Dagblaðið - 08.04.1976, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUK 8. APKÍL 1976
Iþróttir________________Iþróttir________________íþróttir íþróttir
Donkersení
úrsfit - Axel
skoraði 11!
Kristbjörg Magnúsdóttir
Hondbolta-
hjónin bœði
í úrslitum!
Kristbjörg Magnúsdóttir leikur
til úrslita með liði sínu Eintracht
Minden við Leverkusen núna á
sunnudaginn — og þar er Ein-
tracht Minden að verja titil sinn
frá í fyrra í kvennahandboltanum
vestur-þýzka. Kristbjörg varð þá
Þýzkalandsmeistari með liði sinu.
í undanúrsiitum lék Minden-
liðið við Berlinarlið og sigraði
með 12—8 í heimaleik sínum —
en tapaði svo í Berlin með tveggja
marka mun, 12—14. Bæði liðin
hlutu þvi tvö stig, en Eintracht
vann samlanlagt 24—22.
A laugardag leikur eiginmaður
Kristbjargar — Axel Axelsson —
til úrslita í Evrópukeppni bikar
meistara — og síðar um þýzka
meistaratitilinn. Það er því ekki
hægt að segja annað en íslenzku
handknattleikshjónin, Axel og
Kristbjörg, geri það gott í Þýzka-
Iandi — enda hefur frammistaða
þeirra vakið almenna athygli þar.
Von hjó
Úlfunum!
— eftir stórtop
Birmingham í gœrkvöld
Birmingham City fékk skoll í gœr á St. James
Park í Newcastle þegar liöiö tapaöi fyrír New-
castle Þetta var slœmt tap, því markatala
liösins versnaöi verulega og þó Úlfarnir sóu
tveimur stigum á eftir hafa þeir betra markahlut-
fall. Auk þess eiga Úlfarnir eftir 3 leiki heima —
Birmingham 2. Mörk Newcastle skoruöu Mac-
Donald 2, Gowling og Bums.
Úrslití 1. deild:
Everton — Stoke 2-1
Ipswich — Man. City 2-1
Newcastle — Birmingham 4-0
3. deild:
Aldershot — Grimsby 0-3
Cardiff — Preston 1-0
Chester — Halifax 2-1
Chesterfield — Brighton 2-1
Millvall — Bury 0-0
Sheff. Wed — C Palace 1-0
'Staöa neðstu liða í 1. deild:
Birmingham 37 11 6 20 50-71 28
Wolves 37 8 10 19 42-60 26
Burnley 38 7 10 21 40-62 24
Sheff. Utd. 37 3 9 25 27-76 15
Af efstu liðum í 3. deild vann Cardiff aöeins
— Brighton og C Palace töpuöu — Millvall
geröi aöeins jafntefli. ViÖ sigur Cardiff fœrðist
liðiö í annað sæti.
Staöa eftu liða i 3. deild:
Hereford 40 77-49 55
Cardiff 41 65-48 49
Millvall 42 47-42 49
Bríghton 41 71-47 48
C Palace 40 57-41 48
í 4. deild voru úrslit:
Bournemouth — Reading 0-1
Crewe — Exeter 0-1
Lincoln — Darlington 2-1
Workington — Barnsley 1-7
í Skotlandi fór einn leikurfram í aöaldeildinni
og þá tapaði Aberdeen fyrír Hearts 0-3.
Skíðaskólinn
í Kerlingarfjöllum
Bókanir hjá Zoéga.
Sími: 25544
höndinni í leiknum og liðið var
vel stutt af rúmlega tvö þúsund
áhorfendum í Minden. Staðan í
hálfleik var 12-7 fyrir
Dankersen — fimm marka
munur, sem jókst svo í níu mörk í
síðari hálfleiknum. Dankersen
leikur svo við Dietzenbach í
undanúrslitum og þess má geta að
yfirleitt hafa liðin úr
norðurdeildinni verið sterkari
síðustu árin í leikjunum í undan-
úrslitum.
Leikmenn Dankersen halda til
Spánar á föstudagsmorgun og á
laugardag verður úrslitaleikurinn
í Evrópukeppni bikarmeistara i
Barcelona. Dankersen leikur þá
við spánska liðið Granollers, sem
keypti réttinn til að leika úrslita-
leikinn á Spáni, en Granollers er
frá smábæ rétt við Barcelona.
ísland — Portú-
gal í kvðld
t kvöld fer fram fyrsti lands-
leikur af þremur í körfuknattleik
milli íslendinga og Portúgala.
Eins og sagt hefur verið frá er
lítið vitað um styrkleika Portú-
galanna sem lítið hafa leikið eftir
byltinguna. Þó má búast við að
liðin séu áþekk að styrkleika —
að minnsta kosti ef marka má
úrslit leikja Portúgala fyrir bylt-
inguna. Bæði ísland og Portúgal
léku um svipað leyti við England,
sem vann báðar þjóðirnar með
svipuðum mun.
Leikurinn í kvöld fer fram í
Laugardalshöllinni og hefst hann
kl. 20.30.
-inga
úrslit
íslandsmeistarar FH tryggðu
sér rétt í úrslit bikarkeppni HSÍ
þegar FH sigraði 2. deildarlið KR
eftir framlengdan leik og víta-
kastkeppni, 25-24. Það verður því
ekki annað sagt en KR hafi veitt
FH keppni — reyndar voru KR-
ingar óheppnir að sigra ekki i
leiknum í gærkvöld, barátta og
leikgleði KR-inga setti hina leik-
reyndu leikmenn FH í hin mestu
vandræði og raunar virkaði KR
sterkari aðilinn í leiknum. Eins
og svo oft áður í vetur kom hin
dýrmæta reynsla leikmanna FH
þeim vel og tryggði sætið í úrslit-
um.
Sannarlega köstuðu KR-ingar
leiknum frá sér — þegar aðeins
20 sekúndur voru eftir var staðan
18-17 fyrir KR — og vesturbæjar-
liðið með boltann. Ævar Sigurðs-
son komst í dauðafæri — gat ekki
annað en skotið en Birgir Finn-
bogason varði laust skot hans og
gerði gott betur — hann tók eftir
því að Emil Karlsson var ekki í
markinu og sendi boltann yfir
endilangan völlinn — í markinu
hafnaði hann og aðeins 7 sekúnd-
ur eftir, svo nálægt ósigri voru
Islandsmeistarar FH.
Það var svo ekki fyrr en í víta-
kastkeppninni að FH tryggði sig-
urinn — sigraði 4-3 og samanlagt
25-24.
Nú, en ef við lítum á leikinn í
heild þá fengu KR-ingar óskabyrj-
un — komust í 9-3. Hilmar Björns-
son lék þá mjög vel og hélt spilinu
gangandi hjá KR og hinir fjöl-
mörgu áhangendur KR voru Trioð
á nótunum. FH setti hins vegar
undirlekann — Hilmar var tekinn
úr umferð og í hálfleik var staðan
11-10 fyrir KR. í Síðari hálfleik
var KR yfirleitt þetta 1—2
mörkum yfir og á endanum var
það aðeins reynsluleysi KR sem
kostaði þá sigur. Sannarlega
ánægjulegt að KR skuli aftur vera
að ná upp góðu liði eftir mörg
mögur ár.
Mörk FH skoruðu: Geir Hall-
steinsson 7, Viðar Símonarson og
Guðm. Árni Stefánsson 6, Gils
Guðmundsson og Sæmundur
Stefánsson 2 hvor, Kristján
Stefánsson og Birgir Finnboga-
son 1 mark hvor.
Mörk KR skoruðu: Ingi Steinn
Björgvinsson, skemmtilegur
hornamaður, og Þorvarður Guð-
mundsson 6 hvor, Símon
Unndórsson 5, Hilmar Björnsson
4 og Ölafur Lárusson 3. Haukur
Ottesen lék ekki með KR — fékk
ekki frí úr íþróttakennaraskólan-
um á Laugarvatni. h.halls.
tók Bjarnleifur á æfingu unglingalandsliðsins i gærkvöld — við
virkar lítill — en er þó 1.80 m.
urinn leikur
akmdsliðinu
íkjunum til að œfa með unglingalandsliðinu
Mér hefur gengið sæmilega í
Bandaríkjunum. Við komumst í
úrslitakeppni ,,High School-liða”
16 lið — en töpuðum tveimur
fyrstu leikjunum og voru úr leik.
knattleik.
Svo virðist sem svo miklu sé
búist við af mér og ég veit ekki,
hvort ég uppfylli þær vonir, en
vona auðvitað það bezta.
Þetta gekk skínandi vel. Kielar-
liðið hafði aldrei möguleika og
Dankersen vann stóran sigur 24-
15 í norðurdeild Bundeslígunnar
vestur-þýzku i handknattleik í
gærkvöld. Þar með er Dankersen
komið í úrslit um þýzka meistara-
titilinn. Leikur þar fyrst við
Dietzenbach, ef að líkum lætur.
Heimaleikinn 24. april — en í
Dietzenbach 1. maí, sagði Axel
Axelsson, þegar Dagblaðið ræddi
við hann í gær. I hinum
leikjunum í undanúrslitum verða
Gummersbaeh og Milbertshofen
— og liðin, sem sigra í
undanúrslitum leika um
meistarat itilinn.
Axel var í miklum ham í
leiknum — Iék sinn bezta leik um
langan tíma. Var langmarkhæstur
í leiknum og skoraði ellefu mörk.
Þar af eitt úr víti og mörg mark-
anna voru skoruð með hörku-
langskotum. Ólafur H. Jónsson
átti einnig ágætan leik og skoraði
þrjú mörk. Þýzku landsliðs-
mennirnir Busch og Becker
skoruðu sex mörk — Busch þar af
fjögur. Þá skoraði Valde. 2 og
Kramer eitt.
Það var gaman að taka þátt I
þessum leik — og mér fannst allt
smeila saman hjá liðinu. Gott að
sjá knöttinn hafna svona oft í
marki Kiel — og mér finnst ég
alveg vera • að ná mér eftir
tognunina í nára, sagði Axel enn-
fremur. Hann gekk þó í sprautur
alla síðustu viku — og var
sprautaður fyrir leikinn. Maður
finnur ekkert fyrir þessu meðan á
leiknum stendur — en þetta er
anzi viðkvæmt og lítið má út af
bregða, sagði Axel.
Dankersen náði fljótt yfir-
Fyrri leiknum töpuðum við með 3
stigum — þeim síðari með 1 stigi,
svo ekki mátti miklu muna. Þegar
við lékum síðari leikinn voru á
milli 6-7 þúsund manns að horfa á
— mikill áhugi fólks ytra á körfu-
Reynsla FH
kom liðinu í