Dagblaðið - 22.03.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 22.03.1976, Blaðsíða 9
Dagblaðið. Mánudagur 22. marz 1976. Allar þjóðernistil- finningar í garð Flugleiða dauðar — íslendingar í Hðfn mjög óánœgðir „Það eru allar þjóðernistilfinningar í garð Flugleiða roknar út í veður og vind hjá fólkinu hér í Kaupmannahöfn, sagði Már Magnússpn sálfræðinemi og formaður nemendafélagsins í Höfn í samtali við Dagblaðið. „Fólk er ekki bjartsýnt á að það komist heim í sumar vegna þess að fargjaldið verður mjög dýrt. Tilboð Flugleiða, sem við fengum eftir langa bið, hljóðaði upp á 1.008 danskar krónur og þá er eftir að greiða flugvall- arskatt og fleiri gjöld. Þetta er mikið stökk frá því boði, sem við fengum frá félaginu nú um síðustu jól, en það var 720 danskar krónur. Þá notfærðu mar<r'r.sér það nð konutst til íslands og við fylltum tvær vélar. Skýringin á þessari hækkun hlýtur að vcra sú, að nú er öll samkeppni úr sögunni og þeir geta sett upp hvaða verð sem þeim dettur í hug. Þegar tilboðið frá þeim kom í jólaferðirnar, þá fylgdi með að þeir byðu það sama og lægsta tilboðið hljóðaði upp á, sem þeir og gerðu.” „Það er mjög erfitt að semja við erlend félög um flug til íslands, vegna þess að vélarnar fara þá tómar til baka. Eini möguleikinn væri, ef hópur tæki sig saman og notaði ferðina til baka. Þá kæmumst við að mun hagstæðari kjör- um en þeim sem Flugleiðir bjóða okkur. Það er aldrei gott þegar heil- brigð samkeppni er ekki fyrir hendi og einokun á sér stað í þjónustugrein sem þessari,” sagði Már að lokum. KP Ovenjuleg lœgð fór yfir landið: Um helgina var stormur eða rok víða um land. Því olli mjög djúp lægðar- miðja sem fór norður yfir landið. Lægð- in var 950 mb og er það að sögn veðurfræðings með því dýpra sem ger- ist. Hann sagðist muna eftir þrem til fjórum álíka djúpum lægðum sem hér hafa farið yfir í vetur. Víðast voru þetta 9—10 vindstig, en sums staðar fór vindur upp í 11 vind- stig, en sá vindstyrkur mældist á Stór- höfða kl. 6 á sunnudagsmorgun. í Reykjavík voru um 9 vindstig kl. 9, Olli stormi og sums staðar fárviðri en ekki nema 7 á Akureyri, en þar hvessti þó nokkuð þegar leið á sunnu- daginn. Var sérlega hvasst á flugvellin- um, annars var einna hvassast á Sauð- árkróki og Siglufirði og víða annars staðar á vestanverðu Norðurlandi. Á miðunum var mjcig hvasst, víða 11-12 vindstig, sérstaklega á miðunum milli 20 og 30 mm aðfaranótt sunnu- Þessum stormi fylgdi mikil úrkoma sunnanlands og austan og mældist víða milli 20 og 30 mm aðfaranótt sunnu- dags. Mesta úrkoma mældist á Dala- tanga, 33 mm. Þetta var mest megnis rigning í byggð, en var smám saman að breytast í slydduél upp úr hádegi í gær. Það hefur kólnað dálítið og hiti var víða 1—2 stig í byggð en undir frost- marki strax og eitthvað kemur upp á heiðar. Og þegar þetta mikill vindur er verður skafrenningur á fjöllum og sums staðar blindbylur. Skömmu eftir hádegi í gær var búizt við áframhaldandi suðvestlægri átt, nokkuð hvassri, en veðurfræðingurinn taldi að það versta væri gengið yfir í bili. —A.Bj. 9 Grjótjötunn í gagnið ó ný — Nýir eigendur taka við Um helmingur neytenda steypu- efnamarkaðarins eru með í stofnun og stækkun hlutafélagsins Náman hf. Fyrirhugað er, að hlutafélag þetta kaupi og reki Sanddælu- og dýpk- unarskipið Grjótjötun, sem hefur verið og er líklega enn í eigu Sand- skips hf. Stofnendur Námunnar hf. er all- dór Jónsson, forstjóri Steypustöðvar- innar hf., stjórnarformaður., Guð- mundur Einarsson, framkvæmda- stjóri verktakafyrirtækisins Að- albrautar hf., Ingvar Jóhannsson, forseti bæjarstjórnar Njarðvíkur- bæjar, Ólafur Jónsson, Lækjartúni, Ölfusi, og Ólafur J. Bjarnason Dala- landi 7. Hlutafé er kr. 500 þúsundir en heimild til að auka það í 50 milljónir króna. Dagblaðinu er kunnugt um, að verktakafyrirtækið Breiðholt hf. eða steypustöð þess, hefur samþykkt að taka þátt í þessu fyrirtæki, ef svo fer sem búizt er við. Grótjötunn er sanddælu og dýpk- unarskip, keypt frá Þýzkalandi. Hefur útgerð þess af ýmsum ástæð- um gengið illa og hefur það ekki getað sinnt þeim verkefnum, sem annars kunna að standa til boða fyrir sanddæluskip. Guðmundur Einarsson verkfræð- ingur, framkvæmdastjóri Aðalbraut- ar, sagði í viðtali við Dagblaðið, að áhugi síns fyrirtækis beindist að notum skipsins við dýpkunarfram- kvæmdir við hafnargerðir á vegum verktakafyrirtækisins. Hins vegar væri áhugi annarra núverandi og fyrirhugaðra þátttakenda fyrst og fremst öflun steypuefnis af hafsbotni. —BS— r ■\ Tœknilegar upplýsingar Magnari 6 — IC, 33 transistorar 22 dióður, 60 vvött. 60 wött 4 vídda stereó Nóatúni Klapparstíg 26 Sími 23800 Sími 19800 ÖLL SAMSTÆÐAN VERÐ: 129.980.- FETI FRAMAR Úvarp: örbylgja: (FM) 88-108 megarið Langbylgja: 150-300 kílórið Miðbylgja: 520-1605 kílórið Stuttbyglja: 6-18 megarið Segulband Hraði: 4,75 cm/s Tíðnisvörun venjulegrar kasettu (snældu) er 40 — 8000 rið. Tíðnisvörun Cr02 kasettu er 40 — 12.000 rið. Tónflökt og - blakt (wow & flutter) betra en 0.3% RMS Tími hraðspólurnar á 60 mín. spólu- er 105 sek. UpptökukerFi: AC bias, 4 rása stereo Afþurrkunarkerfi: AC afþurrkun Plötuspilari: Full stærð , allir hraðar, sjálfvirkur cða hand- stýrður. Nákvæm þvngdarstilling á þunga nálar á plötu. Mótskautun iniðflóttans sem tryggir lítið slit á nál og plötum ásamt fullkominni upptöku. Magnetískur tónhaus. Hátalarar: Bassahátalari 20 cm af konískri gerð. Mið- og hátíðnishátalari 7,7 cm af kónískri gerð Tíðnisvið: 40 — 20.000 rið Aukahlutir: Tveir hátalarar Tveir hljóðnemar Ein Cr02 kasetta FM loftnet Stuttbylgju loftnetsvír Tæki til hreinsunar á tónhausum scgulbands.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.