Dagblaðið - 08.04.1976, Side 8

Dagblaðið - 08.04.1976, Side 8
,,Það er mín skoðun að félagarnir hafi mest áhrif á viðhorf unglinga til reykinga,” sagði Vilhjálmur Hjálmars- son menntamálaráðherra við krakkahópinn, sem var saman kominn í húsakynnum Krabba- meinsfélagsins í Reykjavík. 1 þessum hópi sem þarna var saman kominn voru fulltrúar allra 6. bekkja í samtals 8 skól- um í Reykjavík og á Seltjarnar- nesi. Ungmennin hafa einsett sér að vinna gegn reykingum og skora á forráðamenn þjóðar- innar og almenning að vinna gegn því að þessi vará verði auglýst á nokkurn hátt. Einnig komu þau þeirri hugmynd á framfæri að það skyldi bannað að selja börnum og unglingum tóbak. Hermann Björnsson 12 ára: ,,Ég er úr Álftamýrarskólan- um og er fulltrúi fyrir 6.S. Ég er viss um að krakkarnir reykja bara til þess að sýnast eldri. Þau byrja að reykja af einhverju fikti og vita alls ekki hvað þetta er hættulegt.” Eggert Guðnason fulltrúi fyrir Melaskólann: ,,Það reykir enginn i mínum bekk og ef einhver gerði það væri örugglega óþægilegt að vera einn á móti öllum hinum krökkunum.” Steinunn Valdimarsdóttir úr 6. bekk S.E. í Vogaskóla: ,,Eg er viss um að það reykir enginn af þessum krökkum næsta vetur. Núna reykja margir í fyrsta og öðrum bekk og það er örugglega tíminn sem byrjað er að fikta og svo verður þetta að ávana áður en vitað er af.” Jón Víðir Hauksson úr Árbæjarskóla: ,,Með þessu starfi erum við að koma í veg fyrir að krakk- arnir byrji að reykja og það er lang þýðingarmest. Þorvarður Örnólfsson kom og sagði okkur frá svona starfi og þess vegna komum við saman á þennan fund. Það 'sem mér finnst einkennilegast við þetta allt er að fullorðið fólk skuli reykja, þegar það veit hvað þetta er hættulegt.” Valdimar Ó. Óskarsson 6. bekk T í Laugarnesskóla: „Það reykja mjög margir í skólanum í fyrsta og öðrum bekk en vonandi verða það miklu færri næsta vetur, þegar kynningin hefur verið í skólanum.” Jón Daníelsson og Einar Júlíus- son úr Mýrarhúsaskóla: „Við fórum frekar seint af stað með þetta, en áhuginn er mikill og þetta er að komast í gang,” sagði Jón. Þórhallur Hrafnsson úr Breið- holtsskóla: „Við erum búin að flytja dag- skrá fyrir 10 ára bekkina í skólanum og ég held að það hafi tekizt vel. Það mættu allir og hlustuðu á ræðurnar okkar.” KP mt Hermann Eggert Steinunn Jón Víðir Valdimar Jón og Einar Þórhallur „KRAKKARNIR REYKJA BARA TIL ÞESS AÐ SÝNAST ELDRI" DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976. Botnsskólamenn með veitingar í Ármúla Tveir reykvískir bræður, Rafn og Svanberg Guðmunds- synir, hafa haslað sér völl í veitingamennsku höfuðborgar- innar. Þeir eru raunar iðnaðar- menn að mennt, annar blikk- •smiður og hinn trésmiður. Fyrir tveim árum tóku þeir að sér rekstur Botnsskála i Hval- firði, en nú hafa þeir tekið við rekstri Veitingastofunnar að Armúla 21. Er það mál manna, sem notið hafa veitinga þeirra, að þeir bræður hafi lent á réttri hillu, enda hafa þeir lagt sig fram um að fá gott starfslið til að geta boðið góðar og ódýrar veitingar. Þeir bræður kváðust ætla að reka veitingastofu sína við Ármúlann á svipaðan hátt og Svala Eggertsdóttir gerði á undan þeim, þeir bjóða heimilislegan mat, gott og ódýrt smurt brauð og úrval blandaðra síldarrétta. —JBP— Rafn og Svanberg ásamt starfs- fólki sínu að Armúla 21. (DB-mynd R.Th.Sig.) Z- HELMINGSHÆKKUN 51. RAFMAGNSVERÐS? „Kannski verður helmings- hækkun á raforkuverði á Norðurlandi vegna Kröflu,” sagði Bragi Sigurjónsson (A) á Alþingi í gær. Bragi sagði, að núverandi ríkisstjórn héldi áfram þvi stór- mennskuæði í orkumálum, sem fyrri ríkisstjórn hefði byrjað. Það væri mikið áhættuspil að halda Kröfluvirkjun áfram samkvæmt áætlun. Til kæmi vafi um framhald eldgosa og jarðskjálfta á svæðinu, ekki væri hægt að nýta alla fram- leiðsluna að svo stöddu, óvissa væri um erlend lán til að standa undir virkjuninni, og raforku- verð mundi þurfa að hækka geypilega, annað hvort á Norðurlandi eða þá á landinu öllu. Norðlendingar gætu ekki staðið undir svo mikilli hækkun raforkuverðs, og þeir vildu ekki velta byrðinni yfir á aðra landsmenn. Bragi taldi, að bíða ætti með Kröfluvirkjun, þangað til þessi mál færu að skýrast. Hann sagði, að ljóst, væri, að ekki yrði fyrir áramót búið að bora nóg fyrir aðra aflvél virkjunarinnar. Söluhorfur væru nú miklu verri fyrir Kröfluvirkjun en verið hefði vegna tilkomu hita- veitu fyrir Akureyri. „Hví ekki að flýta byggðalín- unni?” spurði þingmaðurinn og taldi það fjárhagslega hag- kvæmt, að henni yrði flýtt og hún látin mæta þörfum Norð- lendinga. —HH Rogmr Austfjarðalíno ári seinni Arnalds 1 um Kröflu: en fyrsti áfangi Kröflu „Lína frá Kröflu til Aust- fjarða verður að minnsta kosti ári seinna á ferðinni en fyrsti áfangi Kröfluvirkjunar,” sagði Ragnar Arnalds (AB) í umræð- um á Alþingi í gær. Orkan frá Kröflu og Sigöldu verður illa nýtt næstu 2—3 árin. Ragnar sakaði ríkisstjórnina um skipu- lagsleysi í orkumálum. Hann vildi hins vegar halda Kröfluvirkjun áfram sam- kvæmt áætlun. Byggðalina gæti ekki ieyst orkuvunda Norðlend- inga. Eins og hún yrði byggð, mundi hún ekki veita nema hlutu af þeirri orku, sem til þyrfti, þött hún flytti meira síður. Þegar ákvarðanir voru teknar um aðalatriði Kriiflu- virkjunar, var gert ráð l'yrir, að helmingur orkuframleiðslu Sig- öldu færi til járnblendiverk- smiðjunnar. Þrátt fyrir byggða- linu var þá gert ráö fyrir, að mikill orkuskortur yrði þegar árið 1978 á Norðurlandi, ef Krafla kæmi ekki til. Þvi væri ekki við forráðamenn að sakast. Þeir hefðu tekið ákvarðanir út frá þessum forsendum, og of seint væri að snúa við. Staðan hefur breytzt viö frestun á byggingu járnblendiverksmiðj- unnar, þannig að búast mætti við, að orkan frá Sigöldu og Kröflu.-yrði hvergi næri full- nýtt f.vrstu árin. Ragnar sugði, að rikisstjórnin hefði átt að skipuleggja nýtingu orkunnar, sem umfram yrði. Ilann sagði, að ákveðið hefði verið að hafa Kröfluvirkjun 60 megavött, með hámarksafköst- unum 70 megavött, í stað 55, sem upphaflega hefði verið talað um, vegna þess að ekkert tilboð hefði komið um 55 mega- vatta virkjun. Orkustofnun teldi fráleitt, að eitthvað kæmi upp á, sem gerði að verkum, að vélar Kröflu- virkjunar yrði ekki nothæfar samkvæmt áætlun. Þá sagði hann þá fullyrðingu ranga, að vélarnar væru aðeins gerðar f.vrir 250 stiga hita. Ragnar sagði, að yrði næsti vetur sérstaklega góður væri hugsanlegt, að byggðalina full- nægði um 70 prósentum af þörfunum. Það dygði ekki, Kriifluvirkjun yrði að komast i gagnið fyrir næsta vetur. —Hll Ef skemmd mat- vœli eru seld — þá er sjálfsagt að láta heilbrigðis- eftirlitið vita „Það er auðvitað alveg á hreinu, að það að selja skemmdar vörur eru brot á heilbrigðissamþykktinni, en hingað til hefur ekki þurft merkingar,” sagði Jóhannes Long heilbrigðisfulltrúi. Tveir af lesendum Dagblaðsins komu að máli við okkur. Báðir höfðu keypt skemmda kæfu og það sinn í hvorri verzluninni. Jóhannes sagði að reglugerð í sambandi við merkingu á unn- um kjötvörum væri í bígerð. Hann sagði að oft væri farið í verzlanir og tekin sýni af við- kvæmum vörutegundum, svo sem eins og kæfu og kjötfarsi. t flestum stórverzlunum væru þessar tegundir keyptar frá vinnslustöðvunum, en kaup- menn með kjötsöluleyfi geta sjálfir búið til sína eigin kæfu, fars og fleira. „Það er sjálfsagt,” sagði Jóhannes, „að fólk komi með vöru sem er skemmd til okkar.” Þá eru tekin sýni. Slíkt tekur 36 klst. Sjálfir taka þeir oft slík sýni af vöru, sem þeir kaupa í hinum ýmsu verzlunum. Stund- um er þetta endurtekið í sömu verzlunum, ef varan hefur ekki reynzt frambærileg. Þegar fólk kemur með skemmd matvæli til rannsókn- ar fær það kvittun í hendurnar. Yfirleitt greiða kaupmenn vör- una til baka möglunarlaust. „Hins vegar,” sagði Jóhannes, „ef fólk hefur ekki tíma til að koma til okkar er æskilegt að það hringi til þess að við getum framkvæmt athugun. Það veitir visst aðhald.” EVI GÁFU 500 ÞÚSUND TIL ÞROSKAHEFTRA Fyrir nokkru afhenti Lions- klúbbur Hafnarfjarðar 500 þúsund króna gjöf til heimilis fyrir þroskaheft börn í Ilafnar- firði og nágrenni. Er þetta fyrsta framlag klúbbsins í þessu skyni. en Lionsmenn hafa ákveðið að legg.ja sitt til aö beimilið komist i gagnið sem fyrsl. I fyrra beittu þeir sér f.vrir stofnun foreldrafélags þroskaheftra barna. Bæjar- stjórnin tók málaleitan þess félags og Lionsmanna um heimilið vel og ákvað að hluti dagheimilisins við Miðvang yrði notaðiir til þessara þarfa. Hafnfirðingar hafa stutt þetta mál d.vggilega er Lions- menn hafa heimsótt þá, og vænta þeir áframhaldandi stuðnings þeirra við þetta mál.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.