutastjórn Aldo Moros
verði að segja af sér, vcgna þess að
hún nýtur stuðnings hans. Taldar
eru líkur á því, að kosningar nú
kúnni eð leiða til þess, að kommún-
istaflokkur Ítalíu nái völdum.
Zambía biður
um íhlutun
Breta
Mark Chona, stjórnmálalegur
ráðunautur Kenncth Kaunda for-
seta, hefur boðað komu sína til
London. þar sem hann er álitinn
eiga að hvetja bre/.k yfirvöld til þess
að skerast í leikinn. eftir að samn-
ingaviðræður Afríkana og hvíta
minnihlutans i Ródesíu sigldu i
strand.
Chona hefur gegnt lvkilhlutverki í
viðræðunum milli Sambíu og
Suður-Afríku og er búi/.t við að
hann fari fram á það að Bretarsendi
herlið til Ródcsíu til að miðla
málum þar. Var hann vamtanlegur
t il London í dag.
James Callaghan, utanríkisráðherra
Bretlands, mun í dag gera grein fyrir
þeim skilyrðum, sem brezka stjórnin
sctur Ródesíumönnum eigi þeir að
njóta hjálpar Breta eftir að
samningaviðræður hvítra og blakkra
um framtíð landsins sigldu í strand fvrir
hclgina.
Brc/.ki utanríkisráðherrann mun á
þingi skýra þá afdráttarlausu afstöðu
brc/.ku vcrkamannastjórnarinnar, að
Ian Sntith, forsætisráðherra Ródesíu
verði að fallast á að mcirihlutastjórn
blökkumanna taki við völduin í
Ródesíu innan skamms, eigi bre/.ka
stjórnin að koma til hjálpar.
Pólitískir fréttaskvrcndur eru flestir
Búi/.t er við, að kvikmyndastjarnan
fyrrverandi, Ronald Rea'gan, verði að
hætta baráttunni gegn Ford forseta um
útnefningu Repúblikanaflokksins, ef
hann tapar í forkosningunum í Norður-
Karólmu í dag.
Sömu örlög bíða demókratans
Georgé Wallaee, sein ekki hefur tekizt
þeirrar skoðunar í brezku blöðunum í
morgun, að Callaghan muni fullvissa
hvíta íbúa Ródesíu um öryggi þeirra
og lífsafkomu ef þeir fallast á
meirihlutastjórn blökkumanna. 1 sömu
blaðafréttum er talað um
„umfangsmikla aðstoð” við hina nýju
blökkumannastjórn í Rþdesíu.
Ian Smith, forsætisráðherra Ródesíu,
sagði á laugardaginn að Bretar yrðu að
taka þátt í tilraunum til að Finna lausn
á Ródesíu-deilunni.
Hann sagði jafnframt um helgina, að
hann gæti hugsað sér að fella einhliða
sjálfstæðisyfirlýsingu Ródesíu frá 1966
úr gildi, jafnvel þótt hann teldi það
rangt.
að vinna fylgi kjörmanna flokksins á við
Jimmy Carter, sem virðist hafa berg-
numið kjörmennina, eftir að hann vann
glæsilega sigra á fyrstu dögum kosn-
ingabaráttunnar. '
Carter er nú í New York, þar sem
hann keppir um hylli 274 kjörmanna
fyrir kosningarnar þar, sjötta apríl n.k.
Bandarísku forsetakosninaarnar
í hgust
DRAGA WALLACt OG
RtAGAN SIG í Hlí?