Dagblaðið - 08.04.1976, Side 2

Dagblaðið - 08.04.1976, Side 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1976. Varðskipsmenn eiga befra skiGð en innantómt kjaftœði og augnagolur — segir lesandi sem ekki er sáttur við svör Benedikts Gröndals og Jóns Skaftasonar í Kastljósi Böðvar Jónsson, Asparfelli 4, skrifar: „Tilefni þessara skrifa niinna er viðtal Eiðs Guðna- sonar við alþingismennina Benedikt Gröndal og Jón Skaftason í þættinum Kastljósi í fvrra mánuði en i sannleika sagt get ég ómögulega orða bundizt yfir því sem þeir létu frá sér fara i nefndum þætti. Ur þvi þessir þingmenn voru valdir til að koma fram verður að álíta að þeir séu sérfræðingar sinna flokka hvað viðkemur málefnum Gæzlunnar. Þeir töldu ekkert athugavert við að þeysa fram og aftur á núverandi varðskipum um það stóra hafsvæði, sem landhelgin er orðin, og töldu því hraðbáta óþarfa. Ef þetta hefði verið stutt með útreikningum, þar sem gcrður væri samanburður á þvi hvað kostar að sigla t.d. Ægi hver.ja milu á 20 mílna ferð og hvað kostar að sigla hraðbát af þeirri stærðargráðu, sem óskað hefur verið eftir, við sömu aðstæður og allt tekið með í reikninginn, eins og t.d. raunhæf áhafnarstærðog út úr þessum samanburði hefði komið að núverandi varðskip væru ódýrari í rekstri, þá væri ekkert við þessu að segja. Eg le.vfi mér að álíta að þessu sé þveröfugt farið. Varöskipin okkar eru afburða sjóskip og björgunarskip í sérflokki. Að visu vantar iill björgunartæki í skipin og kom það fram í skýrslu gerðri af starfsmannafélagi Landhelgis- gæzlunnar, sem send var dómsmálaráðuneytinu 1972, og mættu þingmenn kynna sér hana. Glefsur úr skýrslu þessari voru birtar í Þjóðviljanum á sínum tima. En við þurfum hraðbáta til að spara núverandi varðskipum yfirferð og til að nota í þeim tilfellum þar sem þau eru of svifasein. Benedikt staðhæfði að ósk um hraðbáta hefði fyrst komið fram nú. Þetta er alrangt þvi sú ósk var sett fram í fyrra þorskastríði. Þá var rætt um svokallaða Möltuháta. Þessir bátar stóðu til boða til reynslu hér áður en kaup yrðu ákveðin. Ekki þótti forstjóra Landhelgisgæzlunnar né þáverandi dómsmálaráherra ástæða til þess. Jón Skaftason talaði um hvernig nota mætti þyrlur sendar frá varðskipum til að staðsetja báta við landhelgisbrot. Hann vitnaði í mann hjá Gæzlunni sem hefði tjáð honum erfiðleikana á því að standa bát að verki. Þeir væru oftast búnir að hífa þegar að væri komið. Þingmanninum er augsýnilega ljóst að núverandi skip eru svo svifasein í vissum tilfellum. Ekki vill hann leysa þennan vanda með hraðbátum heldur þyrlum á varðskipunum, sem sendar yrðu og kæmu bátunum í opna skjöldu. Ég leyfi mér að efast um ágæti þessarar tillögu því fram hjá eftirfarandi staðreyndum verður ekki gengið: Einu verkefnin, sem litlu þyrlurnar hafa unnið, þegar þær hafa verið um borð i varðskipunum, eru þjónustustörf við vita. Erfitt er að lenda þvrlum á skipi á hafi úti nema við mjög góðar aðstæður. Það má t.d. benda þingmönnunum á að kynna sér mismun aðstæðna um borð í íslenzku varðskipunum og dönsku strandgæzluskipunum hvað þetta varðar áður en þeir koma fram með óábyrgar fullyrðingar fyrir alþjóð. Annars hafa þyrlukaup LHG verið ein sorgarsaga frá upphafi. í sambandi við þau vakna spurmngar eins og: Hve marga flugtíma eiga litlu þyrlurnar, sem keyptar voru frá Ameríku um árið að baki? Hvað kostuðu þær og hve miklu fé og vinnu hefur verið varið í þær síðan þær komu til landsins, fyrir utan kaupverðið? Er von til þess að farið verði að nota þær? Hvað kostuðu radararnir sem settir voru í þær? Þó notkun þyrlu við gæzlustörf yrði eitthvað gæfulegri hér eftir en hingað til, með tilkomu þeirrar nýju, tel ég það ekki gefa tilefni til að álíta að hraðbáta sé ekki þörf eins og mér fannst mega skilja á þingmönnunum. Varla hefðu allir skipherrar Gæzlunnar farið fram á slík tæki ef þeirra væri ekki full þörf. Eg skil ekki þessa voðalegu viðkvæmni Benedikts fyrir því ef rússar væru tilbúnir að lána skip. Það var vægast sagt broslegt að horfa upp á tilburði hans. Rússar eru ein af okkar stærstu viðskiptaþjóðum og ég held að það sé sama hvaðan skipin koma ef við fáum þau kvaðalaust. Eftir að hafa hlustað á þingmennina hafði ég á tilfinningunni að það sem þeir væru að reyna að segja þjóðinni væri að Gæzlan þyrfti enga hraðbáta. Auk þess gáfu þeir í skyn að þeir væru ónothæfir á íslandsmiðum og studdu mál sitt með þvi að hingað hefðu komið brezkir hraðbátar á sínum tíma sem ekki var hægt að nota. Mig langar rétt að benda á að þessir bátar voru mun minni en þeir sem nú er talað um, byggðir úr krossviði og búið að jaskast á þeim meira eða minna alla síðari heimsstyrjöldina. Gera þessir sérfræðingar úr liði þingmanna sér fulla grein fyrir stærð þeirra skipa, sem skipherrar LHG óska eftir og gætu þeir lýst fyrir alþjóð stærð þeirra samanborið við islenzku varðskipin? Þeir tala um stærð þeirra í tonnatali. Þaó má benda þeim á til gamans að Ashville skipin eru álíka löng og Öðinn og ef miðað er við tonn eru þau 220 tonn en Óðinn 700. Ég hefði talið að varðskipsmenn okkar hefðu átt annað betra skilið en innantómt kjaftæði, úrtölur og alvarlegar augnagotur og mér finnst þingmennirnir tveir hafa óbeint lýst yfir vantrausti á skipherra Gæzlunnar með því að láta í það skína að þau skip, sem þeir fara fram á, séu ónothæf á miðunum. Hringið í síma 83322 milli kl. 13 og 15 eða skrifið Landhelgisgœzkui véískólanema til Péturs ---------w--- -_____Sigurðssonar forstjóra er gagnrym vero LandheSœn»nar Við undirritaðir skrifum þér, Pét ur Sigurðsson þetta hréf vegna þess að við höfum fylgzt með þvi sem hefur verið að gerast að undanförnu hjá Land- helgisgæzlunni og getum ekki lérigur orða bundizt. Það. að viö skrifum þetta bréf einmitt á þessum tima, er vegna þess að störf Landhelgis- gæzlunnar eru nú i brennidepli og einmitt nú koma ýmis atriði i ljós sem okkur voru óljós eða ókunn. Aður en við hefjurn hið eigin- lega bréf viljum við fara fram á að svör þau er þú kannt að gefa varðandi athugasemdir okkar verði ekki eins og svar sem Landhelgisgæzlan lét frá sér fara nú fyrir skömmu. 1 einu dagblaðanna spurði bréfrilari hvers vegna varð- skipið Óðinn væri inni í Reykja- víkurhöfn. Svarið var á þá leið, að almenningur ætti ekkert með það að gagnrýna Land- helgisgæzluna. Einnig sagði i svarinu: „Landhelgisgæzlan hefur fleiri verkefnum að sinna en að gæla útfærslu landhelg- innar”. Að síðustu var þess getið að Landhelgisgæzlan segði aldrei frá hvaða verkefni skipin ynnu hverju sinni! Við erum sammála þvi að ekki eigi að tilk.vnna um störf skipanna Hverju sinni, en ekki erum við sammála því að ekki megi gagnrýna störf Landhelg- isgæzlunnar. H.já Landhelgisgæzlunni virðast ýmsir hlutir geta átt sér stað sem síöan eru þaggaðir niður eða gerðar eru „falsfrétt- ir” varðandi þá og einnig að þaggað er niður i þeint er segja sína skoðun á hlutunum. Viljum við vitna í umrædda f.vrirspurn. sem birtist i einu dagblaðanna um inniveru varð- skipsins Öðins, og í svar Land- hclgisgæzlunnar við þessari fyrirspurn, sem getið er fvrr, og siðan vil.jum við biðja þig Pétur Sigurðsson. að taka eftir. Nú liður nokkur timi og varð- skipiö Öðinn hcldur úr höfn. Þá birtist i Þjóðviljanum (25. marz) viðtal við Garðar nokk- urn Pálsson. sem titlaður er eftirlitsmaður hjá Landhelgis- gæzlunni. /Etlum við að vitna í viðtalið við Garðar Pálsson. Ilann segir: „I>að er eðlilegt að mönnum komi það undarlcga l'yrir að vélar Oðins hili. eins og raun hefur orðið á. rétt eflir að skipið er komið úr stórviðgerð. Hins vegar er rétt að taka það fram, að sú viðgerð náði lítið til vélanna." Síðan spyr blaða- maður Garðar Pálsson um vatnsþétt skilrúm sem sett hafi verið i öðin. Garðar Páls- son svaraði: ...að þegar soðið væri kippti málmurinn sér nokkuð. Á Öðni hefði það k-omið í ljós að undirstaða undir legu héfði l.vft sér um brot úr millimetf'-a, en slikt hefði þau áhrif að skekkja kærni á sveif- arás. Ur þessu hefði verið bætt og hefði Öðinn farið til gæzlu- starfa. Við viljum Iteina þvi til þín, Pétur Sigurðsson, að bera sam- an svar Landhelgisgæzlunnar, sem vitnað er í fyrst og siðan viötal blaðamanns Þjóðviljans við Garðar Pálsson. Eru þetta ekki „falsfréttir” eða kanntu einhverja skýringu á þessu? Er svarið sem Landhelgisgæzlan lætur frá sér fara í fyrstu ekki komið frá þér sem yfirmanni Landhelgisgæzlunnar, og er eitthvað að fela varðandi varð- skipið Oðin? Um svipað le.vti og varðskipið Oðinn heldur úr höfn birtist i einu siðdegisblaðanna „glanna- stör" fyrirsögn. þar sem segir að 1. vélstjóri á Oðni hafi verið lækkaður í stöðu og fluttur yfir á Árvakur. Nú vitum við að þessi frétt hefur við rök að styðjast og þess vegna biðjum við þig, Pétur Sigurðsson, að skýra fyrir okkur hvers vegna þú tókst þessa ákvörðun. Það er ef til vill rétt sem við höfum heyrt, að 1. vélstjóri hafi kvartað yfir því að ekkert hafi verið gert fyrir vélar Oðins (þar með ekki sveigjumælt) og þess vegna verið færður og lækkaður í stöðu. Er ekki í slíku tilfelli verið að þagga niður í manni? í áðurnefndu viðtali, sem blaðamaður átti við Garðar Pálsson, segir hann að varð- skipið Oðinn sé nýkomið úr stórviðgerð og hafi sú viðgerð ekki náð til véla skipsins. Varðskipið Öðinn er að vísu nýkomið frá útlöndum. en að urn stórviðgerð hafi verió að ræða viljum við draga í efa. Aðeins ytra útlit skipsins var bre.vtt og köllurn við það breyt- ingu en ekki viðgerð. Það má vel vera að þú. Pétur Sigurðsson, hafi fengið fé til að framkvæma viðgerðir á skip- inu. en það var ekki gert. Okkur langar að spyrja þig hvort það sé ekki rétt að áður en skipið fór af stað til útlanda, hafi staðið til að taka vélar skipsins upp? Einnig viljum við spyrja þig hvort ekki hafi legið fyrir beiðni frá 1. vélstjóra um ýmsar viðgerðir sem hann taldi þörf á að framkvæma? Um bre.vtingar þær sem gerðar voru á varðskipinu Óðni má segja margt, þvi farið var í meginatriðum eftir teikningum af Ægi. en þetta skip heitir Óðinn og er nokkrum árum eldra og sjá flestir að ekki getur slíkt gengið. Einnig rná nefna dæmi um fáránleikann við bre.vtingar á Oðni. hvaða heilvita rnanni dettur í hug að staðsetja bensintank við afgas- grein aðalvélar? Blaðamaður spvr Garðar Pálsson unt vatnsþétt skilrúm. Þar svarar Garðar Pálsson því til, að undirstaða undir legu hafi breytt sér. í Vélskólanum er okkur kennt að ekki megi gangsetja vél f.vrr en búið er að sveigju- mæla sveifarásinn. ef um hugs- anlega bre.vtingu er að ræða. eins og Garðar Pálsson nefnir. Nú var Oðinn inni vegna þessa og er jafnvel búið að láta vélina ganga svona i niarga

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.