Dagblaðið - 08.04.1976, Blaðsíða 1
Sriálst,
úháð
dagblað
RITSTJÖRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022.
í
Í
I
I
2. ARG. — FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1976 — 80. TBL.
Sundrung er í ríkisstjórninni
vegna frumvarps um Orkubú
Vestfjarða. Einar Ágústsson
utanríkisráðherra réðist gegn
frumvarpinu á Alþingi í gær-
kvöldi, en Gunnar Thoroddsen
iðnaðarráðherra studdi það ein-
arðlega.
Frumvarpið er stjórnarfrum-
varp þrátt fyrir allt, en í raun
flutt á vegum iðnaðarráðherra.
Einar Ágústsson telur að með
stofnun sérstaks Orkubús Vest-
fjarða yrði Landsvirkjun
aðeins nafnið eitt. Verið væri
að sundra Landsvirkjun, þar
sem búast mætti við, að svipuð
orkubú yrðustofnsett fyrir aðra
landshluta. Þetta væri mjög illa
farið. Gunnar Thoroddsen
telur að í frumvarpinu felist
mikið framfaraspor. Farið sé að
óskum Vestfirðinga.
Orkubú Vestfjarða á að vera
sameignarfélag ríkisins og
sveitarfélaga á Vestfjörðum.
Eignarhluti ríkissjóðs skal vera
40 prósent en eign sveitarfé-
laga á Vestfjörðum samtals 60
prósent. Með þessu orkufyrir-
tæki sameinast rafveitur á
Vestfjörðum, sem sveitarfélög
eiga. í eigu sveitarfélaganna
eru nú Rafveita ísafjarðar, Raf-
veita Patrekshrepps, Rafveita í
Snæfjalla- og Nauteyrarheppi
ögurhrepps. Reiknað er
með, að Orkubú Vestjfarða
yflrtaki eignir þessara fyrir-
tækja svo og eignir annarra
sveitarfélaga á Vestfjörðum í
orkumannvirkjum, sem kynni
að verða stofnað til á þeim
tíma, sem líður, þar til gengið
hefur verið frá stofnun Orku-
bús Vestfjarða. Gert er ráð
fyrir, að eignir, sem ríkissjóður
á tilheyrandi orkuiðnaðinum á
Vestfjörðum verði yfirfærður
til fyrirtækisins á sama hátt og
eignir Rafmagnsveitna ríkisins,
en Orkubú Vestfjarða á að
hefja starfsemi sina með yfir-
töku á þeim rekstri, sem Raf-
magnsveitur ríkisins hafa með
höndum, auk reksturs sveitar-
félaganna.
Orkubú Vestfjarða á að fá
einkaleyfi.
—HH
SAILORÁ
LISTAHÁTÍÐ
Verulegar líkur eru á því að
brezka popphljómsveitin
SAILOR komi hingað til lands á
vegum Listahátíðar og leiki í
Laugardalshöllinni 10. júni.
Samningar munu hafa verið
undirritaðir, að minnsta kosti
til bráðabirgða. Sailor er með
vinsælustu popphljómsveitum i
Evrópu í dag og tröllríða þessa
dagana íslen/.kum vinsælda-
listum með lögunum ..Glass Of
Champagne’’ og „Girls Girls
Girls”.
—ov.
Þokan ýtti millilandafluginu norður á Akureyri
Veðrabrigðin, sem við viljum
telja til vorboða, breyttu flug-
vellinum í hpfuðstað Norður-
lands skyndilega í alþjóðaflug-
völl með öllu því annríki, sem
því fylgir.
Vegna svartaþoku, sem skall
á hér á Reykjavíkur-
svæðinu í gær, varð Sól-
faxi, þota Flugletoa, sem var
að koma frá Glasgow og Kaup-
mannahöfn, að lenda á Akur-
eyrarflugvelli um sexleytið í
gærkvöldi. Með vélinni voru 60
farþegar, sem fengu gistingu á
Hótel KEA og Varðborg.
Vöruflutningavél Iscargo,
sem var að koma frá Hollandi,
varð einnig að lenda fyrir
norðan. Þá lenti þar einnig lítil
flugvél, sem kom frá
Grænlandi.
Þegar Dagblaðið talaði við
flugvallarstarfsmann á Akur-
eyri í morgun, sagði hann, að
millilandavél hefði ekki lent á
Akureyri í ein tvö eða þrjú ár.
Þarna fyrir norðan var
ljómandi veður og öll skilyrði
hin ákjósanlegustu fyrir þessa
óvæntu umferð. „
—ABj/BH
DB-mynd Bjarnleifur.
SJÓMENN SYÐRA
VONLITLIR UM
PÁSKAHR0TUNA
,,Hér er ekkert fiskirí. Aflinn
glæðist ekkert, — það er frekar
það gagnstæða. Þetta er
þýðingarlitill barningur.” Þessi
voru svörin, sem Dagblaðið
fékk, er það hafði samband við
nokkrar verstöðvar sunnan-
lands i morgun.
,.Eg hef lilla trú á því, að
nokkur páskahrota verði i ár. sú
hefur ekki verið rcynsla
síðustu ára, sagði vigtar-
maðurinn vió Keflavíkurhöfn,
og sömu svörin var að hafa frá
öllum hinum varðandi páska-
hrotuna.
Fiskibátar sunnanlands
halda sig ekki á neinum
vissum svæðum um þessar
mundir, heldur leita um allan
sjó að fiski og sumir meira að
segja uppi undir
kartöflugörðum Þykkvbæinga,
eins og kunnugt er af fréttum.
Þó að einn og einn bátur hafi
fengið góðan afla endrum og
eins er það meira fyrir heppni
en að ástandið sé nokkuð að
ASÍ-félög
kaupa hluta-
bréf i Alþýðu-
bankanum
fyrir 60 millj.
— sjá baksíðu
Er 17 ára
og 2,17 m
á hœð
og vex
enn!
— sjá íþróttir
í opnu
Krakkarnir
reykja
til að sýnast
eldri
— sjá bls. 8
Valda-
baráttan í
Kína
Sjá erl. grein
og fréttir, —
bls. 6-7 og 10-11
Klofningur i rikisstjórninni:
EINAR ER ANDVIGUR
FRUMVARPIGUNNARS