Dagblaðið - 08.04.1976, Side 14

Dagblaðið - 08.04.1976, Side 14
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976. -------------------- \ 14 r Bátasportið er fyrir w Nokknr þátttak- enda, f.v.: Einar Nikulásson, Lárus Valbergsson, Örlyg- ur Hálfdánarson, sonur hans, og Guð- mundur Ingimund- arson. Þetta er hugmynd Buckmesters Fuller ad pví að gera odýr smábátalægi með fljótandi brimbrjótum. Höfnin við Gelgju- tanga verður hinsvegar alveg lokuð og getum við væntanlega sýnt og skýrt teikningar af henni á næstu bátsíðu. alla fjölskylduna — segir formaður Snarfara, félags sportbátaeigenda „Bátasportið er að því leyti frábrugðið flestum öðrum íþróttagreinum að það er fyrir alla fjölskylduna, börn og fullorðnir geta í senn haft gagn og gaman af því og fjölskyldan getur stundáð það saman,” sagði Hafsteipn Sveinsson, for- maður Snarfara. félags sport- bátaeiganda, sem stofnað var í fyrrahaust svo nú gengur fyrsta sumar félagsins í garð. Þann 18. sept. sl. stofnuðu sportbátaeigendur í Reykjavík félag til að vinna að hagsmuna- málum sínum. Var stofn- fundurinn haldinn í húsi Slysa- varnafélags Islands, enda er og verður náin samvinna við SVFÍ um öll öryggismál. Einkunnarorð Snarfara eru: Samhjálp á sjó, enda höfðu stofnendur flestir kynnst við að aðstoða hvor annan við að koma bátum sínum á flot eða aftur á land við allsendis ófull- nægjandi aðstöðu, eða fremur enga aðstöðu. Tilgangi sínum hyggst félagið m.a. ná með því að: a) beita sér fyrir gerð fullkom- innar sjósetningarbryggju og geymsluaðstöðu fyrir báta í Reykjavík. b) Að ná fram hag- stæðum kjörum á tækjum og rekstrarvörum. c) Að stofna þriggja manna öryggismála- nefnd er í samráði við félags- stjórn efni til námskeiða í undirstöðuatriðum sjómennsku og öryggismála og er hvetji félagsmenn til þess að fara ætíð eftir settum reglum. Að sögn Hafsteins er undir- stöðuþekking forsenda þess að bátasport sé ekki hættulegt, enda kunna þekkingarlausir menn ekki að meta aðstæður, né kunna almennt siglinga- reglur. Stofnfélagar Snarfara voru um 80 talsins og áttu þeir álíka marga báta, en félagsmenn eru nú orðnir mun fleiri og má búast við að þeim fjölgi mjög í sumar. Hafsteinn sagði að fram til þessa og reyndar enn, væri miklum erfiðleikum háð að Bolli Baldursson, Þorvaldur Ingibergsson kennari, Elías Arason og Einar Sigurbergs- son. Þorvaldur kennir þeim að „plotta” og áhuginn leynir sér ekki. eiga bát í Reykjavík vegna aðstöðuleytis við að koma þeim á flot og aftur á land, en í flestum tilvikum þyrfti það við hverja sjóferð. Kemur þar til skortur á viðleguplássum fyrir smábáta, sem stöðugt hafa verið á hrakhólum Einnig eru talsverð brögð að því að brotist sé inn í þá og stolið úr þeim eða unnin spjöll á þeim. Hafsteinn sagði að lokum að félagið væri opið eigendum hverskonar báta, þeir sem ættu trillur sér til gamans, væru td.. velkomnir og einnig geta menn gengið í félagið án þess að eiga bát. — Hafsteinn Sveinsson, formaður Snarfara, er tvímælalaust einh af brautryðjendum bátasports hér og má nefna að hann sigldi á opnum hraðbáti í kringum landið, öðrum hálfyfirbyggðum frá Danmörku til íslands og undanfarin ár hefur hann ferjað fólk út i Viðey á góð- viðrisdögum. BYRJAÐ VERÐUR Á SMÁBÁTAHÖFN VIÐ GiLGJUTANGA — Unnið verður fyrir 20 milljónir kr. i sumar NÁMSKEID f . „ SJÓMENNSKU ,pungapróf' Fyrir forgöngu öryggismála- nefndar Snarfara voru fyrir skömmu haldin námskeið til að tryggja meðlimum lágmarks- þekkingu í sjómennsku og hafa þegar 140 félagsmenn sótt þessi námskeið, sem eru sex tímar í viku og fjórar vikur í röð. Námskeiðin fóru fram í Sjó- mannaskólanum undir leiðsögn Þorvaldar Ingibergssonar kennara. Færri komust að en vildu og hafa a.m.k. þrjátíu til viðbótar skráð sig til þátttöku, verði áframhald á þessum nám- skeiðum. Eftir námskeiðin hlutu þátttakendur réttindi til skipstjórnar á skipi allt að 30 tonnum eða svonefnt punga- próf og eiga þeir nú að hafa verið 18 mánuði á sjó. m.a. að Eitt fyrsta verkefni Snar- fara, eftir stofnun þess, var að rita borgarráði bréf, þar sem þess var farið á leit við ráðið að það veitti hinu nýstofnaða félagi aðstöðu fyrir starfssemi sína við Gelgjutanga. Staðar- valið var skv. ábendingu for- stöðumanns Þróunarstofnunar Reykjavíkurborgar. Sú aðstaða, sem félagið óskar eftir í þessu bréfi, er m.a. að félaginu verði úthlutuð lóð, byggð verði höfn með flotbryggjum ásamt að- stöðu til sjósetningar. I bréfi þessu segir m.a. orð- rétt: Eigendur bátanna eru í sífelldum erfiðleikum með þá. I höfninni eru þeir iðulega fyrir stærri skipum og verða fyrir stórskemmdum. Sjósetning er illmöguleg í borgarlandinu. Komið hefur fyrir að bílar hafi fest sig í sjávarmálinu við sjó- setningu og siðan flætt. Ljóst er af þessu að aðstaða til bátasports í Reykjavík et engin, þrátt fyrir að líklega séu til a.m.k. 200 bátar í borginni. Borgarráð brást vel við þessu bréfi og í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir þetta ár, eru 20 milljónir króna ætlaðar til byrjunarframkvæmda á Gelgjutanga við ósa Elliðaánna. Heildarskipulag er nær full- unnið, nema hvað verið er að vinna að smávægilegum breyt- ingum sem væntanlega verða samþykktar alveg á næstunni. Reiknað er með að fyrstu fram- kvæmdir miði að því að auð- velda að sjósetja og taka báta á land. Þess má að lokum geta, þegar borgarráð fyrir skömmu skar niður fjárframlög til ýmissa framkvæmda, skar það ekki niður framlagið til fram- kvæmdanna á Gelgjutanga, svo vænta má að langþráður draumur sportbátaeigenda i Reykjavík rætist í sumar.— geta siglt algerlega eftir kort- um og kompás. Þátttakendur voru á öllum aldridætur nærri áð aldursmismunur þátttak- enda hafi náð hálfri öld. — EKKISEINNA VÆNNA AÐ FARA AF STAÐ Onedin i nýju umhverfi Sjónvarpsþættirnir um sægarpinn James Onedin, voru tvímælalaust með vinsælasta efni sjónvarpsins i langan tíma. Hér er garpurinn sjálfur, lcikarinn Robcrt Gilmore, í hcldur nýstárlegra umhverfi en viö vöndust honum í, enda er hann þarna aö opna sport- bátasýningu í Englandi. Margir pemngalitlir menn, sem áhuga hafa á að eignast bát, gefast strax upp eftir eitt símtal við innflytjanda þar sem háar tölur eru lesnar í símann og yfirleitt ekki boðið upp á greiðsluskilmála. Þetta skyldi enginn láta sér vaxa í augum, ef hann á annað borð hefur áhuga fyrir bátasporti, smáaugiýsing eftir notuðum bát kostar sára- lítið þótt ótrúlega mikið geti' komið út úr henni. Það er t.d. ekki úr vegi aö kaupa bátinn á einum staðnum, mótorinn á öðrum og svo vagn- inn eða annað á þeim þriðja. Sé fjárhagurinn mjög þröngur er einnig hægt að byrja á að festa sér einhvern hlut, svo sem mótor, og safna enn um hrið fyrir bát og útbúnaði. En hvort sem menn eru efna- litlir eða í góðum efnum, er ekki seinna vænna að fara af stað, þeir sem ætla að kaupa nýjan, verða að fara að panta, til að fá bátinn tímanlega fyrir sumarið og þeir sem ætla að kaupa gamlan, verða einnig að koma sér af stað, því oft þarf að lappa upp á gamla báta og mótora og ekki gott að láta það dragast fram á sumarið. Þeim, sem ekki telja sig geta auglýst eftir einhverri fleytu strax, skal bent á að í smá- auglýsingadálkunum hér í blaðinu eru stöðugt að birtast auglýsingar um báta af öllum gerðum og mótora einnig og sakar ekki að hringja í upp- gefið númer og kanna verðlag. Séu svo augun höfð hjá sér í næsta sunnudagsbíltúr, má víða sjá hverskyns báta í hús- görðum, bak við skuiu ug jafnvel á víðavangi. Sumir þeirra eru í niðurníðslu og má oft detta ofan á góð kaup, sé haft upp á eigendunum. Það er ímyndun að bátasportið sé aðeins fyrir þá riku, sem efni hafa á beztu tækjunum, stofn- og rekstrarkostnaður báts þarf ekki að vera meira fyrirtæki en að eignast hest og sjá um hann.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.