Dagblaðið - 22.03.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 22.03.1976, Blaðsíða 13
Dagblaðið. Mánudagur 22. marz 1976, Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir ekki — Skaga- u í Keflavík! knattspyrnunm á laugardag son er óðum að komast í sitt fyrra form, traustur og hvetjandi fyrir sitt lið. Karl Hermannsson átti góðan leik, svo og Lúðvík Gunnarsson. Ungu piltarnir, Þórir og Einar voru ekki eins sprækir og í fyrsta leiknum gegn Fram, en öldungurinn Jón Ólafur virðist enn í fullu fjöri. Jón Alfreðsson lék ekki með Akurnes- ingum, — ekki farinn að æfa ennþá vegna anna í netagerðinni, -r- en ÍA tefldi fram nýliðum, sem lofa mjög Kristbjörg Magnúsdóttir. góðu, eins og Pétri Péturssyni. Stór og stæltur framherji, fljótur og leikinn. Karl Þórðarson og Matthías Hall- grímsson voru hinir líflegustu í framlín- unni og sýndu oft góða samleikskafla. Árni Sveinsson fann sig ekki í leiknum, en Guðjón Þórðarson var hins vegar mjög ötull í terigiliðarstöðunni. Jón Gunnlaugsson var sami kletturinn í vörninni og áður. Þegar á heildina er litið, er ekki annað að sjá en bæði íslands- og bikarmeistararnir séu líkleg- ir til að verja þessa titla á komandi sumri. emm Þorsteinn Ólafsson * sýndi hæfni sína í m irki ÍBK á laugardag. Hér slær hann knöttinn frá. DB-mynd emm. Taugaspenna — en Fram- stúlkurnar hðfðu það! Fram-stúlkurnar sigruðu KR í gær- kvöld í Laugardalshöll og tryggðu sér þar með sigur í 1. deild kvenna og íslandsmeistaratitilinn. Lið Fram var vel að þeim sigri komið — lék oft ágætlega í keppninni og hefur yfir mörgum snjöllum handboltakonum að ráða. Árið 1974 varð Fram einnig íslandsmeistari í þessum flokki — Valur í fywa. Fram þurfti aðeins eitt stig gegn KR í gær til að tryggja sér sigur í mótinu. Það var því ekki að undra að nokkurrar knattleik, þó svo þær væru ekki alveg með sitt bezta lið. Fram komst fijótt í 3-1, síðan 6-3, en þá fór KR að síga á. 6-5 í hálfleik. KR jafnaði í 6-6 og þá var ekki laust við að færi um ýmsa Framara í höllinni. En KR-stúlkurnar náðu ekki forustu — voru heldur óheppnar með nokkur skot í stangir. Fram komst í 8-6, — síðan stóð 9-8, en Fram skoraði næsta mark. Þrjár mín. eftir og sigurinn öruggur. Þá loks lék Fram-liðið af eðlilegri getu. Sigraði 13-9. Oddný skoraði mest 5 mörk, Kristín og Guðrún Sverrisdóttir 2 hvor, Olga Magnúsdóttir, Guðríður, Arnþrúður Karlsdóttir og Jóhanna Halldórsdóttir 1 hver. Anna Lind skoraði 4 mörk fyrir KR og átti skínandi leik. HansínaMel- sted og Soffía 2 hvor, og Birna eitt. Fyrr um daginn vann Valur stórsigur á ÍBK 27-9 og í síðasta leik mótsins vann Ármann Víking 16-12 og átti í nokkrum barningi með Víkingsliðið framan af. Ármann hlaut annað sætið í mótinu, Valur það þriðja. Keppir að meistara- titlinum Kristbjörg Magnúsdóttir gerir það gott í þýzka handboltanum. í fyrra varð hún Þýzkalandsmeistari með félagi sínu Eintracht Minden — og nú er hún aftur komnin í úrslitakeppnina. Kristbjörg, sem gift er handbolta- manninum kunna, Axel Axelssyni, lék með Minden á laugardag gegn Guts Muts frá Berlin, og sigraði Minden með 12-8 á heimavelli. Liðin leika aftur um næstu helgi í Berlín og það, sem sigrar samanlagt, leikur til úrslita um Þýzkalandsmeistaratitilinn, annaðhvort við Auerbach eða Leverkusen. Þau lið leika í hinum leikjunum í undanúrslit- um. Einn leikur var í Bundeslígunni í gær. Derschlag sigraði Hamborg 17-16, svo enn versnar útlitið hjá Einari Magnússyni og félögum hans í Hamborgarliðinu. íslandsmeistarar Fram 1976 ásamt þjálfara sínum Guðjóni Jónssyni til vinstri og formanni handknattleiksdeildar Ólafi Jónssyni. DB-mynd Bjarnleifur. taugaspennu . gætti meðal Fram- stúlknanna — reyndar svo mjög um tíma, að aðeins þær Oddný Sigsteins- dóttir og Kristín Orradóttir höfðu taug- arnar í lagi og báru Fram-liðið uppi. KR-stúlkurnar sýndu ágætan hand- Þrír fyrsiu í yfirþyngdarflokki í Lanclsfiokkaglíiininni. Frá vinstri Yngvi, Þorstcinn íslandsmristarinn, og Guðnmndur. I)B-mynd Bjarnlcifur. Klára leiktímabilið með Standard Liege Þetta er allt í athugun enn með félagaskiptin, en það er áreiðanlegt, að ég lýk leiktímabilinu við Standard, sagði Ásgeir Sigurvinsson við Dagblaðið í gær. Við töpuðum fyrir Lokeren á laugar- dag á útivelli 1-0 og þac) er með því versta hjá dómara, scm ég hcf orðið vitni að. Við hjá Standard komum til að ná stigi og lékum vcl upp á það, cn svo tvcimur mín. fyrir lcikslok skoraði Lokcrcn. Miðhcrji þcirra kastaði raun- vcrulcga cinum icikmanni okkar frá áður cn hann skoraði. Það var allt vitlaust vic) þctta atvik á vcllinum. Eftirlitsmaður frá FIFA var á lcikn- um og sagði Pctit, framkva'mdastjc'ira Standard, að þctta va*ri tncð því Ijót- ara, sc*m hann licfði sí'b. Mundi gcfa alþjóðasambancli dc'nnara skýrslu um málicV sagði Ásgc*ir cnnfrcnmr. C.harlc*roi lck á i'itivclli vic) Ant- werpen og náði jafntefii 1-1. Gebauer skoraði fyrir Standard í f.h., en Ant- werpen jafriaði 9 mín. fyrir leikslok. Ég hef ekki frétt af því hvernig Guðgeir stóð sig í leiknum, sagði Ásgeir að lokum. ÚrsHt í leikjunum urðu þessi. Malinois-Malines ■M Molcnbeck-Berchcm 5-0 Liegcois-GS Bruggc 0-0 La Louvicrc-Bcvcren 1-0 FG Bruggc-Ostcndc 5-0 Bcringcn-Andcrlccht L’-O Bccrschot-Warcgcni 2-1 I -okcren-Sta nda rd 1-0 Antwcrpcn-C’harlcmi 1-1 Bruggc hcfur.10 stig . I.okrtvn 2 Andcrlccht, Molcnbcck, Brvt'rn 54 cn Standard cr nu*c) 51 stig. Charlcroi cr 3ja ac1) nccban. Bcringcn skauzt upp fvrir cflir hinn óva*nta sigur gcgn Andcrlccht. Stórsigur hjá Bayern Evrópumeistararnir í knattspyrnu félagsliða, Bayern Múnchen, sem nú er komið í undanúrslit í Evrópubikarnum, lék efsta liðið í Bundeslígunni vestur- þýzku, Borussia Mönchengladbach, grátt í leik liðanna á Olympíuleikvang- inum í Múnchen á laugardag að við- stöddum 74.500 áhorfendum. Bayern sigraði með 4-0 og skoruðu þeir Georg Schwarzenbech. Uli Hoe- ness (tvö) og Gerd Múller, vítaspyrna, mörkin. Leikmenn Borussia áttu ekkert svar við stórgóðum leik Bayern, auk þess, sem vonbrigðn frá leiknum í Madrid við Real sl. miðvikudag, hafa setið í leikmönnum. Hollenzkur dómari gaf Real Madrid jafntefii í þeim leik, sem þýddi að Real komst í undanúrslit. Leikur þar við Bayern. Þjálfari Real,. Miljan Miljanie, horfði á leikinn í Múnchen og sagði eftir hann. „Bayern sýndi heimsklassaleik. í slík formi óttumst við ekkert lið meira.” Eintracht Frankfurt, sem leikur við West Ham í undanúrslitum bikarmeist- ara, var líka í ham. Sigraði Hannover 5-1. Víkingur sigraði Ármann í all- skemmtilegum leik 17-16 í Bikarkeppni handknattleikssambandsins í Laugar- dagshöll í gær. Jafnræði var framan af 3-1 fyrir Víking, Ármann jafnaði og komst yfir 8-6, en jafnt var í hálfleik 8-8. í síðari hálfleiknum tóku Víkingar rögg á sig — komust í 12-10, 15-11 og 17-14, en Ármann skoraði tvö síðustu mörkin. Rósmundur Jónsson lék mjög vel í marki Víkings — var maðurinn bakvið sigurinn, og einnig átti Björgvin Björgvinsson góðan leik. Þá vann FH ÍBK 24-22 í sömu keppni á laugardag. Áfall frönsku meistaranna! — og Argentina vann Sovétríkin Franska meistaraliðið í knattspyrn- unni, St. Etienne, sem sló Dynamo Kiev úr Evrópubikarnum sl. miðvikuk- dag, fékk heldur betur skell í 1. deild- inni frönsku í gær. Lék þá við Nantes á útivelli og tapaði 3-0. Dynamo Kiev lék á laugardag í Kiev landsleik fyrir hönd Sovétríkjanna við , Argentínu. Það var fyrsti landsleikur Argentínumanna í Evrópuferð, en landsliðið er að undirbúa sig fyrir heimsmeistarakeppnina 1978. Argen- tína sigraði í Kiev 1-0 — markið skorað á markamínútunni, hinni 43ju. ÞEIR BEZTU N0TA AÐEINS ÞAÐ BEZTA Laugavegi 13

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.