Dagblaðið - 08.04.1976, Page 4

Dagblaðið - 08.04.1976, Page 4
4 DACíBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976. Ásiglingarnar leiða til slysa jaf nvel dauða manna — sagði skipherra Diomede við komuna til Skotlands Freigátan Diomede aði" inn i höfnina í Uun- fermline í SKotlandi 30. marz, segir í The Times frá 31. marz. Vöktu svöðusárin, er hún hafði fengið í ásiglingum sínum við Baldur, mikla athygli. Skip- herrann lýsti viðureigninni við Baldur fyrir fréttamönnum og sagði þá m.a. að sögn blaðsins: ,,í hvert sinn er varðskipinu tókst að sigla á okkur fagnaði áhöfn þess og sýndi kæti sína.” Skipherrann, McQueen, sagði ennfremur: ,,Ég efast ekki um að þessar ásiglingar voru gerðar af ásettu ráði og þær munu leiða til þess að alvarleg slys hljótist af, jafnvel dauða- slys." Sérfræðingar hófu strax skoðun á skemmdunum en ekki var ákveðið hvort viðgerð færi fram í Rosyth eða i heimahöfn Diomede, Chatham. Freigátan verður úr leik í nokkrar vikur, segir blaðið. Myndirnar sem The Titnes birti frá komu Diomcde til Skotlands. Efri m.vndin sýnir götin á skipshliðinni. Hin neðri sýnir skipherrann, McQueen, við skemmdirnar inni í freigátunni. Fœrri útlendingar hingað en í fyrra: Matur margfalt dýrari hér en erlendis Frá síðustu áramótum og út marzmánuð fækkaði ferðamönn- um sem komu til íslands um 6,7% miðað við sáma tíma í fyrra. Reyndum við að grafast fyrir, hvað þessari fækkun ylli, með eftirfarandi spurningu að leiðar- ljósi: ,,Er Island að verða of dýrt fyrir ferðamenn?” Skýringin á því hve fækkað hefur komu útlendinga til lands- ins fyrstu þrjá mánuði ársins er að flestra áliti sú að þar sé hálfs- mánaðarverkfallinu í febrúar um að kenna. Ekki vildu hótelmenn kannast viö að Island væri að verða of dýrt ferðamannaland, að vísu væri allur matur hér margfalt dýrari en gerðist í nágrannalöndunum, en þar kæmi á móti að gisting á hótelum í Reykjavík er 15—20% ódýrari en í sambærilegum hótelum annarsstaðar. Baráttan við að fá útlendinga til íslands er afar hörð en virðist þó vera farin að bera einhvern árangur a.m.k. að surnri til. T.d. eru nú þegar bókaðar um 30 ráð- stefnur á Loftleiðahótelinu, yfir- leitt af stærðargráðunni ,,100 her- bergja ráðstefnur.” Útlitið í ferðamálunum í sumar er alls ekki svo slæmt, að vísu er von á færri Könum og það helzt álitið stafa af 200 ára afmæli bandarísku stjórnarskrárinnar sem halda á hátíðlegt vestra í sumar. —BH Með höfuðið ó milli vörubíls og lyftara Verkamaður við Reykjavíkurhöfn varð fyrir þvi slysi við höfnina á mánudagsmorgun að lenda með höfuðið á milli vörubíls og lyftara. Var farið með manninn beint í sjúkrahús og meiðsli hans þar könnuð, en þau munu ekki hafa verið mjög alvarleg. MINKAVEIÐI LÍTIL UM ÞESSAR MUNDIR engan veginn kostnaði að veiða hann. Nú fást 1.500 krónur fyrir hvert skott, sem er ekki einu sinni nóg fyrir hálfum bensínkostnaói minkaveiði- manna við veiðarnar. Blaðamaður spurði Tryggva hvort hann hefði orðið var við að aliminkar gengju lausir. ,,Ekki vil ég þvertaka fyrir það,” svaraði Tryggvi. „Eg hef skotið nokkra slíka, en ekki veit ég frá hvaða búum þeir eru. Það vill náttúrulega enginn viðurkenna að minkár geti sloppió út frá þeim.” —AT— Starfsmaður óskast Óskum eftir að ráða ungan reglusaman mann til starfa frá 1. júní nk. við eftirlit með mælingastöð og til að- stoðar við rannsóknarstörf. Tækni- menntun æskileg. Umsóknir með upplýsingum . um menntun og fyrri störf sendist Raunvísindastofnun Há- skólans, Dunhaga 3, Reykjavík, fyrir 1. maí nk. „Veðrátta fyrir minkaveiði hefur verið sérstaklega slæm undanfarinn vetur. Veiðibogar hafa verið svo til ónothæfir vegna frosts og snjóa og einnig hefur frostið hamlað því, að hægt væri að nota hunda til að rekja slóðir minkanna,” sagði Tryggvi bóndi Einarsson í Miðdal í samtali við Dagblaðið. Tryggvi taldi að mink hefði farið nokkuð fjölgandi að undanförnu. Ástæður fyrir því eru nokkrar, en einna mest slá- andi er sú, að nú fæst svo 1-ítið fyrir hvern mink að það svarar Bezta óperan: SÁLUMESSA VERDIS „Sálumessa Verdis” er eitt af þessum frægu klassísku verkum sem stundum er minnzt á við hátíðleg tækifæri. I kvöld klukkan hálf níu og á laugardag- inn klukkan tvö mun tækifæri gefast til að heyra þessa sérstæðu sálumessu í Háskólabíói. Er þetta í annað sinn sem sálumessan verður flutt hér á landi en í fyrra skiptið var það árið 1968 sem hún varfluttafi sömu aðilum og nú, þ.e. Sinfóníuhljómsveitinni og Fílharmoníukórnum, þá undir stjórn Róberts A. Ottóssonar, en á tónleikunum í kvöld og á laugar- daginn er stjórnandinn Carsten Andersen frá Noregi sem er landsmönnum að góðu kunnur fyrir fyrri afskipti sem hann hefur haft af tónlistarmálum þjóðarinnar. .Fílharmoníukórinn var stofnaður árið 1958 og hefur hann alla tíð starfað í samvinnu vió Sinfóníuhljómsveit Islands, stjórnandi kórsins á þessum tón- leikum verður Jón Ásgeirsson og hefur unnið að æfingu kórsins allt frá því um miðjan janúar fyrir þetta eina verk. Alls munu á tónleikum þessum koma fram tæplega 200 manns, ca. 65 manns í Sinfóníunni, ca 120 I Fíl- harmoníukórnum og fjórir ein- söngvarar. Verdi samdi sálumessu þessa árið 1874, sama árið og Svein- björn samdi ,,Ó guð vors lands.”. Er það hald manna að sálúmessan sé fjögurgust allra sálumessa og tala menn um að þetta sé „bezta ópera” Verdis, en óperubragð það sem af sálumessunni er á ekki að vera nema til þess eins að bæta verkið. Verkið tekur i flutningi rúmlega einn og hálfan tíma og eru aðgöngumiðar seldir í bóka- verzlun Lárusar Blöndal og Sig- fúsar Eymundssonar. -BH. KJÖTBORG Páskaegg Úrval stærða og gerða. 30% álagningarafsláttur. Verzliö meðan úrvalið er mest. Kjötborg sf., Búðargerði 10, sími 34945 og 34999. Hluti flytjenda „Sálumessu Verdis” ásamt stjórnanda. F.v. Guðmundur Jónsson, Magnús Jónsson og Ruth L. Magnússon sem eru einsöngvarar í verkinu, Ragnar Árnason varaformaður Fílharmoníukórs- ins og Carsten Andersen hljómsveitarstjóri (DB-mynd. R.Th. S.) Það gerist alltaf eitthvað í þessari Viku: 64 síðna páskablað — Ásgerður Búadóttir vefari — Egill Jónasson hagyrðingur Wessman sér um páskamatinn — Tvöföld páskakrossgáta — Fiskirœkt — íslensk

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.