Dagblaðið - 22.03.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 22.03.1976, Blaðsíða 23
Dagblaðið. Mánudagur 22. marz 1976. Útvarp Sjónvarp Sjónvarp kl. 22,25: KAFBÁTARNIR ÞÝZKU SÖKKTU SAMTALS 2828 KAUPFÖRUM OG 145 HERSKIPUM BANDAMANNA Á ATLANTSHAFINU Kafbátahernaðurinn nefnist tíundi flokkurinn um síðari heims- styrjöldina sem er á dagskrá1 sjónvarpsins kl. 22.25 í kvöld. Þýðandi og þulur er Jón O. Edwald. — „Þarna er sagan um baráttuna um Atlantshafið sögð frá byrjun,” sagði Jón, er við spurðum hann nánar um efni þáttarins. „Atlantshafið var lífæð Bretlands því þeir þurftu að flytja inn mikinn hluta nauðsynja sinna og hergagna og mikið af því fengu þeir frá Banda- ríkjunum. Þjóðverjar lögðu allt kapp á að stoppa þessa flutninga. í upphafistríðsins áttu Þjóðverjar ekki nema 26 kafbáta, en Dönitz, sem var yfirmaður kafbátadeildar flotans barðist fyrir því af öllu afli að kafbátafiotinn yrði efidur. Þrátt fyrir það varð þessum kaf- bátafiota mikið ágengt og þeir sökktu í upphafi styrjaldarinnar áttu Þjóðverjar ekki nema 26 kafbáta. Sjónvarp kl. 21,10: Ungu telpuna dreymir dagdrauma Draumaheimur Betu nefnist tékknesk sjónvarpsmynd sem er á dagskránni í kvöld kl. 21.10. Þyðand: er Óskar Ingimarsson. Myndin gerist í Prag og umhverfi hennar, greinilega á árunum milli 1930 og 40. Hún fjallar um 15 ára skólastúlku sem missir móður sína eftir að hún hefur fætt dreng. Beta verður að hætta í skólanum og hugsar um heimilið fyrir föður sinn en litla drengnum er komið fyrir á fósturheimili. Beta er afskaplega dreymin stúlka og aðallega dreymir hana um Robinson Cruso. Henni finnst hún vera á eins konar eyðieyju, þótt í óeiginlegri merkingu sé. Sagt er frá skólafélögum hennar, en námsferill hennar raskast mikið. Hún veikist og upp úr því jafnar hún sig smám saman á dagdraumunum og verður eðlileg. Þá kemur við sögu stúlka úr næsta húsi og gefið er í skyn þótt ekki sé þar sagt með berum orðum, að hún taki saman við föður Betu og heimilishaldið komist í eðlilegt horf á nýjan leik. Óskar Ingimarsson sagði okkur að Sýningartími er ein klst. og þetta væri nokkuð vel gerð mynd og fimmtán mínútur. ágæt afþreying. -A.Bj. Faðirinn eignast vinkonu í næsta húsi og sýnir henni stoltur mynd af litla snáðanum. Útvarp MÁNUDAGUR 22. marz 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynn- ingar. 19.35 Daglegt mál. Guðni Kolbeins- son fiytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Páll V. Daníclsson forstjóri talar. 20.00 Mánudagslögin. Annar þáttur. Flutt verða verk eftir Olli Kortekangas, Björn Kruse, Hans Peter Rasmussen og Harri Wessman. — Guðmundur Hafsteinsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dacskrárlok. gífurlegu magni af brezkum skipum. Bretar áttu erfitt með að vernda skipalestirnar vegna skipaskorts. Gátu eiginlega ekki nema fylgt þeim rétt út á hafið. Það var ekki fyrr en Bandaríkjamenn voru komnir í spilið að hægt var að vernda skipalestirnar. Smátt og smátt efidu Þjóðverjar kafbátaflotann og eftir að Dönitz hafði tekið við aðalfiotaforingja- embættinu af Raeder harðnaði kaf- bátahernaóurinn, því Dönitz stóð í þeirri trú að hann hefði allt að segja. Hann hafði krafizt þess af Hitler í byrjun stríðsins að Þjóðverjar kæmu sér upp 3000 ski'pa kafbátafiota og sagðist treysta sér til þess að sigra á Atlantshafinu með þeim fiota. Ekki er nokkur vafi á að hann hafði rétt fyrir sér. f myndinni -í kvöld er m.a. viðtal við Dönitz. Þegar Bretar höfðu fundið upp asdik-tækin héldu þeir að nú hefðu þeir séð við þýzku kafbátunum. Tækin gátu ekki fylgst með kafbátunum þegar þeir komu upp á yfirborðið, og það gerðu þeir og læddust að skipalestunum á næturþeli. Marzmánuður 1943 var langversti mánuðurinn fyrir bandamenn, en fyrstu 20 daga mánaðarins var sökkt 43 skipum þeirra. Nú hafði Bretum tekist að smíða radarinn og þá urðu algjör þáttaskil í baráttunni við kafbátana og í maímánuði urðu þýzku kafbátarnir lan.gverst úti. Frá 17. maí og þar til í september var engu skipi sökkt á Atlantshafinu af kafbát. Eftir að radarinn kom til sögunnar sökktu bandamenn um 40 kafbátum á mánuði. Þjóðverjar sökktu aftur á móti 2828 kaupförum og 145 herskipum í baráttuhni um Atlants- hafið. Alls smíðuðu Þjóðverjar 1162 kafbáta, en á fyrstu 17 mánuðunum eftir að Dönitz tók við stjórn flotans misstu þeir 785 kafbáta. — Þetta eru geysilega vel gerðir þættir og mikil vinna lögð í þá, sagði Jón O. Eldwald. „Það er víða leitað fanga og þarna koma fram upp- lýsingar sem fólk hefur almennt ekki vitað um áður. Mér finnst ekki máli neinna hallað, þrátt fyrir að þættirnir séu gerðir af brezkum aðilum, þá finnst mér þeir hafa leit- ast við að hafa þættina eins hlutlausa og hægt er.” -A. Bj. Hefur hlotlð sérstaka vlðurkennlngu frá The Automoblle Associatlon Þe»»l vlðurkennlng er aðeins velH elnum aðlla ár hvert fyrlr framúrskarandl taaknl- ný|ung. frá því benzínhreyfillinn var fundinn upp Ptatípulausa transistorkveikjan er eina raunhæfa endurbótin á kveikjukerfinu Ummæli 15 islenzkra ökumanna, sem birzt hafa i hérlendum dagblöð- um, staðfestu einhuga: mun betra start og kaldakstur Ennfremur áberandi: Þýðarí gangur - Sneggra viðbragð - Betri vinnsla 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Þess bera menn sár” eftir Guðrúnu Lárus- dóttur Olga Sigurðardóttir byrjar lesturinn. 15.00 Miðdegistónleikar. Sinfóníu- hljómsveit Lundúna leikur „Cockaigne” forleik op. 40 eftir Elgar og Píanókonsert nr. 3 í c-moll op. 37 eftir Beethovcn. Einleikari: Claudio Arrau. Stjórnandi: André Previn. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Vcðurfrcgnir). 16.20 Popphom 17.00 Ungir pennar Ciuðrún Step- hcnsen sér um þáttinn. 17.30 Að tafii Guðrnundur Arn- laugsson flytur skákþátt. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 20.25 . Svipleiftur úr sögu Tyrkj- ans. Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur fiytur fjórða og síðasta erindið í þessum flokki: Úlfurinn grá, tyrkneska byltingin. 21.10 Frá tónlistarhátíðinni í Prag í fyrrasumar. Ivan Moravec og Tékkneska fílharmoníusveitin leika Sinfónískt tilbrigði fyrir píanó og hljómsveit eftir César Franck; Erich Leinsdorf stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Síðasta freist- ingin” eftir Nikos Kazantzakis Kristinn Björnsson íslcnzkaði. Sigurður A. Magnússon les (7). . 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lcstur Passíu- sálma (30) Lesari: Þorstcinn Ö. Stephensen. 22.25 Myndlistarþáttur í umsjá Þóru Kristjánsdóttur. 22.55 Frá tónlistarhátíð norrænna ungmenna í Hclsinki í fyrra. M Sjónvarp MÁNUDAGUR 22. MARZ 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson 21.10 Draumaheimur Betu. Tékknesk sjónvarpsmynd. Beta er 15 ára gömul. Móðir hennar deyr af barnsförum, og hún verður að hætta í skóla til að annast föður sinn og nýfæddan bróður. Þýðandi Öskar Ingimarsson. 22.25 Heimsstyrjöldin síðari. 10 þáttur. Kafbátahernaðurinn. í þcssum þætti er m.a. grcint l’rá siglingum skipalcsta banda- manna yfir Atlantshaf og árásum þýskra kafbáta á þær. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 23.15 Dagskrárlok. Auk þess er meðal benzínsparnaður með LUAAENITION kveikjubúnað- inum a.m.k. kr. 8-10 pr. lítra/ miðað við kr. 60/ltr. Á minni bílum er benzínsparnaðurinn reyndar enn meiri. Skýringin liggur í bvó að i LUMENITION eru hvorki platínur né þéttir. Bruni á platínum/ svo og sibreytilegt platínubil er höfuðorsök aukinnar benzíneyðslu. LUAAENITION tryggin áð bezta hugsanlega kveikjuástand haldist óbreytt. LUAAENITION tryggir jafnframt6-8% betri árangur en bezt getur orðið með platinum og þétti. Það stenzt því fyllilega hörðustu gagnrýni/ að meðal benzínsparnaður sé a.m.k. 13-14%. AAiðað viðkr. 60/ltr. þá verður útkoman sú/ að benzínlítrinn kostar kr. 52 LUMENITION kostar aðeins kr. 14.900, þannig að búnaðurinn er f Ijótur að borga sig í benzinsparnaði einum saman, en þá er ótalinn sá kostnað- ur, sem bileigendur losna við vegna reglubundinnar endurnýjunar á platínum, þétti og mótorstillingu. Auk þess er hægt að keyra allt að 3 sinnum lengur á kertunum! Veitum fúslega frekari upplýsingar. Einkaumboó á íslandi: aBB *am HABERGhi Skelfunni 3e*Simi 3*33*45'

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.